Morgunblaðið - 15.04.1987, Síða 4

Morgunblaðið - 15.04.1987, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987 Nýi Seðlabankinn afhentur í dag Þjóðhagsstofnun flutti í gær SEÐLABANKA íslands verður afhent nýtt húsnæði sitt í dag og mun þá starfsemi bankans flytjast úr Hafnarstræti 10. Afgreiðsla Seðlabankans flytur hinsvegar ekki fyrr en I næsta mánuði. Auk Seðlabankans verða Þjóðhagsstofnun, Reiknistofa bankanna og Iðnþróunarsjóður til húsa í nýja Seðlabankahúsinu. Reiknistofa bankánna flutti sína starfsemi fyrir rétt rúmu ári og er með skrifstofur sínar á hluta fyrstu hæðar og hluta jarðhæðar. Þjóðhagsstofnun fékk þriðju hæð Seðlabankahússins afhenta í gær og var þá strax hafist handa við flutninga. Hver hæð er um 700 fermetrar að stærð og fær Iðnþró- unarsjóður tæpa hundrað fermetra af þriðju hæðinni til umráða. Þórð- ur Friðjónsson, þjóðhagsstjóri, var að koma sér fyrir í nýju skrifstof- unni sinni er blaðamenn Morgun- blaðsins bar að garði eftir hádegið í gær. Hann kvaðst vera ánægður með nýju aðstöðuna. Útsýnið væri fagurt, hann sæi bæði Esjuna og Snæfellsjökul úr glugganum sínum af þriðju hæðinni og var hann sannfærður um að það ætti eftir að fara vel um starfsfólk Þjóð- hagsstofnunar í nýja húsinu. Þórður sagði að Þjóðhagsstofn- un væri ekki að flytja í nýtt húsnæði sökum þrengsla í eldra húsnæði. Heldur þætti sambýli með Seðlabanka íslands mun heppilegra en aðskilnaður. Seðlabankabyggingin er alls 12.500 fermetrar að stærð. Þar af er 2.500 fermetra bílageymsla í kjallara sem rúmar um 80 bifreið- ir starfsfólks. Baldur Jóhannesson, byggingastjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að framkvæmdir hefðu gengið vel og nokkurn veg- inn samkvæmt áætlun. Fram- kvæmdir hófust vorið 1982 og hafa að jafnaði verið um 100 manns í vinnu við húsið. Síðustu daga voru hinsvegar 20 til 30 starfsmenn kallaðir til vinnu til viðbótar. Baldur sagði að í upphafi hefði verið áætlað að flytja Seðlaban- kann í nýja húsnæðið um síðustu áramót, en því frestað þar til í apríl. Hann sagði að uppsteypa VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri hltl 1 veður snjókoma Reykjavík 1 haglél Bergen 6 þokumóða Helsinki 9 hálfskýjað Jan Mayen 0 alskýjað Kaupmannah. 4 þokumóða Narssarssuaq -9 skýjað Nuuk -10 snjókoma Osló 8 léttskýjað Stokkhólmur 7 skýjað Þórshöfn 9 rignlng Algarve 22 léttskýjað Amsterdam 9 þokumóða Aþena 13 skýjað Barcelona 16 léttskýjað Berlín 10 skýjað Chicago 9 rigning Glasgow Feneyjar 16 vantar léttskýjað Frankfurt 11 léttskýjað Hamborg 10 mistur Las Palmas 23 ■rykmistur London 11 mistur Los Angeles 15 mistur Lúxemborg 10 léttskýjað Madríd 18 léttskýjað Malaga 19 léttskýjað Mallorca 15 hélfskýjað Miami 23 skýjað Montreal 2 léttskýjað New Vork 17 skýjað París 15 skýjað Róm 20 hálfskýjað Vín 12 skýjað Washington 8 þokumóða Winnipeg 2 léttskýjað VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG: YFIRLIT á hádegi í gœr: Um 300 km vestur af Snæfellsnesi er 975 millibara djúp lægð sem þokast norðaustur. Lægðarmiöja, 979 millibara djúp, skammt norður af Siglunesi fer einnig norðaustur. Yfir sunnanverðu Englandi er 1033 millibara hæð sem þokast suð- ur. SPÁ: Vestan- og suðvestanátt um land allt, viðast gola eða kaldi (3-5 vindstig). Él á vestanverðu landinu en annars þurrt. Hiti um eða yfir frostmarki. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FIMMTUDAGUR: Suðvestlæg átt og fremur svalt i veðri. Él á sunn- an- og vestanveröu landinu en annars þurrt. FÖSTUDAGUR: Suðaustlæg átt og hlýnandi veður. Dálítil rigning á suður- og austurlandi en annars þurrt veður. TAKN: O ► Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r t t t t t Rigning t t t * t * f * / * Slydda ' * r * * * * * * * Snjókoma * * * j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius V Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Suld OO Mistur —j- Skafrenningur |"V Þrumuveður Morgunblaðið/Bjami Þórður Friðjónsson, þjóðhagssljóri, á nýju skrifstofunni. Sendibílar voru tíðir gestir fyrir utan nýju Seðlabankabygginguna í gær og verða eflaust áfram næstu daga. Tölvubúnaður Þjóðhagsstofnunar á leið upp á þriðju hæð. hússins og önnur byggingarstig fram.að innréttingum hefðu staðist kostnaðaráætlun. Hinsvegar hefði kostnaður við rafmagns- og örygg- islagnir farið fram úr kostnaðar- áætlun svo og allur sérbúnaður bankans svo sem fjárhirslur og öryggiskerfi á jarðhæð hússins. Landhelgisgæslan: Lengsta sjúkra- flugTF - Sif Grænlenskur sjómaður flutt- ur á Borgarspítalann ÞYRLA Landhelgisgæslunn- ar, TF - Sif flaug 151 sjómílu frá Reykjavík í fyrrinótt og sótti grænlenskan sjómann sem slasast hafði um borð í togara. Þetta er lengsta björg- unarflug þyrlunnar og jafn- framt lengsta flug hennar án þess að taka eldsneyti að sögn Benóníns Asgrímssonar flug- mannas í ferðinni. Beiðni um aðstoð barst Land- helgisgæslunni um kl. 22, á mánudagskvöld og kom þá fljót- lega í ljós að sjúklingurinn var illa brotinn á fæti og þyrfti á aðstoð læknis að halda sem fyrst. „Þetta var of langt flug fyrir okkur og var haft samband við vamarliðið en þeir sögðust ekki geta lagt af stað fyrr en upp úr kl. 5 um morguninn,“ sagði Ben- ónín. Ljóst var að þá yrði togarinn innan þeirrar fjarðlægð- ar sem þyrla Landhelgisgæsl- unnar hefði flugþol til og því var ákveðið að hún færi í sjúkraflug- ið. Leiðinlegt verður var á þeim slóðum sem togarinn var og var ákveðið að Fokkervél Landhelg- isgæslunnar fylgdi þyrlunni og kannaði hvar hætt væri við ísingu. Þyrlan lagði af stað kl. 4 og gekk ferðin vel að sögn Benónís. Komið var að togaranum kl. 5:30 og seig Arnaldur Valgarðsson læknir niður í togarann og bjó um slasaða manninn. Arnór hafði lokið við þjálfuni í sigi niður í bát á rúmsjó daginn áður og var þetta sig því frumraun hans. Tuttugu og fimm mínútum síðar var búið að hífa þá upp í þyrluna sem lagði af stað til Reykjavíkur og lenti við Borgarspítalan kl. 7:15.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.