Morgunblaðið - 15.04.1987, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.04.1987, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987 „Drottning hlj óðfæranna“ Helga Ingólfsdóttir leikur á sembal í Kristskirkju 1 kvöld Tónlist Harmljóð Frobergers um látinn konungsson hins heilaga róm- verska ríkis. Leifur Þórarinsson Ef menn ætla að komast að hjartanu í tónlist frá síðrenesansin- um og barrokktímabilinu liggur leiðin í gegnum sembalinn. Þetta strengjahljóðfæri með hljómborði, sem á sér sögu aftur í myrkar miðaldir, ríkti sem drottning hljóð- færanna frá því á 15du öld og fram yfir 1750. Öll tónskáld sem heitið gátu lögðu mikla rækt við sembal- inn og mörg þeirra voru frægustu sembalsnillingar síns tíma. Einsog píanóið seinna voru sembalar af ýmsum stærðum og gerðum. Þeir voru tilvalið hljóðfæri til tónlistar- iðkunar í heimahúsum, í stórum hljómleikasölum og kirkjum. Á barrokktímabilinu er semballinn alls staðar. Hann er einleikshljóð- færið sem nýtur mestra vinsælda, hvort sem er aleitt í svítum og sónötum, eða í konsertum með hljómsveit. Sem undirleikshljóð- færi í söng og kammerverkum er hann ómissandi og í kirkjunni á hann sér fastan sess við leiðsögn kórsins. Operum var nær alltaf stjómað af semballeikara, sem reyndar var oftar en ekki tónskáld- ið sjálft. Það er því varla neitt undarlegt að nokkur þýðingar- mestu verk snillinga á borð við Bach, Hándel og Couperin eru ein- leiksverk fýrir sembal. Það mætti ekki síður kalla þau „þungamiðju- verk en t.d. píanóverk Mozarts, Beethovens og Brahms. En semballinn víkur fyrir píanó- inu á síðustu áratugum 18du aldarinnar. Að vísu er langt frá að öll hljómborðsverk Haydns og Mozarts hljómi betur leikin á píanó en sembal. Jafnvel nokkrir af dramatískari píanókonsertum Mozarts eru þannig að innri gerð, að þeir ieikast fullkomnlega eðli- lega á sembalinn, sé gætt að réttum hlutföllum í hljómburði. En sónötur og konsertar Beethovens eru hinsvegar óhugsandi nema á píanó, og á 19du öldinni og allt fram á okkar daga er píanóið ein- leiks- og undirleikshljóðfæri númer eitt tvö og þrjú. Semballinn hvarf í rauninni alveg af sviðinu í 150 ár, og þó það kæmu stundum fram afburða tónlistarmenn sem reyndu að rétta hlut hans og jafnvel endur- bæta hann sem nútíma konsert- hljóðfæri (Landowska í byrjun aldarinnar) má segja að slíkt hafí heyrt til undantekninga og sér- visku. Á síðustu tveim áratugum hefur orðið mikil breyting á þessu. Menn hafa reyndar leitast við að endur- skapa tónlist fyrri tíma í sinni upprunalegu mynd á öllum sviðum, þ.e.a.s. flytja hana á gömul hljóð- færi með upprunalegum styrk- leikahlutföllum og skreytingum. Endurskapa segi ég, því margt í flutningsmáta tónlistar fyrri tíma liggur alls ekki ljóst fyrir í handrit- um meistaranna. Margt virðist hafa þótt svo sjálfsagðir hlutir, ekki aðeins hvað varðar styrkleika og skreytingar (ornamentation) heldur jafnvel hljóðfallsmörkun og samröðun (fraseringar), að því eru ekki gerð nema lítilsháttar skil í nótnatexta. Leita menn því gjam- an í samtímaheimildir um leik einstakra manna þessu til glöggv- unar, og þar sem heimildir þrýtur verður hugmyndaflugið og rétt til- fínning að ráða. Það er því langt frá að hér sé um einhverskonar dauðhreinsunarstefnu að ræða, heldur er hér fijótt sköpunarstarf sem líklega á sér fáar hliðstæður í listasögunni. Kannski má líkja þessu við það þegar skáld og tón- listarmenn í Flórens voru að velta fyrir sér um aldamótin 1600 hvem- ig Grikkir hefðu í rauninni flutt harmleikina sína á dögum Sófók- lesar og Æskilosar. Og upp úr því kom óperan. Helga Ingólfsdóttir er okkar fyrsti og eini semballeikari, sem hefur slíkt að aðalatvinnu. Og það er ekkert vafamál að hún er sem- balleikari með mjög persónulegan stíl, þó hún leitist ávallt við að vera sem trúust skrifuðum texta tónskáldanna. Einleikstónleikar hennar em því alltaf sérstakur við- burður hér í bænum og svo er einnig nú í kvöld, þegar hún leikur í Kristskirkju á vegum tónlistarfé- Helga Ingólfsdóttir við sembalinn í Kristskirkju. lagsins þar. Þessir tónleikar hefjst kl. 20.30 og á efnisskránni era eingöngu verk frá 17. og 18. öld. Höfundamir era fæstir þekktir hér að ráði, eða heldur er ólíklegt að verk þeirra Frobergers, Forquerys og Louis Couperin séu á margra vöram hér um slóðir. Jafnvel Purc- ell, þjóðtónskáld Englendinga, en tónleikarnir hefjast með verki eftir hann, er varla nema nafnið í hug- um flestra. Þó var reyndar flutt eftir hann ópera á tónleikum fs- lensku hljómsveitarinnar fyrir tveimur áram og vakti verðskuld- aða hrifningu. En tónleikunum lýkur hins vegar með verki eftir Jóhann Sebastian Bach, Króma- tískri fantasíu og fúgu í d-moll, en hana jjekkja næstum allir út og inn. I efnisskrá tónleikanna, sem Helga kallar „Vinaminni", segir meðal annars: Á þessum sembaltónleikum era leikin verk sem tónskáld fyrri alda sömdu til vina sinna og ástvina, lífs og lið- inna. Þar era Harmljóð sem þýsk-austurríska tónskáldið Fro- berger (1616—1695) gaf vini sínum Ferdinand III. keisara við andlát barnungs sonar hans. Enn- fremur er grafskrift sem Frakkinn L. Couperin (d. 1661) samdi yfir ástsælan lútuleikara, Blancrocher. Þá era þijú verk eftir franska tón- skáldið Forquery (1671—1745). Tvö þeirra era tileinkuð þekktum samtímamönnum: Tónskáldinu Rameau og fiðlusnillingnum Gu- ignon, en hið þriðja óþekktri konu, Sylvu. Síðasta verkið er Króm- atíska fantasían og fúgan í d-moll eftir Bach (1685— 1750), sem hann semur eftir hið skyndilega fráfall fyrri konu sinnar, Maríu Barböra. Þessi vinaminni era tengd með þremur verkum í til- brigðaformi: ground, chacconne og passacaille (Purcell, Couperin), en tilbrigði vora einmitt höfð til hug- leiðinga. Einsog fyrr segir hefjast tónleik- arnir í Kristskirkju kl. 20.30 í kvöld og era opnir öllum almenningi. Signrður Sigurðsson Hugleiðing á yfirlitssýningu Myndlist Bragi Ásgeirsson Yfirlitssýningu á verkum Sigurð- ar Sigurðssonar, listmálara, í Listasafni Islands lýkur annan í páskum. Það er nokkuð seint sem sá, er hér ritar, fær næði til að setjast niður og skrifa um þennan listviðburð, sem hefur þó einmitt orðið honum tilefni ýmissa hugleið- inga um landslagsmálverkið og feril Sigurðar. Hugleiðinga sem skara landslagsmálverkið, sögu þess hér á landi og þróun frá upphafí vega. Hér hef ég farið í ýmsar heimild- ir og komist að hinni undarlegustu niðurstöðu, sem gerir tímabilið, sem Sigurður lifði sín bestu þroskaár, ennþá furðulegra og óskiljanlegra en áður. Landslagsmálverkið í sinni hreinustu gerð er nefnilega yngra og óhefðbundnara flestum stílbrigð- um -tuttugustu aldarinnar og á vissan hátt hlutkenndara í ljósi listasögunnar. Ekki er það þó svo, að þetta væri mönnum ekki kunnugt áður, en því hefur einfaldlega ekki verið haldið nægilega fram í íslenzkri myndlistaramræðu og landslags- málverkinu jafnan skipað á bekk með fígúratíva málverkinu og öllu sýnilegu í hlutveraleikanum. Eigin- lega eru söfn, stórsýningar af- markaðra tímabila listasögunnar ásamt grúski í listaverkabókum og uppsláttarritum farsælasta leiðin til að fá nokkum veginn raunsanna mynd af þróuninni. Vera hér beinn þátttakandi, en ekki þiggjandi hlut- drægrar miðlunar, sem litast af sérskoðunum, listapólitík og al- mennum þjóðfélagsskoðunum gerandans og dagsins. Svo snemma sem árið 1954 hafði Sigurður Sigurðsson Yflríitssýning LISTASAFN ÍSLANDS ég í Siena á Ítalíu kynnst hinu segna „Flóttanum til Egyptalands", merkilega verki Duccio di Buonin- sem máluð var á árunum 1308—11, og skoðað fleiri verk Siena-skólans, þar sem landslagið er orðið stór þáttur af uppbyggingu myndheildar og rýmistilfmningar á tvívíðum grunni. Vissi því af sjón og raun hve seint það kom sem beinn og lifandi þáttur inn í málverkið. Áður hafði landslagið þjónað svipuðu hlutverki og leiktjöld í málverkinu, verið tilbúið og stíliserað, eins og það heitir, en ekki stuðst við ákveðnar fyrirmyndir. En sem sagt þá var landslaginu ætlað ákveðið og fyrir sumt hug- lægt hlutverk í myndbyggingunni um langt skeið og var þannig í raun óhlutlægt! Landslagið í bakgrunni mynda var þannig ímyndað og tók mið af öðram eðlisþáttum mynd- heildarinnar hveiju sinni, enda þótt um sýnilegt landslag væri að ræða. Var nokkurs konar þjónn frásagn- arlega innihaldsins. Landslagið þjónaði þannig sem hluti bakgrunns og uppbyggingar málverka lengi vel, og það var ekki fyrr en á seinni hluta 18. aldar og þó framar öllu á 19. öld að það verður að sjálfstæðu hugtaki í evr- ópskri myndlist. Tengist þá hreinni og beinni umhverfíslýsingu jafnt í forgranni sem bakgrunni. En auðvitað vora hér, sem fyrri daginn, Kínveijar fyrstir og gerðu þegar á 8. öld myndir, þar sem allt rann í eina heild, landslag og fígúr- ur, og hvoragu gert hærra undir höfði. Og að auki takmörkuðu þeir sig engan veginn við tvívíðan flöt,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.