Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR 3. MAI 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Israel Spjótin standa á Peres vegna fnðarráðstefnu 98. tbl. 75. árg. Bandaríkin: Þingnefnd er hlynnt Webster Washington, Reuter. Leyniþjónustunefnd Banda- ríkjaþings samþykkti í gær einróma að William Webster, yfirmaður bandarísku alríkislög- reglunnar (FBI), yrði gerður að yfirmanni bandarísku leyniþjón- ustunnar (CIA). ' CIA hefur átt undir högg að sækja undanfarið vegna yopnasölu Bandaríkjamanna til írans og greiðslna til skæruliða í Nicaragua. Nefndin boðaði Webster fyrir- varalaust á sinn fund og var hann yfirheyrður í klukkustund áður en greidd voru atkvæði um hvort hann ætti að stjórna CIA. Hong Kong: Skaðabætur fyrir glataða spádómsgáfu Hong Kong, Reuter. BLINDUM spámanni í Hong Kong voru dæmdar rúmar þijár milljónir króna í skaðabætur eft- ir að hann lenti í bílslysi og missti spádómshæfileikann, að þvi er lögfræðingur mannsins greindi frá í gær. Lögfræðingurinn sagði að Yip Kai-Ming hefði skaddast á heila þegar hann lenti í slysi árið 1985 og hefði ekki verið þess umkominn að halda áfram störfum vegna þess að hann gat ómögulega munað grundvallaratriði spámennskunnar. Lögfræðingurinn bar fyrir rétti að Yip, sem þénaði 120 þúsund krónur á mánuði fyrir slysið, hefði þjáðst af minnisleysi, höfuðverk og krampakenndum uppköstum, auk þess sem frænka Yips þurfti að hjúkra honum eftir bílslysið. Öku- manninum var gert að greiða skaðabætur fyrir vítavert kæruleysi undir stýri. Tel Aviv, Washington, Reuter. ÁGREININGUR innan ísraelsku stjórnarinnar vegna umdeildra yfirlýsinga um að ísraelar og Jórdanar hafi komist að sam- komulagi um að halda friðarráð- stefnu fyrir Miðausturlönd hefur farið vaxandi undanfarna daga. Tveir jórdanskir ráðherrar neituðu á föstudagskvöld að gengið hefði verið frá samkomulagi og sökuðu Shimon Peres utanríkisráðherra um að blása málið upp. Yitzhak Shamir forsætisráðherra hefur ítrekað lýst yfir því að hann sé alfarið andvígur ráðstefnu sem þessari og ráðherrar úr hægri flokki hans, Likud-bandalaginu, hafa sak- að Peres, formann Verkamanna- flokksins, um að afvegaleiða bæði ísraela og erlenda leiðtoga með yfir- lýsingum um málið. Náinn aðstoðarmaður Peresar greindi frá því á föstudag að ísrael- ar, Jórdanar, Egyptar og Banda- ríkjamenn hefðu nú samið um þau tvö atriði, sem stóðu í vegi fyrir samkomulagi um að halda friðarráð- stefnu. Sagt er að í samkomulaginu sé kveðið á um að allir þátttakendur í ráðstefnunni þurfi að fordæma „hryðjuverk og ofbeldi", en Israelar líta svo á að þetta útiloki Frelsissam- tök Palest.ínu (PLO). Jórdanskir embættismenn neita aftur á móti að Hussein konungur hafi látið af kröfum sínum um að PLO sitji friðar- ráðstefnu, sem Sameinuðu þjóðirnar standa fyrir. Charles Redman, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði að talsverður árangur hefði náðst í viðræðum um að halda friðar- ráðstefnu. Aftur á móti væri síður en svo tryggt að slík ráðstefna yrði haldin. Kissinger og Nixon skrifa um vígbúnaðarmál: Bandaríkjaforseti hvattur til varfærni við samningaborðið RICHARD M. Nixon, fyrrum Bandaríkjafor- seti, og Henry Kissinger hafa hvatt Reagan Bandaríkjaforseta til að semja ekki við Sovét- stjórnina um fækkun kjarnorkuflauga í Evrópu nema að til komi verulegar breyting- ar á þeim samkomulagsdrögum sem til umræðu eru. í grein sem birtist i The Los Angeles Times leggja þeir Nixon og Kissin- ger til að hugsanlegt afvopnunarsamkomulag taki til allra meðaldrægra kjarnorkuflauga og þar með til þeirra flauga sem eru staðsett- ar í Asíuhluta Sovétríkjanna. Einnig telja þeir að samkomulag um upprætingu meðal- drægfra og skammdrægra flauga i Evrópu verði einnig að ná til hins hefðbundna her- afla Sovétmanna. í greininni segja þeir Nixon og Kissinger, sem var ráðgjafi á sviði utanríkismála í forsetatíð þess fyrmefnda, að „óheppilegt" samkomulag muni gera Evrópu berskjaldaða fyrir árás hins hefðbundna herafla Sovétmanna. Benda þeir á að flausturslegt samkomulag myndi hafa í för með sér kreppu fyrir Atlantshafsbandalagsríkin, hina verstu í 40 ára sögu bandalagsins. Einnig kveðast þeir telja að leiðtogar stórveldanna muni „vafalaust" koma saman til fundar á þessu ári og að „einhvers konar“ afvopnunarsamningur verði þá undirritaður. Kissinger og Nixon telja að samningur um upprætingu kjarnorkuflauga í Evrópu verði einn- ig að fela í sér niðurskurð á hefðbundnum herafla Sovétmanna. Segja þeir samkomulag þar að lút- andi verða að liggja fyrir áður en hafist er handa við að fjarlægja flaugamar. Þeir hvetja Reagan forseta til að sýna nauðsyn- lega varfærni. „Það er skiljanlegt að sérhver forseti vilji tryggja sér sess í sögunni sem friðar- höfðingi. En hann verður ævinlega að vera þess minnugur að þótt honum kunni að vera hampað á forsíðum dagblaða mun sagan fordæma friðar- viðleitni sem reynist reist á röngum forsendum," segir í grein þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.