Morgunblaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987
Páskaungi
af
Nú eru allir krakkar komnir í páskafrí. Sumir hafa gaman
föndri. Hér er ein hugmynd. Páskaungi úr dúskum.
Það sem þarf er: gult, þykkt ullargam, pappaspjald, fíltafgangar
í nef, augu og kamb, lím, nál og skæri.
1. Klipptu út úr pappanum fjóra hringi. Tvo í hvorri stærð. Klipptu
gat á hringina (sjá teikninguna).
Finndu nátina (sem má gjama vera stór) og þræddu hana með
gula gamihu, Saumaðu utan um tvöfaldan pappann, þétt og eins
mikið og þú kemur fyrir.
Þegar það er búið, klippirðu garnið á milli pappaspjaldanna. Á
milli pappaspjaldanna setur þú síðan bandspotta og bindur utan
um gamið, nokkuð fast. Nú máttu taka pappaspjöldin burtu.
Núna ertu með litla kúlu eða einn dúsk. Næst skaltu gera eins
við hin pappaspjöldin. Þegar það er búið ertu með tvo dúska.
4. Nú saumarðu saman dúskana. Síðan klippirðu nef og augu og
jafnvel kamb úr fílti og límir á minni dúskinn.
Þá hefurðu fengið fallegan páskaunga.
2.
3.
Barnasíðan
eins árs
Já um þessar mundir er eitt ár siðan Barnasíðan hóf að birtast
í Morgunblaðinu. Þið gætuð sungið fyrir hana afmælissöng
heima hjá ykkur. Betra væri þó ef þið senduð afmælisbréf til
Barnasiðunnar.
Eg þakka öllum sem sent hafa efni, verið í viðtölum og haft
samband. Ekki síst þakka ég ykkur sem lesið síðuna. Vonandi
á Barnasíðan eftir að dafna og eflast á sínu öðru ári.
iCj| íjl
n n
H n
PASKAHATIÐ
Tveir eins
Hér eru níu myndir með páskahænum og hönum. Ykkar er
að finna út hvaða tvær myndir eru eins. Sendið svarið um leið
og þið svarið myndagátunni.
Mynda-
gátan 25
Héma er myndagátan 25. Nú
er bara að sjá hvað þið emð dug-
leg að sjá hvað er á myndinni.
Sendið svörin til Barnasíðunnar,
heimilisfangið er:
Bamasíðan,
Morgunblaðinu,
Aðalstræti 6,
101 Reykjavík.
Síðasti sunnudagur var pálma-
sunnudagur. Næsti sunnudagur
er síðan-páskadagur. Á milli þess-
ara tveggja sunnudaga er vika
sem í eru skírdagur og föstudag-
urinn langi. Þið vitið að páskahá-
tíðin er til að fagna upprisu Jesú
Krists. Við skulum hafa hér mynd
af Jerúsalem og sjá hvar atburðir
síðustu viku fyrir páska áttu sér
stað.
1. Pálmasunnudagur: Jesús kem-
ur til Jerúsalem. Fólkið fagnar
honum.
2. Mánudagur — miðvikudagur:
Jesús kennir í musterinu.
3. Skírdagur: Jesús borðar
síðustu kvöldmáltíðina með
lærisveinum sínum.
4. Skírdagskvöld: Jesús fer með
lærisveinum sínum í Getse-
manegarðinn til að biðjast
fyrir.
5. Föstudagur: Jesús krossfestur.
6. Páskadagsmorgunn: Jesús rís
upp frá dauðum.