Morgunblaðið - 15.04.1987, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987
Á jeppum yfir jöklana þijá
„SJÁLFIR vorum við alls ekki
vissir um hvort við kæmumst á
leiðarenda. Hinsvegar erum við
nú í sjöunda himni með ferðina,"
sagði Arngrímur Hermannsson,
einn jeppafaranna sem fór yfir
jöklana þijá i síðustu viku. „Það
kom ekki upp ein einasta bilun
á leiðinni og það fór ekki einu
sinni girkassi úr neinum bilanna.
Við fengum eintómar hrakspár
í vegarnesti því auðvitað datt
engum heilvita manni í hug að
okkur tækist að fara þetta á jepp-
um,“ sagði Arngrímur.
í Morgunblaðinu síðastliðinn
þriðjudag birtist ferðasaga þeirra
sexmenninga, en á síðunum hér er
ætlunin að láta myndirnar úr ferða-
laginu tala sínu máli. Amgrímur
sagði að þeir hefðu útbúið sig vel
og lengi fyrir ferðina enda væm
þeir engir viðvaningar í fjallaferð-
um yfirleitt. Fjórir þeirra væru úr
Flugbjörgunarsveitinni, auk
Arngríms, þeir Gylfi Gunnarsson,
Ástvaldur Guðmundsson og Guð-
laugur Þórðarson, og tveir kæmu
úr 4x4 klúbbnum, þeir Gunnar
Jensson og Eiríkur Kolbeinsson.
„Allir bílamir þrír vom útbúnir
með sitthvorri gerðinni af loran
staðsetningartækjum svo við gæt-
um borið saman tækin á milli
merkja og útreikninga þeirra. Þegar
einn bíll missti út merki, vom hinir
bílamir stundum með merki og
öfugt. Við mældum allt upp í 350
metra skekkjuhlutfall í Vonarskarði
milli landabréfs og lorans. Við
skráðum allar skekkjur niður og
söfnuðum þeim í bók. Merkin þama
vom mjög dauf, sérstaklega sunnan
Miklafells," sagði Amgrímur.
þeir félagar rifu upp vélamar í
bílunum áður en þeir lögðu af stað
til þess að fullvissa sig um hvort
allt væri ömgglega nýtt og í lagi
svo bflamir fæm ekki að bila að
óþörfu uppi á fjöllum. Amgrímur
sagði að kuldi hefði aldrei hrjáð þá
þrátt fyrir misjafnt veður og nóg
hefði verið að borða á leiðinni. „Við
vomm með einhver ósköp af hakki
meðferðis, íslenska súrmatinn í
fötu, hákarl og svo muldum við kex
þess á milli. Við útbjuggum okkur
síðan vel á morgnanna fyrir átök
dagsins með smurðu brauði og kaffi
á öllum brúsum," sagði Amgrímur.
Hæsti tindur á íslandi, Hvannadalshnjúkur, 2.119 metrar á hæð.
Við Jökulárlón.
Séð yfir Go.ðahnjúka.
Skáli Ferðafélagsins að Hveravöllum.
Keyrt var með allt niður í tvö pund í dekkjunum.
Wtá