Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 MALLORKA Amnesty International: Fangar mánaðarins - apríl 1987 Bókum málefni aldraðra komin út BÓKIN „Lífsstíll og leiðir“ eftir Þórir S. Guðbergsson rithöfund og deildarstjóra hjá Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar, um málefni aldraðra er komin út. í bókinni er íj'allað um málefni aldraðra og eiga aldraðir jafnframt mörg bréf í bókinni. Dæmi eru tek- in um hjúkrunarþörf, öldrunarþjón- ustu og upplýsingar veittar um réttindi aldraðra önnur en frá al- mennum tryggingum. Þá er leitast við að svara spuminum sem eru ofarlega á baugi hjá einstaklingum og sveitarfélögum um þessar mund- ir. I formála að bókinn leggur höf- undur meðal annars til, að í hveiju sveitarfélagi verði sett á laggirnar sérstakt öldrunarráð sem verði ráð- gefandi í hvers kyns verkefnum sveitarfélaganna. Bókm fæst keypt hjá Öldrunar- ráði íslands, hjá ellimáladeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar og í öllum félagsmiðstöðvum aldraðra hjá Reykjavíkurborg. (Úr fréttatilkynningu) handtaka meðal stúdenta. Kennaramir höfðu einnig staðið gegn inngöngu í Lýðræðisflokk al- þýðu, hinn rikjandi flokk. Þeir em allir taldir hafa tengst akademísk- um samtökum sem voru í burðar- liðnum og sem höfðu að markmiði að auka frelsi til náms. Réttað var í máli Habiburahman og samkenn- ara hans í júní og júlí 1983 fyrir luktum dyrum og án verjanda. Sak- argiftir voru „andbyltingar-starf- semi“ og stofnun ólögmætra samtaka og einnig var Habiburah- man sakaður um að hafa reynt að fara úr landi án leyfis. Hann hlaut 7 ára fangelsisdóm. Haítí: Charlot Jacquelin er 32 ára leskennari sem vann við herferð á vegum kirkjunnar til að minnka ólæsi í landinu, en henni var komið á fót eftir stjómarskiptin 7. febrúar 1986. Charlot hvarf þann 19. sept- ember 1986, eftir að tveir menn, annar borgaralega klæddur en hinn í búningi hersins, handtóku hann á heimili sínu. Á meðan ku lögreglu- foringjar í einkennisbúningi Port- au-Prince-lögreglunnar hafa beðið fyrir utan, og óku þeir Charlot til lögreglustöðvarinnar. Skömmu síðar skaut lögreglan nokkrum skotum út í loftið til að dreifa mann- flölda sem safnast hafði fyrir utan og 8 lögregluforingjar færðu Char- lot á brott. Við eftirgrennslan sendi embættismaður dómsmálaráðu- neytis Haítí AI tilkynningu frá hemum, dagsetta 30. september 1986, sem staðhæfir að höfuðstöðv- um lögreglu Port-au-Prince sé ókunnugt um málið. í viðtali franska dagblaðsins Le Monde við Henry Namphy hershöfðingja, odd- vita ríkisstjómarinnar, kvað hann aðild Charlot að „sellusamtökum sem notar gælunöfn" tefja rann- sóknir; AI er þó ekki kunnugt um að öryggislögreglan hafi gert neina almennilega rannsókn á afdrifum hans. Þeir sem vilja leggja málum þess- ara fanga lið, og þá um leið mannréttindabaráttu almennt, eru vinsamlegast beðnir að hafa sam- band við skrifstofu íslandsdeildar Amnesty, Hafnarstræti 15, Reykjavík. Þar fást nánari upplýs- ingar sem og heimilisföng þeirra aðila sem skrifa skal til. Einnig er veitt aðstoð við bréfaskriftir ef ósk- að er. Tork kerfið. Fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Mölnlycke Tork kcrfið cr ómissandi öllum scm bjóða aðeins vandaða framleiðslu og góða þjónustu. Tork kerfið saman- stendur af hylkjum og grindum ásamt einnota vörum til ' notkunar hvar sem hreinlætis er þörf. í nútíma framleiðslufyrirtækjum skiptir þrifnaður miklu máli. Pá koma yfirburðir Tork best í ljós. Starfsfólk þitt kann vel að meta hversu Tork kerfið er einstaklega þægilegt í notkun. Sannir atvinnumenn biðja um Tork vegna þess að Tork er hagkvæmara og gæðin einstök. Nafri:. Y-yrirt®k'' - YYc'imiV'sfang' - Starfsgrc'n" UtTV ® I XiRK 1SÓ asiaco5' i t t i i t i i t Tork. Þegar hreinlæti er nauðsyn. Ro\aI i oriTHiova Gististaður í sérflokki. m^tMc Fer&askrilslofa, Hallveigarstlg 1 sfmar 28388 og 28580 Mannréttindasamtökin Am- nesty Intemational vilja vekja athygli almennings á máli eftir- farandi samviskufanga í marz. Jafnframt vonast samtökin tíl að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föngum og sýna þannig í verki andstöðu sína við að slík mannréttindabrot em framin. íslandsdeild Amnesty gefur einnig út póstkort til stuðnings föngum mánaðarins og fást áskriftir á skrifstofu sam- takanna. Suður-Afríka: Séra Smangal- iso Mkhatshwa er 45 ára róm- versk-kaþólskur prestur og aðalritari kaþólska biskupsráðsins í Suður-Afríku. Hann var hand- tekinn aðfaranótt 11. júní 1986 á heimili sínu í kjölfar neyðarlaga sem sett voru á miðnætti þá nótt. Mikl- ar íjöldahandtökur áttu sér stað um þær mundir á grundvelli neyðarlag- anna, sem heimilar lögreglu og öðrum öryggisvörðum að handtaka fólk án heimildar og hafa í haldi allt að 14 daga, en að því loknu getur lögreglumálaráðherrann framlengt varðhaldið um ótakmark- aðan tíma án réttarhalda. Séra Smangaliso var í fyrstu haldið á lögreglustöð í Pretoríu, en þann 20. ágúst færðu öryggisverðir hann á brott með bundið fyrir augun og næstu 30 klst. sætti hann líkamsár- ásum, niðurlægingum og hótunum unz hann var að lokum færður aft- ur á lögreglustöðina. Ritari hans sá hann skömmu síðar og varð þess vís að hann gat vart gengið. Lögð var fram krafa til hæstaréttar um vemd gegn frekari líkamsmeiðing- um og var þá fallist á læknisrann- sókn, og hann fluttur til fangelsisins í Pretoríu með loforði um að hann yrði látinn í friði. Kæru á varð- haldsúrskurðinn var hins vegar vísað frá. Afganistan: Habiburahman Halah er háskólakennari í blaða- mennsku við háskólann í Kabúl, og er á fimmmtugsaldri. Hann var handtekinn í desember 1981 í Nangarhar-héraði, skammt frá pakistönsku landamærunum og virðist hafa verið að reyna að flýja iand. Nokkrum mánuðum síðar, þ.e. í marz 1982, voru margir fleiri sam- kennara hans handteknir eftir að hafa látið í ljósi áhyggjur af stöðu sovéskra kennara í háskólahverf- inu, en áður hafði farið fram fjölda-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.