Morgunblaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987 STEFNUYFIRLÝSING Ríkisstjórnin hefur því sett fyrstu aðgeröum sínum í efnahags- málum eftirfarandi markmið: • Atvinnuöryggi. • Hjöðnun verðbólgu. • Viðunandi jafnvægi í viðskiptum við önnur lönd. • Verndun kaupmáttar lægst'u Íauna og lífskjara þeirra, sem þyngst framfæri hafa. Fvrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálurh ber að skoða sem mikilvægan þátt í efnahagsstefnu hennar sem miðar aö því að: • Koma sem fyrst á viðunandi jafnvægi í efnahagsmálum þjóðar- innar. • Beina fjárfestingu fyrst og fremst í arðbær verkefni. • Örva framfarir og fjölbreytni f atvinnulífinu. • Bæta skipulag stjórnkerfisins og peninga- og lánastofnana. Hér á eftir verður nánar lýst þeim aðgerðum, sem ríkisstjórnin hefur ákveðið, en þörfin er brýrt fyrir róttæka stefnubreytingu, til þess að sporna við þeirri óhcillaþróun, sem fylgt hefði óheftri verðbólgu og jafnvægisleysi í þjóðarbúskapnum, og teflt efna- hagslegu sjálfstæði þjóðarinnar í tvísýnu. 26. maí 1983 Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar 26. mai 1983. Á mótum kjörtímabila Alþingis: Kosningar og framtíð Stjórnarsáttmáli: orð og efndir Samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks (mynduð 26. mai 1983) skilar kjörtíma- bili sínu í almannadóm 25. þessa mánaðar. Samkvæmt stjórnar- sáttmála vóru meginmarkmið rikisstjórnarinnar fjögur: * 1) Atvinnuöryggi. * 2) Hjöðnun verðbólgu. * 3) Jafnvægi í viðskiptum við önnur lönd. * 4) Verndun kaupmáttar lægstu launa og lífskjara. Minnsta atvinnuleysi í Evrópu Fjöldi fyrirtækja, einkum í sjáv- arútvegi, var kominn fram á hengibrún rekstrarstöðvunar vor- ið 1983, þegar verðbólgan var um 130% - og vaxandi, án mótað- gerða. Atvinnuvegimir höfðu sætt taprekstri um árabil; fyrirtækin gengið á eignir og safnað skuid- um, m.a. erlendis. Rekstraröryggi fyrirtækja er hin hliðin á atvinnuöryggi al- mennings, ef grannt er gáð. Þetta á ekki sízt við um sjávarútveginn, undirstöðuatvinnuveg þjóðarinn- ar. Fjöldastöðvun fyrirtækja, sem blasti við 1983, gat leitt til hlið- stæðs atvinnuleysis hér og er í mörgum grannríkjum. Atvinnu- leysi er víða þjóðarböl og brýtur niður einstaklinga og heimili. Svo vel hefur hins vegar til tekizt að hér á landi er minnsta atvinnuleysi í Evrópu; vinnufram- boð á sumum sviðum umfram eftirspum. Hjöðnun verðbólgn Verðbólga var 40% til 60% á ári 1974-1982. Síðari hluta árs 1982 og í byrjun árs 1983 fór verðbólga ört vaxandi og mældist yfir 130% á fyrsta ársfjórðungi 1983. Án mótaðgerða stefndi í illleysanlegan hnút. Á árinu 1986 var verðbólga hinsvegar komin niður í 13%, sem var minnsta verðbólga á heilu ári síðan viðreisnarstjómin skilaði af sér 1971. Allt kapp er nú lagt á að festa þennan árangur í sessi, enda er stöðugleiki í efnahagslífí forsenda restraröryggis atvinnuvega og fyrirtækja, sem og atvinnuöryggis almennings og hagvaxtar, það er batnandi kjara landsmanna. Viðskiptajöfnuður Viðskiptahalli og erlend skulda- söfnun settu svip á íslenzkan þjóðarbúskap á verðbólguárunum. Þessi öfugþróun veikti efnahags- legt sjálfstæði okkar. Gerði þjóðarbúskapinn háðan erlendu lánsfjármagni. Batt samfélagið í skuldaflötra. Viðskiptahalli var 8,4% af landsframleiðslu 1982, minnkaði nokkuð 1983, en jókst aftur 1984 og 1985. Árið 1986 tókst hinsvegar að ná hagstæðum viðskiptajöfnuði (550 m.kr.) í fyrsta skipti síðan 1978. Á sl. ári eyddum við sum sé heldur minna en við öfluðum í milliríkjaviðskiptum. Erlendar skuldir komust hæst í 56,6% af landsframleiðslu; tóku til sín milli fimmtungs og Qórð- ungs útflutningstekna í greiðslu- byrði, sem sagt hefur til sín í lakari Iífskjömm en ella. Netto erlendar skuldir náðust á sl. ári niður í u.b.b. 48,8% af lands- framleiðslu. En betur má ef duga skal. Jafnframt hefur spamaður (inn-lán í banka og hliðstæðar stofnanir), sem fór niður í 20% af þjóðarframleiðslu 1980, náðst upp í 30% þjóðarframleiðslu. Þetta spamaðarhlutfall fór upp í 40% á sjöunda áratugnum (viðreisnarár- unum). Kaupmáttur Kaupmáttur heildarlauna á mann eykst um 8,7% á ári að meðaltali 1985, 1986 og 1987. Kaupmáttur lægstu launa er nú hærri en nokkri sinni fyrr að undanskildu einu ári, 1982. Kaupmáttur tímakaups nálgast nú að vera sá sem hann var mest- ur. Þar með hefur langleiðina tekizt að vinna upp þá kaup- máttarskerðingu, sem varð á árunum 1982, 1983 og 1984 - og var að stærstum hluta (2/3.) kom- in fram fyrir tíma núverandi ríkisstjórnar. Kaupmáttarskerðing hefði efa- lítið haldið áfram ef ekki hefði tekizt að slá verðbólguna niður. Hagvöxtur, sem er forsenda raunhæfs kaupmáttar (kjarabóta án verðbólgu), er nú meiri en yer- ið hefur um langt árabil. Árið 1987 verður heildarframleiðsla 17% meiri í landinu en árið 1983. Þetta jafngildir 4% aukningu til jafnaðar á ári. Hagvöxturinn er að hluta til ávöxtur hagstæðra ytri skilyrða, en á ekki síður rætur í stöðugleika og jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Hönnun framtíðar Stjómarflokkarnir tveir leggja störf sín á kjörtímabilinu, sem að framan eru rakin, í almannadóm 25. þessa mánaðar. Nefna má og skattkerfisbreytingu (skattalækk- anir og staðgreiðslu), aukið fijáls- ræði í íjölmiðlun og efnahagsmál- um, félagslegar framfarir, lengt fæðingarorlof o.m.fl. Atkvæði hugsandi kjósenda byggjast á tvennu: I fyrsta lagi mati þeirra á frammistöðu stjómarflokkanna á líðandi kjörtímabili. I annan stað er atkvæði þeirra hönnun framtíðar, ávísun á stjóm- arstefnu næsta kjörtímabil. Niðurstaða kosninganna ræður því hvort hér ríkir stefnufesta og stöóugleiki í Stjómarráði íslands - og þjóðarbúskap - næstu árin. Eða fjölflokkaglundroði og nýir verðbólgutímar. í þeirri niður- stöðu verður þjóðin sinnar gæfu (eða ógæfu) smiður. ^ raöauglýsingar — raöauglýsingar — iraöaugjýsingar j Kosningamiðstöð D-listans íValhöll í dag miðvikudaginn 15. apríl verða frambjóðendurnir Ragnhildur Helgadóttir, Sigurlaug Sveinbjörnsdótir og Jón Magnússon í kosn- ingamiðstöð D-listans í Valhöll. Litið inn og ræðið málin. Leikaðstaða fyrir börnin og heitt kaffi á könnunni. . ...... ■ Sjalfstæðisflokkunnn. IIFIMDAL1.UR ( F - U ' S Kosningaskrifstofa ungs fólks í Reykjavík Kosningaskrifstofa ungs fólks í Reykjavík verður opin alla daga fram yfir kosningar frá kl. 17.00 og fram eftir kvöldi. Skrifstofan er staðsett í kjallara Valhallar, Háaleitisbraut 1. Allt ungt fólk velkomið. Nýir félagar eru sérstaklega hvattir til að mæta. Heimdallur. Kópavogur — kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi er í Sjálfstæðis- húsinu, Hamraborg 1, 3. hæð. Skrifstofan verður opin alla virka daga frá kl. 9.00-22.00. 16. apríl, skirdag, verður opið frá kl. 15.00- 19.00.17. apríl, föstudaginn langa, verður lokað. 18. apríl, laugardag, opið frá kl. 10.00-19.00. 19. apríl, páskadag, verður lokað. 20. april, annan páskadag verður opið frá kl. 15.00-19.00, 23. apríl, sumardag- inn fyrsta, verður opið frá kl. 15.00-22.00. Símsvari er opinn allan sólarhringinn, simi 40708. Kosningarsímar eru 44017,44018, 44143, 44173, 44183, 44263, 44283, 44753, 44773, 45153 og 45183. Sjálfstæðisflokkurinn. X-D X-D Kosningamiðstöð D-listans íValhöll Heitt á könnunni allan daglnn frá kl. 10.00. Leikaðstaða fyrir börn. Lftið inn og ræðið málin. Herðum sóknina sjálfstæðismenn. Sjálfstæðisflokkurinn. Háaleitishverfi Fundur með umdæmafulltrúum og stuðningsmönnum i dag, miðviku- daginn 15. apríl kl. 18.00 í Valhöll, kjallara. Frambjóðendur mæta. Stjórnin. Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboðinn í Hafnarfirði 50 ÁRA Afmælisfagnaður sjálfstæðiskvennafólagsins Vorboðans i Hafnarfirði verður haldinn 23. apríl nk. (sumardaginn fyrsta) í Skútunni, Dals- hrauni 15. Hófið hefst kl. 18.30 stundvíslega. Sala aðgöngumiða er i versluninni Emblu, Strandgötu 29, simi 51055, versluninni Úrval, Strandgötu 17, sími 54930 og Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu. Mætið vel og takiö með ykkur maka. Stiórnin Grindvíkingar Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins i Grindavík er að Litluvöllum 2, opið frá kl. 17.00-22.00. Síminn er 92-8151. Stuðn- ingsmenn eru hvattir til að líta inn og ræða málin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.