Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 33 Barbie (gráhaerður; heldur á frakka) fœrður í fangelsið í Lyon 1983: vinur Mitterrands framseldi hann. Börnin frá Izieu: skuggalegasta málið" Lise Lesevre (ásamt lögfrœðingi sínum, Roland Dumas): pyntingar f nrtján daga. Jacques Verges: ver hryðjuverka- menn og kallar hryðjuverk „vopn hinna fátœku“. Serge Klaresfeld: ókvíðinn. réttarhöldunum gegn Barbie, stóðu fyrir mikilli leit að „Altmann“ og stjórnuðu síðan harðri baráttu fyrir framsali hans til Frakklands eða Þýzkalands. Árið 1971 komust þau á slóð hans þegar hann dvaldist um tíma í Perú. Lögregla landsins var- aði hann við og fylgdi honum yfir landamærin til Bólivíu, einum degi áður en Frakkar fóru fram á að hann yrði framseldur. Banzer forseti þverskallaðist við að framselja Barbie. Að lokum náði sósíalistinn Hernan Siles Zuazo, vinur Francois Mitterands Frakk- landsforseta, völdunum í Bólivíu lO.október 1982. Stjóm hans lét handtaka „Altmann“ vegna skulda 25.janúar 1983 og 5.febrúar kom bólivísk flugvél með hann til Frönsku Guiana. Franskir lögreglu- menn tóku á móti honum og fóru með hann til Lyon. Vestur-þýzka stjómin stóð í kosningabaráttu og vildi ekki víðtæk réttarhöld, sem mundu sýni- lega valda ólgu. Mitterrand taldi hins vegar nauðsynlegt að leiða Barbie fyrir rétt til að minna nýja kynslóð Frakka á nazismann og er enn sama sinnis. „Frakkar sekir“ Barbie, sem kveðst aðeins hafa „gert skyldu sína sem hermaður" þegar hann var í Lyon 1942-1944, var tvívegis dæmdur til dauða að honum fjarstöddum, 1952 og 1954, fyrir „stríðsglæpi" gegn frönskum borgurum, m.a. dauða andspymu- hetjunnar Jean Moulins. Slíkir glæpir fymast á 20 ámm sam- kvæmt frönskum lögum og ekki er hægt að ákæra hann fyrir þá aft- ur. Hann var því ákærður fyrir „glæpi gegn mannkyninu," sem fymast ekki, m.a. nauðungarflutn- inga og morð á Gyðingum. Fyrst átti að leggja megináherzlu á handtökur og nauðungarflutninga 44 5-12 ára Gyðingabama víðs veg- ar að frá bamaheimili í Qallaþorp- inu Izieu austur af Lyon 6.apríl 1944. Síðan komu fram kröfur frá hópum andspymumanna, sem fæst- ir voru Gyðingar, um að þeir fengju að bera Barbie sökum í réttarhöld- unum og að lokum var það samþykkt. Jacques Verges, verjandi Barbi- es, kann að geta fært sér í nyt þrætur ólíkra hópa úr andspyrnu- hreyfingunni. Hann kveðst geta lagt fram mörg ný sönnunargögn um allar hliðar andspymunnar og segir að ef honum verði meinað það muni hann segja sjónvarpsmönnum frá þeim fyrir utan dómhúsið. Verges mun eiga fullt í fangi með að hrekja sannanir um að Barbie hafi gerzt sekur um stríðsglæpi og glæpi gegn mann- kyninu. En hann hyggst leggja að jöfnu voðaverk Gestapo og gerðir Frakka í Alsírsstríðinu 1954-1962. Hann mun halda því fram að Frakk- ar hafi sjálfir myrt eina milljón Serkja, gerzt þannig sekir um stríðsglæpi og „hafi því engan rétt til að dæma ungan þýzkan her- mann, sem vann aðeins þau störf, sem honum vom falin.“ Serkjavinur Verges, sem hefur orð fyrir að vera einn duglegasti lögfræðingur Frakklands, fæddist 5.marz 1925 í Ubon í Thailandi og var sonur ræð- ismanns Frakka þar og víetnam- skrar konu hans. Raymond faðir hans, sem gerðist seinna læknir í Laos, var frá eynni Réunion á Ind- landshafi og þangað fluttist fjöl- skyldan 1928. Jacques gekk í skóla á eynni með Raymond Barre, síðar forsætisráðherra. Sautjan ára gamall gekk Verges í lið með „Fijálsum Frökkum" de Gaulles og barðist með þeim í Norð- ur-Afríku, Ítalíu, Frakklandi og Þýzkalandi. Tilviljun olli því að hann sótti til Lyon í ágúst 1944 þegar Barbie flýði þaðan. Eftir stríðið gekk Verges í kom- múnistaflokkinn, tók þátt í stúd- entapólitík og kynntist Pol Pot. Tíu árum síðar sagði hann sig úr flokkn- um, en hélt áfram að beijast fyrir vinstrimálum, einkum í Þriðja heim- inum. Hann bjó í Prag á laun 1951-1954, var ritari Alþjóðasam- bands stúdenta og kynntist Olof Palme, Alexander Shelepin, síðar yfirmanni KGB, og Giovanni Berl- inguer, bróður ítalska kommúnista- leiðtogans. Síðan fluttist hann til Parísar, var aðallögfræðingur þjóð- frelsishreyfingarinnar FLN í Álsír til 1961 og varði alsírska hryðju- verkamenn og franska stuðnings- menn þeirra af mikilli heift. Vegna aðferða sinna og árása á dómara missti Verges réttindi til málflutnings í eitt ár. Þá fór hann til Marokkó og varð tengiliður alsír- ska hersins og afrískra sjálfstæðis- hreyfinga. Hann kvæntist alsírskri konu, sem hann hafði varið í stríðinu (þau eru nú skilin að borð og sæng), tók upp múhameðstrú og gerðist alsírskur þegn. Um tíma var hann utanríkisráðherra Alsírs, en lenti í útistöðum við Benn Bella forseta og gerðist þá ritstjóri „Ré- volution Africaine“, málgagns FNL. Þegar Verges kom aftur til París- ar stofnaði hann mánaðarrit, sem fylgdi Kínveijum að málum. Hann fór oft til Kína og hitti Mao nokkr- um sinnum. Síðan hefur hann sérhæft sig í að veija óvini Frakka, m.a. Baader-Meinhoff-skæruliða, Carlos og arabíska hryðjuverka- menn, nú síðast Georges Ábdallah. I marz 1970 sagði Verges vinum sínum að hann ætlaði til Alicante á Spáni, en sást ekki aftur fyrr en síðla árs 1978. Hvar var hann allan þennan tíma? Enginn veit. Hann vill hvorki neita því né staðfesta að hann hafi verið í Kambódíu og hjálpað vini sínum Pol Pot. „Svikarar" Margir telja að Verges stjómist af hatri og hafi tekið að sér að veija Barbie til að finna átyllu til þess að sverta franskt þjóðfélag og ráðast á „kerfið", sumir segja „með aðferðum hryðjuverkamanna." Sjálfur kallar hann stefnu sína „la strategie de la rupture", þ.e. árekstra, í stað samkomulags innan kerfisins. Hann hefur líka sagt: „Lög mín em þau að vera á móti lögunum. Siðgæði mitt er í því fólg- ið að vera á móti siðgæði." I réttarhöldunum mun Verges halda því fram að þýzkholl stjóm Pétains marskálks í Viehy hafi ver- ið samábyrg Þjóðveijum um glæpi hemámsstjómar nazista í stríðinu með aðgerðarleysi sínu og sam- starfsvilja. Hann kveðst vilja „varpa ským ljósi“ á hemámsárin, eina tímabil í sögu Frakka sem þeir geti ekki rætt hlutlægt. „Við ættum að geta sagt viss sannindi án þess að óttast bannfæringu," segir hann. „Til dæmis að það var hægt að vera í nazistaflokknum án þess endilega að vera glæpamaður." Verges ætlar að reyna að grafa undan áliti franskra andspyrnu- manna. „Ég ætla að gera að engu þjóðsöguna um frönsku andspymu- hreyfinguna," segir hann. Hann vill reyna að sýna að franskir Gyð- ingaleiðtogar hafí átt mikinn þátt í því að 80,000 franskir Gyðinga vora sendir í útrýmingabúðir naz- ista. Hann boðar að Barbie muni nafngreina „svikara“ við málstað andspymuhreyfingarinnar og segir m.a. að þeir hafi hjálpað nazistum að uppræta andspyrnuhópa kom- múnista. „Miklar deilur vom innan andspymuhreyfíngarinnar. Ég vil að við rannsökum þetta tímabil eins og fullorðið fólk en ekki eins og börn, sem em látin þylja upp eitt- hvað utanbókar." Til þess að dreifa athyglinni frá Barbie mun Verges að miklu leyti byggja vöm sína á máli Jean Moul- ins, sem Barbie tók til fanga á leynifundi andspymuleiðtoga í húsi skammt frá Lyon 21.júní 1943. Moulin sást síðast nær dauða en lífi eftir langar yfirheyrslur og pynt- ingar í aðalstöðvum Barbies og var síðan tekinn af lífi. Verges heidur því fram að þrír félagar Moulins af átta, sem vom handteknir um leið og hann, hafi svikið hann og Barbie hafí „unnið mikið afrek" með því að hafa hend- ur í hári Moulins. Gamlir and- spymumenn segja þetta svívirðilega árás á heiður hreyfingarinnar. Að vísu telja þeir sjálfir að svikarar Framh. bis. 36.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.