Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 43 Marínó (Malli) Sigurbjörnsson frá Vestmannaeyjum var í 24 vertiðir sjómaður á Islandi, en varð samt að sætta sig við að gerast hálf- drættingur fyrstu tvö árin á krabbanum. var. Árið 1983 vorum við að veiðum við Pribilof-eyjar í Beringshafi. Við höfðum landað í móðurskip en lág- um svo við bauju í nokkum tíma vegna brælu. Þegar veðrið var eitt- hvað byijað að ganga niður léttum við, ég sigldi bátnum út úr höfn- inni, gaf svo rórmanninum strikið og fór að sofa. Ég svaf þó ekki lengi því eftir einn eða hálfan ann- an tíma vaknaði ég með andfælum við að skipið sigldi á fullri ferð í strand. Þegar ég kom upp var skip- ið fast á skeri, vindur var 40—45 hnútar og haugasjór. Ég kallaði strax á hjálp um talstöðina og þá vildi svo vel til að skip frá strand- gæslunni með þyrlu var í nágrenn- inu, vegna olíupramma sem hafði lent í vandræðum. Þyrlan var strax send í loftið og gekk vel að ná okk- ur öllum frá borði. Við vorum svo allir fluttir á land á Pribilof-eyju þar sem við dvöldum í tvo daga hjá strandgæslunni. Þá komust strák- amir til byggða með flugvél, en Gústi frændi á m.s. Norðfirði kom þama til að landa og tók mig með út á miðin og hjálpaði mér með pottana. Báturinn gjöreyðilagðist. Ekki tekið þetta nærri mér Ég hef ekki tekið þetta neitt sér- Staklega nærri mér. Þó var ég farinn að halda að við myndum ekki „meikaða" þama um nóttina þegar við vomm að synda á Puget- sundinu. Grétar sonur minn var með mér í tvö seinni skiptin. Það er ekki að sjá að það hafí fengið mikið á hann heldur, því hann hef- ur alla tíð síðan verið á krabbanum og er nú skipstjóri á báti uppi í Alaska. Guðjón brosir þessu hægláta yfír- vegaða brosi sínu, síðan tæmum við glösin og löbbum út í nóttina. Rölt- um á milli baranna og skoðum okkur um í fjölbreytileika stórborg- amæturinnar. Við enduðum á dansbar þar sem æskan dansaði rock ’n’ roll af krafti. Ungar og íturvaxnar stúlkur, fáklæddar og það fáa var of þröngt, gengu þokka- fullar um beina. Við fundum til aldursins og héldum í háttinn, sátt- ir við guð og menn. Malli úr Eyjum Sólin skín og hlý golan utan af flóanum stiýkur vangann. Ég stend á dekkinu á Sea Master þar sem skipið liggur í Fishermans wharf og fylgist með sæljónunum baða sig í sólinni. Þegar ég lít upp stend- ur hann á biyggjunni. Ég vissi að þetta hlaut að vera Malli nema þama væri á ferðinni einhver ind- verskur gúrú að villast, §arri öllum heilagleika. Mikið dökkt grásprengt hár og skegg bylgjast í golunni og gera hann í senn virðulegan og fjar- rænan. Góðan daginn, segir hann. Mér er sagt að þú sért að heiman. Hann brosir góðlegu brosi og augun bera einhveija óskýranlega dýpt yfírvegunar, sársauka og huldu. Við setjumst inn í matsalinn. Hann segist vera fæddur að Syðstu- Gmnd undir Vestur-Eyjafjöllum fyrir rúmlega fímmtíu og einu ári. Eyjapeyi í ævintýraleit Hann fiutti með foreldmm sínum til Vestmannaeyja 18 ára gamall og byijaði þar strax sjómennsku. Hann var lengst af með Rafni á Gjafari, eitthvað með Guðjóni Ein- arssjmi á Skuld og með Hilmari Rósmundssyni á Sæbjörginni 1967 þegar þeir urðu langhæstir yfír landið á vetrarvertíðinni með 1.650 tonn. En hann langaði að breyta til og flutti því til Seattle fyrir 11 ámm, þar sem Sigmar bróðir hans var þá starfandi sjómaður. En þama ganga hlutimir töluvert öðmvísi fyrir sig en á íslandi, því þótt Malli, eða Marinó Sigurbjömsson eins og hann heitir fullu nafni, væri þrautreyndur og eftirsóttur sjómaður í Vestmannaeyjum, mátti hann ganga um atvinnulaus við höfnina í Seattle í heilt ár. Hálfdrættingur eftir 24 ára sjómennsku Menn geta reynt að gera sér það í hugarlund hvemig það hefur verið fyrir sjómann með 24 ára starfs- reynslu að sitja í heilt ár atvinnulaus og verða síðan að sætta sig við ráðningu upp á hálfan hlut eins og Malli varð að lokum að gera. Það verður þungt yfír svipnum þegar hann segir frá og í tvö ár var hann hálfdrættingur á krabbabáti í Al- aska, vann sitt verk af alúð en þagði. Þá hringdi íslenskur skip- stjóri og útgerðarmaður frá Seattle, Ágúst Guðjónsson, í Malla og bauð honum pláss, að sjálfsögðu upp á fullan hlut. Þar var hann í fímm ár og líkaði vel. Þegar Jón Grímsson tók við Deborra Ann í San Franc- isco bauð hann Malla pláss þar sem hann vantaði vanan togaramann. Þá sagði Malli skilið við krabbann og kuldann í Alaska og fluttist til San Francisco. Síðan hefur hann verið á sama skipinu og gerir það gott. Tapaði öllu Þegar aflabresturinn varð í Al- aska upp úr 1980 tapaði hann húsinu sínu í Seattle, en þar sem hann hefur nú milli 200 og 250 þúsund krónur á mánuði, hyggst hann nú kaupa sér hús aftur í Seattle. Þar hefur kona hans búið mest allan tímann en þau halda nú hús með útgerðarmanni Deborra Ann og passar konan, Friðbjörg Þorsteinsdóttir, böm útgerðar- mannsins. Ástæða þess að þau kaupa heldur hús í Seattle en í San Francisco er einfaldlega sú að sæmilegt hús hér kostar um 8 millj- ónir króna en í Seattle aðeins um tvær og hálfa milljón. Maður kann alveg ágætlega við sig hér úti, segir hann að lokum, en það er aldrei að vita nema mað- ur flytji heim aftur. Þeir em víst betri við gamla fólkið heima, segir hann og brosir þessu fjarræna brosi sínu. • • Oðruvísi innkaupavenjur Ég var tvo daga í viðbót í San Francisco því bræla var á miðunum. Fyrri daginn rölti ég um við höfn- ina. Fór með Guðjóni að kaupa útgerðarvömr hjá kaupmanni við aðaltúristagötuna. Hann átti alla almenna jámvöm til skipa og eitt- hvað af veiðarfæmm, en varahluti í vélar eða tæki var nokkuð sem hann vissi ekkert um. Síðan var haldið í stóra kjörbúð í nágrenninu til matarinnkaupa. Þama þekkist ekki að kokkurinn hendi inn kost- lista eins og venjan er á íslandi, heldur ganga menn um með inn- kaupavagna og tína úr hillunum eins og allir aðrir. Það sem kom mér þó mest á óvart var íjölbreytni innkaupanna. Auðvitað var keypt öll venjuleg matvara, þvottaefni og klósettpappír, en auk þess nokkrir kassar af gosdryklq'um og bjór og hvítvín, sem þó er ekki dmkkið beint, heldur notað til að blanda í drykkjarvatnið í tönkum skipsins til að koma í veg fyrir sveppagróð- ur. Dagsleit að krana Daginn eftir fómm við að leita að varahlut í tauþurrkarann um borð. Steve skipstjóri sagðist vita um varahlutaverslun sem ætti þetta ömgglega til. Þangað var rúmlega hálftíma akstur, en þeir könnuðust ekkert við málið svo við máttum fara út með bilaðan þurrkara. Margar sögur em til um vandræði manna í þessari stóm borg við að ná í almenna varahluti. Þannig tók það Jón Grímsson heilan dag að fínna krana sem kostaði um 400 krónur. Þar sem engan varahlut var að fá var ákveðið að slá hlutunum upp í kæmleysi og fara í mat vestur á Kyrrahafsströndinni. Við vomm hátt í klukkutíma á leiðinni og keyrðum allan tímann þráðbeint eftir sömu götunni í San Francisco, þar til hafíð blasti við. Þama er afar viðkunnanlegur veitingastað- ur, byggður utan í sjávarhamrana. Þar borðuðum við og fylgdumst með skipaumferðinni um Gullna hliðið. Það var þó greinilegt að brælan var gengin niður og komið ágætis veður. Því var ákveðið strax að máltíð lokinni að halda til skips og gera sjóklárt. Síðdegis var svo lagt úr höfn. Hvað gerðist í þeirri sögufrægu sjóferð verður að bíða næstu greinar. Hvemig fór með stærsta halið sem komið hefur á skipið? Hvað getur gerst þegar leita þarf hafnar í veiðiferðinni vegna bilunar? Að lokinni veiðiferðinni með Sea Master leggjum við af stað frá San Francisco í bflaleigubíl. Ökum strandveginn 101 í norður. Kaupum okkur ópal í áfengisversl- un og ræðum við Reykdal Jónsson, netagerðarmann frá Vestmanna- eyjum, sem flutti utan 55 ára vegna þess að honum líkaði ekki skatt- píning íslenskra stjómvalda. Höfundur er fréttaritari Morgun- blaðsins á ísafirði. Klossar með bólstruðum kanti 7 Litir: bvart, hvítt. Stærð: 36-46. Ath: klossarnir eru úr léttu tré með tá- gripi og góðum sóla. Einnig fást þeir með götum og án. TOPPÍfl 5% staðgreiðsluaf- sláttur. Póstsendum. ----SKÚRUÍN l&T VELTUSUNDI 1 21212 Interstuhl skriístoíustólarnir eru hannaðir tyrir þó sem þurfa að sitja lengi í einu við vinnu sína. Þetta eru stólar tró níu til fimm og frameffir kvöldi ef þörf krefur. Afh.: Verð ó Intersíuhl stólum erfró kr. 5.500,- ALLT í EINNI FERÐ Hallarmúla 2 Sími 83211 SITJA SV0 LENGI MARGI SEM ÞURFA AÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.