Morgunblaðið - 20.05.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.05.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987 3 Boðað verkfall flugttmferðar- stjóra fyrir Félagsdóm STEFNA var útgefin og birt Félagi flugnmferðarstjóra í gær vegna væntanlegs verkfalls fé- lagsins, sem hefjast á mánudag- inn 25. maí næstkomandi klukkan átta að morgni. Fjár- málaráðuneytið telur að félagið hafi ekki verkfallsrétt sam- kvæmt nýjum samningsréttar- lögum opinberra starfsmanna, sem samþykkt voru i vetur. Félagsdómur tekur málið fyrir og mun hann koma saman siðar í vikunni. Félagsdómur er fjölskipað- ur dómur. í honum eiga sæti Garðar Gíslason, borgardómari, sem er formaður dómsins, Bjöm Helgason, saksóknari, og Jónas Gústavsson, borgarfógeti. Þá tilnefna málsaðilar hvor um sig einn mann í dóminn, en það hafði ekki verið gert í gær- dag. Byggingar- vísitalan mælir 29,2% verðbólgii VÍSITALA byggingarkostnaðar er 313,59 stig i maímánuði, sam- kvæmt útreikningi Hagstofu íslands. Er það 2,16% hærra en í april. Þessi hækkun samsvarar 29,2% verðbólgu á ári. Bygging- arvísitalan hefur hækkað um 18,3% síðastliðna tólf mánuði. Hækkun hennar undanfarna þijá mánuði samsvarar 23,4% verð- bólgu og hækkun hennar undanfarna sex mánuði samsvar- ar 21% verðbólgu. Af hækkun vísitölunnar í maí stafa 1,3% af hækkun á ákvæðis- vinnutöxtum múrara og málara, um 0,3% af um 8% hækkun innihurða, en hækkun á verði ýmis byggingar- efnis, bæði innlends og innflutts, olli um 0,6% hækkun vísitölunnar. Lánskjara- vísitalan hækk- ar um 1,5% SEÐLABANKI íslands hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir júní mánuð og reyndist hún hækka um 1,50% frá fyrra mán- uði og verður 1687 stig i júni. Umreiknað til árshækkunar jafn- gildir breytingin frá síðasta mánuði 19,6%, breytingin síðustu þtjá mán- uði 19,4%, síðustu sex mánuði 19,7% ogsíðustu 12 mánuði 16,5%. HILLUEININGARNAR 1985 VAR WOGG VALIÐ: ;SNESK VERÐLAUNAHÖNNUN ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA WOGG 1 má auöveldlega bygg'a upp frí- standandi eöa upp viö vegg. Þú getur valiö pá upprööun og liti sem þér henta best og viö sníöum til einingarnar eftir þínu vali. Þú veröur ekki í neinum erfiöleikum meö aö setja þær saman og getur reitt þig á aö samsetningin er traust. Tengistykkin fást í mörgum litum og sjálfar hillurnar eru fram- leiddar úr völdum aski, í viö- arlit, svörtum eöa hvítlituöum. Hugvitsamleg hönnun WOGG I byggir á ferhyrndum tengistykkjum sem auövelda mjög alla Hönnuöur WOGG 1, samsetningu og upprööun og sétja sérstakan svip á Gerd Lange, er vesturþýskur samstæöuna. innanhúsarkitekt sem hlotiö hefur Qölda viöurkenninga fyrir hönnun húsgagna og innréttinga. • BEST HANNAÐA HÚSGAGN ÁRSINS AF SVISSNESKUM ARKITEKTUM • FRAMLEIÐSLUVARA ÁRSINS AF TÍMARITINU SCHÖNER WOHNEN • BESTA HILLUSAMSTÆÐA ÁRSINS Á VEGUM ÞÝSKA TÍMARITSINS MD Kanínumiðstöðin í Njarðvík: Útflutning- ur á kanín- um til Kóreu? KANÍNUMIÐSTÖÐIN í Njarðvík hefur fengið fyrirspurn frá Suð- ur-Kóreu um kaup á angóra- kanínum. Að sögn Ingvars Jóhannssonar framkvæmda- stjóra hefur fyrirspurninni verið svarað jákvætt og er beðið eftir frekari upplýsingum frá Kóreu. Kanínumiðstöðin hefur selt 1.000 kanínur til Kína, fyrir milligöngu fyrirtækis í Hong-Kong. Að sögn Ingvars gengu flutningarnir þangað vel og hefur þessi útflutningur lífdýra hjálpað fyrirtækinu í erfið- leikum vegna lágs heimsmarkaðs- verðs á angóraull. WOGG 1 hillurnar eru til sýnis í verslun okkar og veitir afgreiöslufólk þér fúslega allar upplýsingar sem þú óskar. WOGG 1 - STÍLHREIN OG PERSÓNULEG LAUSN KRISUÁN SIGGEIRSSON Laugavegi 13, 101 Reykjavík. GYLMIR/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.