Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987
29
Grindavík:
„Fiskvinnslufólk ætti að
stofna eigið stéttarfélag“
- segir Jórunn Stefánsdóttir trúnaðarmaður í Hópsnesi hf.
Grindavík.
„í FYRSTU var ég ánægð með „Vel er hugsandi fyrir fískvinnslu-
kjarasamninginn sem gerður var
í desember sl. en þegar í ljós kom
hversu mikið bónusinn hafði
rýrnað á kostnað tímakaupsins
hef ég verið ósátt með hann enda
kauphækkunin engin fyrir okkur
sem getum drýgt tekjurnar með
bónus,“ sagði Jórunn Stefáns-
dóttir, trúnaðarmaður í fisk-
vinnslufyrirtækinu Hópsnesi hf.
í Grindavík, er fréttaritari tók
hana tali í tilefni af 1. maí.
„Ég er ekki þar með að segja
að kauphækkanir þurfí eingöngu
að vera í krónum, heldur má sem
dæmi benda á að hjá fólki í salt-
fískverkun fer mikið af hlífðarfatn-
aði sem óneytanlega rýrir kaupið
mikið. Fatapeningar á viku eru um
114 krónur en vettlingapar kostar
okkur 190 krónur og dugar oft
ekki nema í tvo til þijá daga. Ég
hef trú á því að víða sé fólki útveg-
aður hlífðarfatnaður nema okkur
láglaunafólkinu,“ sagði Jórunn.
fólk um allt land að stofna sitt eigið
stéttarfélag og beijast sjálft fyrir
bættum kjörum enda situr þessi
stétt alltaf eftir í öllum kjarasamn-
ingum. Ég vil að lokum minna á
það, ef ég má gerast pólitísk, að
Alþýðubandalagið var upphaflega
stofnað sem verkalýðsflokkur en
hann er það ekki lengur. Ég vil svo
senda öllu fískvinnslufólki baráttu-
kveðjur á degi verkalýðsins," sagði
Jórunn Stefánsdóttir í Grindavík.
— Kr.Ben.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Jórunn Stefánsdóttir, trúnaðarmaður í Hópsnesi hf.
Stefán S. Stefánsson saxófón-
leikari.
Tríó Geyt
í „Heita
pottinum“
DJASSTRÍÓIÐ Geyt ásamt saxó-
fónleikaranum Stefáni S. Stef-
ánssyni spilar í kvöld, 3. maí, i
„Heita pottinum" í Duus-húsi við
Fischersund. Tónleikarnir hefj-
ast kl. 22.00.
Tríóið skipa Gunnlaugur Briem
trommuleikari, Eyþór Gunnarsson
píanóleikari og Tómas R. Einarsson
kontrabassaleikari. Tríóið hefur
nýlega lokið við upptökur á sinni
fyrstu hljómplötu en á henni leikur
einnig danski trompetleikarinn Jens
Winther sem kom hingað til lands
í marslok.
Stefán S. Stefánsson saxófón-
leikari hefur m.a. spilað í Gömmun-
um og Léttsveit Ríkisútvarpsins.
P * v V* m
HLUTAFELAG
stendur að rekstrinum.
Hluthafar skipta hundruðum og
eiginfjárstaðan er sterk.
VID BJÓDUM LANDSMENN
VELKOMNA
TíL VIDSKIPTA
INÝJUM OG ÖFLUGUM BANKA
Alftafell SU
seldi í Hull
ÁLFTAFELL SU seldi á fimmtu-
dag 81 lest, mest þorsk i Hull.
Heildarverð var 4,7 milljónir
króna, meðalverð 57.68.
Verð fyrir þorsk í afla skipsins
var 55,69 krónur á hvert kíló.
Það er nokkru lægra en verð
fyrir þorsk úr gámum hefur ver-
ið í vikunni. Selt var úr nokkrum
gámum i þýzkalandi i vikunni og
fékkst að meðaltali lágmarks-
verð, 35 krónur á hvert kíló.