Morgunblaðið - 15.04.1987, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 15.04.1987, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987 Miklar byggingaframkvæmdir í sandkassanum á leikskólanum Tjarnarborg. Fóstrur segja upp störfum: Morgunblaðið/Einar Falur Laun og mikilvægi starfa verða að fara saman litist á horfurnar. Á Austurborg eru 74 börn, allt börn einstæðra for- eldra og námsmanna, eins og víðast annars staðar. Þau Sigfús og Erna sögðu að foreldrar væru áhyggju- fullir og margir spyrðu þau hrein- lega hvað þeir ættu að gera eftir 1. maí. „Ég hef verið spurð bæði í gríni og alvöru hvort ég geti ekki tekið börn heim í pössun," sagði Erna. Störf fóstra mikilvæg öllum fjölskyldum Dagbjört Halldórsdóttir var að sækja son sinn, Garðar, á leikskól- ann Tjarnarborg þegar blaðamaður og ljósmyndari litu þar inn. Hún sagði að það myndi auðvitað koma sér mjög ilia fyrir flesta ef leikskól- anum yrði lokað um mánaðamótin. „Mér finnst þetta mjög slæmt ástand og finnst að fóstrur eigi fullan rétt á góðum stuðningi og skilningi. Launin þeirra eru ekki nógu há og þau þarf að hækka. Störf fóstra eru mjög mikilvæg öll- um fjölskyldum og ég vona að foreldrar styðji baráttu þeirra," sagði Dagbjört. „Mér fínnst þessi barnapössunar- mál svo hrikaleg að ég þori ekki einu sinni að hugsa fram í tímann. Ég trúi því bara að ég leysi þessi mál þegar þar að kemur,“ sagði Þóra Gylfadóttir. „ Laun fóstra eru auðvitað hörmulega lág og það er fáránlegt að ætla fólki að lifa af þeim. Ef ég á að segja eins og er, þá finnst mér að lágmarkslaun ættu að vera 60 þúsund krónur og öll umræða um 30 þúsund króna lágmarkslaun fáránleg því hún tek- ur ekkert mið af því hvað það kostar í raun og veru að lifa í þessu landi. Yfirvöld, bæði borg og ríki, vilja ekki semja um hærri laun, þótt síðan sé hægt að greiða alls konar yfirborganir og óunna yfir- vinnu. Þetta eru óskiljanlegar reikningskúnstir, því það vita allir að það er ekki hægt að lifa af þeim launum sem verið er að tala um. Þetta gildir ekki bara um fóstrur, heldur um alla opinbera starfs- menn.“ - segja fóstrur og foreldrar HÁTT í 200 fóstrur hjá Reykjavíkurborg hafa sagt upp störfum sínum frá og með 1. maí. Flest dagheimili og leikskól- ar munu því verða lokuð frá þeim tíma ef fram heldur sem horfir og er ekki fjarri lagi að um 3.000 börn í Reykjavík missi fóstrur sínar. Morgunblaðið heimsótti nokkur dagheimili og leikskóla, spjallaði við fóstrur og spurði foreldra hvernig það legðist í þá ef dagvistarstofnunum yrði lok- að um næstu mánaðamót. Dagheimilið Suðurborg í Breið- holti er eitt af stærstu dagheimilum Reykjavíkurborgar. Þar eru 72 böm en aðeins ein fóstra starfandi. Það er forstöðukonan, Elínborg Þorláks- dóttir, en starfsstúlkur ganga í störf fóstra á deildum heimilisins. Elín- borg sagði að á þeim Qórum árum sem hún væri búin að vera á Suður- borg hefðu starfandi fóstrur aldrei verið fleiri en fjórar. Hún sagði að það væri mikið álag á starfsstúlkur að vera settar í fóstrustöður og eiga að taka alla þá ábyrgð sem því fylgdi. „Það er sama hversu góðar þær eru, þær hafa ekki þá uppeldis- menntun sem nauðsynleg er. Við erum búnar að vera fóstrulausar síðan í fyrrasumar og ég held auð- vitað að ástæðan sé þessi lágu laun. Það er ekki það að fóstrar vilji ekki vinna við það sem þær eru búnar að mennta sig til, sá er auð- vitað tilgangurinn með því að fara í Fósturskólann, en það verður bara að vera hægt að lifa af því. Fóstru- starfíð er einfaldlega ekki metið að verðleikum. Mér finnst á hljóðinu í fóstrum almennt að nú séu þær ákveðnar í að eitthvað þurfí að gera. Það sem mér finnst þurfa að gera er að endurmeta fóstrustarfíð og öll þessi hefðbundnu kvenna- störf og borga laun í samræmi við mikilvægi þeirra. Elínborg Þorláksdóttir og Sigurlaug Ottósdóttir í bamahópi á Suður- borg. Fóstrur í Reykjavík lægra launaðar en ann- ars staðar á landinu „Fóstrar í Reykjavík era lægst launaðar af öllum fóstram á landinu samkvæmt þeim samningi sem nú er boðið upp á og era með allt upp í 7-8 þúsund króna lægri laun en fóstrur í nágrannabyggðarlögun- um. Því komust fóstrar hér í Reykjavík að þeirri niðurstöðu á fjölmennum fundi fyrir nokkrum dögum, að ekki væri hægt að draga uppsagnimar til baka, né sam- þykkja þann samning sem boðið er upp á,“ sögðu þau Sigfús Aðal- steinsson, forstöðumaður, og Ema Jónsdóttir, fóstra á Austurborg, þegar þau voru spurð hvemig þeim Sigfús Aðalsteinsson og Erna Jónsdóttir á dagheimilinu Aust- urborg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.