Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987
41
UTLIT OG UMHIRÐA
meira um ilmvötn
í Dyngjunni miðviku-
daginn fyrir páska var
sagt frá uppáhaldsilmi
nokkurra þekktra per-
sóna, þar á meðal
Carolinu prinsessu í
Mónakó. Hennar ilmur
er „Dali“, sem ég sagði
að fengist ekki hér
heima. En þar varð mér
á í messunni, og er mér
ljúft að leiðrétta það
hér með. Ég þakka
þeim sem hringdu
og bentu mér á
þetta og sögðu
jafnframt
að ilmvatnið
væri frábært auk þess
sem glösin væru hrein
listaverk, enda hönnuð
af listamanni. Ilmvatnið
fæst í mörgum snyrti-
vöruverzlunum hér, og
kom á markað fyrir jól,
eftir því sem ég kemst
næst. Auk ilmvatns
fæst einnig „body loti-
on“ og steinkvatn
(Parfume de Toilet)
frá Dali. En sjón
er sögu ríkari. Ef
myndin prentast vel
getið þið sjálf dæmt
um útlitið á um-
búðunum.
Það er ekkert fáfengilegt við
það að hugsa vel um húðina!
Það er staðreynd að flestar þær
konur, sem við sjáum í snyrti-
vöru-auglýsingum, eru mjög
ungar, mjög fallegar og mjög
mikið málaðar. Það getur valdið
misskilningi, því margar konur
geta hugsað sem svo: „Nei, þetta
er ekkert fyrir mig!“ En oft er
þetta einmitt eitthvað fyrir þig,
til dæmis verður andlitshúðin fyr-
ir sérlega miklum utanaðkomandi
áhrifum hér á norðurslóðum. Við
skýlum líkamanum með réttum
fatnaði, en andlitið er óvarið gegn
sterkum geislum sólar, miklum
hitabreytingum og mengun í um-
hverfinu. Þessvegna er reglu-
bundin umhirða húðarinnar
nauðsynleg til að vernda hana
gegn þessum áhrifum. Svo ber
einnig að hafa í huga að með
réttri umhirðu frá unga aldri má
koma í veg fyrir að öldrunin geri
vart við sig of snemma! Þá má
einnig minna á að daglega skilar
líkaminn frá sér svita og úrgangs-
efnum, sem þarf að fjarlægja. Þar
kemur sápan að sjálfsögðu að
góðu gagni, en hún er ekki það
bezta fyrir andlitið. Sápan eyðir
eðlilegri fitu í húðinni og hreinsar
ekki nógu vel upp úr svitaholum,
auk þess sem í hana vantar ýms
efni, sem til dæmis eru í góðri
hreinsimjólk.
Til eðlilegs „viðhalds“ húðar-
innar þarf aðallega þrennskonar
andlitskrem:
Hreinsimjólk: Hún leysir upp
óhreinindi og notast kvölds og
morgna. Bráðnauðsynlegt að nota
hana á kvöldin, einkum fyrir þær
sem nota mikið „make-up“ á dag-
inn.
Rakakrem: Hjálpar húðinni að
halda eðlilegum raka og mýkt,
borið á eftir hreinsun.
Næringarkrem: Styrkir húðina,
hjálpar til við endumýjun húð-
fruma og eykur vöm gegn
utanaðkomandi áhrifum.
Þar er þægilegt að geta farið
í snyrtivömverzlun og fengið þar
nánari upplýsingar um hvaða
krem hæfa bezt ykkar húð (ef hún
er til dæmis feit, þurr, viðkvæm
eða eðlileg).
Til athugunar, ekki satt?
Kamillute gott fyrir ljóst hár
Kamillute er gott að nota
til að fríska upp á ljóst
hár, sem ef til vill er eitt-
hvað farið að dekkjast með
aldrinum. Sé teið notað
sem skolvatn eftir hárþvott
gefur það hárinu fallegan
gljáa. Teið er lagað þannig
að hnefafylli af kamillu er
látin malla í sjóðandi vatni
í um 20 mínútur og teið
síðan síað og kælt. Eftir
að hárið hefur verið þvegið
og skolað einu sinni er
teinu nuddad vel í hárið.
Svo er hárið skolað vel.
Fyrst á eftir er vægur kam-
illuilmur af hárinu, en hann
hverfur fljótt og hárið verð-
ur glansandi og létt.
Concord lampar
r-n
RAFBUÐIN
S: 42120 OG 42433 AUÐBREKKU 18, KÓP
GRUNNSKÓLAKENNARAR!
Allir stjórnmálaflokkar lofuðu fyrir kosningar að efla lands-
byggðina. Takið þá á orðinu og leggjumst á eitt við að efla
grunnskólana á landsbyggðinni.
A Norðurlandi vestra eru stöður lausar við eftirtalda skóla: ,
GRUNNSKÓLISIGLUFJARÐAR.
Skólastjóri: Pétur Garöarsson.
Simi 96-71184.
Meöal kennslugreina: Almenn kennsla, erlend mál, Iþróttir,
stærðfræði, raungreinar, samfélagsfræði og sérkennsla.
GRUNNSKÓLISAUÐÁRKRÓKS, efra stig.
Skólastjórí: Björn Sigurbjömsson.
Sími 95-5385.
Meöal kennslugreina: Danska, stærðfræði og raungreinar.
GRUNNSKÓLISAUÐÁRKRÓKS, neðra stig.
Skólastjóri: Björn Björnsson.
Sími 95-5175.
Meöal kennslugreina: Almenn kennsla.
HÉRAÐSSKÓLINN AÐ REYKJUM.
Skólastjóri: Bjarni Aðalsteinsson.
Simi 95-1000.
Meöal kennslugreina: Stærófræði, enska, samfélagsgrein-
ar, líffræði og viðskiptagreinar.
GRUNNSKÓLISTAÐARHREPPS, V.-Hún.
Skólastjóri: Krístinn Breiófjörð.
Sími 95-1025.
Meðal kennslugreina: Almenn kennsia og kennsla yngrí
bama.
LAUGABAKKASKÓLI.
Skólastjóri: Guðmundur Þór Asmundsson.
Simi 95-1901.
Meðal kennslugreina: Aimenn kennsla og kennsla yngri
bama.
GRUNNSKÓLIHVAMMSTANGA.
Skólastjóri: Flemming Jessen.
Simi 95-1367.
Meðal kennslugreina: Almenn kennsia og kennsla yngrí
barna.
GRUNNSKÓLI ÞVERÁRHREPPS, V.-Hún.
Skólastjóri: PéturE. A. Emilsson.
Sími 95-1694.
Meðal kenríslugreina: Stærðfræði og aimenn kennsla.
Fræðsluskrifstofan á Norðurlandi vestra
býður ýmiskonar þjónustu fyrir skóla umdæmisins.
RÁÐGJAFAÞJÓNUSTA. Þar starfa þrír sálfræðingar, sem eru kennurum og aðstandendum nemenda til
aðstoðar við úrlausn vandamála, sem upp kunna að koma í skólastarfinu.
KENNSLUGAGNAMIÐSTÖÐ er í uppbyggingu þar sem hægt er að fá lánuð myndbönd, og kynna sér flest
tiltæk kennslugögn. Þar verður einnig aðstaða fyrir kennara til að vinna að námsgagnagerð.
FRÆÐSLUFUNDIR eru skipulagðir í samvinnu við Kennarasamband Norðurl. vestra og aðila utan
umdæmisins og eru ýmist haldnir fyrir skólabyrjun að hausti eða á starfstíma skóla.
KENNSLURÁÐGJAFAR munu starfa næsta vetur og verður auk almennrar kennslufræðilegrar ráðgjafar,
sérstök áhersla lögð á kennslu yngri bama, móðurmál og raungreinar.
SÉRDEILDIR fræðsluumdæmisins á Egilsá í Skagafirði og á Blönduósi veita þjónustu fyrir þá nemendur
sem ekki geta fylgt venjulegri grunnskólakennslu.
VIÐ LEITUM AÐ GÓÐU FÓLKI með kennslureynslu og menntun sem getur orðið okkur að liði við þessa
þjónustu utan skólanna og vantar einkum SÉRKENNARA og starfsfólk til KENNSLUGAGNA-
MIÐSTÖÐVAR og til KENNSLURAÐGJAFAR.
FRÆÐSLUSTJÓRI NORÐURLANDS VESTRA
Guðmundur Ingi Leifsson
Kvennaskólanum, 540 Blönduósi.
Simar 95-4209 og 4369.
HÚNAVALLASKÓLI.
Skólastjóri: Jón I. E. Hannesson.
Sími: 95-4370.
Meðal kennslugreina: Stærðfræði, tónmennt, smiðar og
myndmennt.
GRUNNSKÓLINN Á BLÖNDUÓSI.
Skólastjórí: Eirikur Jónsson.
Simi 95-4147.
Meðal kennslugreina: Almenn kennsla og sérkennsla.
GRUNNSKÓLISKAGASTRANDAR.
Skólastjórí: Páll Leó Jónsson.
Sími 95-4642.
Meðal kennslugreina: Almenn kennsla, hand- og
myndmennt.
VARMAHLlÐARSKÓLI.
Skólstjórí: Páll Dagbjartsson.
Sími 95-6115.
Meðal kennslugreina: Almenn kennsla.
STEINSSTAÐASKÓLI.
Skólastjóri: Krístján Kristjánsson.
Simi 95-6029.
Meðal kennslugreina: Almenn kennsla.
GRUNNSKÓLI RÍPURHREPPS.
Skólastjórí: Bjami Gislason.
Sími 95-6534.
Meðal kennslugreina: Aimenn kennsla.
GRUNNSKÓLINN HOFSÓSI.
Skólastjórí: Svandis Ingimundardóttir.
Sími 95-6346.
Meðal kennslugreina: Kennsla yngrí barna, islenska,
tungumál, stærðfræói, iþróttir, mynd- og handmennt.
GRUNNSKÓLI HAGANESHREPPS.
Skólastjóri: Valberg Hannesson.
Simi 96-73240.
Meðal kennslugreina: Raungreinarog tungumál.