Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐI0; SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987
+
Krabbabátur á leið út úr fiskihöfninni i Seattle á leið til krabbaveiða við Alaska. Á dekkinu er hlaði
af krabbagildrum, en hver gildra vegur um 800 kg.
ÍSLENSKIR SJÓMENN Á KYRRAHAM:
Svaðilfarir á
krabbaveiðum
Karl Hansen úr Reykjavík hefur um margra ára skeið þjónað krabba-
flotanum í Seattle. Hann hefur nú hafið framleiðslu á nýrri gerð
af kraftblökk fyrir krabbabátana, sem sparar þeim mikinn tíma við
veiðarnar.
Sea Master, skip Guðjóns, í höfninni f San Francisco. í baksýn er
hin margfræga hengibrú yfir Gullna hliðið.
Guðjón Guðmundsson, útgerðarmaður og vélstjóri
á Sea Master. Þrisvar hafa skip þau sem hann var
á farist, þótt allir hafi bjargast, oft við ótrúle-
gustu aðstæður.
Stutt er úr fiskihöfninni í San Francisco upp f
miðborgina, þar sem fjölbreytt skemmtanalff tæl-
ir sjómanninn til þátttöku.
eftir Úlfar Ágústsson
Ég er nú kominn i rétta and-
Sr-rúmsloftið í för minni um vestur-
strönd Bandaríkjanna, þar sem
megintilgangurinn með ferðinni
var að hitta íslenska sjómenn sem
þar starfa og segja lítillega frá
lífi þeirra og störfum.
Þegar fyrstu greininni lauk
var ég búinn að hitta félagana
Guðjón Guðmundsson og Jón
Grímsson, sem gera út togbát frá
San Fransisco. Jón var farinn
heim til konu sinnar en við Guð-
jón ætluðum að skoða næturlíf
stórborgarinnar og hann ætlaði
að segja mér af svaðilförum sem
hann hefur lent i á sjómanns-
ferli sfnum á Kyrrahafinu.
Kvöldhúmið er að leggjast yfir
- við San Francisco-flóann. Ljósin
kvikna hvert af öðru og borgarbrag-
urinn breytir um svip. Við Guðjón
kveðjum skipsfélagana á Sea Mast-
er og leiðin liggur upp Pier 45 upp
með krabbakránum við höfnina og
inn í myrkviði næturlífsins sem
gleypir menn hávaðalaust og þeim
flestum til gleði. Við bytjum með
kvöldverði á glæsilegum veitinga-
stað og undir borðum byrjar fyrsta
sagan af þeim þremur sjóslysum
sem Guðjón hefur lifað af í Norður-
Kyrrahafínu.
Síðasta veiðiferðin
„Það hefur líklega verið fjórða
vertíðin mín á krabbanum við Al-
- Saska. Skipið, sem var 80 feta
trébátur, hét Oceanic og var Gunn-
ar Guðjónsson skipstjóri, en hann
var nýbúinn að kaupa bátinn. Við
vorum á útleið frá Duch Harbor í
síðasta túrinn á vertíðinni í slæmu
veðri, líklega var 50—60 hnúta
vindur. En það hefur samt ekki
dugað til að halda rórmanninum
vakandi, því hann keyrði á fullri
ferð á land eftir nokkurra tíma sigl-
ingu. Þó virðist eins og einhver
hafí haldið vemdarhendi sinni yfír
okkur því við lentum inni í vík með
miklar stórgrýtisQörur á bæði borð.
Það var haugasjór sem gekk yfír
bátinn. Fljótlega var ákveðið að ég
reyndi að komast í land á gúmmí-
bátnum. Ég fór í gúmmígalla áður
en ég lagði upp og tókst eftir nokk-
uð basl að komast upp í fjöruna í
bátnum með band, en þegar ég
ætlaði að draga til mín sterkari
enda, slitnaði bandið og fauk út í
veður og vind. Gunnar fór þá í
froskbúning og synti í land með
nýjan enda og gátum við þá gengið
frá línu sem hinir þrír gátu dregið
sig eftir til lands. Fjaran var bæði
brött og stórgrýtt svo við gerðum
okkur skýli úr gúmmíbátnum og
öðru drasli í fjörunni og lögðumst
þar undir þétt við hvem annan til
að halda á okkur hita. En þá reið
yfír stór alda og reif með sér skýlið
og rennbleytti okkur alla aftur. Það
var því ekki um annað að ræða en
halda sér vakandi um nóttina með
því að ganga um fjöruna og upp í
hlíðina og bíða dögunar. Þegar birti
sáum við að báturinn hafði brotnað
í tvennt um nóttina.
Bjór og T-bone
Á fjörunni komumst við þó um
borð. Náðum í olíu, bjór og T-bone-
steik ásamt pönnu, kveiktum svo
bál í íjörunni og fengum okkur að
snæða. Þegar líða tók á daginn var
farið að draga svo úr sjóganginum
að við ákváðum að fara um borð
og bíða átekta. Komum við olíuelda-
vélinni í gang og gátum þurrkað
af okkur fötin. Á þriðja degi var
komið það gott veður að við gátum
kveikt bál á dekkinu. Þá voru bátar
að byija að tínast út frá nærliggj-
andi veiðistöð og sá einn þeirra
reykinn. Hann gerði strandgæsl-
unni viðvart, sem sendi strax þyrlu
eftir okkur sem flutti okkur til
Duch Harbor.
Þetta fékk nú ekki mikið á neinn
okkar og við vorum allir mættir til
leiks á næstu vertíð."
Steikin bragðaðist ágætlega á
vertshúsinu, þótt líklega hafí hún
ekki verið jafn vel þegin og T-bone-
steikin í fjörunni á Unalaska Island
um árið. Við Ijúkum við kaffíð og
koníakið og færum okkur síðan
yfír á barinn hinum megin í húsinu
og fáum okkur í glas.
Haldið á vertíð
Vorið 1975 eða ’76 var Gunnar
búinn að kaupa sér 90 feta stálbát
sem hét Alussian Star. Við höfðum
verið 2—3 mánuði í Seattle að
breyta bátnum og búa hann undir
krabbavertíðina. Síðan hióðum við
hann af vistum, olíu og krabbagildr-
um og vorum m.a. með 120 gildrur
hlaðnar á dekkið. Að kvöldi 17.
júní var svo lagt úr höfn. Um borð
var sex manna áhöfn, Gunnar Guð-
jónsson skipstjóri, Guðjón bróðir
hans, Jón Guðmundsson, Jean 01-
sen, Sigmar Sigurbjömsson og ég.
Auk þess var Signý systir Gunnars
með ásamt 4—5 ára dóttur sinni
og Grétar sonur minn sem var þá
9 ára.
Níu daga rólegheit
Fram undan var 9 daga stím að
mestu í lygnum sjó innan eyjanna,
sem liggja fyrir landi frá Seattle
norður undir Alaska. Við Sigmar
Sigurbjömsson sátum yfír bjórglasi
í setustofunni og röbbuðum saman.
Eftir um tveggja tíma stím lagðist
skipið skyndilega á hliðina. Við ruk-
um út á efradekk þar sem mann-
skapurinn var saman kominn. Við
vissum allir hvað var að gerast svo
ég rauk í að reyna að losa festing-
amar af gildmnum, en það reyndist
ómögulegt enda allt fest niður með
keðjum. Þá heyrðust óp innan úr
skipinu og kom þá í ljós að Grétar
sonur minn var fastur í klefa sínum,
sem hlaðinn hafði verið matvörum
til ferðarinnar.
Gunnar sótti strákinn
Gunnar braust niður og tókst að
sparka svo mikið upp hurðina að
hann náði stráknum út og kom
honum upp til okkar. Þegar ég sá
að ekki tækist að rétta bátinn skar
ég 4 eða 5 baujur frá gildrunum
og hafði þær tiltækar. Eftir örfáar
mínútur hvoldi bátnum og gengum
við eftir súðunum upp á kjölinn.
Þar vomm við smá stund en syntum
síðan frá skipinu til að sogast ekki
niður með því þegar það sykki.
Þegar bátuinn sökk var kolsvarta
myrkur, enda mið nótt en stillilogn
og sjólaust. Það er ekki nokkur
vafí á því að ef veðrið hefði ekki
verið svona gott hefði enginn bjarg-
ast. Við náðum aldrei til björgunar-
bátsins svo við vomm öll á sundi.
Við náðum aðeins tveimur björgun-
arvestum og var litla stúlkan og
einn hásetinn í þeim, við hin héldum
okkur í baujumar nema Gunnar og
Jón Guðmundsson. Þeir höfðu engin
björgunartæki enda vom þeir strax
ákveðnir í að synda í land og sækja
hjálp. Þeir lögðu strax af stað synd-
andi og notuðu stjömumar sem
áttavita, en við rákum hvert frá
öðm og vissi ég ekki af neinum
nema stráknum mínum sem ég
hafði hjá mér hangandi á annarri
bauju. Eftir u.þ.b. tvo tíma sigldi
kanadískur dráttarbátur með
pramma í togi fram á Gunnar og
Jón og heyrði rórmaðurinn köllin í
þeim. Hann sleppti prammanum og
sigldi á hljóðið og náði þeim um
borð. Þegar þeir á dráttarbátnum
heyrðu hvemig komið var kölluðu
þeir upp strandgæsluna sem sendi
þegar hraðskreiðan bát á staðinn.
Dráttarbáturinn fann svo okkur
Grétar skömmu síðar og strand-
gæslubáturinn náði hinum upp um
svipað leyti. Hann fór svo með okk-
ur öll í land, þar sem við fómm í
heita sturtu og vorum tiltölulega
fljót að jafna okkur.
Með eigin bát
Árið 1980 keypti ég ásamt fleir-
um 98 feta stálbát í Alabama. Við
lagfærðum bátinn þar en sigldum
honum svo um Panama-skurðinn
til Seattle. Þaðan gerðum við svo
út á krabba við Alaska eins og venja