Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 CONEY ISLAND Þar sem ryðgnð Parísarhjól geyma minningu stærsta skemmtigarðs sögunnar Ljósadýrð Luna Park, sem var eins og risavaxin leikmynd. Það var af einskærri tilviljun að ég datt um rætur fjöldamenningar í Ameríku, leifar stærsta skemmti: garðs sögunnar, Coney Island. í þörf fyrir ferskt loft og víðáttu ákvað ég að taka mér eins dags frí og í stað hinnar hefðbundnu göngu- ferðar um Central Park að notfæra mér ófdýrustu leiðina út úr borg- inni og fara með neðanjarðarlest- inni eins langt og mögulegt er í átt að ströndinni. Óafvitandi var ég að feta í fótspor milljóna, því íbúar Manhattan hafa ávallt mætt álagi hins ótrúlega þéttbýlis með því að skipta um umhverfí í frítíma sínum og um aldamótin síðustu var Coney Island sá staður sem oftast varð fyrir valinu. Fyrst var það einungis falleg strönd í hæfílegri flarlægð frá stór- borginni sem laðaði fólk að, en í landi framboðs og eftirspumar leið ekki á löngu þar til peningamenn sáu sér þama leik á borði og spruttu brátt upp hótel og spilasalir og danshús við ströndina. Og þegar straumur fólks til Coney Island jókst enn fór að þróast með ógnar- hraða skemmtiiðnaður sem var upphafíð að fjöldamenningunni sem átti síðar eftir að hertaka amerfska menningu. Brátt myndaðist þama á sumrin „kamival“-stemmning og meðfram aðalgötunni ristu skottjöld, sölutjöld og sýningartjöld, þar sem fjölleika- flokkar og allskyns skemmtikraftar sýndu listir sínar. Ýmis undur, dvergar, risar, feitar konur og apa- menn urðu að sýningargripum og allt þetta ásamt ferðalaginu sem á undan gekk til að komast til Coney Island hjálpaði til við að gefa fólki þá tilfínningu að það væri komið í undraveröld sem hafði sín eigin lög- mál. Coney Island varð þannig að stað þar sem fólk gat ekki einungis tekið sér frí frá amstri stórborgar- innar heldur uppfyllti Coney Island þörfína fyrir allsheijarfrí frá dag- legu lífí og þeim ströngu siðareglum sem þá giltu um samskipti manna í milli. Við ströndina gat ókunnugt fólk tekið tal saman, ungir menn kynnst ungum konum án milliliða og fóru jafnvel sögur af samdæg- urs giftingum. Hundruð þúsunda heimsóttu ævintýraheim Coney Island daglega og tóku sér allsheijarfrí frá stórborg- inni og sfnu daglega lifi. Nú standa aðeins grasivaxnir rússibanar eftir. ijóem./MaH»Eiiing«en Coney Island varð fljótlega víðfrægt, fólk þyrptist þangað úr öllum áttum og mátti brátt telja gestina í hundruðum þúsunda dag- lega. Kom fólk jafnt úr háum stéttum sem lágum og voru þungar pyngjur sem léttar boðnar velkomn- ar. Sumir komu þó þeir ættu ekki nema rétt fyrir farinu og nutu þess að blandast í mannfjöldann á götun- um. Aðrir söfnuðu lengi fyrir einni skemmtiferð þangað eins og seinni kynslóðir gera til að komast í sum- arfrí til útlanda. Auk fjölskyldna kom þangað ungt fólk eitt síns liðs með spariféð upp á vasann því Con- ey Island bauð upp á skemmtun sem var óneitanlega meira spennandi en að sitja úti á dyratröppunum, lesa eða rölta um götumar heima fyrir. Ungar konur úr verkamanna- stétt gátu til dæmis reiknað með því að þurfa ekki að eyða meiru en sem svaraði fargjaldinu að strönd- inni, því fljótlega fundu þær einhvem sem vildi meira en gjama „bjóða". Og stemmningin á Coney Island var engu lík. Sambland af skemmtigarði og standandi þjóð- hátíð, þar sem ægði saman ókunnu fólki í ævintýraleit, skemmtikröft- um, lúðrasveitum, lyktinni af fjöl- leikahúsdýmnum og bragðinu af heitum pulsum og bjór. Stórslys sviðsett Þrír skemmtigarðar eða tívolí byggðust þama upp, sá fyrsti Steeplechase Park opnaði 1895 og var stjómað af George Tilroy. Byijaði hann smátt með því að kaupa Parísarhjól en færði fljótt út kvíamar, keypti stórt landsvæði við ströndina og fyllti það af mis- munandi tækjum sem við höfum kynnst síðar í skemmtigörðum eins og Tívolí í Kaupmannahöfn. Luna Park hét sá næsti og vom það tveir samstarfsmenn Tilroys sem tóku sig saman við að reisa stærsta skemmtigarðinn í sögu Coney Island. Annar þeiiTa, Thompson að nafni, hafði numið arkitektúr og notaði þá þekkingu til að skapa umhverfi sem gerði þennan skemmtigarð líkastan risa- vaxinni leikmynd. Byggingar, sem þegar í dagsljósi minntu á ævin- týri, vom slcreyttar með kvart milljón rafmagnsljósa á kvöldin og breyttist garðurinn þá í töfraheim, þar sem hægt var að finna eftirlík- ingar framandi menningarheima.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.