Morgunblaðið - 15.04.1987, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987
Finnland:
Hægri-
vinstri
stjórn í
athugim
Helsinki, Reuter.
HARRI Holkeri, einn helzti
forsvarsmaður Hægriflokks-
ins í Finnlandi, sagði í dag,
þriðjudag, að hann og sósíal-
demókratar myndu kanna,
hvort samstarf sgrundvöllur
fyndist með þeim í hugsan-
legu ríkisstjórnarsamstarfi.
Mauno Koivisto, forseti, fór
þess á leit við Holkeri á föstu-
daginn var, að hann athugaði
með myndun stjórnar þessara
fyrrnefndu flokka.
Holkeri hefur látið fátt eftir
sér hafa um málið fyrr en í dag
og segja stjómmálasérfæðingar
að það bendi til, að fulltrúar
flokkanna hafi komið sér saman
um nokkur mikilvæg atriði. Hol-
keri sagði, að fulltrúarnir myndu
hittast á morgun, miðvikudag,
og væru það fyrstu alvörufundir
þeirra. Holkeri sagði, að það
væri ekki óhugsandi að leitað
yrði til einhverra smáflokka um
að eiga aðild að slíkri ríkisstjórn.
En allt væri þetta óráðið. Hægri-
flokkurinn og sósíaldemókratar
hafa 109 þingmenn af 200 á
finnska þinginu.
Kalevi Sorsa, fráfarandi for-
sætisráðherra, sagði við frétta-
menn í dag, að það væri vissuiega
skref í áttina, að fulltrúar þess-
ara flokka hefðu samþykkt að
tala saman. Samstarf hefur ein-
att verið milli þeirra í sveita-
stjómum en í landsmálapólití-
kinni hefur þá greint á. Eftir
kosningamar var því í fyrstu
spáð að samstarf yrði reynt með
Miðflokknum, Hægriflokki og
nokkrum smáflokknum. Það er
fyrst og fremst fyrir atbeina
Koivisto að ákveðið var að reyna
ofangreinda hægri-vinstri sam-
vinnu.
TEIKNINGAR LE CORBUSIER
Á SÝNINGUÍLA USANNE
Fram hafa komið teikningar af nöktum kvenmönnum eftir svissneska
arkitektinn Le Corbusier og eru þær nú á sýningu í Lausanne í Sviss.
Teikningarnar eru í eigu sænskra safnara, Theodors og Ullu Ahrenberg,
sem voru vinir listamannsins. Teikningin hér að ofan er frá árinu 1934
og nefnist „Tvær konur“. Á þessu ári verða haldnar um eitt hundrað
sýningar á verkum Le Corbusiers víða um Evrópu í tilefni af því að hundr-
að ár eru liðin frá fæðingu hans. Meðal verka á sýningunni í Lausanne
eru teikningar af svörtu söngkonunni og dansaranum Josephine Baker,
nokkrar kyrralífsmyndir og myndir af nautaati.
Iæ Corbusier hefur verið skipað á bekk með arkitektunum Ludwig
Mies Van der Rohe og Walter Gropius, sem voru frumkvöðlar Bauhaus-
skólans í húsagerðarlist. Fæstar hugmyndir Le Corbusiers komust lengra
en á teikniborðið, en nefna má nokkrar frægar byggingar eftir hann í
Frakklandi: háreist fjölbýlishús í Marseille, Villa Savoye skammt frá París
og kapellu í Ronchamp.
Hann fæddist í október árið 1887 og var skírður Charles-Edouard Jean-
eret. Hann hlaut síðar viðumefnið Le Corbusier (sá sem líkist hrafni).
Sovéskt tilbrigði við „Kapteininn
frá Köpernich**:
Orða og einkenn-
isbúningur opna
allar gáttir
Moskvu, Reuter.
í Sovétríkjunum hefur komist
upp um ósvífinn uggluspegil,
sem blekkti bæði foringja i her
og flokki með því að þykjast
vera margkrossuð hetja úr
stríðinu í Afganistan. Var sagt
frá þessu í gær í dagblaði hers-
ins, Krasnaya Zvezda.
I blaðinu sagði, að Alexei Ser-
vatyak, sem hefur á bakinu fjóra
dóma fyrir önnur afbrot, hefði átt
svo auðvelt með að slá ryki í augu
fólks, að það hefði keppst við að
lána honum peninga, boðið honum
að flytja ræður við ýmis tækifæri
og ausið yfir hann bókum og öðr-
um gjöfum.
Servatyak, sem er tæplega
þrítugur að aldri, kynnti sig jafn-
an sem liðsforingja, sem stýrt
hefði mönnum sínum af mikilli
hreysti í Afganistan og verið
sæmdur orðunni Hetja Sovétríkj-
anna, einni æðstu orðu í landinu.
Ekki vantaði heldur, að hann
flaggaði heiðursmerkinu, fölsku
að vísu, og ávallt var hann í ein-
kennisbúningi, sem hann segist
nú hafa keypt af vini sínum í
hernum.
„Dýrkunin á þessari heima-
smíðuðu hetju jókst dag frá degi.
Blómum og öðrum gjöfum rigndi
yfir hann, jafnvel heilu ritsöfnun-
um,“ sagði í dagblaðinu, sem
skýrði einnig frá því, að í ónefndri
borg hefði Servatyak verið meðal
ræðumanna á Degi hersins. Að
ræðunni lokinni var hann kynntur
fyrir borgarstjóranum og form-
anni flokksins og farið um hann
lofsamlegum orðum í blaðinu á
staðnum.
Græðgin varð Servatyak að
falli. Þegar hann sló kaptein nokk-
urn um peninga í annað sinn tók
sá síðamefndi eftir því, að
stríðshetjan var í röngum búningi
og þar með var blaðran sprungin.
Krasnaya Zvezda fór hörðum
orðum um Servatyak og sakaði
hann um að „draga dár að ást
og virðingu fólks fyrir alþjóðas-
innunum" en það er opinbera,
sovéska heitið á innrásarliðinu í
Afganistan.
V estur-Þýskaland:
Hlynntir viðræðum um
skammdrægar flaugar
- en vara við margföldum yfirburðum Sovétmanna
Bonn. Reuter.
VESTUR-Þjóðveijar eru hlynnt-
ir tillögu Mikhails Gorbachev,
Sovétleiðtoga, um sérviðræður
um skammdrægu eldflaugarnar
en vilja hins vegar ekki afsala
sér þessu vopnakerfi alveg vegna
þeirra miklu yfirburða, sem Var-
sjárbandalagið hefur í hefð-
hundnum herafla og vopnabún-
aði. Skýrði talsmaður
vestur-þýsku stjórnarinnar í af-
vopnunarmálum frá þessu í dag.
Volker Riihe, talsmaður stjórnar-
innar, sagði, að ekki skipti máli
hvort viðræður um skammdrægu
flaugamar hæfust nú strax eða að
loknum samningum um meðal-
drægu flaugarnar. Vestur-Þjóðvetj-
ar myndu kreíjast þess, að rætt
yrði um allar skammdrægar flaug-
ar, á bilinu 150-1000 km, en ekki
bara um þær, sem eru á skotsviðinu
500-1000 km eins og Gorbachev
vill.
Yfírlýsing vestur-þýsku stjórnar-
innar er gefin út á sama tíma og
George Shultz, utanríkisráðherra
Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd:
Allar sérkröfur hljóta að
valda NATO áhyggjum
- sagði Carrington lávarður á fundi með blaðamönnum
Briissel, frá Ásgeiri Sverrissyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
CARRINGTON lávarður, framkvæmdastjóri Atlanthafsbanda-
lagsins, telur hugmyndina um að lýsa Norðurlönd kjarnorku-
vopnalaust svæði óraunhæfa og ekki til þess fallna að styrkja
Atlantshafsbandalagið út á við. Framkvæmdasfjórinn Iét þessi
orð falla á fundi með íslenskum fréttamönnum í Briissel í gær
þar sem rædd voru alþjóðamál, einkum með tilliti til vígbúnaðar-
mála.
„Sérhver tilhneiging til að setja
fram sérkröfur hlýtur að valda
áhyggjum," sagði Carrington lá-
varður er hann var inntur álits á
þeirri hugmynd að lýsa Norðurl-
önd kjarnorkuvopnalaus. Hann
minnti á að aðildarríki Atlants-
hafsbandalagsins hefðu samein-
ast um ákveðna stefnu, sem væri
grundvölluð á sveigjanlegum við-
brögðum á óvissu- og átakatímum
og hugmyndir um að hverfa frá
því grundvallarviðhorfi væru því
ekki til þess fallnar að gera stefnu
bandalagsins trúverðuga.
Aðspurður kvaðst Carrington
lávarður fagna því að ráðamenn
í Evrópu ræddu nú um að efla
samvinnu sín á milli á sviði örygg-
is- og vamarmála. „Hugmyndir
um skilvirkari samvinnu eru af
hinu góða, einkum í ljósi þess að
fjármunir eru af skomum
skammti," sagði hann. Hann
kvaðst telja að unnt væri að ná
mun meiri árangri á þessu sviði.
Aðspurður kvaðst hann ekki sjá
nein merki þess að Bandaríkja-
menn hefðu í hyggju að kalla
heim hersveitir sínar frá Evrópu,
þó svo að þær raddir heyrðust að
Evrópuríkin legðu ekki nógu mik-
ið fram sjálf til eigin vama. Þetta
mat sagði hann vera óréttmætt,
en vissulega gætu Evrópuríki gert
betur.
Framkvæmdastjórinn kvaðst
telja góðar líkur á að stórveldin
næðu samkomulagi um að skera
niður kjamorkuvígbúnað í Evrópu
á þessu ári. Hann sagði að Gorb-
achev Sovétleiðtoga væri vafa-
laust umhugað um að ná slíku
samkomulagi til þess að unnt
væri að veita fjármunum til fram-
fara innanlands. „Þær breytingar,
sem Gorbachev hefur komið á í
Sovétríkjunum, ber ekki að van-
meta," sagði Carrington lávarður.
Sagði hann umbótaherferðina
vera sögulega, en enn væri of
snemmt að segja til um hvort hún
myndi bera tilætlaðan árargur.
Carrington lávarður kvaðst
ekki hafa fengið fréttir frá gangi
viðræðna George Shultz, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, og
sovéskra ráðamanna í Moskvu.
Hann sagði Shultz vera væntan-
legan til Brussels á morgun,
fimmtudag, til að skýra fulltrúum
aðildarríkja Atlantshafsbanda-
lagsins frá viðræðunum. Carring-
ton lávarður kvaðst telja ólíklegt
að samið yrði um að fjarlægja
allar kjamorkuflaugar frá Evr-
ópu, þar eð slíkt samrýmdist
bersýnilega ekki öryggishags-
munum aðildarríkjanna. Sagði
hann einnig að afvopnunarvið-
ræður stórveldanna yrðu vafa-
laust það mál, sem hæst myndi
bera á fundi utanríkisráðherra
Atlantshafsbandalagsins í
Reylqavík 11. til 12. júní.
Bandaríkjanna, er staddur í Moskvu
þar sem hann á viðræður við ráða-
menn um afvopnunarmál.
Á Vesturlöndum hafa margir
orðið til að gagmýna tillögu
Gorbachevs um viðræður um
skammdrægu eldflaugarnar en
hann hefur sett það skilyrði, að
hvorugir fjölgi þeim meðan verið
er að ræðast við. Sovétmenn hafa
margfalda yfirburði yfir vestræn
ríki í þessum vopnabúnaði og í
skjóli þeirra gætu þeir freistast til
að draga viðræðumar á langinn
endalaust.
Volker Riihe sagði, að það væri
stefna vestur-þýsku stjómarinnar
að hvorir um sig hefðu jafn margar
og jafn fáar skammdrægar eld-
flaugar. „Við munum ekki fallast á
upprætingu þessa vopnakerfis svo
lengi sem yfirburðir Varsjárbanda-
lagsins í hefðbundnum herafla eru
3 á móti 1,“ sagði hann.
Oliver
Tambo
til Noregs
Osló, Reuter.
OLIVER Tambo, leidtogi Afríska
þjóðarráðsins (ANC), sem sækist
eftir alþjóðlegri viðurkenningu
sem lögleg stjórnarandstaða í
Suður-Afríku, kemur til Noregs
26. apríl til tveggja daga við-
ræðna um hvernig binda skuli
enda á aðskilnaðarstefnu suður-
afrískra stjórnvalda, að því er
haft var eftir norskum embættis-
mönnum í gær.
Embættismennirnir sögðu einnig
að Norðmenn ætli að smíða höfn
fyrir olíuflutningaskip í Beira í
Mozambique til þess að Afríkuríki
verði ekki jafn háð höfnum f Suður-
Afríku og nú er raunin.