Morgunblaðið - 20.05.1987, Page 1
80 SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
112.tbl. 75. árg.
MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987
Prentsmiðja Morgfunblaðsins
Ráðherrafundur EFTA:
Samskiptin við_
EB efst á baugi
Interlaken, frá önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morjfunblaðsins.
SAMSKIPTI EFTA-ríkjanna og
Evrópubandalagsins (EB) eru
efst á baugi á tveggja daga ráð-
herrafundi EFTA sem hófst í
Interlaken í Sviss í gær.
„Það verða mörg mál tekin fyrir
hér á fundinum en hann snýst aðal-
lega um samstarfíð við EB,“ sagði
Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytis-
stjóri í viðskiptaráðuneytinu, sem
situr fundinn fyrir íslands hönd.
Frakkland:
Áttiað
myrða Klaus
Barbie?
Lyont' Reuter.
VOPNAÐUR maður dulbúinn
EFTA og EB hafa tekið upp nán-
ara samstarf á undanfömum árum
og stefna að því að draga úr höml-
um til að gera viðskipti milli
landanna sem ftjálsust. Fyrstu
samningar EFTA við EB verða
undirritaðir á fundinum og fjalla
þeir um samræmt tollskjal og flutn-
ing vara um ríki EB og EFTA.
Wiliy de Clercq, er fer með ut-
anríkismál EB, mun eiga fund með
ráðherrunum í dag og undirrita
samningana fyrir hönd bandalags-
ins. Ráðherramir ákváðu á fundi
sínum í gær að fresta fram að
næsta ráðherrafundi sem verður
haldinn í desember, ákvörðun um
að opna litla skrifstofu samtakanna
í Brussel. Svisslendingar em hik-
andi við opnun skrifstofu EFTA í
„höfuðborg“ EB. Höfuðstöðvar
EFTA em í Genf.
Reuter.
Sviðin jörð íKína
34.000 manns berjast nú við verstu skógarelda flutt burt af svæðinu og er talið að yfir 500.000
er geisað hafa í manna minnum í norðurhluta hektarar lands hafi orðið eldinum að bráð,
Kína. Tvær vikur eru síðan eldarnir kviknuðu, þ. á m. 300.000 hektarar af nytjaskógi. Eld-
a.m.k. 191 maður hefur látið lífið og fjölmargir höfin eru tvö og eru aðeins tveir til þrír kílómetr-
hafa slasast. Rúmlega 50.000 manns hafa verið ar á milli þeirra.
Kjarnorkuflaugar í Asíu:
Gorbachev reiðubúinn til
samninga við Bandaríkin
Moskvu, Reuter.
sem læknir var handtekinn í gær
í fangelsi því í Lyon í Frakklandi
er stríðsglæpamaðurinn Klaus
Barbie situr í og er talið að hann
hafi ætlað að myrða Barbie.
Franska lögreglan hefur ekki birt
nafn mannsins en segir að hann
hafí komið til Lyon í fyrradag og
dvalið á hóteli er var notað sem
miðstöð yfirheyrslna af nasistum á
stríðsámnum. Maðurinn komst inn
í fangelsið með því að sýna skjöl
frá sjúkrahúsi í París, þar sem sagt
var að hann ætti að taka þvagsýni
af fanganum.
Réttarhöldunum yfír Barbie var
haldið áfram að honum fjarstöddum
í gær. Þar kom fram að lögmenn
vitna gegn Barbie og skjólstæðing-
ar þeirra hafa að undanfömu fengið
líflátshótanir og hringt hefur verið
í fólkið og ausið yfír það skömmum.
Þeir sem hringt hafa segja það
helbera lygi að gyðingar hafí verið
drepnir í gasklefum í seinni heims-
styijöldinni. Áður en réttarhöldin
hófust báðu lögmennimir um rann-
sókn á útgáfu bæklings er dreift
var af áður óþekktum nýnasista-
hópi, þar sem ráðist var harkalega
að vitnunum gegn Barbie og lög-
mönnum þeirra.
MIKHAIL Gorbachev, leiðtogi
Sovétríkjanna, sagði í gær að
Sovétmenn væru reiðubúnir til
að fjarlægja meðaldrægar kjarn-
orkuflaugar í Asíuhluta Sov-
étríkjanna gegn því að
Bandaríkjamenn fjarlægðu
kjarnorkuvopn sín frá Japan>
Suður-Kóreu og Filippseyjum.
Krafan um upprætingu Asíu-
flauganna var ein meginniður-
staða fundar varnarmálaráð-
herra aðildarríkja Atlantshafs-
bandalagsins í Stavanger í
síðustu viku.
Gorbachev lét þessi orð falla í
veislu sem haldin var til heiðurs
Nguyen Van Linh, leiðtoga víet-
namska kommúnistaflokksins, sem
staddur er í Moskvu. Sagði Gorbac-
hev að Sovétstjórnin hefði oft lýst
vilja sínum til að fjarlægja allar
meðaldrægar eldflaugar þar með
talið Asíuflaugarnar, sem em af
gerðinni SS-20.
Á fundinum í Reykjavík komust
leiðtogamir að samkomulagi um að
uppræta allar meðaldrægar kjam-
orkuflaugar í Evrópu og undan-
skilja 100 kjamaodda í Asíu. Sagði
Gorbachev að um tilslökun hefði
verið að ræða af hálfu Sovétstjóm-
arinnar. „Bandaríkjastjóm vill
halda eftir kjarnorkuvopnum í Asíu,
sem beita má gegn Sovétríkjunum.
Við emm því tilneyddir til að leita
svars til að viðhalda jafnvægi þar,“
sagði Gorbachev í ávarpi sínu sem
7’a.ss-fréttastofan birti. Lét hann
þess einnig getið að Bandaríkja-
menn yrðu að skuldbinda sig til að
koma ekki upp meðaldrægum
flaugum í Bandaríkjunum ef samið
yrði um kjamorkuvopn í Asíu.
Sjá ennfremur: „Meðaldrægar
eldflaugar . . .“ á bls.29
Waldheim:
Saklaus en
brást rangt
við ásökunum
Vínarborg, Reuter.
Fiu-eyjar:
Landstjórinn tekur
völdin í sínar hendur
Suva, Fiji*eyjum, Loudon, Reuter.
TIMOCI Bavadra, forsætisráð-
herra Fiji-eyja, er handtekinn
var í valdaráni hermanna af Fiji-
kynþætti sl. fimmtudag, var
látinn laus S gær ásamt öðrum
ráðherrum úr ríkissljóminni.
Landstjóri eyjanna, Penaia Gani-
lau, tilkynnti í gær að hann hefði
tekið stjóra eyjanna í sínar hend-
ur og myndi ekki setja ráðherra-
efni hersins í embætti.
Aðalritari breska samveldisins,
Shridath Ramphal, sagði í yfirlýs-
ingu sem gefin var út í London í
gær að samveldisríkin myndu styðja
aðgerðir landstjórans til að koma á
lögum og reglu á eyjunum. Ganilau
sagði í gær að hann myndi leysa
upp þingið og efna til nýrra kosn-
inga. Einnig sagði hann að her-
mönnum þeim er stóðu að
valdaráninu yrði sýnd miskunn.
Bavadra sagði er hann var látinn
laus að hann liti enn á sig sem for-
sætisráðherra og hann myndi ekki
samþykkja að efnt yrði til nýrra
kosninga. Hann sagðist telja að
fyrrum forsætisráðherra Fiji-eyja,
Kamisese Mara, stæði að baki
valdaráninu og lögsækja ætti alla
er stutt hefðu hann í þeim aðgerð-
um. Ekki hefur heyrst til Sitiveni
Rabuka, ofursta, er stjórnaði valda-
ráninu, síðan í fyrradag og er ekki
vitað hvar hann hcldur sig. Yfir-
menn í hernum er fréttamenn
KURT Waldheim, forseti Aust-
urrikis, viðurkenndi í gær í
sjónvarpsræðu, að hann hefði ekki
brugðist rétt við ásökunum um að
hafa átt aðild að striðsglæpum
nasista í síðari heimsstyrjöld.
Hann endurtók að hann væri saklaus
og reyndi að útskýra hvað hann hefði
meint er hann sagðist aðeins hafa
gert skyldu sína sem hermaður í her
Hitlers. Waldheim sagði að með orð-
inu „skyldu" hefði hann meint að
menn af sinni kynslóð hefðu verið
þvingaðir til að hlýða yfirboðurum
sínum, þeir hefðu ekki átt neitt val.
Þessi kynslóð hefði síðan reynt að
beijast gegn kynþáttafordómum,
öfgastefnum og að vemda þá sem
orðið hefðu fyrir barðinu á ógnar-
stjóm nasista. „Ég reyndi að gera
þetta í störfum mfnum hjá Sameinuðu
þjóðunum," sagði Waldheim, sem var
aðalritari SÞ frá 1972-1982. Hann
sagði að austurrísk nefnd, sem send
hefði verið til Belgrad ( Júgóslavíu
til að rannsaka skjöl þar, hefði ekki
fundið neitt er sannaði að hann hefði
átt þátt í stríðsglæpum á Balkan-
skaga.
Stuðningsmaður Bavadra rekur honum rembingskoss er hann var
látinn laus úr varðhaldi í gær.
Reuter-fréttastofunnar höfðu tal af I vel með framvindu mála og ekki
í gær sögðu að þeir myndu fylgjast I láta koma sér í opna skjöldu.