Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987
Þjófur
gómaður
RÚÐA var brotin í bókaverslun
Sigfúsar Eymundssonar við
Austurstræti aðfaranótt gær-
dagsins og stolið úr glugganum.
Tilkynnt var um rúðubrotið til
lögreglu kl. 2 um nóttina og fór
hún þegar á vettvang. Skömmu
síðar gómaði hún þjófinn, sem var
þá kominn skammt frá versluninni.
Hann var ekki heima hjá sér það
sem eftir lifði nætur.
Svanlaug
Löve látin
Svanlaug Löve, formaður
Kattavinafélags íslands, lést að
morgni 30. apríl á Landakotsspít-
ala.
Svanlaug lét sig alla tíð varða
dýravemdunarmál og var aðal-
stofnandi Kattavinafélagsins, en
félagar í því eru nú um 900. Hún
var formaður félagsins þau tólf ár
sem liðin eru frá stofnun þess og
beitti sér einnig fyrir byggingu
kattahótels, sem nú er að rísa í
Ártúnsholti.
Svanlaug Löve var fædd 8. maí
1919 og hefði því orðið 68 ára
næstkomandi föstudag. Eftirlifandi
eiginmaður hennar er Gunnar Pét-
ursson, pípulagningmeistari. Þau
giftust 22. júní 1946. Útför Svan-
laugar fer fram frá Hallgrímskirkju
á afmælisdegi hennar, þann 8. maí.
Slökkviliðsmenn að störfum í Morgunblaðið/SigurðurJónsson.
Jórvík.
Sjö þúsund kjúkling-
ar drápust í eldsvoða
í Sandvíkurhreppi
Selfossi.
MIKILL eldur kom upp í útihús-
um á bænum Jórvík I Sandvíkur-
hreppi skammt sunnan við
Selfoss aðfaranótt föstudagsins
1. maí. Útihúsin brunnu til
grunna og drápust þar rúmlega
sjö þúsund kjúklingar.
Ábúendur í Jórvík, Rúnar Gests-
son og Sigrún Sigurðardóttir, tóku
eftir eldinum um ellefuleytið þegar
rafmagnið fór af og sáu þau þá út
um glugga að eldur logaði í útihús-
unum. „Eg var úti svona klukku-
tíma áður en eldurinn kom upp og
var sestur fyrir framan sjónvarpið
þegar við urðum vör við þetta,“
sagði Rúnar.
Eftir að þau hjónin höfðu kallað
á slökkviliðið á Selfossi fóru þau
út og reyndu að bjarga hrút sem
var í einu útihúsanna en það tókst
ekki. Nokkrar kindur og hestar
voru útivið og sakaði ekki. Mjög
slæmt veður var þegar eldurinn
kom upp og ekki varð við neitt ráð-
ið. Vindáttin breyttist stöðugt og
gerði slökkviliðsmönnum erfitt um
vik, en rúmum klukkutíma eftir að
eldurinn kom upp var aftur á móti
komið logn.
Hjónin Rúnar Gestsson og Sigrún Sigurðardóttir við eldhúsborðið
brunanóttina.
íbúðarhúsið í Jórvík stendur um
hundrað metra frá útihúsunum og
um tíma stóð reykurinn upp á það,
en það var aldrei i hættu. Jeppi sem
stóð uppi við útihúsin varð eldinum
að bráð og brann að mestu. Útihús-
in féllu og það litla sem uppi stendur
er gjörónýtt.
Hjónin Rúnar og Sigrún hófu
búskap í Jórvík 1985 og voru með
kjúklingaeldi. „Það eina sem maður
getur sagt við svona aðstæður er
að ég vildi bara að mig væri að
dreyma," sagði Sigrún húsfreyja
þegar rætt var við þau hjónin nótt-
ina sem bruninn varð.
— Sig. Jóns.
Útihúsin í Jórvik brunnu tU
grunna.
Hvergerð-
ingarfengu
lögreglu i
að láni
TVEIR lögreglumenn á vélhjól-
um voru sendir frá Reykjavík
til Hveragerðis um páskana, til
að reyna að koma til móts við
kröfur íbúa Hveragerðis um að
fá að sjá meira til lögreglu á
staðnum.
Ibúar Hveragerðis hafa löngum
kvartað yfir því að enginn lög-
regluþjónn sé á staðnum. Lög-
reglumenn umdæmisins hafa
aðsetur á Selfossi, en íbúum
Hveragerðis hefur þótt nokkuð á
bresta að þeir létu sjá sig hjá þeim.
íbúamir hafa haldið því fram að
þegar lögreglumennirnir frá Sei-
fossi komi til Hveragerðis láti þeir
sér nægja að aka um bæinn, en
séu ekkert á ferli annars.
Hjalti Zóphóníasson, deildar-
stjóri í dómsmálaráðuneytimí,
sagði að ákveðið hefði verið áð
senda vélhjólamennina tvo tjl
Hveragerðis þegar skemmtigarður
undir þaki var opnaður þar laugar-
daginn fyrir páska. Hann kvaðst
ekki eiga von á því að þetta yrði
gert aftur, enda væri nú verið aið
vinna að því að finna lausn á
málum Hvergerðinga. Sveitarfé-
lagið hefur boðið fram ákjósanlegt
húsnæði í bænum sem að ölluiþ
líkindum verður notað sem bækí-
stöð lögreglu í Hveragerði, en ekki
hefur verið ákveðið hvort lögreglu-
þjónn mun hafa þar fast aðsetur.
Venus með
fullfermi
af grálúðu
TOGARINN Venus frá Hafnar-
firði kom til heimahafnar í
vikunni með fullfermi, mest
grálúðu. Aflinn var tæplega 250
lestir.
Venus var 18 daga á veiðum
og verðmæti aflans er um 22 millj-
ónir króna. Þetta var fjórða veiði-
ferð togarans frá því hann hóf
veiðar í lok síðasta árs og er afla-
verðmæti orðið um 80 milljónir
króna cif, það er miðað við að
frysti fiskurinn sé kominn í höfn
erlendis.
1. maí í Reykjavík:
Pólítísk sundrung verka-
fólks stærsta vandamál
verkalýðsstéttarinnar
— sagði Þröstur Ólafsson framkvæmda-
sljóri Dagsbrúnar í ræðu á Lækjartorgi
ÞRÖSTUR Ólafsson fram-
kvæmdastjóri Dagsbrúnar
sagði í ræðu á hátíðahöldunum
á Lækjartorgi í Reyígavík 1.
maí að pólítísk og fagleg sun-
drung launafólks væri orðið
stræsta vandamál verkalýðs-
stéttarinnar í þessu landi og
verkalýðshreyfingin verði að
svara þeirri spurningu hvort
hún vilji semja um sameiginleg-
an launajöfnuð eða aðlaga sig
markaðslaunum.
Hátíðahöldin í Reykjavík á 1.
maí fóru fram með nokkuð hefð-
bundnu sniði og eftir kröfugöngu
frá Hlemmi niður Laugaveginn
hélt Fulltrúaráð verkalýðsfélag-
anna útifund á Lækjartorgi en
Samtök kvenna á vinnumarkaðin-
um héldu fund á Hallærisplani.
Þröstur Ólafsson hélt aðalræð-
una á Lækjartorgi og sagði hann
meðal annars að veigamesta
ástæðan fyrir að almenn lífskjör
á íslandi væni léleg, væri sú að
hið pólítíska efnahagskerfi lands-
ins hefði brugðist og stærsti
arðræningi verkafólks væri óhag-
kvæmt og skipulagslaust efna-
hagskerfí. Það rændi verkafólkið
afrakstri vinnu sinnar og kæmi í
veg fýrir að atvinnurekendur bor-
guðu mannsæmandi laun. Þetta
kerfi hefði verið skapað af óábyrg-
um stjómmálamönnum og sér-
hagsmunaaðiiunum í landinu og
því yrði að breyta.
Þröstur sagði að það hefði ver-
ið þessi skelfilega staðreynd sem
leiddi verkalýðshreyfinguna til
febrúarsamninganna 1986 sem á
sinn hátt hefðu markað mikil
þáttaskil. Þjóðarsáttin svokallaða
hefði þó aldrei verið nema
skammtíma kjarasátt, sem var
fyrirfram dauðadæmd nema öll
samtök launafólks tækju þátt í
henni og að ríkisstjómin stæði við
Þátttaka í hátíðahöldunum 1. maí i Reykjavík í ár var heldur
minni en oft áður og hefur veðrið sennilega átt sinn þátt í því.
Þessi mynd var tekin af hátíðargestum og á henni sérst meðal
annars Asmundur Stefánsson forseti Alþýðusambands íslands.
gefnar forsendur en hvorugt hefði
gerst.
Þröstur sagði síðan í ræðu sinni
að verkalýðshreyfingin verði að
svara þeirri spumingu, hvort hún
vill sameiginlega launajöfnuð eða
aðlaga sig markaðslaunum:
„Verkalýðshreyfingunni og launa-
fólki öllu er það tilfínnanleg þörf
að mynda pólítíska samstöðu, til
að btjóta upp efnahagslega sóun
og hagsmunalega einokun, hindra
misbeitingu valds og leggja grunn
að stöðugu, réttlátu og mennsku
þjóðfélagi. Verkalýðshreyfíngin
getur ekki starfað öðra vísi en
að ganga út frá þörfum, hags-
munum og getu heildarinnar.
Pólítísk og fagleg sundrang
launafólks er orðið stærsta vanda-
mál verkalýðsstéttarinnar í þessu
landi," sagði Þröstur Ólafsson
síðan í ræðu sinni.