Morgunblaðið - 15.04.1987, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987
43
Þau fóru síðust um gömlu flugstöðina
Síðustu farþegarnir, sem fóru um gömlu flugstöðina á Keflavík
í gærkvöldi komu með flugvél Flugleiða frá Luxemburg, sem
lenti um klukkan 21:30. Flugvélin hélt svo áfram vestur um
haf til New York klukkan 22.15.
Morgunblaðið/Einar Falur
Verkamannafélagið Dagsbrún:
Krefst endur-
skoðunar samninga
Sveitarstjórnamenn á námskeiði i Vogum. Morgunbiaði«/EG
Vogum:
Sveitarstj órnar-
menn á namskeiði
Verkamannafélagið Dagsbrún
hefur krafist endurskoðunar á
launalið gildandi kjarasamninga
félagsins við vinnuveitendur,
vegna samninga hins opinbera
við starfsmenn sína, sem kveða
á um meiri hækkanir en samdist
um við Dagsbrún í janúar síðast-
liðnum. Er þess krafist að
launahækkanir vegna þessa komi
til framkvæmda á samningstím-
anum.
SNEMMA í gærmorgun náðust
samningar á milli Félags há-
skólamenntaðra hjúkrunarfræð-
inga og samninganefndar
ríkisins og nokkru áður við fé-
lagsráðgjafa, sálfræðinga og
ljósmæður. Samningarnir eru
mjög á svipuðum nótum og sam-
ist hefur um við ríkisstarfsmenn
að undanförnu. Þrjár fyrmefndu
stéttirnar eiga aðild að Banda-
lagi háskólamanna og hafa verið
í verkfalli undanfamar vikur, en
eftir að samningar tókust var
verkfalli frestað þar til almenn
atkvæðagreiðsla hefur farið
fram um samningana. Gert er
ráð fyrir að atkvæðagreiðslan
fari fram eftir páska, en fundir
voraí gær í félögunum, þar sem
samningarnir voru kynntir.
Ennþá er ósamið við sjúkraþjálf-
ara og iðjuþjálfa, sem einnig eiga
aðild að BHMR og hafa verið í verk-
falli að undanfömu, en samninga-
fundir hafa verið boðaðir í dag hjá
ríkissáttasemjara með þessum
starfsstéttum. Þá hefur félag há-
skólakennara einnig verið boðað á
fund í dag og Starfsmannafélag
sjónvarps, en þessi félög hafa ekki
boðað verkfall.
í greinargerð, sem fylgir bréfi
félagsins til vinnuveitenda, þar sem
endurskoðuninnar er krafist, segir
að í kjarasamningum Dagsbrúnar
og VSI hafi verið reynt að ná fram
eins miklum launahækkunum og
framast var kostur án þess að
stofna stöðugleika í efnahagsmál-
um í hættu, því félagið hafi ekki
talið sér hag í því að knýja fram
með verkfalli launahækkanir, sem
leiddu af sér hækkun á verðlagi eða
Matvæla- og næringarfræðinga-
félag íslands hefur samþykkt
samhljóða nýgerðan kjarasamning
milli félagsins og Fjármálaráðu-
neytisins. Félagið varð fyrst
LJÖST er að samningar Starfs-
mannafélags ríkisstofnanna við
ríkisvaldið hafa verið samþykkt-
ir með miklum meirihluta
atkvæða, þrátt fyrir að ennþá
eigi eftir að teþ'a 3-500 atkvæði
utan af landi, sem talin verða í
dag. Talin hafa verið um 3.500
atkvæði og hafa tæp 80% sam-
þykkt samningana og tæp 20%
greitt atkvæði gegn þeim.
sköttum eða gengislækkun. Að
undanförnu hafi fjármálaráðherra
og sveitarfélög gert samninga við
félög opinberra starfsmanna, sem
feli í sér 20-35% launahækkanir á
einu ári. Virðist það jafngilda
10-12% launamun opinberum
starfsmönnum í hag.
Sjá greinargerð Dagsbrúnar í
heild á bls. 45.
háskólamenntuðu heilbrigðisstétt-
anna, ásamt Félagi íslenskra
náttúrufræðinga til þess að semja
við ríkisvaldið.
Einar Ólafsson, formaður Starfs-
mannafélags ríkisstofnanna, sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær,
að þetta væri með bestu afgreiðslu
á samningum sem hann minntist.
Hann sagði að enn væru ókomin
3-500 atkvæði utan af landi, en þau
væru væntanleg í dag, miðvikudag,
og endanleg úrslit í atkvæðagreiðsl-
unni ættu að liggja fyrir í kvöld.
Vogrim.
HÓPUR sveitarstjórnamanna af
Suðurnesjum sótti námskeið um
gmndvallaratriði sveitarstjórna-
mála, sem haldið var i félags-
heimilinu Glaðheimum, Vogum,
3.-4. apríl.
Það er fræðslumiðstöð Sambands
íslenskra sveitarfélaga sem stendur
fyrir námskeiðinu í samráði við
landshlutasamtök sveitarfélaganna.
Þetta námskeið var 6. námskeiðið,
sem haldið er á þessu vori, en þau
hafa verið haldin út um landið og
hafa fengið ágæta aðsókn. Nám-
skeiðið stendur í tvo daga og er
kennt í samtals 14 tíma.
Að sögn Björns Friðfinnssonar,
formanns Sambands íslenskra
sveitarfélaga, er þetta námskeið
mikilvægasta námskeiðið sem sam-
bandið gengst fyrir. Að sögn Bjöms
er á námskeiðinu farið yfir ýmis
grundvallaratriði sveitarstjóma-
mála, stjómsýslu, lagaramma um
sveitarstjómamál og meðferð mála
í sveitarstjómum svo eitthvað sé
nefnt. Þá sagði hann að alls 53%
þeirra, sem hlutu kosningu í sveitar-
stjómir í síðustu kosningum af
1.180 sveitarstjómarmönnum,
hefðu ekki setið í sveitarstjómum
áður, alla vega ekki sem aðalmenn.
Aðalleiðbeinendur á námskeiðun-
um em þeir Björn Friðfinnsson,
formaður Sambands íslenskra sveit-
arfélaga, og Magnús E. Guðjóns-
son, framkvæmdastjóri Sambands
íslenskra sveitarfélaga.
Námskeiö af hinu góða
„Ég er hrifinn af þessu nám-
skeiði," sagði Eðvarð Júlfusson
forseti bæjarstjómar Grindavíkur í
samtali við fréttaritara Morgun-
blaðsins, aðspurður um álit á
námskeiðinu.
„Það hefur verið farið vel yfir
þessi málefni, alla stjómsýslu, nýju
sveitarstjómarlögin útskýrð fyrir
okkur og fleira. Ég trúi ekki öðru
en að þetta eigi eftir að nýtast okk-
ur í sveitarstjómunum. Það hafa,.
verið settar fram ábendingar um
hvernig menn eigi að taka á hinum
ýmsu málum í sveitarstjómunum.
Svona námskeið er af hinu góða.
Þeim aðilum sem eru kjömir til
sveitarstjómarstarfa er nauðsyn-
legt að taka þátt í svona nám-
skeiði," sagði Éðvarð að lokum.
Mjög nauðsynlegt
„Ég tel mjög nauðsynlegt að
Samband íslenskra sveitarfélaga
haldi svona námskeið," sagði Drífa
Sigfúsdóttir bæjarfulltrúi í
Keflavík, „ekki síst nú eftir síðustu
sveitarstjómarkosningar þar sem
margir nýir sveitarstjómarmenn
komu til starfa. Við höfum fengið
svör hér við ýmsum spumingum
sem við emm að velta fyrir okkur
og ég er sannfærð um að námskeið
sem þetta muni skila sér við störf
sveitarstjóma."
Samið við háskólamenn
Atkvæðagreiðsla Starfsmannafélags
ríkisstof nanna:
Samningarnir
samþykktir