Morgunblaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987
Listamaðurinn með eitt verka sinna.
9. sýning Birgis Schiöth:
„Sjórinn er mér hugleikinn“
Jóhannes Benediktsson í Búðardal:
Of mikið í húf i
til að styðja
Borgaraflokkinn
Flugumf erðastjór-
arnir og flugstjórinn:
Halda áfram
störfum þrátt
fyrir ákærur
Flugumferðarstjórarnir þrír
og flugstjórinn sem ákærðir
hafa verið fyrir vanrækslu í
starfi munu halda áfram störf-
um sínum hjá Flugleiðum og
Flugfumf erðastjórn.
Að sögn Péturs Einarssonar,
flugumferðarstjóra, voru flugum-
ferðastjórarnir teknir af vöktum
á sínum tíma þegar þau atvik áttu
sér stað sem ákærurnar byggja
á. Þeir voru þá látnir gangast
undir hæfnispróf og líkamlegar
og andlegar læknisrannsóknir.
Pétur sagði niðurstöður þeirra
prófa hafa sýnt að þeir væru
hæfir til að gegna störfum sínum.
„Menn geta verið góðir flugum-
ferðarstjórar þótt þeim verði á
yfirsjón. Það liggur ekkert annað
fyrir en að þeir haldi áfram í störf-
um sínum og það verður ekki
endurskoðað af minni hálfu,"
sagði Pétur Einarsson.
Sigurður Helgason, forstjóri
Flugleiða, sagði að flugstjóri Flug-
leiða héldi áfram störfum sínum,
maðurinn væri ákærður en ekki
væri búið að dæma af honum leyf-
ið eða skírteinið.
„Ég neita því ekki, að bátamótív
og sjávarstemmning eru nokkuð
áberandi í verkefnavali mínu og ber
nokkuð á slíku á sýningu minni
nú,“ sagði Birgir Schiöth myndlist-
armaður í samtali við Morgunblaðið
í gær, en níunda einkasýning hans
er nú í fullum gangi á Mocca, Skóla-
vörðustíg 3a. Sýningin stendur
eitthvað fram 5 maí.
„Ég sýni alls 24 myndir, bæði
vatnslitamyndir og teikningar og
þótt sjórinn sé mér hugleikinn er
þarna samt að finna ýmis mótív.
Ég mála og teikna það sem mér
finnst skemmtilegt hvetju sinni og
allar eru myndirnar til sölu. Eitt-
hvað selt þegar? Það veit ég ekki
maður.
Myndir Birgis eru allar gerðar á
síðasta ári og flestar hafa ekki ver-
ið sýndar opinberlega áður. Nokkr-
ar þó. Sýningin er opin virka daga
frá kl. 9.30 til kl. 11.30 og sunnu-
daga frá kl. 14.00 til 23.30.
Sagði sig úr Sjálf-
stæðisflokknum
vegna Alberts-
málsins en hefur
nú gengið til liðs
við f lokkinn á ný
JÓHANNES Benediktsson, verk-
taki í Búðardal, sagði sig úr
Sjálfstæðisflokknum, sem hann
hafði starfað fyrir um árabil,
þegar Albert Guðmundsson ák-
vað að vílga af framboðslista
flokksins í Reykjavík. Jóhannes
hafði í hyggju að styðja Borgara-
flokkinn en hefur nú tekið þá
ákvörðun að ganga á ný til liðs
við Sjálfstæðisflokkinn. „Við
vandlega íhugun komst ég að
þeirri niðurstöðu að of mikið
væri i húfi til að láta þetta atvik
og framboð Alberts ráða afstöðu
minni,“ sagði Jóhanncs i samtaii
við blaðamann Morgunblaðsins.
Jóhannes sagði að stuðningur við
Albert Guðmundsson í Vesturlands-
kjördæmi byggðist yfirleitt ekki á
mismunandi skoðunum á skatta-
málum hans. „Ég leit á þetta mál
frá pólitísku sjónarmiði - og ég
veit að margir aðrir eru sama sinn-
is. Mér fannst sem þröngur valda-
hópur í Sjálfstæðisflokknum væri
að ýta Albert út og þar með væri
verið að binda endi á þann sveigjan-
leika í flokknum sem ég hef talið
nauðsynlegan. Ég hef litið svo á
að flokkurinn ætti að sækja valdið
til fólksins en það ætti ekki að koma
innan frá. Ég var ósammála því að
Albert ætti að segja af sér ráð-
herraembætti. Bæði var tíminn til
Skúlptúr
Skúlptúr Sóleyjar
Alltaf bætist í þann hóp ungra listamanna, sem stunda skúlptúr í margvíslegu formi. Sumir nota
gömul og virðuleg efni til að tjá tilfinningar sínar á þessu sviði, aðrir fást nær einvörðungu við alls
konar nútímaefni og árangurinn leynir sér ekki. Það má með sanni segja, að vakning hafi átt sér stað
á síðustu áratugum á þessu sviði og ýmislegt gott komið fram á sjónarsviðið. Því verður heldur ekki
móti mælt, að sumar tilraunir hafa bókstaflega runnið út í sandinn, en einmitt hinar margvíslegu tilraun-
ir og alls konar nýjungar hafa endurnýjað þessa listgrein, sem nú blómstrar um víða veröld, og hérlent
menningarlíf er engin undantekning frá því. Hver sýning á fætur annarri er haldin á hinum ólíklegasta
skúlptúr og við megum vel muna í þessu sambandi, að ekki eru margir áratugir frá því er hægt var að telja
á fingrum annarrar handar þá listamenn, sem stunduðu þessa listgrein.
Nú hefur ung stúlka kvatt sér hljóðs á þessu sviði með 29 skúlptúra, er hún hefur komið fyrir á
vesturgangi Kjarvalsstaða, og er þetta í fyrsta sinn, sem hún sýnir verk sín ein síns liðs. Þarna er um
Sóleyju Eiríksdóttur að ræða, en hún hefur verið með á samsýningum áður. Ef ég man rétt var hún í
hópi þess unga fólks, sem hlut átti að Flotta galleríinu á sínum tíma. Þarna er um byijandaverk að
ræða, sem sýna ákveðna tilfinningu fyrir mannslíkamanum og formspili, tengdu andlitum og ýmsum
kynjaverum. Þetta er ekki ósnoturt í einfaldleika sínum og gefur hugmyndir um, að meira muni búa í
þessari ungu konu, en fram kemur á þessari fyrstu sýningu hennar. Hún hefur auðsjáanlega góða tilfinn-
ingu fyrir því efni, sem hún vinnur úr — stundum virðist leirinn hennar átrúnaðargoð og það fer vart
framhjá neinum, að áhrifa gætir frá vinnubrögðum listakonunnar í leir. En hræddur er ég um að grisja
hefði mátt nokkuð á þessari sýningu, enda fara verkin ekki nægilega vel í því plássi, sem þeim er af-
markað þarna á ganginum. Gangurinn sjálfur er vont sýningarsvæði og bókstaflega étur upp mikið af
verkum Sóleyjar, en það eiga þau hvergi skilið að mínu mati. Þrátt fyrir leiðinlegt umhverfí geisla þessi
verk af æskufjöri, glettni og vinnugleði, og listakonan getur verið ánægð með þá hlið málsins. Vonandi
fær maður að sjá næstu sýningu Sóleyjar í betra umhverfí en þessa.
Við Dimmuborgir
HRIF
Myndlist
Valtýr Pétursson
Það er um það bil ár síðan
Kristín Þorkelsdóttir hélt sína
fyrstu vatnslitasýningu í Gallerí
Borg, nú er hún aftur á ferð með
sömu myndgerð á sama stað.
Þegar bomar eru saman þessar
tvær sýningar Krist-
ínar tekur maður strax eftir því,
að nú er flatarmál myndanna
nokkru meira og myndarlegra en
áður var, og það merkilegasta
er, að Kristín hefur nú miklu
sterkari tök bæði á vatnslitnum
sjálfum og eins á meðferð fyrir-
mynda, hún sér og skynjar
landslagið á myndrænni hátt.
Litameðferð Kristínar hefur að
mínu mati þroskazt í þá veru, að
hún er samrýmdari og heillegri í
blæbrigðum sínum — ef til vill
væri rétt að segja að myndir
Kristínar væru orðnar meiri litur
og vatn, en minna landslag. Það
er að segja: nostur og smámuna-
semi hafa verið gerð útlæg, en
því fastar tekið á aðalatriðunum.
Sem sagt, Kristín hefur hamrað
járnið á réttan máta og sér um-
hverííð meir og meir sem
myndefni, en ekki sem einstaka
þætti staðarlýsingar, og hér er
einmitt tekið á kjarna alls mál-
verks, hver sem stíllinn annars
kann að vera, en það er önnur
saga, ósögð hér.
Sýning þessi, sem hlotið hefur
heitið HRIF, er mjög aðlaðandi
og skemmtileg. Hún sýnir þá
þætti, sem ég hef þegar minnzt
á, og fyrst og fremst þá þróun,
sem átt hefur sér stað hjá
Kristínu á þessu eina ári, sem
liðið er, frá því hún var síðast á
ferð í Gallerí Borg. Eitt er það,
sem verður að minnast á í þessum
fáu línum, en það er sá sérstæði
svipur, sem Kristínu tekst að
gæða verk sín. Það er persónu-
legur svipur, sem hefur það sterk
séreinkenni, að ekki verður um
villzt, hver er höfundur. Það er
mikil gróska í myndlist okkar sem
stendur og ekki sízt eru olíumál-
verkið og skúlptúrinn stunduð af
kappi. Það er því ánægjulegt til
þess að vita að grafík og vatnslit-
ir verða heldur ekki útundan.