Morgunblaðið - 15.04.1987, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987
Rógnrinn
um Albert
eftir Skarphéðin
Bjarnason
Ég hefi um langan aldur fylgst
með umræðum og blaðaskrifum um
pólitík hér á landi og lesið mikið
um það efni, allt frá aldamótum til
vorra daga.
Oft hefur umræðan verið hörð
og óvægin. Ég held að öldurnar
hafí risið einna hæst í borgarstjóra-
kosningunum 1920, þegar Knud
Zimsen náði kosningu í annað sinn.
Þá voru rógskrifín og svívirðingam-
ar á þann mæta mann svo yfír-
gengilegar, að séra Friðrik í KFUM,
sem aldrei hafði skipt sér af pólitík,
gat ekki á sér setið að rita „Fáein
orð um bæjarstjórnarkosning-
una“ og birtist greinin í Vísi daginn
fyrir kosninguna.
Grein séra Friðriks
„Væri ég nýkomin inn í bæjarfé-
lagið og þekkti ekki Zimsen í sjón
hvað þá meira, held ég, að ég kysi
hann samt upp á meðmæli mót-
stöðumanna hans, sem skína svo
augljóslega í gegnum hinar „yfír-
drifnu" skammir, að það dylst mér
ekki, að hér væri um mikilhæfan
mann að ræða. Ég hef að minnsta
kosti ekki séð éins glöggt og áður,
hvílíkt starf Zimsen hefur leyst af
hendi, sem borgarstjóri, eins og ég
sé nu, eftir að hafa lesið greinamar
á móti honum."
Aðf örin að Albert
Ég rifla þessa sögu upp hér af
því að mér sýnist að augljóst sé,
að metið frá 1920 hafí verið slegið
svo rækilega með rógsaðförinni að
Albert undanfama daga, að ekki
megi þetta í þagnargildi liggja.
Það sorglega í þessum efnum er,
að það em samherjar hans til
skamms tíma hjá Morgunblaðinu
og þingbræður, sem standa fyrir
þessari ódrengilegu aðför. Svo rúm-
frek em þessi skrif í Morgunblaðinu
að síðustu fy'óra daga hefur ekki
verið hægt að birta glansmyndir
af Jóni Baldvin Hannibalssyni né
hólgreinar um hann, sem annars
hafa verið daglegt brauð á síðum
blaðsins mánuðum saman.
Ýmsir „mætir menn“ em fengnir
til að rita um Albert, til að mynda
Jón Sigurðsson, forstjóri á Gmnd-
artanga, og þá bregður svo við að
Jón sýnir á sér nýja hlið: ritsóði.
Jóni Sigurðssyni er vorkunn, því
í sömu mund og níð grein hans um
Albert birtist er greint frá aðal-
fundi verksmiðju hans á Gmndar-
tanga. í Morgunblaðinu er haft eftir
honum: „Reksturinn síðastliðið ár
einkenndist af mikilli og tæknilega
vel heppnaðri framleiðslu og mikilli
sölu... 212 milljóna króna tap
varð á rekstrinum." Sem sé eins
og læknirinn sagði forðum: „Op-
erationin heppnaðist, en sjúklingur-
inn dó.“
Hver borgar þetta tap? íslenskir
skattborgarar 55%.
TAP ÍSIclmka járnblendifélags-
ins hf á Grundartanga síðastliðið
ár nam 212 rniHjónum króna sam-
kvœmt íslenska efnahagsreikn-
ingi fyrirtækisins, en 26
milljónum norskra króna sam-
kvæmt norska reikningnum.
Tapið samkvæmt íslenska reikn-
ingnum reyndist vera 17,5% af
veltu, sem var liðlega 1200 milþ'-
ónir íslenskra króna. Tapið
samkvæmt norska efnahags-
reikningnum reynist hins vegar
ekki vera nema um 10% af veltu.
Aðalfundur félagsins var haldinn
31. mars sl. og í ársskýrslu fyrir-
tækisins sem lögð var fram á
fundinum kemur fram að rekstur-
inn síðastliðjð ár einkenndist af
mikilli og tæknilega vel heppnaðri
framleiðslu og mikilii sölu. Það sem
gerir það að verkum að afkoma
fyrirtækisins varð ekki betri en raun |
„Svo rúmfrek eru þessi
skrif í Morgunblaðinu
að síðustu fjóra daga
hefur ekki verið hægt
að birta glansmyndir
af Jóni Baldvin Hanni-
balssyni né hólgreinar
um hann, sem annars
hafa verið daglegt
brauð á síðum blaðsins
mánuðum saman.“
Albertþarf ekki
að örvænta
Albert Guðmundsson hefur um
dagana marga hildi háð. Hann er
fæddur undir heillastjömu. Fólkið
í landinu, litli maðurinn skjólstæð-
ingur hans, og borgaramir almennt
hafa risið upp og slá skjaldborg um
hann og flokk hans. Skoðanakann-
anir sýna það augljóslega, að 25.
Jón Sigurðsson
Séra Friðrik Friðriksson
apríl verður sigurdagur Borgara-
flokksins. Nú er síðasta hálmstrá
rógberanna fokið út í veður og vind.
Albert verður ekki ákærður og hef-
ur ekki „stöðu gmnaðs manns",
eins og þeir hafa látið það heita.
Við Albert vil ég að lokum segja:
Láttu ekki deigan síga og haltu
Þegar hægri höndin veit
ekki hvað sú vinstri gerir
eftir Sigríði Dúnu
Kristmundsdóttur
Þann 12. apríl sl. skrifar Ragn-
hildur Helgadóttir, núverandi
heilbrigðis- og tryggingaráðherra;
grein í Morgunblaðið og nefnir 1
þágu barna. í greininni fjallar
Ragnhildur um það sem hún nefnir
framfaraspor Sjálfstæðisflokksins í
málefnum bama og notar jafnframt
tækifærið til að vega heldur ómak-
lega að kynsystrum sínum í stjóm-
málum.
Barnabætur og
mæðralaun
Lítum fyrst á framfarasporin.
Samkvæmt grein Ragnhildar hafa
þau verið þrjú á umliðnum fjórum
ámm, þ.e. ný lög um fæðingaror-
lof, hækkun mæðralauna og
hækkun bamabóta. Hvað mæðra-
launin og bamabætumar varðar
tiltekur hún hækkun þeirra í pró-
sentum en sleppir að geta um
hverjar upphæðir þessara bóta em
í krónum talið, sem vitaskuld skipt-
ir öllu fyrir þá sem í hlut eiga.
Því miður em upphæðimar lágar
þrátt fyrir ríflega prósentuhækkun.
Mæðralaun með 1 bami á ári em
í dag 33.948 kr. og bamabætur
með 1 bami em nú á bilinu 12.625
til 37.875 kr. á ári. Gefur auga
leið að þegar framfærslukostnaður
vísitölufjölskyldunnar nálgast
1.100.000 kr. á ári ná þessar bætur
skammt til að létta þeim byrðina
sem böm hafa á framfæri sínu.
Fæðingarorlofið
Veigamest þessara þriggja fram-
faraspora er því tvímælalaust
fæðingarorlofíð.
Þegar fmmvarp til laga um leng-
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir
„Þótt fæðingarorlofs-
greiðslur til heimavinn-
andi kvenna hækki við
þetta um 50% eins og
Ragnhildur tiltekur í
grein sinni, er stað-
reyndin eftir sem áður
sú að enn bera heima-
vinnandi konur stór-
lega skertan hlut frá
borði, þær fá áf ram
miklu Lægri greiðslur í
fæðingarorlofi en aðr-
ar konur.“
ingu fæðingarorlofs birtist á
verkefnalista ríkisstjómarinnar sl.
haust fögnuðu kvennalistakonur því
innilega, enda búnar að flytja slíkt
fmmvarp þijú þing í röð án þess
að fá það nokkum tíma afgreitt úr
heilbrigðis- og trygginganefnd efri
deildar Alþingis, sem eins og aðrar
þingneftidir var að meirihluta skip-
uð sjálfstæðis- og framsóknar-
mönnum.
Þegar boðað stjómarfrumvarp
um lengingu fæðingarorlofs birtist
svo loks á síðustu dögum þingsins
og var haskað þar í gegn án viðun-
andi umfjöllunar, kom í ljós að
gallar vora á gjöf Njarðar. I fyrsta
lagi var gert ráð fyrir að lenging
fæðingarorlofs úr 3 mánuðum í 6
tæki þijú ár í stað þess að taka
gildi í einum áfanga eins og
Kvennalistinn hafði lagt til og sem
nauðsynlegt er m.a. í ljósi þess að
nú vinna yfír 80% kvenna utan
heimilis og eiga flestar í fá hús að
venda með ungböm sín.
í öðm lagi fylgdi fmmvarpinu
ekkert tekjuöflunarfmmvarp til að
standa straum af kostnaði vegna
lengingar fæðingarorlofs en slíkt
fmmvarp hafa kvennalistakonur
jafnan lagt fram með fæðingaror-
lofsfmmvarpi sínu. Ragnhildur
leggur það því á herðar næstu ríkis-
stjómar að standa straum af þeim
kostnaði sem hin nýju lög hafa í
för með sér.
Og í þriðja lagi var gallinn sá að
í því greiðsluframvarpi, sem fylgdi
fmmvarpi heilbrigðisráðherra um
fæðingarorlof, var gert ráð fyrir
mjög mismunandi greiðslum til
kvenna í fæðingarorlofi.
Konum mismunað
Konur em fyrirvinnur engu síður
en karlar og því hefur Kvennalistinn
jafnan lagt til að konur héldu laun-
um sínum óskertum í fæðingaror-
lofí, en að engin kona, hvorki
heimavinnandi né útivinnandi, fengi
þó minna en fulla viðmiðunar-
greiðslu eða rúmlega 32 þús. kr. á
mánuði nú.
Greiðslutilhögun Ragnhildar fel-
ur hins vegar í sér að einungis
opinberir starfsmenn og banka-
menn njóta fullra launa í fæðingar-
orlofí, enda er þeim það tryggt í
kjarasamningum. Kona sem er op-
inber starfsmaður og hefur t.d. 50
þús. kr. í mánaðarlaun fær því sínar
50 þús. kr. í fæðingarorlofi. Kona
sem vinnur fulla vinnu annars stað-
ar á vinnumarkaðnum fær hins
vegar rúmar 33 þús. kr. á mánuði
í fæðingarorlofí samkvæmt hinum
nýju lögum, kona í hálfu starfí fær
um 24 þús. kr. og minnst fá heima-
vinnandi konur eða aðeins um 15
þús. kr. á mánuði í sínu fæðingaror-
lofí.
Þótt fæðingarorlofsgreiðslur til
heimavinnandi kvenna hækki við
þetta um 50% eins og Ragnhildur
tiltekur í grein sinni, er staðreyndin
eftir sem áður sú að enn bera
heimavinnandi konur stórlega
skertan hlut frá borði, þær fá áfram
miklu lægri greiðslur í fæðingaror-
lofí en aðrar konur.
Virðing ráðherra
Þessa tilhögun fæðingarorlofs-
greiðslna gátu Kvennalistakonur
með engu móti samþykkt. Þing-
konur Kvennalistans bæði í efri og
neðri deild Alþingis sátu því hjá í
atkvæðagreiðslu um greiðslufmm-
varp Ragnhildar. Hins vegar
greiddu þær allar fæðingarorlofs-
fmmvarpinu sjálfu atkvæði sitt og
því hallar Ragnhildur Helgadóttir
réttu máli þegar hún skrifar:
„Allir þingmenn efri deildar Al-
þingis nema einn greiddu þó
atkvæði með nú. Var það þing-
maður Kvennalistans. Minnir það
óneitanlega á yfirlýsingu refsins
um að berin væm súr, þegar
hann náði þeim ekki sjálfur."
Albert Guðmundsson
ótrauður áfram baráttunni. Mundu
það sem Hannes Hafstein kvað:
Taktu ekki níðróginn nærri þér.
Það næsta gömul er saga,
að lakasti gróðurinn ekki það er,
sem ormamir helst vilja naga.
Vitaskuld er það fyrir neðan virð-
ingu ráðherra að haga orðum sínum
á þann veg meðan staðreyndir máls-
ins em þær sem að ofan greinir.
Dæmisagan um refinn og súm ber-
in hefði því betur verið ósögð í þessu
samhengi — því bæði refurinn og
súm berin era hér á skökkum stað.
Hin hliðin á stjórnar-
stefnunni
í lofgrein Ragnhildar um fram-
faraspor Sjálfstæðisflokksins í þágu
bama er vitaskuld ekki aukatekið
orð að fínna um þá hlið stjómar-
stefnunnar sem beinlínis hefur
bitnað á bömum. Það mætti halda
að Ragnhildur vissi ekki að lág-
launastefna ríkisstjómarinnar
hefur gert það að verkum að for-
eldrar ungra bama verða flestir að
vinna fulla vinnu utan heimilis og
að fjölmörg böm eiga þess því eng-
an kost að hafa annað hvort foreldri
sitt heima. Veit hún ekki að á með-
an báðir foreldrar verða að vinna
utan heimilis er aðeins rúm fyrir
10% bama á aldrinum 0—6 ára á
dagvistarheimilum, sem þýðir að
mörg börn em á þvælingi á milli
leikskóla, dagmæðra og ættingja
dag hvem? Veit hún ekki að ríkis-
stjómin hefur á hverju ári skorið
niður framlög til dagvistarmála
bama og fellt allar tillögur Kvenna-
listakvenna og annarra um hækkun
á framlögum til þessara mála? Veit
hún ekki að nýju skattalögin, sem
stjómarflokkamir samþykktu ný-
lega á Alþingi, þyngja skattbyrði
bamafjölskyldna með meðaltekjur
á meðan þau létta skattbyrði þeirra
sem. barnlausir em? Og veit hún
ekki að sjálfstæðis- og framsóknar-
menn felldu tillögur Kvennalistans
um að nota þær 1.750 milljónir, sem
áætlað er að fari í samsköttun
hjóna, til þess að hækka bamabæt-
ur um 100% frá því sem kveðið er
á um í nýju skattalögunum?
Það er eins og höndin sem skrif-
aði greinina í þágu barna viti ekki
hvað hin höndin hefur verið að gera
í ríkisstjómarsamstarfi Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks
undanfarin fjögur ár.
Höfundur var einn af alþingis-
mönnum Kvennalista á því
kjörtímabili, sem eraðþúka.