Morgunblaðið - 20.05.1987, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.05.1987, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987 Lærleggur stúlku lengd- ur á Borgarspítalanum FYRSTA aðgerð til að lengja lærlegg hér á landi var gerð á Borgarspítalanum í gær og tókst hún vel. Tækin sem notuð voru eru svipuð þeim sem lækn- ar í Sovétríkjunum hafa notað með góðum árangri og hafa nokkrir íslendingar leitað lækn- isaðstoðar þar. Gunnar Þór Jónsson, yfirlæknir á slysadeild Borgarspítalans og Halldór Baldursson, yfirlæknir bæklunardeildar Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri, framkvæmdu aðgerðina, en þeir hafa báðir kynnt sér störf læknanna í Sov- étríkjunum. Aðgerðin í gær var á lærlegg unglingsstúlku, en fótur hennar styttist um fjóra senti- metra vegna ígerðar skömmu eftir fæðingu. „Lengingin sjálf fer fram á löngum tíma og aðgerðin í gær var aðeins upphafið,“ sagði Gunn- ar Þór Jónsson. „Það er sett trygg festing í beinið fyrir ofan og neðan þann stað þar sem á að lengja. Þetta er gert með pinnum sem fara í gegnum beinið og út á yfir- borðið. Þar eru þeir skrúfaðir fastir við hringi, sem tengjast sam- an. Þegar þessu er lokið er beinið brotið á milli hringjanna og hægt er að skrúfa það upp. Við settum fjögur stög á milli hringjanna og ef þau eru öll skrúfuð jafnt upp þá lengist beinið, en með því að skrúfa misjafnlega er einnig hægt að rétta beinið ef þörf er á.“ Lenging og rétting á lærlegg stúlkunnar tekur fjórar til sex vik- ur, því lengingin er aðeins um einn millimetri á dag. Gunnar Þór sagði að íslenskir læknar hefðu ekki í huga að framkvæma jafn viða- miklar aðgerðir og gerðar væru í Sovétríkjunum. „Við ætlum okkur ekki að lengja bein dverga, því áhættan við svo stórar aðgerðir er of mikil og þær eru best komn- ar í höndum þeirra manna sem hafa sérþekkingu á því sviði. Þessa tækni getum við hins vegar notað í tilfellum eins og hér um ræðir, það er til að lengja annan fótlegg. Auðveldast er að fást við bein bama, þar sem beinmyndun er ríkust hjá þeim, en það er þó vel hugsanlegt að svona aðgerðir verði gerðar á fullorðnu fólki,“ sagði Gunnar Þór Jónsson. Tækin, sem notuð voru við að- gerðina eru svissnesk og voru þau gefin spítalanum af Lionsklúbbn- um Þór fyrir skömmu. Tækjunum svipar til tækja Sovétmanna að flestu leyti. VÉOUR IDAG kl. 12.00: — Heimild: Vefiurstofa Islands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 í gær) I/EÐURHORFUR Í DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Um 700 km suður af Vestmannaeyjum er nærri kyrrstæð 1037 millibara djúp lægð. SPÁ: Hæg vestlæg átt um allt land. Víða léttskýjað um austanvert landið en skýjað og sums staðar þokuloft og súld vestantil. Hlýtt í veðri. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FIMMTUDAGUR og FÖSTUDAGUR: Vestlæg átt, skýjað og lítils- háttar súld vestanlands en yfirleitt léttskýjað austantil á landinu. Allt að 15 stiga hiti á suðaustur- og austurlandi en 6 til 11 stig í öðrum landshlutum. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað s. Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld CX5 Mistur —Skafrenningur [T Þrumuveður tí m f > f VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 1 léttskýjað Reykjavík 6 þokalgr. Bergen 6 alskýjað Helsinki 9 hálfskýjað Jan Mayen -4 skýjað Kaupmannah. 8 skýjað Narssarssuaq 6 rigning Nuuk -2 snjókoma Osló 6 alskýjað Stokkhólmur 8 skýjað Þórshöfn 6 léttskýjað Algarve 12 heiðskfrt Amsterdam 8 þokumóða Aþena vantar Barcelona 13 rignlng Beriln 11 mistur Chicago 14 þrumuveður Feneyjar vantar Frankfurt 9 þokumóða Hamborg 8 skýjað Las Palmas vantar London 8 mistur Los Angeles 16 skýjað Lúxemborg 8 þokumóða Madríd 7 þokumóða Malaga 13 heiðsklrt Mallorca 12 hálfskýjað Miami 28 léttskýjað Montreal 5 heiðsklrt NewYork 11 skúr Parfs 9 rigning Róm vantar Vln 14 léttskýjað Washington 21 mlstur Winnipeg 12 alskýjað Morgunblaðið/Júlíus Gunnar Þór Jónsson, yfirlæknir á Borgarspítala, með hluta þess búnaðar sem notaður er við að lengja bein. Ber saman félags- lega þæjtti á Hér- aði og í íslendinga- byggðum Kanada HÉR á landi er nú staddur pró- fessor Albert Kristjánsson félagsfræðingur við Háskólann í Manitóba. Næstu daga mun hann vinna að félagsfræðilegri könnun á Héraði, og er könnun- in liður í rannsókn sem framkvæmd var á 530 Héraðs- búum sumrin 1979 og 1980, en rannsóknin beinist að hugsan- legum áhættuþáttum hjarta og æðasjúkdóma. „Við erum bjartsýnir á að nið- urstöður þessarar könnunar muni færa okkur nær því að skilja sam- band milli heilsufars og lifnaðar- hátta“ sagði prófessor Albert í stuttu spjalli við blaðamann í gær. Ætlunin er að leggja spurn- ingarlista fyrir þá eitt hundrað einstaklinga sem valdir hafa verið af handahófi úr hópi 325 íbúa á Héraði á aldrinum 30-70 ára, sem þegar hafa verið rannsakaðir með tilliti til lífeðlisfræðilegra þátta. Tómas Bjamason félagsfræði- nemi við Háskóla íslands mun aðstoða við framkvæmd könnun- arinnar, en þeir sögðust ætla að reyna að sækja sem flesta þátt- takendur heim til að tryggja betra svarhlutfall. Spurt verður um heilsufar, sjúkdóma, notkun heil- brigðisþjónustunnar, lífsvenjur og lifnaðarhætti, umhverfi fólks og samskipti við aðra. Spumingar- listinn er saminn af Rúnari Vilhjálmssyni og hefur hann áður verið lagður fyrir fólk í Reykjavík og nágrenni að tilhlutan Rúnars, en næsta vor er ætlunin að leggja Morgunblaðið/KGA Prófessor Albert Kristjánsson. listann fyrir sama aldurshóp Vest- ur-íslendinga í Kanada. Prófessor Albert er fæddur og uppalinn í íslendingabyggðum í Vesturheimi. Hann talar ágæta íslensku, segir foreldra sína hafa talað íslensku heima lengi framan af, og sjálfur hafí hann ekki lært ensku fýrr en hann hóf skólanám. Þetta er í annað sinn sem hann kemur hingað til lands, áður var hann hér nokkra daga 1976, en þá vom lögð drög að saman- burðarrannsóknum Islendinga og Vestur-íslendinga. Hann hefur því lítið ferðast um landið, og segist hlakka til að fá tækifæri til að skoða sig eitthvað um, en hann er ættaður af Norðausturl- andi, móðir hans var fædd á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal, en faðir hans var frá Ytritungu á Tjömesi. íslendingarnir í Nepal: Urðu frá að hverfa vegna slæmra skilyrða ÍSLENDINGAR, sem ætluðu að ganga á Gangapurna-tind í Nepal, sneru við í vikunni vegna erfiðra skilyrða, eftir að hafa komist upp í 5500 metra hæð. Tindurinn sem þeir ætluðu að klífa er 7455 metra hár. „Frekari áframhald var ekki . mögulegt vegna mikilla snjóflóða og áframhaldandi snjóflóðahættu svo dögum skipti," segir í fréttaskeyti sem Morgunblaðinu barst í gær frá leiðangursmönnum. í skeytinu segir ennfremur að veður hafi verið mjög leiðinlegt allan tímann, snjóað hafí á hvetju síðdegi og í nokkra sólar- hringa hafi snjóað linnulaust. Leiðangursmenn em nú allir komnir til baka til Kathmandu og líður vel. Að sögn þeirra hafa ferðir margra hópa, sem ætlað hafa að klífa Gangapuma-tind í vor, endað á sama veg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.