Morgunblaðið - 20.05.1987, Qupperneq 17
ÍU
17
metsölubók það sem hún vildi sjálf
sagt hafa. Einmitt þannig skyldi
ögra spilltri og hégómlegri borgara-
stétt. Guðbergur hafði verið skrefí
á undan. Nú kom bylgjan sem bar
hann áfram.
»Ég hef verið tregur til að leyfa
endurútgáfu á þessari bók,« segir
Guðbergur í formála, »enda stóð
ég í þeirri trú, og stend enn, að hún
hafi aðeins gildi fyrir þá kynslóð
sem henni var beint gegn.«
Guðbergur er maður leiks og
sjónhverfínga. Var honum alvara?
Eða var hann að leika? Margur mun
hafa staðið tvílráður andspænis
þeim spumingum, einnig sumir
jafnaldrar hans. En honum var al-
vara. Opinskátt lýsir hann í formála
þessarar endurútgáfu tilganginum
með þessu verki sínu. Þar með er
leyndardóminum endanlega létt af
Tómasi Jónssyni. Fyrir Tómasi fer
eins og öllum öðrum: hann eldist,
fólk venst honum; hann ögrar eng-
um; öllum er vel við hann. Enginn
mun framar komast í uppnám hans
vegna.
Sumir þeirra grónu höfunda, sem
kenndu taugahrolls og glímu-
skjálfta þegar hann kom fram á
sjónarsviðið, sitja enn við skrif-
borðið og halda hvoru tveggja:
hefðinni og ró sinni. Það er þvi
ekki ófyrirsynju að höfundurinn
skuli nú sjálfur kveðja Tómas gamla
með þessum vel vöídu orðum:
»Farðu til fjandans, Tómas Jóns-
son, og reyndu að standa þig, gamli
andskotinn, meðal þeirra sem hafa
aldrei kynnst öðrum eins durg og
þér. Og vonandi á hann aldrei eftir
að fæðast, hvorki í bókmenntalíki
né í þjóðarlíki. Lifðu heill sem tákn
þíns tíma.«
Þetta þýðir með öðrum orðum
að Tómas mun ekki lengur njóta
leiðsagnar síns skapara né heldur
stuðnings frá námsmannahreyfíng-
um og menningarbyltingum, hvorki
í París né Reykjavík. Hann verður
að spjara sig sjálfur um ókomin ár.
Og það hygg ég honum muni tak-
ast.
?8Gt íam .oí; jftjoAaunrvaiM .atciAjavtuoíioM
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987
Yfirbyggð sundlaug í Reykjavík-framhlið.
Sýningar
arkitektafélagsins
List og hönnun
Bragi Ásgeirsson
Undanfarið hefur Arkitektafé-
lag íslands staðið fyrir tveim
sýningum í húsakynnum sínum,
annars vegar á frumteikningum
Guðjóns Samúelssonar
1916—1930, og hins vegar á nýj-
um straumum í módemisma. Eg
var í leyfí frá skrifum, er sýning
Guðjóns Samúelssonar stóð yfír,
en skoðaði hana þó vel og vand-
lega. Á Guðjóni hef ég lengi haft
miklar mætur vegna reisulegra
bygginga víða um land og einkum
þeirra, er hann byggir á íslenzkri
hefð. Slíkar byggingar Guðjóns
skera sig alls staðar úr fyrir
traustleika og listræna útfærslu
og eru auðþekkjanlegar úr langri
fjarlægð. Minna kann ég að meta
kirkjubyggingar Guðjóns og t.d.
Þjóðleikhúsið, þótt yfír þeim
byggingum sé einnig sterkur svip-
ur, en öllu þyngslalegri.
Hinum stílhreina einfaldleika,
sem kemur fram í mörgum
burstabyggingum hans, gef ég
hinsvegar hæstu einkunn og tel,
að þetta byggingarform hefði ver-
ið hægt að rækta mun betur af
seinni tíma húsameisturum.
Einkum þykir mér mikið koma
til hugmyndarinnar um yfír-
byggða sundlaug í Reylq'avík frá
1925 með þrem aðskildum laug-
um, — sjólaug, heitavatnslaug og
bamalaug!
Hér var mikill stórhugur að
baki og stíllinn þjóðlegur og
„monumental".
Ekki hefur okkur ennþá tekist
að framkvæma neitt í líkingu við
þessa hugmynd og vísast værum
við heimsfrægir fyrir hana, hefði
hún orðið að veruleika. En hins
vegar er sundlaugin í sinni endan-
legu gerð við Barónsstíg ennþá
fegursta og best hannaða sund-
laug borgarinnar.
Það var sannarlega ekki sök
húsameistarans, að neðri hæð
byggingarinnar var virkjuð til
annars en upprunalega var fyrir-
hugað þ.e. að þvo flíkur af
borgarbúum í stað þess að vera
heilsumiðstöð með gufuböðum,
ljósum, nuddi o.s.frv.
Hér var um lofsverða úttekt á
lífsverki Guðjóns Samúelssonar
að ræða og arkitektum til sóma,
en sýningin vakti of lítil viðbrögð
og um hana var alltof lítið fjallað
í fjölmiðlum, — einkum þegar
þess er gætt, að hún var sett upp
í tilefni þess, að öld er liðin frá
fæðingu hins snjalla húsameist-
ara ...
Það er sennilega fyrir tilviljun,
að seinni sýningin fjallar um nýja
strauma í módemismanum, en
það var einmitt með tilkomu hans,
að dró úr áhrifum Guðjóns Samú-
elssonar hérlendis. Hugmyndir
hans urðu gamaldags og úreltar,
sem þó var misskilningur, því að
möguleikinn var fyrir hendi, svo
sem seinni tímar hafa sýnt fram
á, að virkja hugmyndina um
burstastílinn á marga ólíka og
nútímalega vegu.
Okkur bar ei heldur gæfa til
að gera hér nema fá mjög lifandi
hús í stíl notagildis, en hrófluðum
hins vegar upp andlausum kössum
um land allt með skelfilegum af-
leiðingum.
Á sýningunni „Nýir straumar í
Módemisma í Frakklandi og
Bandaríkjunum" sjáum við ein-
mitt dæmi þess, hvemig mögulegt
er með einföldum brögðum listar
og skapandi hugkvæmni að gæða
kassaform lífí. Eg legg áherslu á
orðið skapandi, því að þetta at-
riði hefur mjög orðið útundan í
íslenzkri byggingarsögu, ásamt
því að húsagerðarlist hefur ekki
notið nægilegs skilnings sem list-
grein meðal þjóðarinnar. Ekki
einu sinni meðal arkitektanna
sjálfra, sé tekið mið af lítilli sam-
vinnu þeirra við skapandi mynd-
listarmenn.
Sýningin er mjög áhugaverð
og ætti að vekja nokkur viðbrögð
í fjölmiðlum, en framkvæmd
hennar er ábótavant.
Þannig kunni gæslustúlka ekki
á myndband, sem sérstaklega
hafði verið auglýst í sambandi við
sýninguna, er mig bar að garði á
sunnudagi, og er ég hugðist nálg-
ast sýninguna öðm sinni á virkum
degi í þeirri von, að einhver kynni
á myndbandið á skrifstofunni,
kom ég að lokuðum dymm kl.
16.55, en auglýstur sýningartími
alla daga er frá 14—18.
Þá em allir skýringartextar á
ensku, sem er afleitt, þegar um
erfítt fagmál er að ræða.
Þetta þrennt má alls ekki koma
fyrir um jafn merkan viðburð, sem
að auki er styrktur af menningar-
stofnunum viðkomandi landa.
AEG RYKSUGANÁ FULLU...
VAMPYR 406 ryksugan frá AEG er 1000 W og þuí
sérlega kraftmikil, hún er með stillanlegum sogkrafti,
inndreginni snúru og snúningsbarka, svo fátt eitt
sé nefnt.
Þetta er slíkt gœðatœki að við leyfum okkur að full-
yrða að þú fáir hvergi jafn fjölhœfa ryksugu á svo frá-
b“ð Kr.8.392.-
(STAÐGREÍTT)
Vestur-þýsk gœði á þessu verði. - Engin spurning!
...Á FRÁBÆRU
VERÐI!
AEG
A E G heimilistœki
— því þú hleypir ekki hverju sem er í húsverkin!
ALVEG
i EINSTOK
I GÆDI
BRÆÐURNIR
ORMSSONHF
Lágmúla 9, sími: 38820
4: