Morgunblaðið - 15.04.1987, Side 28

Morgunblaðið - 15.04.1987, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987 FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR VÍGÐ Hver vegnr að heiman er vegur heim _ > Ræða frú Vigdísar Finnbogadóttur, forseta Islands „Sú var tíð, segir í bókum, að íslenska þjóðin átti aðeins eina sam- eign sem metin var til fjár. Það var klukka." Með þessum orðum hóf Halldór Laxness að segja sögu sína um hinn víðförla Kristsbónda á Rein, Jón Hreggviðsson. Þótt langt sé um lið- ið frá þeim tíma sem þar greindi frá og íslensk þjóð hafi eignast margar og fagrar sameignir síðan, er ekki fjarri þegar við stöndum hér í einni hinna glæsilegustu að láta hugann reika til fyrri tíða. Forfeður okkar á miðöldum voru einhveijir víðförlustu menn á sínum tíma. Þeir rötuðu út — og þeir röt- uðu heim aftur, þeirra var víða getið sem landkönnuða. Þeir gerðu meira að segja samning við Noregs- konung um að ræki þá af leið í leit sinni að nýjum heimum og bæri að landi í ríki hans þyrftu þeir ekki að gjalda honum ferðamannaskatt- inn landaura. Svo mikils voru þeir metnir sem ferðamenn í útlöndum. Þessir forfeður okkar fóru ekki nestislausir í ferðir sínar. í fartesk- inu höfðu þeir þann varning sem óbrotgjarnastur var og einn mátti lifa, þar sem var skáldskapurinn, orðsins list og menning. Fyrir þann varning gátu þeir sér ekki aðeins gott orð heldur einnig gjald sem dugði þeim til enn lengri ferðalaga. Það var í eðli þessara manna að vilja víkka sjóndeildarhring sinn. Þeir vissu af hyggjuviti sínu að „sá einn veit er víða ratar og hefr fjöld of farið“ eins og segir í Hávamál- um, og þeir kunnu að beita tækni sinnar tíðar til þess að bera sig vítt um veröld alla. Og þeir fundu lönd sem aðrir norrænir menn höfðu aldrei augum litið svo vitað væri; Spitzbergen, Jan Mayen, Grænland, Vínland. Könnunarferðir þeirra voru meðvitaðar og skipulagðar. Þannig keypti Leifur sonur Eiríks rauða, þess sem fyrstur norrænna manna fann Grænland, skipið af Bjarna Heijólfssyni, sem rekið hafði Frú Vigdís Finnbogadóttir, for- seti íslands, flytur ræðu sína við vígslu flugstöðvarinnar. af leið og haft veður af landi enn vestar, og sigldi af stað að víkka sjóndeildarhring norrænna manna enn meir en fyrr hafði verið gert. Og vestur um hafið fór hún í kjölfar Bjarna og Leifs sú kona sem á miðöldum gerði einna víðreistast allra kvenna, Guðríður Þorbjarnar- dóttir, fyrsta norræna móðirin í Ameríku — og fám árum síðar kom- in á fund páfa í Rómaborg! Enn sem fyrr er okkur íslending- um þörf á að víkka sjóndeildarhring okkar. Sú glæsilega flugstöð sem við hér stöndum í er ekki aðeins hið gullna hlið sem opnar leiðina inn í land okkar. Hún er einnig brautar- endinn á landinu, hliðið sem opnar okkur leiðina út til að víkka sjón- deildarhring okkar enn meir. Hver sá íslendingur sem hingað kemur er annað tveggja á leið til að sækja sér þekkingu, viðskipti og menn- ingu ti! annarra þjóða eða kominn í land eftir útivist sem víkkað hefur sjóndeildarhring hans. Hann er því á sömu braut og forfeður okkar fyrr á öldum, landkönnuður hins nýja tíma. Og erlendir menn sem hingað koma eru sömu erinda, að líta annan heim en þann sem þeir eru vanastir og víkka þannig sinn sjónhring. Það er vel við hæfi að við tengj- um þessa nýju sameign þjóðarinnar nafni þess manns sem sigldi um höf að leita Vínlands hins góða. Ég gef henni nafnið Flugstöð Leifs Eiríkssonar og því til staðfestingar afhjúpa ég hér höggmynd af þess- um víðförla ferðamanni. Megi gifta fylgja öllum þeim sem eiga erindi á þennan stað og hverri ferð sem hér verður hafin. Megi allir ferðamenn vera minnugir þess að: Hver vegur að heiman er vegur heim. Hlið íslands að umheiminum Ræða Matthíasar Á. Mathiesen, utanríkisráðherra Hér í aðalsal þessarar nýju og fallegu flugstöðvar hefur lítilli flug- vél verið fenginn samastaður. Flugvél, sem, þótt lítil sé, ber mikilli sögu vitni. Hún var smíðuð árið 1933 af tveimur ungum og handlægnum mönnum, en henni mun fyrst hafa verið flogið árið 1940. Þetta voru framtakssamir menn, sem trúðu á framtíð flugsins. Flugvélinni var ætlað að auðvelda uppbyggingu flugsamgangna, sem þeir vonuðu að væru að hefjast. Þeir máttu þó enn bíða í nokkur ár áður en öld flugsins hófst fyrir alvöru hér á landi. Eldhugana ungu hefur líklega ekki órað fyrir því, þegar þeir flugu vél- inni uop frá Vatnsmýrinni fyrir meira en 45 árum, hvflík bylting ætti eftir að eiga sér stað í flugmálum íslend- inga á næstu árum og áratugum. Þá hefar ekki heldur órað fyrir því, að vélinni þeirra, TF-ÖGN, yrði kom- ið fyrir í aðalsal svo glæsilegrar flugstöðvar, mannvirkis, sem um langan aldur mun verða hlið íslands að umheiminum. „Ögnin“ þeirra yrði þannig táknræn fyrir öra þróun flugsins á íslandi. Þróun sem fór hægt af stað, en varð síðan óstöðv- andi. Til mars um þetta má geta þess, að fyrir aldarfjórðungi fóru 38 þús- und manns árlega um Keflavíkur- flugvöll. Á síðasta ári fóru þar um meira en 600 þúsund manns. Það gefur augaleið, að mikil og góð að- staða þarf að vera til staðar til að þjóna slíkum fjölda. Með tilkomu þessarar flugstöðvar verður sú að- staða eins og best gerist með öðrum þjóðum. Flugstöðin sjálf verður að auki góður vitnisburður um lifnaðar- hætti og lífskjör íslensku þjóðarinn- ar, en fáar þjóðir búa almennt séð við eins góðan og fullkominn húsa- kost og við íslendingar. Gamla flugstöðin gaf alranga mynd að þessu leyti. í dag getum við því glaðst yfir nýrri og aðlaðandi ásjónu landsins okkar gagnvart þeim hundruðum þúsunda ferðamanna, sem árlega eiga leið til íslands. Aðkoma þeirra, sem heimsækja ísland, verður með miklum myndarbrag. Hinir, sem að- eins munu hafa skamma viðdvöl hér í flugstöðinni, fá allt aðra og sann- ari hugmynd um land og þjóð. Slíkt ætti að auka áhuga þeirra fyrir því sem við höfum upp á að bjóða, bæði hvað ferðalög ’ og náttúruskoðun snertir svo og hvað varðar íslenska framleiðsluvöru. Á þennan og margvíslegan annan hátt mun flug- stöðin auka veg íslands. Það hefur ekki aðeins þýðingu fyrir byggðar- lögin hér á Suðumesjum heldur og fyrir þjóðina í heild. Með vígslu þessarar flugstöðvar er langþráðum og merkum áfanga náð. Það var árið 1968, að fyrst var farið að huga að nýrri flugstöð og aðskilnaði almennrar flugstarfsemi og starfsemi vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Þetta stafaði ekki síst af þróun flugsamgangna, en á árunum næst á undan hafði verið um 60% meðaltalsaukning á ári í almennum farþegaflutningum. Kallaðir voru til innlendir og erlendir sérfræðingar til að gera tillögur um framtíðamppbyggingu flugvallarins og gerðar vom skýrslur um það, hvemig bmgðist skyldi við hinni stór- auknu flugumfeðar. Árið 1971 var skipuð bygginga- nefnd til að annast f.h. utanríkisráðu- neytisins margvíslega undirbúning- svinnu. Fyrsta hluta þessa undirbúnings lauk árið 1972, en þá var samþykkt aðalskipulag fyrir Keflavík, Njarðvík og Keflavíkur- flugvöll, þar sem m.a. var gert ráð fyrir staðsetningu flugstöðvar hér á þessum stað. Haustið 1974 var undirbúningur kominn á það stig, að eiginleg hönn- un flugstöðvar og tilheyrandi mannvirkja gat hafist. Skömmu síðar hófust viðræður við Bandarflqastjóm um þátttöku Bandaríkjamanna í þessum framkvæmdum. Samkomu- lag varð um kostnaðarskiptingu og hvemig flugstöðin tengdist vamar- viðbúnaði Atlantshafsbandalagsins á hugsanlegum ófriðartímum. Haustið 1978 var skipuð ný bygg- inganefnd til að annast undirbúning hönnunar. Markmiðið var, að svip- mót flugstöðvarinnar, utan sem innan, yrði mótað af íslenskum arki- tektum. í lok febrúar 1980 var byggingar- nefndinni falið að endurskoða for- sendur hönnunar í tilefni af málefnasamningi nýrrar ríkisstjórn- ar. í framhaldi af þeirri endurskoðun var lokið við gerð kostnaðaráætlunar og útboðsgagna og þau lögð fram í árslok 1980. Enn var áætlunum um kostnað og röðun verkefna breytt og ný útboðsgögn lögð fram í febrú- ar 1981. Það var hins vegar ekki fyrr en Forseti íslands, góðir áheyrendur, nær og fjær. í dag eru þáttaskil í íslenskum flugmálum. Stigið hefur verið skref, sem í framtíðinni mun hafa jákvæð áhrif fyrir þúsundir íslendinga sem vinna að flugmálum hér á landi, fyrir nágrannabyggðarlögin hér á Suðumesjum hvað varðar alla upp- byggingu og þjónustu, fyrir starfs- menn núverandi flugstöðvar, sem lengi hafa beðið eftir viðunandi starfsaðstöðu, fyrir þróun ferða- þjónustu á íslandi, og síðast en ekki síst fyrir þjóðina alla, sem lengi Matthías Á. Mathiesen, utanríkis- ráðherra, flytur ræðu sína við vígslu flugstöðvarinnar. núverandi ríkisstjórn kom til valda vorið 1983, að verklegar fram- kvæmdir við flugstöðina hófust. Fyrsta skóflustungan var tekin hinn 7. október 1983 af forvera mínum í embætti utanríkisráðherra, Geir Hallgrímssyni, og í dag, 14. apríl 1987, aðeins tæpum fjómm ámm síðar, emm við hér samankomin til að vígja bygginguna og afhenda hefur beðið eftir nýrri flugstöð. Skrefin að þessu takmarki vom í upphafí hæg, en markviss. Árið 1968 vom þau fyrstu stigin og á tímabilinu 1968 til 1978 vom gerð- ar fjölmargar sérfræðilegar athug- anir í því skyni að ákveða staðsetningu flugstöðvar, stærð hennar og innra skipulag. Árið 1979 var byijað að hanna skipulag og útlit byggingarinnar í samvinnu við Bandaríkjamenn, og var því verki lokið tveimur ámm síðar. Bandaríkjamönnum verður seint fullþakkaður sá vilji sem þeir hana til starfrækslu. Þetta em far- sælar lyktir mikils þjóðþrifamáls, sem hefur átt sér langan aðdrag- anda, eins og ég hef rakið hér að framan. Ég hygg, að fljótt muni koma í ljós, hvílíkt gæfu- og framfaraspor var stigið þegar ákveðið var, að hefj- ast handa við byggingu þessarar glæsilegu flugstöðvar. Við smíði hennar hefur verið við það miðað, að hún geti sinnt hlutverki sínu um fyrirsjáanlega framtíð. Hér em þó öll skilyrði til stækkunar ef þörf kref- ur. Að framan var að því vikið, að flugstöðin nýja muni gefa sanna mynd af þjóðinni, sem býr í þessu landi. Hún ber vott um stórhug og hún staðfestir að íslendingar vilja vera í fremstu röð á öllum sviðum. Það er sú ímynd sem flugstöðin mun gefa þjóðinni í augum umheimsins. Að svo mæltu vil ég nota tækifær- ið og þakka öllum þeim mikla ljölda manna og kvenna, sem unnið hafa að framkvæmdum hér, bæði við und- irbúning og sjálfa smíði byggingar- innar, svo og þeim, sem hafa aðstoðað við fjármögnun. Ég vil einn- ig færa þeim þakkir, sem veitt hafa stjómmálalega forystu í þessu máli undanfama tvo áratugi. Hér hefur mikið og vandað verk verið unnið af stórhug og framsýni, sem er til sóma fyrir land og þjóð. hafa sýnt í verki við að koma til móts við Islendinga í þessum efnum. Á haustdögum 1983 hófust fram- kvæmdir af fullum krafti. Frá fyrstu skóflustungu, sem tekin var 7. októ- ber 1983, var það markmið sett, að flugstöðin ýrði opnuð í apríl 1987. Og það hefur tekist. Það hefur tekist vegna samvinnu íslenskra og bandarískra stjómvalda að skilja farþegaflug frá starfsemi varnarliðsins. Það hefur tekist vegna góðrar samvinnu íslenskra og bandarískra hönnuða við að sjá fyrir og leysa öll vandamál, sem birst hafa í þess- Þetta hús er hús þjóðarinnar allrar Ræða Sverris Hauks Gunnlaugssonar, formanns byggingarnefndar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.