Morgunblaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 74
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRIL 1987 74 HANN ER ORE>|NN LEie>OR’A pESSO/M GÖ/MLU TÍ/MARlTO/H." ást er... . . . páskaegg með saári fyl/ingu. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ° 1987 Los Angeles Times Syndicate Mér finnst kominn tími til að ég eignist bróður. Ég get hjálpað, því það var um þetta í skólanum í dag! Með morgnnkaffinu sé um það! HÖGNI HREKKVlSI „ mcamma-þ'in cxb þú gsetir búiá •kiL kjarnorkuvél Nú er tækifærið að sýna vilja sinn í verki Til Velvakanda Góðir Akurnesingar. Leggjum þeim lið, sem lífsorku eyddu í að gera ísland að einu mesta velferðar- ríki veraldar. Dvalarheimilið Höfði er hálfunnið verk. Þar vantar að sjálfsögð nútímaþægindi; eldhús, borðsal, dagvistun, þjónustuaðstöðu fyrir heilsurækt, föndur, samkomu- sal og margt fleira. Þá er einnig brýn þörf fyrir aukið vistrými. Um 70 manns bíða eftir plássi á Höfða, margir með brýna þörf, svo ekki verður á horft án aðgerða. Allt er þetta mikið alvörumál, sem ætti að hafa forgang annarra verkefna. Gamla fólkið er ekki kröfugerðar fólk og hefur mátt þola margt súrt og sætt í gegnum tíðina. Nú er öld- in önnur, hrein gullöld á Islandi, samanborið við það sem gamla fólk- ið ólst upp við. Það væri smánar- blettur á nútímamenningarþjóð- félagi að hygla ekki vel áum sínum í ellinni. Nú er tækifærið, kæru Akurnesingar, til að sýna vilja sinn í verki. Þann 25. apríl nk., þegar við göngum í kjörklefa, verður í leiðinni spurt: „Vilt þú leggja upp- byggingu II áfanga Höfða lið með því að leggja nokkrar krónur af hendi, einu sinni á ári í 4 ár. Gjald- ið verður miðað við upphæð útsvars. Sem dæmi: Sá sem greiðir 30 þús- und krónur í útsvar greiddi til II áfanga 1.500 krónur, líkt og ein máltíð fyrir einn kostar á hóteli í dag, svo hóflegt er þetta. Hlutfallið breytist vissulega eftir tekjum og útsvari. Verði allir gjaldendur á Akranesi með er þrautin leyst í eitt skipti fyrir öll. Núlifandi fólk hefur þar með reist sér óbrotlegan minni- svarða, með drengskap og dáð, sem verður þeim til sóma, svo vekur þjóðar athygli, munum það. Akur- nesingar, allir sem einn, gerum stórátak með lítilli fórn. Við vorum mörg saman á fundi í gærkvöldi með byggingar- og fjáröflunar- nefnd II áfanga Höfða. Þar kom fram einhugur fólks um að leggja þessu máli allt það lið, sem í þess valdi stæði. Við trúum því ekki, að Þessir hringdu . . /3 Vo\»A 1 \ Valdaníðsla? Árni Valur Vigfússon hringdi: „Mig langar til að koma eftirfar- andi fyrirspurn á framfæri: Hvar var siðgæði Sjálfstæðisflokksins þegar að Sverrir Hermannsson framkvæmdi valdníðslu sína með því að flæma Sturlu Kristjánsson fræðslustjóra úr embætti?" Brúnt veski nokkur sómakær Akumesingur, eða aðrir velunnarar þessa máls, segi ekki já á atkvæðaseðlinum og leggi málinu þar með lið. Ég heiti á ykkur öll að gera það góðverk. Réttum öldnum holla hönd hugsjón megi dafna. Reisum hús við sólarströnd síst má áum hafna. að lit með tveimur höldum. í því em m.a. persónuskilríki og lyklar. Finnandi er beðinn að skila vesk- inu á Lögreglustöðina i Reykjavík. Blágrár ullarfrakki Hinn 28. mars var blágrár ull- arfrakki tekinn á Fógetanum í misgripum fyrir ljósgráan frakka með bíllyklum og svörtum hönsk- um í vösum. Sá sem frakkann tók er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 2 41 01 eða 61 13 56. Ákeyrsla Laugardaginn 4. apríl varð það óhapp við Fákshesthúsið við Bú- staðaveg að bakkað var á bíl. Er ökumaðurinn beðinn að hafa sam- band við Sigrúnu í síma 62 38 79. Svart karlmannsúr Veski tapaðiðst á „Hrafninum" Fundist hefur svart karlmanns- eða í grennd við staðinn fimmtu- úr í Álfheimum. Eigandi þess daginn 2. apríl. Veskið er brúnt getur hringt í síma 2 20 83. Valgarður L. Jónsson Víkverji skrifar Eina stóra auglýsingin, sem Víkveiji hefur séð utandyra í tilefni af kosningunum 25. apríl næstkomandi, er á vegum Alþýðu- bandalagsins á Reykjanesi. Nafn annars mannsins á lista flokksins þar hefur verið fest á aðra brúna yfir Hafnarfjarðarveginn í Kópa- vogi. Annars hefur kosningabarátt- an að verulegu leyti verið háð með aðstoð auglýsingamanna. Einnig að þessu leyti höfum við tekið upp siði nágrannaþjóðanna. Athyglisvert er, að þeir stjómmálaflokkar, Alþýðu- bandalagið og Framsóknarflokkur- inn, sem vöruðu hvað mest við því, að afnám ríkiseinokunar á útvarps- rekstri myndi leiða til þess að „peningaöflin" legðu nýju stöðvarn- ar undir áróður sin, til dæmis í kosningum, hafa rutt brautina með því að auglýsa í hinum nýju stöðv- um, Alþýðubandalagið í Bylgjunni og Framsóknarflokkurinn í Stöð 2. Þeir, sem dvalist hafa í útlöndum fyrir kosningar, vita, að þar verða menn helst varir við baráttu fram- bjóðenda á risastórum veggspjöld- um, sem fest eru á hús eða auglýsingapalla. Auglýsing Al- þýðubandalagsins á Kópavogs- brúnni er kannski fyrirboði þess, sem koma skal í þessum efnum. Miðað við almennt neikvætt tal um auglýsingar í hópi þeirra, sem skipa sér undir merki Alþýðubandalags- ins, er forysta flokksins í auglýs- ingamennsku fyrir kosningar enn ein staðfestingin á því, að oft er langt bil milli orða og athafna á þeim bæ. Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur nú verið vígð og tekin í notk- un. Af því tilefni finnst Víkverja við hæfi að minna á hugmynd, sem hann hefur hreyft áður, að á ein- hveijum vegg í hinni nýju stöð verði þeirra minnst, sem voru andvigir því að í smíði hennar yrði ráðist eða fundu framkvæmdinni allt til for- áttu. Skammsýni og fordómar þeirra manna eru ekki síður hluti af sögu hinnar glæsilegu byggingar en hlutur þeirra, sem létu úrtölu- mennina ekki ráða ferðinni. Mætti minnast andstæðinga hússins með því að hafa myndir af þeim ein- hvers staðar á veggjum þess og birta við myndirnar orðréttar til- vitnanir í orð þeirra. Helgi Ágústsson, sem var for- stöðumaður varnarmáladeildar á þeim tíma, þegar lokaskrefin í form- legum undirbúningi undir fram- kvæmdina, voru stigin, sagði meðal annars í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag: „Þetta var sem sagt hörð rimma og það voru miklar umræður um málið í fjölmiðlum. Þar beittu nokkrir alþýðubanda- lagsmenn sér mjög gegn þessum áformum, menn eins og til dæmis Ólafur Ragnar Grímsson. Ólafur Ragnar hélt mjög þeim skoðunum sínum á lofti að byggingin væri alltof stór og íburðarmikil." í tíð ríkisstjórnar Gunnars Thor- oddsen 1980 til 1983 hafði Al- þýðubandalagið neitunarvald varðandi framkvæmdir við hina nýju flugstöð. Beitti það þessu valdi og taldi allt annað brýnna í íslensk- um flugmálum en þessa fram- kvæmd við Keflavíkurflugvöll. A Aþessari fjölmiðlaöld gætir þess æ meira, að fréttamenn reyna að segja fréttirnar áður en þær gerast. í hádeginu á sunnudaginn var til dæmis viðtal við Svan Kristj- ánsson, stjómmálafræðing, í frétt- atíma Bylgjunnar um það, hver ætti að fá ymboð til stjórnarmynd- unar að kosningum loknum. Velti fræðingurinn vöngum yfir þessu á grundvelli skoðanakannana. Að mati Víkvetja eiga vangaveltur af þessu tagi ekkert skylt við fréttir. Þær setja nú allt of mikinn svip á fréttatíma ljósvakamiðlanna. Telji þessir miðlar sér ekki annað fært en hafa uppi getspár um framvindu stjórnmála eða annarra þjóðfélags- mála ættu þeir að sjá sóma sinn í því, að senda þær út á öðrum tímum en þeim, þegar fólk stendur í þeirri trú, að það sé að hlusta á fréttir. Til þessa hefur það verið í verka- hring lögfræðinga og þeirra, sem hafa lagt stund á stjórnlagafræði og gjörþekkja stjórnarskrána og þær lögfræðilegu röksemdir, sem hún byggist á, að leggja mat á embættisverk forseta Islands til dæmis við stjórnarmyndanir. Ef marka má fyrrgreinda „frétt“ í Bylgjunni, sýnast fréttamenn líta þanning á, að stjórnmálafræðingar eigi að leggja mat á þennan þátt í starfi forseta íslands. Ef til vill er eðlilegt að stjórnmálafræðingar taki við af lögfræðingum við að skilgreina hlutverk forseta íslands. Á hinn bóginn telur Víkveiji betra til lengdar að halda sér við lögfræði- legar forsendur í þessu efni en niðurstöður skoðanakannana og sviptingar í stjórnmálaheiminum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.