Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 31 hí Þama var japanskur garður, eski- móaþorp, kínverskt leikhús og síðast en ekki síst austurlenskt stræti, þar sem ægði saman hestum fyrir gullnum vögnum, magadans- meyjum, tömdum fílum, kameldýr- um og „alvöru“ austurlensku fólki, sem var sérstaklega ráðið til að skapa þarna rétta stemmningu. Ekki fannst eigendunum nægja að hafa auk þessa óteljandi skemmti- tæki, sýningarfólk, danshallir og hljómsveitir til að hafa ofan af fyr- ir gestum sínum, heldur tóku þeir að setja á svið stórslys sögunnar, svo sem fall Pompei, Vesuvíusar- gosið, stórflóð og bruna til að skemmta fólki. Þriðji skemmtigarðurinn hét Dreamland og var hann stofnaður af peningamanni, Reynolds að nafni, sem reyndi á allan hátt að vera stærri og betri en þeir félagar í Luna Park. Dreamland var lýst upp með milljón rafmagnsljósum, þar sem meðal annars var að fínna Putaland með 300 dvergum hlaup- andi út um allt, danshús í renaiss- ance-stíl og sviðsettu stórslysin voru þar bæði stærri og stórkost- legri. í einni slíkri sýningu, sem bar heitið „Barist við logana“, var til dæmis brennt sex hæða hús og 4.000 manns ráðnir til að fara þar með ýmis hlutverk. Coney Island vakti sem nærri má geta mikla athygli og margir málarar og rithöfundar þessa tíma sóttu þangað efnivið. Margir urðu til að gagnrýna þessa fjöldamenn- ingu og töldu hana skömm fyrir siðmenninguna, en aðrir bentu á að þetta væri bein afleiðing af því að við hönnum amerískra bæja hefði einungis verið tekið tillit til framleiðslu og vinnu en gleymst að gera ráð fyrir bæjarlífi og frítíma. Bruni og gjaldþrot En Coney Island-ævintýrið átti sinn endi. í kringum fyrsta áratug- inn fór að halla undan fæti stóru skemmtigarðanna. Dreamland átti frá upphafí við fjárhagsörðugleika að stríða og 1911 varð óviturleg stórslysasviðsetning til þess að garðurinn brann til kaldra kola og var hann aldrei byggður á ný. Thompson, eigandi Luna Park, missti fjármálin út úr höndunum, varð gjaldþrota 1912 og nýir eig- endur voru ekki færir um að endurskapa þá stemmningu sem þar hafði ríkt. Steeplechase Park, sem var nú stjómað af syni Til- roys, átti erfítt uppdráttar gagnvart nýjungagirni gestanna og eldsvoðar skemmdu draumaheiminn. í staðinn komu bílastæði og íbúðarhús. Þá var New York að þenjast út og neðanjarðarlestarkerfið náði nú alla leið til Coney Island, sem gerði skilin á milli þessara tveggja heima minni og ævintýraljóminn hvarf. Síðast en ekki síst var afgangurinn af menningunni farinn að taka við sér og annars konar dægrastytting kom til sögunnar. „Útvarpið og kvikmyndimar drápu sjónhverfíng- una“ er haft að máltæki á Coney Island og er nokkuð til í því, en ætli aðalástæðan hafí ekki verið að það var einfaldlega ódýrara að fara í bíó? Ævintýraljóminn er óneitanlega farinn af Coney Island. Við mér blöstu niðumíddar leifar skemmti- garðanna og þama í kring býr nú fremur fátækt fólk. En það eitt að rölta eftir gamla göngupallinum, sem enn liggur eftir endilangri ströndinni og virða fyrir sér grasi- vaxna rússíbana og ryðguð Parísar- hjól var sannarlega ferðarinnar virði og ég gat ekki annað en tekið ráð gamals manns, sem hafði rekist á mig þarna við ströndina og sagt: „Það er ekkert að marka það sem þú sérð hér núna, þú verður að loka augunum og ímynda þér hvemig þetta var.“ Eftir MARÍU ELLINGSEN pr. mann í 3 vikur Verðið miðast við 2 fullorðna og 2 börn yngri en 12 ára. 1 T A L sff0° • Verðið miðast við 2 fullorðna og 2 börn yngri en 12 ára. Mögulegt er að skipta dvalartímanum milli Nice og Pietra Ligure. /\; í: I—l r~ r', I G r r Q R r~ B, FRAKKLAND GÓÐA FERÐ! Ferðaskrifstofa Snorrabraut 29 Sími 26100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.