Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 60
£0 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 Anna Magnúsdóttir Skálholti—Mhming Fædd 17. febrúar 1927 Dáin 24. apríl 1987 Þegar maður fréttir andlát góðs vinar, þá er það reiðarslag, þungt áfall. Og þó maður vissi að hin lang- varandi veikindi Önnu væru komin á það stig, að til beggja vona gæti brugðið, þá varð það svo með mig og mína fjölskyldu að við fengum áfall, sem ekki jafnar sig fljótt. Fyrst setur mann hljóðan og hugurinn reikar til nánustu að- standenda, með þeirri hluttekningu, _«em erfitt er að koma orðum að. Ef dauðsfall Önnu hefur svona áhrif á mig, fjarstaddan vin, hvað þá um þau, eiginmann, systur, bræður og bræðrabörn. En það eina sem huggar við þess- ar hugrenningar er sú vissa að þau þekkja Drottin og geta falið honum sína sorg, og öðlast styrk í honum. Eg get ekkert sagt sem huggar, en það getur Drottinn. En svo taka minningamar að tala, minningar margra ára, því ég hefi þekkt Önnu frá unga aldri og notið vináttu hennar, ættingja hennar og eiginmanns öll þessi ár. Það er erfitt að festa þessar minningar við dagsetingar og ár, jfeer koma fram í huganum eins og íeifturmyndir, ekki alltaf í réttu samhengi, en skýrar og bjartar. Gjafavörur og skreyting- arvið ölltækifæri BLÓMABÚÐIN RUNNI Hrísateig 1 38420 Blömastofa Friófinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öli kvöld til kl. 22,- eínnig um helgar. Skreytingar viö öll tilefni. Gjafavörur. Þó Anna ætti alla sína ævi við margskonar veikindi að stríða stóð hún alltaf upp aftur sem hin stórglæsilega unga stúlka og síðar fullvaxta kona, sem krafturinn og lífsgleðin geisluðu af. Hún gafst aldrei upp og sýndi það hennar andlega styrk og trú. Fyrsta leifturminning mín af henni nær langt aftur í tímann. Við vorum margt ungra manna að hjálpa til við uppbyggingu Vindás- hlíðar, sumarbúða KFUK. Var ég þá ásamt fleirum við að gera veg að sumarbúðunum. Bar þar að stór- an trukk 10 hjóla, einn af stærri gerðinni, sem þá var í notkun hér á landi. Var hann að keyra gtjót í veg- inn. Eftir að hafa losað bílfarminn á veginn vindur bílstjórinn sér út og fer að athuga aðstæður. Rak okkur ungu mennina þá í roga- stans, því bílstjórinn var ung og glæsileg stúlka, sem síðan vatt sér upp í þetta erfiða farartæki og ók á brott til að ná í annan farm. Okkur var sagt að stúlkan héti Anna Magnúsdóttir og væri fær um að höndla hvaða farartæki sem væri. Auðséð var á öllum tilþrifum hennar að svo var. Stelpumar sögðu: „Hún Anna, hún getur allt.“ Seinna kynntist ég henni nánar í gegnum systur hennar og tilvon- andi eiginmann, er hún var við nám í Kennaraskóla Islands hér í bæ. Liðu þau ár fljótt tog tók Anna til við bamakennslu að loknu námi. Árið 1952 giftist hún vini mínum, Guðmundi Óla Ólafssyni, og varð ég þeirrar gleði aðnjótandi að vera viðstaddur er faðir hennar, sr. Magnús Guðmundsson, gaf þau saman í gömlu kirkjunni í Olafsvík, en þar var hann prestur og þar hafði Anna alist upp. Byijuðu Anna og Óli með að stofna heimili sitt í Reykjavík, en fluttust fljótlega austur að Torfa- stöðum í Biskupstungum er sr. Guðmundur ÓIi var kosinn prestur þar. Nokkrum árum síðar fluttust þau í Skálholt er aðsetur prestsins var flutt þangað. Þar bjó Anna ásamt manni sínum til dauðadags. Hvar sem Anna var setti hún upp hið glæsilegasta heimili og var sem prestsfrú ætíð til sóma. Hún var afburða hannyrðakona og garð- yrkja var hennar yndi. Hún tók einnig virkan þátt í áhugamáli manns síns, hestamennskunni, og hafði mikinn áhuga á meðan heilsan leyfði. Eg, kona mín og börn fengum að njóta þeirrar gæfu að eiga vin- áttu þeirra hjóna í gegnum árin og heimsækja þau oft „í sveitina", þó heimsóknirnar yrðu stijálli hin síðari ár vegna ýmissa aðstæðna. Alltaf var manni tekið opnum örm- um á heimili þeirra og þó svo langt liði stundum á milli heimsókna þá var viðmótið ætíð þannig að okkur fannst við hefðum síðast hist í LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 681960 Legslelnar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. i S.HEIGASON HF STEINSMIÐJA SKHMMUVEGI 48 SlMI 76677 gær. Þannig var vinátta þeirra hjóna, alltaf fersk. Börn okkar hjóna, svo og margra annarra, áttu alltaf góðan aðgang að Önnu, því hún elskaði börn. Hún átti aldrei því láni að fagna að eign- ast börn sjálf, en beindi ást sinni því til allra bama sem nutu vel hennar uppeldis og umhyggju og urðu rík af. Það er mikil eftirsjá að konu sem Önnu. Hún var gædd miklum hæfileik- um og blessuð af Drottni í öllum sínum framkvæmdum, enda átti hún lifandi trú, sem veitti henni ómældan styrk í gegnum lífshlaup- ið. Eg og fjölskylda mín færum Drottni þakkir fyrir að hafa fengið að þekkja Önnu og njóta vináttu hennar, við söknum hennar. Við biðjum eiginmanni hennar, svo og ættingjum, blessunar Drott- ins og vitum með vissu að Hann styrkir þau í þeirra miklu sorg. Baldur Bjarnasen Við sem fylgst höfum með veik- indum frú Önnu Magnúsdóttur frá Skálholti um nokkurt skeið og viss- um að ævisól hennar var að ganga til viðar söknum hennar sárlega, en við fögnum um leið að þjáningum hennar skuli nú lokið og að hún hljóti nú hina eilífu hvíld í skauti almættisins. Hún lifði og starfaði alla ævi í anda Jesú Krists; trú hennar var heil. Anna var fædd í Ólafsvík rétt fyrir jólin 1927, yngsta barn for- eldra sinna, en þau voru síra Magnús Guðmundsson prófastur og lengi prestur í Ólafsvík og Rósa Einarsdóttir prests Thorlaciusar, kona hans. Böm þeirra hjóna urðu fimm, þijár dætur og tveir synir. Lést annar sonurinn af slysförum ungur. Bar heiti föðurföður síns. Á lífi eru Helga kennari og Kristín, sem gift var Þórði heitnum Möller yfirlækni og Einar Thorlacius. Kynni okkar Önnu urðu allnokk- ur. Við vorum samtíða tvo vetur í Kennaraskóla íslands. Þaðan út- skrifaðist hún sem kennari vorið 1951. Kennsla varð lífsstarf hennar ásamt húsmóðurstörfunum sem hún rækti af alúð og smekkvísi. Lengst af kenndi hún á heimaslóð- um í Biskupstungum. Sárþjáð stundaði hún kennsluna síðast. Hún var ósérhlífin með afbrigðum. Þegar ég gerðist kennari við nýstofnaðan lýðháskóla í Skálholti haustið 1972 endumýjuðum við Anna kynnin. Oft var ég gestur á heimili þeirra hjóna, síra Guðmund- ar Óla Ólafssonar og hennar. Þar var ég alltaf velkominn. Heimilið framúrskarandi fallegt. Anna var mikil húsmóðir og einnig styrk stoð mannsins síns. Reyndist hann og henni vel í löngum og ströngum veikindum hennar. Það sem ein- kenndi frú Önnu var hreinleikinn, bæði í hinu ytra og í hinu innra. Mér finnst þetta lýsa hinni látnu prestsfrú best. Af henni skein birta, hreinleiki og hlýja. Gott er hennar að minnast. Vini mínum, Guðmundi Óla, sem nú sér á bak ástkærri eig- inkonu, sendi ég einlægar samúðar- kveðjur svo og systkinum hinnar látnu og öðrum aðstandendum, einnig kona mín. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi." Auðunn Bragi Sveinsson Á annan sumardag barst sú sorg- arfregn um Biskupstungur að Anna í Skálholti væri látin, aðeins 59 ára að aldri. Þó allir hér vissu um veikindi hennar kom andlát hennar sem þungt högg. Anna var dóttir séra Magnúsar Guðmundssonar og Rósu Einarsdóttur. Hún ólst upp í systk- inahópi og fékk hina bestu mennt- un, fyrst í Kvennaskólanum í Reykjavík og síðar í Kennaraskól- anum, þaðan sem hún tók kennara- próf. Anna tók mikinn þátt í félags- starfi á æskuárum og þá einkum í starfi KFUM & K. Þar kynntist hún eftirlifandi manni sínum séra Guð- mundi Óla Ólafssyni, sóknarpresti í Skálholti. Hingað í Biskupstungur komu þau er kjósa skyldi hér prest 1955, og er þeim er þessar línur ritar minnisstætt er hin ungu prestshjón komu hingað í Úthlíð til að messa kynningarmessu ásamt meðfram- bjóðanda sínum, séra Sigurði Hauki Guðjónssyni. Með heillandi fram- komu og fagurri söngrödd svo af bar urðu þau Guðmundur og Anna sigurvegarar í prestskosningunum. Þar var hlutur Önnu engu minni. I Biskuþstungum höfðu verið prests- konur með sterkan persónuleika alla öldina. Þessum fágætum kost- um var Anna búin og því reisn prestssetursins tryggður. Hin ungu prestshjón tóku við búsforráðum á Torfastöðum 1955 en um margar aldir hafði sá staður verið prestssetur sveitarinnar. Þar hófst starfið og Anna lét ekki sitt eftir liggja. Ávallt kom hún með manni sínum á anniiexíurnar. Eftir messu var drukkið kaffi og dægur- málin rædd. Á þeim stundum var Anna jafnan hrókur alls fagnaðar. Af henni geislaði lífsgleðin. Frá þeim stundum á ég margar ógleym- anlegar minningar. Árið 1965 urðu þær breytingar að prestssetrið var flutt í Skálholt. Fyrst bjuggu þau hjónin í biskupsstofu en stuttu síðar fengu þau embættisbústað. Þar átti Anna síðan heima til dauðadags. í Skálholti var því stór hluti af ævi- starfinu. Þar var Anna húsmóðir með þeirri reisn og glæsibrag sem staðnum var sómi að. Er Skálholts- kirkja var vígð átti Anna einna stærstan þátt í því að stofnsetja Skálholtskór. Alla tíð stóð heimili þeirra öllum sóknarbörnum opið. Á hinum stóru stundum kirkjunnar naut Anna sín best, ávallt tilbúin til hjálpar hvort sem voru skímir, fermingar eða aðrar athafnir en þó var hún stærst er sorgin knúði dyra eða einhver átti hér í sveit við erfíð veikindi að stríða. Anna var í 12 ár formaður kven- félagsins. Undir hennar stjórn dafnaði félagið og varð eitt virkasta afl hér í hinum margvíslegu menn- ingarmálum. Anna var í mörg ár kennarj við bamaskólann í Reyk- holti. í því sem öðrum störfum sínum náði hún undraverðum árangri. Með festu og myndarskap hélt hún uppi aga í starfínu. Þar þurfti hún engin stór orð en allir sáu er henni mislíkaði eitthvað. Þeim Guðmundi Óla og Önnu varð ekki barna auðið en hún átti mörg samt, börn sem hún fylgdi frá skírn um skólann og síðan út í lífíð. Úr fjarlægð fylgdist hún síðan með þessum ungu vinum sínum, tilbúin til að rétta þeim hjálparhönd er eitt- hvað bjátaði á. En skjótt getur sól bmgðið sumri. Fyrir rúmum þremur ámm kenndi Anna fyrst þess meins sem nú hefur endanlega sigrað. Þessi þijú ár hafa verið öllum vinum þeirra hjóna erfið, en mest hefur það þó mætt á eiginmanni og systr- um hennar og öðmm íjölskyldu- meðlimum. En Anna þurfti ekki að kvíða dauðanum. Með trú sína á frelsara vorn, gekk hún móti örlög- um sínum. Þar átti hún góða heimkomu vísa því eins og maður sáir, uppsker hann á efsta degi. Á þessum erfiðu tímamótum sendum við fjölskyldan í Úthlíð samúðar- kveðjur til Guðmundar Óla og fjölskyldu Önnu. Um leið þökkum við samfylgdina. Minningin um góð- an vin lifir. Björn og Ágústa Fyrst heyrði ég hennar getið af afspurn þegar rætt var um upp- byggingu sumarbúða KFUK í Vindáshlíð. Það var sérstaklega til þess tekið að í hópi þessara ungu kvenna, sem með miklum dugnaði og atorku byggðu upp aðstöðuna undir Vindásnum, hefði verið ein sem hefði meira að segja tekið að sér að stjóma stærðartrukki sem fenginn var til þess að flytja bygg- ingarefni í húsið eftir troðningum og vegleysum. Aðdáun þeirra leið- toga minna í unglingadeild KFUM í Langagerði var augljós á kjarkin- um og áræðinu þegar þeir sögðu okkur strákunum frá þessu og bættu svo við, að nú væri þessi kona prestsfrú fyrir austan fjall. Mér þótti þetta vera merkileg prestsfrú og einhvem veginn gróp- aðist þessi mynd í hugann og persónan vakti forvitni mína. Það er svo ekki fyrr en nokkmm ámm síðar sem ég kynnist þessari prests- frú sem reyndist vera föðursystir Elínar, konu minnar, Anna Magn- úsdóttir kennari og kona sóknar- prests Tungnamanna, sr. Guðmundar Óla Ólafssonar í Skál- holti. Við fómm fljótlega að venja kom- ur okkar austur. Það var engin nýlunda fyrir Elínu. Frá sjö ára aldri og fram að fermingu hafði hún verið öll sumur og flest skólafrí hjá Önnu og Guðmundi Óla eða lengst af þeim tíma sem þau bjuggu á Torfastöðum áður en þau fluttu í Skálholt. Hjá þeim átti hún sitt annað heimili. Það breyttist ekki þótt við væmm orðin tvö og síðan sex. Það var sama rúm fyrir mig og dætur mínar á því heimili og var fyrir móður þeirra. Myndin óljósa sem ég hafði gert mér sem unglingur af þessari konu tók að verða fyllri. Nú á kveðju- stundu ætla ég mér ekki að draga þessa mynd upp. Til þess fínn ég mig vanbúinn. Hvorki orðsins list né önnur er mér svo töm að sæmdi. En á þessum rúmlega 20 ámm frá því ég heyrði hennar fyrst getið breyttist afstaða mín úr óljósri for- vitni í aðdáun og væntumþykju sem orð fá ekki lýst. Kjarkurinn og þrautseigjan (sem komu fram við tmkkstjómun í Kjósinni) vom hluti af baráttu hennar fyrir lífinu við sjúkdóma allt frá bamsaldri er hún fékk berkla og var yngsti sjúkling- urinn í Vífílsstaðaspítala fyrstu unglingsár sín. Með hjálp nýrra meðala og góðra manna náði hún að sigrast á þeim sjúkdómi þó að tæki á þriðja tug ára. Rúm þijú ár tók svo síðasta glíman við annan skaðvænan sjúkdóm sem hefur hetjað á mannkynið undanfama áratugi og enn hafa ekki fundist nægilega góð lyf við. Þó vonuðum við öll í lengstu lög að Guð gæfí að sá dagur rynni að frétt bærist til landsins, eins og fréttin sem sjúklingamir á Vífílsstöðum lásu í lítilli klausu í einu dagblaðanna veturinn sem Anna var þar: „Senni- lega hafa menn fundið upp lyf til þess að lækna berkla," en í stað berkla stæði allt krabbamein. En Anna náði ekki að lifa þann dag, en við biðjum og höldum í vonina. Það kunni Anna. Trú hennar gaf henni styrk og von. Fram í andlátið var hún að skipuleggja morgundag- inn. Afstaða hennar var ólík afstöðu Marteins Lúthers sem sagðist planta eplatré í garð sinn í dag þrátt fyrir að hann gerði ráð fyrir síðasta degi á morgun. Með Önnu í þessu lútherska æðmleysi stóð Guðmundur Óli sem stoð og stytta í sjúkdómsraunum hennar og deildi með henni þeim styrk og ró sem byggð em á fyrir- heitum Drottins: „Óttast þú eigi, því að ég er með þér. Lát eigi hug- fallast, því að ég er þinn Guð. Eg styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með hægri. hendi réttlætis míns.“ Þrátt fyrir þá sjúkdóma sem Anna mátti líða held ég að fæst okkar sem minnumst hennar höfum þá mynd jafnan fyrir augum. Glað- værðin, alúðin, hreinskilnin og sá ferski röskleikablær sem henni fylgdi verða okkur efst í huga. Ást hennar á fögmm listum og vandað- ur smekkur hennar tengir hana því besta og göfugasta sem tengist kirkjulist og þá sérstaklega Skál- holtskirkju. Allt það listafólk sem átt hefur leið í Skálholtskirkju til að flytja eða njóta listar í þessu musteri Guðs þekkir þetta. Enda var heimili þeirra prestshjónanna þeim jafnan opið og sýndi Anna ekki ósjaldan í verki þakklæti sitt með þeim einstaka myndarskap og rausn sem henni var einni lagið þegar hún tók á móti gestum á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.