Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 68
Lítið fram-
boðaf
íslenskum
"fcómötum
LÍTIÐ af íslenskum tómötum er
á markaðnum þó að nokkuð sé
síðan fyrstu tómatarnir komu i
verslanir. Eftirspurnin er því
mun meiri en framboðið. Níels
Marteinsson, sölustjóri Sölufé-
lags garðyrkjumanna, býst við
að meira berist af tómötum í
næstu viku.
Tómatauppskeran er heldur
seinna á ferðinni nú en oftast áður.
Tómatarnir kosta nú 280 krónur
kílóið í heildsölu, sem þýðir að al-
gengt smásöluverð er 365 krónur.
^^Framboð af fersku íslensku græn-
'^^eti er að aukast, nú er græn
paprika komin á markaðinn, salat,
steinselja og radísur.
Hlýnandi
veður verð-
j.ir fram eft-
ir vikunni
Dýpsti snjór í maí-
mánuði frá upphafi
VEÐURSTOFAN spáði í gær
hlýnandi veðri og ætti snjóinn
að taka upp um helgina. Snjó-
koman á fimmtudag og aðfara-
nótt 1. maí er nýtt met á þessum
árstíma. Veðurfræðingur lét svo
um mælt að enn væri allra veðra
von, þó virtist honum vorið ekki
langt undan.
A föstudagsmorgun mældist
Sjórinn 17 cm djúpur fyrir utan
Veðurstofuna, sem er nýtt met í
maímánuði. Það fyrra var sett 7.
maí árið 1923, en þá var 10 cm
jafnfallinn snjór.
Búist er við að í dag þykkni upp
á vestanverðu landinu og gangi á
með skúrum. Skýjað verður fram
eftir vikunni. Fyrir norðan og aust-
an er spáð björtu veðri og að það
haldist næstu daga. Vestan- og
suðvestanátt verður ríkjandi á
landinu.
Lægðin kalda, sem olli snjókom-
unni, kom af norðlægum slóðum
og hélt áfram ferð sinni suður eftir
álfunni. Hún var í gær stödd yfir
°j^otlandi. Var hiti þar um 2 gráð-
ur, en fyrr í vikunni var allt að 25
stiga hiti á Bretlandseyjum.
Morgunblaðið/RAX
Vegna uppsagna 190 fóstra, sem tóku gildi 1. mai, verða þijátíu og sjö dagheimili lokuð á mánudag og starfsemi á ellefu heimilum
raskast. Þessi mynd var tekin í Grænuborg en þar mun starfsemin raskast að einhveiju leyti næstu daga.
Uppsagnir 190 fóstra tóku gildi 1. maí:
Fóstrur bíða afgreiðslu
borgarráðs á sérkröfum
Sérkröfur gulltryggðar, segir Bergur Felixson hjá Dagvistun barna
DAGHEIMILUM við Borgarspítalann var lokað í gær vegna
uppsagna 80% starfandi fóstra hjá Reykjavíkurborg, sem tóku
gildi 1. maí, og eru það fyrstu heimilin sem loka af þeim sök-
um. A mánudag loka þijátíu og sjö dagheimili og hefur
foreldrum barnanna verið tilkynnt að ekki verði tekið við
börnunum fyrr en tekist hefur að manna heimilin á ný. í
kvöld, sunnudagskvöld, halda fóstrur í Reykjavík fund og
ræða sín mál.
„Það liggur beint við að ekki
verður hægt að taka á móti bömum
á mánudaginn á þeim þrjátíu og sjö
dagheimilum þar sem fóstrur hafa
sagt upp störfum, ef uppsagnimar
verða ekki teknar til endurskoðun-
ar. Við getum ekki einu sinni boðið
upp á neyðarþjónustu því til þess
höfum við ekki starfsfólk. Borgar-
yfirvöld hafa sagt sitt og samning-
um er lokið frá þeirra hendi," sagði
Bergur Felixsson, framkvæmda-
stjóri Dagvistar bama. „Fóstrur
vitna til kröfunnar um aukinn und-
irbúningstíma og stöðu yfirfóstm,
sem ég tel að þær geti alveg geng-
ið út frá að sé gulltryggt. Þannig
var ijallað um þau mál í starfskjara-
nefnd og fóstmr látnar vita af því.
Þau atriði fara til afgreiðslu í borg-
árráði á þriðjudag og verða rædd á
fundi í stjóm dagvistar á mánudag.
Enda sömdu ríkisfóstmmar um
það, sem vitað var að er í pakkanum
hjá okkur.
Starfsmannafélagið er stórt og
það fær enginn lítill hópur í því
fram allar sínar sérkröfur í einu
stökki. Það er ansi mikil harka hjá
fóstmm og þeim finnst hafa tekið
of langan tíma að ná fram leiðrétt-
ingu á þeirra launum. Nú em þær
komnar með þau laun, sem stefnt
var að í upphafi samninga, og obb-
inn af þeim, til dæmis forstöðu-
menn, nær betri samningum heldur
en fóstmr í nágrannasveitarfélög-
unum.“
„Við neitum að trúa því fyrr en
Grindvíkingur GK:
Aflaverðmæti 50 millj. á 2 mámiðum
Grindavík.
LOÐNUSKIPIÐ Grindvíkingur GK frá
Grindavík er komið á rækjuveiðar eftir vel
heppnaða loðnuvertíð, en aflaverðmæti
*kipsins varð tæpar 50 millj. frá því verk-
fall sjómanna leystist til loka loðnuvertíðar.
Að sögn Björgvins Gunnarssonar útgerðar-
stjóra skipsins fóm fjórir mánuðir á síðasta ári
í gagngerar breytingar á skipinu, en því var
breytt í frystiskip með möguleikum til tog-
veiða. Á tæpum 8 mánuðum ársins 1986 skilaði
skipið tæpum 70 milljónum króna í aflaverð-
mæti, en af því vom frystiafurðir, rækja, loðna
og loðnuhrogn, um 55 milljónir króna. Frá því
að verkfalli sjómanna lauk í janúar sl. gekk
loðnuvertíðin mjög vel og landaði skipið 330
tonnum af frystum loðnuhrognum og lætur
nærri að aflaverðmætið fram til 1. apríl eða í
tvo og hálfan mánuð sé um 50 milljónir króna.
Björgvin sagði að nú væri skipið farið til rækju-
veiða sem væntanlega standa til haustsins eða
þar til næsta loðnuvertíð byijar. „Ég er mátu-
lega bjartsýnn á rekstur skipsins á þessu ári,“
sagði harm að lokum.
— Kr.Ben.
Skipveijarnir á Grindvíkingi GK að taka
rækjutrollið um borð. Morgunblaðið/Kr.Ben.
á rejmir að ekki sé vilji hjá öllum
til að leysa málið," sagði Margrét
Pála Ólafsdóttir fóstra um þá
ákvörðun Davíðs Oddssonar borg-
arstjóra, að viðræðum við fóstmr
væri lokið. „Ég held að verið sé að
gera úlfalda úr mýflugu. Að málið
sé komið í harðan hnút er ekki rétt
frá sjónarhóli fóstra. Við teljum
ekki vera slíkt ógnarmál sem beri
á milli. Stjóm dagvistar og borgar-
ráð eiga eftir að ijalla um sam-
komulag starfskjaranefndar og
atriði eins og stöður yfirfóstra,
aukningu á starfsmannafundum úr
12 í 20 klukkustundir á ári og auk-
inn undirbúningstíma. Niðurstaða
þeirra mun hafa áhrif á okkar af-
stöðu. Önnur mál, sem ber á milli,
em alls ekki stórvægileg."
Margrét Pála sagðist ekki hafa
trú á að hægt væri að fylla stöður
þeirra 190 fóstra sem sagt hafa
upp. Hingað til hefði verið skortur
á fóstmm á dagheimilum og erfið-
lega hefði gengið að ráða ófaglært
fólk til starfa. Auk þess treysta
fóstmr sóknarfólki á dagvistar-
heimilum til að ganga ekki í störf
fóstra.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins munu þær fóstrar, sem
sagt hafa upp störfum en mæta til
starfa á mánudagsmorgun, halda
öllum sínum réttindum eftir að hafa
skriflega fallið frá uppsögn. Aðrar
fóstmr verða ráðnar samkvæmt
auglýsingu og fá þá laun sín greidd
eftirá.
SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
V/SA
ser