Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 Tæknibylting í fæðingu Ofurleiðarar við eftir dr. Hans Kr. Guðmundsson Ágrip Allt fram á þetta ár hefur ofur- leiðni verið óaðgengilegt fyrirbæri við fimbulkulda í nánd við alkul og ekki nýst til almennrar hagnýting- ar. Nú eiga sér hins vegar stað byltingarkenndar breytingar á þessu með því að vísindamenn hafa uppgötvað ofurleiðni í nýjum flokki efna. Tekist hefur að fimmfalda hámark þess hitastigs sem tak- markar ofurleiðniástandið og óstaðfestar fregnir eru um að fímmtánföldun eða meira sé í að- sigi. Þessar fréttir úr tilraunastof- um eðlisfræðinga víðs vegar um heim boða nýja tæknibyltingu. Telja ýmsir að hér sé á ferðinni tæknibylt- ing á við það þegar smárinn var fundinn upp og hálfleiðaratæknin leysti gömlu útvarpslampana af hólmi. Hvað er ofurleiðni? Góðir leiðarar eru notaðir til þess að flytja rafstraum þar sem þess er þörf, í raflínum, rafmótorum og rafeindabúnaði. Yfirleitt er hér um að ræða málma eins og eir eða ál og stöku sinnum gull og silfur í rafeindabúnaði. Slíkir leiðarar veita rafstraumnum viðnám, orka tapast, leiðslur hitna og þar sem mikill straumur fer þarf oft að flytja burtu varmann með kælivatni. Þótt und- arlegt megi virðast verða þessir góðu leiðarar yfirleitt ekki ofurleið- arar, þótt viðnámið minnki mikið við mikla kælingu. Ofurleiðarar eru hins vegar slæmir leiðarar nema þegar þeir komast í það annarlega ástand, sem kallað er ofurleiðni. í þessu ástandi flytja þeir rafstraum hindrunarlaust, án viðnáms og varmamyndunar. Þessu ástandi fylgir einnig sá óvenjulegi eiginleiki að forðast segulsvið og hrinda því frá sér. Mynd sú, sem sérfræðingar telja lýsa þessu ástandi best, er að raf- eindirnar beri ekki rafstrauminn hver fyrir sig eins og í venjulegum leiðurum, heldur pari þær sig tvær og tvær með aðstoð frá varmatitr- ingi atómanna og geti þannig borið rafstraum hindrunarlaust. Tenging rafeindanna í parinu er þó svo veik ýfirleitt að of mikill varmatitringur atómanna rýfur hana. Ofurleiðni- ástandið á sér því ávallt hámarks- hita, sem er breytilegur eftir efnum. Þessi hámarkshiti er yfirleitt mjög lágur og í flestum tilfellum í nánd við alkul þannig að ofurleiðni hefur allt fram á síðastliðið ár aðeins þekkst við meira en 250 stiga frost, eða minna en 23° frá alkuli (23 K). Þessi annmarki hefur hindrað tæknilega hagnýtingu ofurleiðninn- ar því hún krefst kælingar með fljótandi helíum. Helíum er það efni sem hefur lægst suðumark, 269 stiga frost eða um fjórar gráður frá alkuli (4K). Helíum þekkjum við úr daglegu lífí m.a. sem gas í blöðrum bamanna á 17. júní, en með erfíðri og dýrri tækni er hægt að kæla það niður fyrir suðumark og gera fljót- andi. Slíkan vökva má kaupa á vel einangruðum brúsum en kostar líklega hátt í þúsund krónur lítrinn, a.m.k. komið hingað til lands. Það gefur augaleið að sá orkuspamað- ur, sem yrði við að flytja raforku frá Búrfelli og Sigöldu með ofurleið- urum væri dýru verði keyptur. Þrátt fyrir þessa annmarka sem há nýtingu ofurleiðninnar þá hefur hún komið að gagni með helíum- kælingu á ýmsum sviðum. Hér má nefna ofurleiðandi rafsegla, sem m.a. em nú að ryðja sér til rúms í nýjum myndgreiningartækjum (NMR) sjúkrahúsa. Hér má einnig telja rafeindatæknina þar sem svo- kölluð Josephson-tengi byggð á þunnum ofurleiðandi lögum hafa gefíð betri mælitæki en áður þekkt- stofuhita ust. Tölvurásir byggðar á slíkum einingum eru miklum mun hrað- virkari en áður hefur þekkst. Mikið þróunarstarf hefur þegar verið unn- ið á þessu sviði en hagnýtingin fallið á kælingarþörfinni. Þróun ofurleiðninnar Á seinni hluta 19. aldar og í upphafí hinnar 20. markaðist þróun tækni og vísinda mjög af kapp- hlaupinu í átt að alkuli. Tekist hafði með hugvitssamlegum aðferðum smám saman að ná lægri hita en áður með því að þétta hveija loft- tegundina á fætur annarri. Súrefni varð fljótandi við um 183 stiga frost, köfnunarefni við um 196 stiga frost og vetni við um 253 stiga frost. Arið 1908 var í Leiden í Hollandi stigið stórt skref í áttina að alkuli þegar Kamerlingh Onnes tókst að þétta helíumgas sem hefur lægst suðumark allra efna og verð- ur fljótandi við 269 stiga frost. Árangur þessarar kælitækniþróun- ar varð sá að nýr heimur opnaðist vísindamönnum. Nýir efniseigin- leikar voru uppgötvaðir, gömul fræði urðu úrelt og tilraunagrund- völlur var lagður að nýrri eðlisfræði, skammtafræðinni. Það var í Leiden árið 1911 að Kamerlingh Onnes sá fyrstur merki ofurleiðandi ástands, þegar hann var að kanna hegðun rafviðnáms í kvikasilfri með helíum- kælingu sinni. Viðnám kvikasilfurs- ins féll allt í einu niður í ómælanlega lítið. Fljótlega kom í ljós að fleiri málmar sýndu svipaða hegðun svo sem tin og blý. Ýmsir annmarkar voru á hagnýt- ingu ofurleiðninnar í þessum hreinu málmum. Þetta var ekki einungis vegna dýrrar kælingar heldur þoldi ástandið ekki að bera sterkan straum án þess að missa eiginleik- ann. Það var ekki fyrr en upp úr 1940 að níóbmelmi fundust sem þoldu sterkari strauma við helíum- kulda. Hámarkshiti ofurleiðninnar hafði á um 30 árum hækkað um 10° og átti síðan eftir á næstu 30 árum að hækka um 8 gráður í við- bót. Þau efnasambönd, sem þannig reyndist hægt að nýta til að bera raforku og mynda segulsvið voru nær eingöngu níóbmelmi og eftir 1973 virtist ekkert gerast sem benti til þess að ofurleiðni ætti eftir að nýtast í annað en í dýra sérhæfða tækni þar sem kælikostnaður var aukaatriði. Vísindamenn gáfust þó ekki upp og leituðu fyrir sér í ýmsum efnis- flokkum að ofurleiðandi ástandi og draumurinn var auðvitað að þoka hámarkinu upp á við. Víða var leit- að, margt var reynt, menn náðu sífellt meiri og betri fræðilegum skilningi á ástandinu, en hámarks- hitinn hækkaði ekkert frá hámarki níóbmelmanna sem var um 23 K. í janúar á síðastliðnu ári komu í ljós fyrstu merki um þá byltingu sem nú er að gerast. K. Alex Mull- er, eðlisfræðingur við IBM tilrauna- stofumar í Zurich í Sviss, fann koparoxíðblöndu sem varð ofurleið- andi við 243 stiga frost, 30° frá alkuli og stökk þar á einu bretti jafnlangt í hækkun hámarksins og mjakast hafði á rúmlega fjörutíu árum. Þessi koparoxíð innihéldu frumefnin lanthan og baríum um það bil til helminga á við koparinn og súrefnið. Það leið ekki á löngu áður en hópur vísindamanna við Tókýó-háskóla og annar hópur við Houston-háskóla höfðu staðfest niðurstöður Mullers. Með hugvits- samlegri prófun efnaflokks sem lítt var þekktur hafði opnast nýr heim- ur og árangurinn lét ekki standa á sér. Áður en árið var liðið hafði tekist að þróa oxíð Mullers þannig að hámarkið var komið yfir 52° frá alkuli eða um 220 stiga frosc. Þá var komið að næsta skrefí, sem Ching-Wu Chu og hópur hans við Houston-háskóla tóku þegar þeir settu frumefnið yttríum í stað lant- „Á Raunvísindastofnun Háskólans er ennfrem- ur fyrir hendi aðstaða til rannsókna á eðlis- fræðilegiim eiginleik- um ofurleiðara. Það er því umhugsunarvert, hvort ástæða sé til að mynda lítinn hóp til rannsókna og þróunar á þessu sviði. Ekki til að sigra í samkeppninni við risana austan hafs og vestan, heldur til þess að vera vel undir hugsanlega tæknibylt- ingu búin og geta verið skjót til hagnýtingar þegar færi gefast.“ hans. í febrúar síðastliðnum tókst þeim að búa til sýni úr þessu nýja oxíði sem varð ofurleiðandi 98° frá alkuli eða við 175 stiga frost. Með þessu höfðu þeir rofið fyrstu hindr- un í vegi hagnýtingar, köfnunarefn- ismúrinn. Köfnunarefni sýður við um 20° lægri hita en þetta auk þess að vera auðfengið og ódýrt á fljótandi formi, minna en tíundi hluti af verði fljótandi helíums. Hér eru því fyrstu raunverulegu fram- farimar sjáanlegar í hagnýtingu. Segja má að tilraunaeðlisfræð- ingar standi nú á öndinni um heim allan og leggja nótt við dag í harðri samkeppni við að prófa nýjar sam- HITIIMN STÍGUR OG STÍGUR 0° C(273K) Óstaðfestar fregnir eru um ofurleiðni um og yfir frostmarki. -175° C(98K) Chu og fé- lagar við Houston-háskóla ijúfa köfnunarefnismúr- inn. Febrúar 1987. -234° C(39K) Árslok 1986. Þróun á oxíðum Miillers. -243° C(30K) Janúar 1986. Miiuller og félagar á IBM-tilraunastöðinni i Zuurich sjá ofurleiðni í koparoxíði. -250° C(23K) 1973: Hættu ofurleiðnimörk nióbmel- manna. -258° C(15K) 1941: Tak- mörkuð hagnýting mögu- leg með uppgötvun ofurleiðandi níbmelmis. -269° C(4K) 1911: Vísindamenn i Leiden fmna fyrstir ofurleiðni í kvikasilfri. Hans Kr. Guðmundsson setningar í von um að uppskera laun þau sem fáa hefur hingað til þorað að dreyma um, ofurleiðni við stofuhita. Hér er auðvitað í augsýn ómældur heiður og hugsanlega ágóði á formi Nóbelsverðlauna, einkaleyfa og fleira því líkt. Vísindamenn eru því mjög ná- kvæmir um skráningu allra teikna um ofurleiðni í nýjum sýnum, jafn- vel upp á mínútu, til þess að geta sannað óyggjandi hvort þeir voru fyrstir, ef til kemur. Einu staðfestu niðurstöðurnar í dag eru það sem að ofan var talið eða ofurleiðni við um 170 stiga frost. Heyrst hafa hins vegar óstaðfestar fréttir af því að sovéskir vísindamenn hafi fundið ofurleiðni við 23 stiga frost og bandarískir hópar m.a. á Bell til- raunastofunum hafí fundið ofur- leiðni við 10 stiga hita! Verði þetta staðfest er hér um að ræða forboða tæknibyltingar sem ekki sér fyrir endann á. Vísindamaðurinn K. Alex MUller hjá IBM í ZUurich, sem kom öllum ósköpunum af stað. Ofurleiðni við stofuhita — hvaða bylting er það? Ofurleiðnin nýtist nú þegar til margs eins og fyrr var drepið á. Kæling með fljótandi helíni er þó svo dýr, að hagnýting er einungis raunhæf í vissum tilvikum. Verð- munur á fljótandi helíni, sem kælir niður í 269 stiga frost, og fljótandi köfnunarefni, sem kælir niður í um 195 stiga frost er eins og á útsölu- verði koníaks og kóka kóla. Það getur því hver og einn reiknað út að ofurleiðandi tölva, sem kannski þyrfti 5 lítra af kælivökva á dag yrði viðráðanlegri í rekstri ef hún gæti unnið við hitastig fljótandi köfnunarefnis. Sú staðreynd að vísindamenn hafa nú fundið efni, sem verða ofurleiðandi við svo háan hita veldur fiðringi í hönnuðum um heim allan. Þær óstaðfestu fréttir sem berast nú af nýjum efnum sem sýna merki um ofiirleiðni við hita sem er á við meðalsumardag á Is- landi þannig að hagnýting þyrfti hugsanlega engrar kælingar við, boða byltingu. Venjulega tekur um tuttugu ár fyrir ný efni að komast af tilrauna- stofum vísindamanna út á markað í vörum og búnaði. Þrátt fyrir það að þessi tími sé alltaf að styttast má reikna með að það verði vart fyrr en undir næstu aldamót að þessar uppgötvanir hefðu raun- veruleg áhrif í daglegu lífi. Það yrðu trúlega þijú tæknisvið sem hugað verður að. Orkuframleiðsla og flutningur, tölvu- og skynjara- tækni og almenn flutningatækni. Flutningur raforku langar leiðir án orkutaps mundi spara ótrúlegar upphæðir, svona um það bil 10—15% af allri raforkunotkun. í Bandaríkjunum t.d. tapast nú í raf- leiðslum álíka orka og þarf til lýsingar á allri Kyrrahafsströnd- inni. Með ofurleiðandi orkuflutningi þarf því minni framleiðslu fyrir sömu notkun. Ofurleiðandi vafning- ar í mótorum og rafölum nýta orkuna betur, hægt yrði að hanna smærri og sterkari mótora t.d. í skipsvélar sem gætu orðið helmingi minni en nú er. Rafmagnsbílinn yrði hugsanlega raunhæfur valkost- ur. Mest yrðu þó trúlega áhrifin á sporstýrð farartæki eins og lestir, sem gætu svifíð núningslaust yfir sporinu á sterku segulsviði frá ofur- leiðandi seglum. Ofurleiðandi tölvurásir boða nýja kynslóð tölva þar sem þunn ofurleiðandi lög gætu aukið vinnsluhraða þúsundfalt mið- að við kísilflögur tölvanna í dag. Síðast en ekki síst má nefna að nýir ofurleiðandi seglar gætu gert að veruleika drauminn um nýtingu vetnisorkunnar með kjamasam- runa, og boða þar með framtíðar- lausn á orkuþörf heimsbyggðar. En bjöminn er ekki unninn enn. Áralangar tilraunir þarf enn áður en ljóst verður hve mikil not má í raun hafa af hinum nýju efnum. Þessi keramíkoxíð eru framleidd sem duft og þarf að þjappa og binda komin í fast heildarefni með hita- meðferð (sintrun). Þau eru í eðli sfnu stökk og molna. Það er því t.d. ekki ljóst í dag hvort hægt verð- ur að framleiða t.d. efni í raflínur sem þurfa að þola veður og vind. Vegna hinna gífurlegu áhrifa, sem þetta gæti haft á alla framtíð iðnað- ar og þjóðfélags er nú dælt fjár- magni í ofurleiðnirannsóknir víðs vegar um heim bæði í fyrirtækjum og af stjómvöldum. Sem dæmi má nefna Japan, en Japanir hafa yfír- leitt verið manna fyrstir til að koma vísindauppgötvunum í hagnýtingu. Iðnaðar- og útflutningsráðuneyti Japan (MITI) tók strax við sér og hefur þegar safnað saman nokkrum lykilfyrirtækjum og háskólahópum til sameinaðs stórátaks á þessu sviði. Eins og fulltrúi frá MITI á að hafa orðað það „til að kanna þann undraheim framtíðarinnar, sem hinir nýju ofurleiðarar lofa“. Hvað um ísland? Á Islandi hefur á undanfömum árum átt sér stað þekkingarupp- bygging á sviði efnistækni á Iðntæknistofnun Islands og í há- skóla íslands. Á nýiðnaðardeild Iðntæknistofnunar er m.a. unnið að þróunarverkefnum á sviði há- tæknikeramíks og þar er því nú þegar fyrir hendi tækjabúnaður og þekking sem þarf til þess að búa til hina nýju'ofurleiðara og grein- ingaraðstaða á efniseiginleikum þeirra. Á Raunvísindastofnun Há- skólans er ennfremur fyrir hendi aðstaða til rannsókna á eðlisfræði- legum eiginleikum ofurleiðara. Það er því umhugsunarvert, hvort ástæða sé til að mynda lítinn hóp til rannsókna og þróunar á þessu sviði. Ekki til að sigra í samkeppn- inni við risana austan hafs og vestan, heldur til þess að vera vel undir hugsanlega tæknibyltingu búin og geta verið skjót til hagnýt- ingar þegar færi gefast. Höfundur er doktor í eðlisfræði þéttefnis og deildarstjóri ntáim- tæknideildar Iðntæknistofnunar íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.