Morgunblaðið - 20.05.1987, Page 21

Morgunblaðið - 20.05.1987, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987 21 Trjáhlífar á Hólum í Hjaltadal. — Ágúst 1986. Tijáhlífar á Fjósum í Svartárdal. sett var íslenskt birki, lerki, stafa- fura og Alaskaösp. Plönturnar voru 25 til 45 cm háar við gróðursetn- ingu. 16. ágúst hafði birkið hækkað um 40 til 48 cm og hæsta tréð var 90 cm. Lerki óx álíka og birkið. Alaskaöspin óx um 70 til 80 cm og hæsta tréð var 120 cm. Stafa- furan óx aðeins um 5 til 10 cm, enda fylgir hún jafnan árferði und- angengins árs. Stafafuran var hins vegar óvenju græn og með langt barr. Á Hólum var gróðursett fjalla- lerki, lindifura og klettafura um mánaðamótin maí/júní. Lerkið óx um 30 til 40 cm en fururnar um 10 til 15 cm. Allar plöntumar voru óvenju þroskaðar að hausti. Á Fjósum voru gróðursettar fimm vikna gamlar plöntur af Al- askaösp. Plönturnar voru aldar af um 5 til 8 cm löngum græðlingum með aðeins einu brumi. Þessar plöntur vom að hausti 30 til 40 cm háar, stöndugar og vel þroskaðar fyrir veturinn. Þar sem seint var gróðursett og jarðvegstorfur þornuðu fljótt upp, var vöxturinn aðeins um 5 til 10 cm, en afföll voru nær engin og allar plönturnar þroskalegar að hausti. Þurrkur er að líkindum minna vandamál sunnan heiða, enda er úrkoma sunnanlands tvö- falt til fimmfalt meiri en á Norður- landi. Ef að líkum lætur munu trén vaxa meira nú í sumar en í fyrra, þar sem trén hafa náð rótfestu. Sérstaklega á þetta við fururnar, en þær fylgja jafnan árferði undan- gengins árs. Hlífarnar voru settar á mjög breytilegt land, allt frá unnum græðireitum til kafagras- lendis. Illgresi náði hvergi að vaxa tijánum yfir höfuð. Þó er mikil- vægt að snúa við torfunni sem gróðursett er í til að varna því að gras vaxi upp inni í hlífinni. Góð vörn og ein- föld umhirða Öll umhirða tijáa er einföld í hlífum. Auðvelt er að finna trén. Illgresiseyðing er einföld og áhættulítil fyrir trén. Auk þess er auðvelt að bera áburð á þannig að tryggt sé að hann fari ekki til spill- is. Hlífarnar vemda trén fyrir ágangi búfjár. Það er því hægt að gróðursetja, þótt land sé ekki tryggilega friðað. Reynslan af hlífunum er aðeins eitt ár, en hún lofar góðu. Vöxtur er margfaldur á við sams konar tré utan hlífa. Þó eru nokkur vanda- mál við ræktunina. Þessi vandamál eru þurrkur á Norðurlandi og smá- fuglar. Hvoru tveggja vandamálið má leysa. Ef gróðursett er snemma og vökvað hressilega við gróðursetn- ingu eiga trén að geta náð góðum vexti strax á fyrsta ári. Fuglanet er sjálfsögð vöm, þar sem hætta er á að smáfuglar fari sér og plönt- unum að voða. Reynslan af þessu eina ári virð- ist í góðu samræmi við reynslu Breta af hlífunum. Ef vöxturinn - Myndin er tekin í ágúst 1986. verður í samræmi við reynsluna af þessu fyrsta ári má búast við að íslenskt birki nái mannhæð á 3 til 5 árum ef það er í hlífum. Til sam- anburðar má nefna að það tekur birki á Hólum í Hjaltadal um 15 ár að ná þessari stærð. Hlífamar eyðast fyrir áhrif sól- arljóssins á 5 til 8 árum. Það þarf því ekki að taka þær af tijánum. Þótt trén séu vaxin upp úr hlífunum er ágætt að þær séu áfram utan um trén því að hluti af laufinu er þá áfram við kjör aðstæður. Hlífarnar auðvelda ræktun viðkvæmra teg- unda Hlífarnar geta komið mörgum að notum. Sum glæsilegustu tré Reykjavíkur eru af tegundum, sem eru viðkvæmar í æsku. Sem dæmi má nefna hlyn, ask og álm. Þessar tegundir standa sig vel og ná eðli- legum þroska ef þær komast yfir iyrstu tvo metrana. Garðeigendur hafa brugðið á það ráð að kaupa stór gróðurhúsræktuð tré af þess- um tegundum til að ná árangri. Stór tré þola verr flutning en smá, auk þess sem þau eru dýr. Það kann því að vera bæði odýrara og árangursríkara að nota hlífar við ræktun þessara viðkvæmu tijáa. Svipuðu máli gegnir um margar viðkvæmar tegundir barrtijáa, t.d. þin og lífvið. Fyrstu árin eru þess- um tegundum skeinuhætt. Tiján- um er sérlega hætt við bruna af sól á útmánuðum, sem hlífarnar veija þær fyrir. Sumarbústaðaeigendur vilja fá upp tijágróður sem allra fyrst við bústaði sína. Margir vilja einnig fá beinvaxið íslenskt birki. Birkið vex mjög vel í hlífunum og verður bein- vaxið. Sumarbústaðaeigendur eiga einnig erfitt með að veija land sitt fyrir búfé og aðeins örfáir gripir geta eyðilagt margra ára strit. Hlífarnar geta bæði aukið vöxt tijánna og varið þau fýrir ágangi búíjár. Sveitarfélög sem eru að fegra umhverfi sitt meta mikils að árang- ur fáist fljótt. Svipuðu máli gegnir um fyrirtæki, sem vilja fegra um- hverfi sitt. Hlífarnar ættu að koma þessum aðilum að miklu gagni. Á Bretlandseyjum eru hlífamar mjög mikið notaðar af sveitarfélögum og fyrirtækjum, sem vilja koma tijágróðri fljótt upp. Sveitafólk vill geta komið upp skógarreitum við hús til prýðis, skjóls og til að minnka kostnað við upphitun. Þetta hefur mörgum reynst erfitt, því smá andvaraleysi við vörslu landsins hefur kostað að trén voru uppétin. Einnig er vöxtur tijánna oft svo hægur í æsku, að fólk sér ekki ávinninginn af skógar- skjólinu. Marga bændur dreymir um að gera jörð sína staðarlega á að sjá. Hafa tijálundi og tijáraðir á ónýtt- um skæklum við tún og garða. Fæstir treysta sér til að gróður- setja trén vegna þess að oft þarf að nota túnin til vorbeitar og erfitt er að tryggja friðun á landinu fyrir einstaka túnrollum. Vöxtur tijá- gróðursins í æsku er einnig letjandi fyrir marga. Hlífarnar gera mögulegt að gróðursetja í skæka við tún og gera tijáraðir og jafnvel gróður- setja einstök tré á víðavangi án áhættu á skemmdum af búsmala. Hross geta að vísu skemmt hlífarn- ar en varsla þeirra er yfírleitt tryggari en annars búsmala. Þó eru til háar hlífar sem eiga að vera hrossheldar. í skjólbeltarækt hefur oft tekist illa að fá upp háskjólið. Víði- og birkiraðir yst í beltum hafa náð góðum þroska. Trén, sem sett voru í miðröð beltanna til að gefa beltinu hæð, hafa oft misfarist. Oftast er þetta vegna illgresis, en stundum einnig vegna þess að víðirinn vex tijánum yfír höfuð. Hlífamar geta að líkindum komið tijánum í mið- röðinni á skrið þannig að beltin nái fullri hæð og þar með fullum not- um. Beitiskógur er nytjaskógur, þar sem búpeningi er beitt í skóg, sem annars er nýttur til skógræktar. Ræktun beitiskóga hefur ekki verið álitleg á íslandi vegna þess að bíða þarf í 15 til 20 ár frá gróðursetn- ingu þar til beita má landið. Þegar trén eru um 20 ára lokast laufþak- ið yfir landið og grasvöxtur verður lítill og beit því rýrari. Ef hlífar eru notaðar þarf aldrei að taka landið undan beit og skepnurnar geta nýtt grasið meðan það er mest. Jólatré eru verðmæt, en vand- ræktuð skógarafurð. Tijáhlífar má nota til að auka vöxt tijánna og til að koma upp hærri tijám til að hlífa jólatijánum fyrir skemmdum af sól á útmánuðum. Hlífarnar koma einnig til álita í asparrækt. í asparrækt eru fá tré á hektara. Aspimar eru stórar við gróðursetningu og gróðursetning dýr. Illgresiseyðing er erfið, því aspimar eru viðkvæmar fyrir ill- gresislyfjum. Auk þessu eru aspirn- ar viðkvæmar fyrir beit. Asparrækt í hlífum kann því að vera bæði ódýrari og ömggari en með hefð- bundnum hætti. Fleiri möguleikar eru eflaust á hagnýtingu hlífanna en reynslan ein leiðir í ljós kosti þeirra og galla. Hlífarnar gefa möguleika á að skóg- og tijáræktarfólk geti séð skjótan árangur af stai-fí sínu. Fyrstu ár tijánna em þeim erfið- ust. Á þessum erfiðu árum veija hlífamar trén fyrir skakkaföllum af búsmala, illgresi og illviðmm. Höfundur er sérfræðingur við Rannsóknastöð Skógræktar ríkis- ins á Mógilsá. Klædd fll sigurs Landslið Islands í sundi valdi GOLDEN CUP iþróttafatnað til þess að nota á öllum sund- mótum, sem liöið tekur þátt i, á næstu árum. GOLDEN CUP býður sund- fatnað á börn og fullorðna og glæsilega joggingalla á konur og karla, á verði við allra hæfi. GOLDEN CUP iþróttafatnaður fæst í helstu sportvöru- verslunum um land allt. flqucAsport Borgartúni 36,105 Reykjavík simi 688085

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.