Morgunblaðið - 20.05.1987, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987
Vantar ekki íslenzk eyru á silki-
húfurnar í skólaþróunardeildinni?
Svar við opnu bréfi, dags. þann 11. maí 1987 frá skólaþróunardeild menntamálaráðuneytisins
eftirHalldór
Þorsteinsson
Hagfróður vinur minn lét ein-
hverju sinni þau orð falla, að
Seðlabanki íslands væri með öllu
óþörf stofnun, og hann áleit, að
nægilegt hefði verið að stofna sér-
staka og sjálfstæða deild fárra
sérfræðinga innan Landsbanka ís-
lands, sem hefði hæglega getað
gegnt því hlutverki, sem Seðlabanki
Islands gerir nú. „Og hvemig fórum
við eiginlega að fyrir tilkomu þess-
arar dýru og íburðarmiklu stofnun-
ar,“ spurði hann mig og svaraði
jafnskjótt sjálfur spumingu sinni:
„Ég veit ekki betur en að þetta
hafi gengið skammlaust og stór-
slysalaust fyrir sig. Og það er ekki
of seint að rífa þessa ónauðsynlegu
yfirbyggingu og taka húsnæðið til
betri og hagkvæmari nota.“ Enda
þótt vinur minn hafi e.t.v. lög að
mæla, er ég aftur á móti svartsýnn
á, að það megi takast, enda er
Parkinsons-lögmálið samt við sig.
Báknið stækkar og stækkar öllum
til bölvunar nema þeim, sem við það
starfa. Enginn ræður neitt við neitt.
Þótt menn þykist vilja báknið burt,
þá bifast það ekki, það bara blífur
og blómstrar.
Vendum nú okkar kvæði í kross.
Öðm máli, já, allt öðru máli gegnir
um skólaþróunardeild menntamála-
ráðuneytisins. í svargrein minni,
þann 9. þ.m., lét ég orð falla á þá
leið, að að skaðlausu mættu nokkr-
ar silkihúfur fjúka burt úr þeirri
deild, en nú er ég kominn á aðra
skoðun og vil því gera orð Catós
gamla að mínum, en breyti þó einu
orði og milda um leið eina sögu:
„Ceterum censo skólaþróunardeild
esse delendam" (þ.e.: „Ennfremur
legg ég til að leggja eigi niður (í
stað: leggja í rúst) skólaþróunar-
deild"). Nokkuð djúpt í árinni tekið,
ha? Stór orð, sem nú verða rök-
studd. Af ávöxtunum skuluð þér
þekkja þá. Af verkunum, af ritverk-
unum skuluð þið dæma þá. Ég er
stórlega efins í, að framsetning
mælts máls sé ýkja frábrugðin
framsetningu ritaðs máls hjá starfs-
mönnum skólaþróunardeildarinnar.
Að þýða eða réttara sagt íslenzka
texta (ég tala nú ekki um flókinn
texta á fagmáli) úr erlendu máli
er mikið vandaverk, sem er aðeins
á færi þeirra, er skilja hann til hlítar
og hafa auk þess móðurmál sitt
fullkomlega á valdi sínu. Þar af
leiðandi ættu aðeins menn með
íslenzk eyru, eins og vinur minn,
Vilmundur landlæknir, orðaði það,
að fást við þýðingar. Berum nú
saman ensku og íslenzku. Englend-
ingum er oft á tíðum tamara að
nota nafnorð en sagnorð, en þetta
er öfugt við það, sem tíðkast hjá
okkur, enda falla margir óreyndir
þýðendur í nafnorðagiyfjuna al-
ræmdu. Tökum eitt dæmi. Fyrir
allmörgum árum gáfu félagasam-
tök nokkur í góðgerðaskyni fæðing-
ardeild Landspítalans tæki, sem
átti að „minnka fjölgun bamadauða
í landinu", (sem var sennilega á
ensku eitthvað á þessa leið „De-
crease the number o.s.frv.") eins
og stóð undir mynd í einu dag-
blaðanna. Hefði nú ekki verið mun
Hljómsveitin S.H.Draumur.
Tónleikar á Hótel Borg
HLJÓMSVEITIN S.H.Draumur Á efnisskrá tónleikanna verða
heldur tónleika á Hótel Borg gömul og ný lög hljómsveitarinnar.
fimmtudagskvöldið 21. maí kl. Á tónleikunum koma einnig fram
21.00. hljómsveitimar E-X og Mússólíni.
Blaóburðarfólk
óskast!
AUSTURBÆR
Lindargata 1-38 o.fl.
Hverfisgata 63-115 o.fl.
smekklegra og íslenzkulegra að
segja einfaldlega: draga úr bama-
dauða, en ekki „minnka fjölg-
un ...“ Aðaleinkenni og aðalsmerki
íslenzkrar tungu er hversu gagnorð
og gagnsæ hún er. Tökum t.d. orð-
ið „fískifræðingur". Hvert manns-
bam hér á landi skilur það
undireins, en spyiji maður aftur á
móti Frakka, Itala, Spánveija eða
Englending, hvað sé fiskifræðingur
á þeirra máli, þá stendur jafnan á
svarinu og aðeins einn af þeim §öl-
mörgu mönnum, sem ég hef að
gamni mínu spurt um þetta, hefur
svarað rétt og það var Énglending-
ur, sem búsettur er hér á landi, en
orðið fiskifræðingur er á ensku:
„ichthyologist" og er það af
grískum stofni.
Óreyndum þýðendum hættir oft
á tðum til að klúðra hlutunum og
gera merkingu orða og hugtaka,
sem er skýr og gagnsæ á fmmmál-
inu, óskýra og ógagnsæja í þýðingu
sinni. Silkihúfumar eða með öðrum
orðum þessir hæfileikasnauðu þýð-
endur í skólaþróunardeild mennta-
málaráðuneytisins fylla þennan
flokk. Nú skulu tekin okkur dæmi
um klúðurslegt orðalag og óís-
lenzkulegt nafnorðahröngl eins og
það birtist í nefndaráliti útgefnu
af menntamálaráðuneytinu 1971 og
heitir Endurskoðun námsefnis og
kennslu í samfélagsfræðum í bama-
og gagnfræðaskólum. Á bls. 10
stendur: „4.0. Heildarskipan gildis-
þátta. 4.1. Sértekning (abstraction)
gildismats. 4.2. Skipan gildismats
í kerfi. C. Hug-hreyfísvið (Psycho-
motor domain). 5.0. Endanleg
tileinkun athafnar (Naturalizati-
on).“
Á bls. 12 standa þessi „fallega
samsettu" orð: „Jafnframt er það
skoðun nefndarinnar, að vlðhorfa
og tilfinningamarkmiðin verði að
taka til greina við námsmat o.s.
frv.“ Hvað eru viðhorfa- og tilfinn-
ingamarkmið? Spyr sá, sem ekki
veit, og hvaða fyrirbæri er hug-
hreyfísvið? Á bls. 18 er þessi „vel
orðaða" og „stílhreina" setning:
„Með skipulegri samþættingu
námsefnis má gera námið mun
hnitmiðaðra og koma í veg fyrir
óþarfa skömn og endurtekningar".
Og í sama riti er að fínna nýyrði á
borð við „nýsitækni“ (audiovisual
techniques) og „eðlisræna" landa-
fræði. Óvíst er, hvort það öðlist
þegnrétt í málinu.
Undir álitsgerð þessa frá 1971
skrifa Andri ísaksson, Haukur
Helgason, Loftur Guttormsson og
Stefán Ól. Jónsson.
Um það, hver þeirra ber ábyrgð
eða hvort þeir allir fjórir beri jafn-
mikla ábyrgð á orðalagi hennar, er
ég ekki dómbær. Vísast vildu þeir
allir sveija af sér krógann.
Og áfram með smjörið. Hvaðan
skyldu þessi dásamlegu orð vera
ættuð: „margleikagráða", „tengsla-
net“, „innfallshneppi", „meðvitund-
argrip", „ástandsrúm" (manni
dettur helzt í hug rúm, þar sem
dáti og íslenzk „dama“ hefðu sæng-
að saman í á stríðsárunum, en svo
mun þó ekki vera) og loks sjálf
perlan „punktasamleikni". Silkihúf-
ur, sem skrifa svona, hafa ekki
íslenzk eyru, þær hafa annars kon-
ar eyru. Það er rétt og skylt að
viðurkenna, að í skólaþróunardeild
eru til ritfærir menn, eins og
ritsmíðar þeirra sanna, en þeir eru
því miður alltof, já alltof fáir. Þess
vegna væri hampaminnst og heppi-
legast að leggja þessa deild niður
með öllu og fela námsgagnastofnun
svo og öðrum útgefendum það hlut-
verk að sjá skólunum og nemendum
fyrir námsbókum. Þetta gæti
beinlínis leitt til grósku í útgáfu
betri og fullkomnari kennslubóka
og það á fijálsum markaði.
Nú væri ef til vill ekki úr vegi
að geta þess hér, að það eru fleiri
en ég, sem kunna ekki að meta það
stofnanamál, sem einkennt hefur
mörg rit, já, of mörg rit frá skóla-
rannsóknar- eða skólaþróunardeild
menntamálaráðuneytisins eins og
hún heitir nú. Hvað gerðist ekki í
því ráðuneyti 1983? Hafði ekki þá-
verandi menntamálaráðherra,
Ragnhildur Helgadóttir, sitthvað
við aðalnámsskrána, drögin, að at-
huga, einkum vegna vinnubragða
þeirra, sem að henni stóðu, nánar
tiltekið vegna klúðurslegs málfars
og óskýrrar framsetningar? Svari
þeir, sem svara kunna.
I svargrein minni frá 9. þ.m. gat
ég þess, að framlag skólarann-
sóknamanna okkar hefði lítið sem
ekkert gildi, m.a. vegna þess, að
framsetning flestra þeirra væri
óskýr og ófullnægjandi. Ég sagði
m.a. en það kemur líka margt fleira
til eins og ummæli nokkurra mætra
manna sýna, sem lagt hafa dóm á
hlutverk og ritstörf skólarann-
sókna- eða skólaþróunardeildar-
manna.
Um samfélagsfræði, kjör fólks
fyrr á öldum, tilraunaefni, hefur
Oddný Guðmundsdóttir m.a. þetta
að segja í ítarlegri grein, sem birt-
ist í Tímanum 6. október 1977:
„Það nýtízkulega málfar, sem lagt
er í munn fólks í byijun 18. aldar,
er fremur kyndugt... o.s.frv.“
Höfundur virðist rugla saman kúm
og kúgildum. Þannig er til komin
sú rausnarlega kúaeign á örreyt-
iskotum, sem fram kemur í bókinni.
Samkvæmt þessu hefur Amfinnur
á Siglufirði 5 kýr í fjósi. Jarðabókin
segir að Amfínnur eigi 2 kýr, en
hafi 3 kúgildi frá lánardrottni.
Hætt er við, að þama hafi þrisvar
Halldór Þorsteinsson
„Hér norður á íslandi
fara menn öðruvísi að,
hér er ég sakaður um
„ærumeiðandi fullyrð-
ingar“ og „atvinnuróg“
og mér hótað málssókn.
Þótt á ýmsu gengi á
leikdómaraárum
mínum, var mér þó
aldrei hótað málaferl-
um af nokkrum leik-
húsmanni. Ríkir ekki
lengur skoðanafrelsi í
okkar lýðfrjálsa landi?“
6 ær orðið að þremur kúm í fjósi
Amfinns.“ Og þannig tekur hún
fleiri dæmi og endar greinina með
þessum orðum: „Ég hirði ekki um
að rekja efni samfélagsfræðinnar
nánar. Kennslubók með nýju sniði
hefði getað verið til góðs. Til dæm-
is hefði verið hægt að gera einkar
skemmtilega bók með því að birta
kafla úr ýmsum ágætum ritum, sem
lýsa kjörum manna á liðnum tímum.
Mér dettur í hug Ævisaga Jóns
Steingrímssonar, Ferðabók Eggerts
Ólafssonar, Saga Eldeyjar-Hjalta,
svo að eitthvað sé nefnt. Þjóðsögur
hefðu og komið til greina.
En gervisagnfræði skólarann-
sóknardeildar les enginn dauðlegur
maður sér til skilningsauka og
gleði, sízt böm. En margar
kennslubækur síðustu ára virðast
ekki miðaðar við skilning bama.“
Meiri reisn yrði yfir ritstörfum
þeirrar deildar, ef manneskjur á
borð við Oddnýju Guðmundsdóttur
störfuðu þar.
í grein sinni „Aðför að þjóðem-
inu“, sem birtist í DV 18. nóvember
1983, hefur Haraldur Blöndal, m.a.
þetta að segja: „Sú kona, Erla
Kristjánsdóttir, sem hefur haft for-
ustu um að fella niður kennslu í
íslandssögu, segir í Morgunblaðinu,
að nú eigi að hætta að kenna böm-
um söguna með hliðsjón af fróðleik,
heldur eigi að láta þau skilja hana.
Mér er spum: Hvemig getur bam
skilið það, sem það ekki kann?
Hvemig getur bam t.d. áttað sig á
falli Þjóðveldisins, nema að læra
um átök Sturlungaaldar og vita
deili á mönnum eins og Gizzuri
Þorvaldssyni, Kolbeini unga, Sturl-
ungum og Guðmundi biskupi
Arasyni? Hvemig getur barn skilið
stjómmálabaráttu Jóns Sigurðsson-
ar án þess að hafa heyrt um Skúla
fógeta, Magnus konferensráð eða
Jón Eiríksson?
Og hvemig geta menn lært án
þess að læra utan að? Ég veit
ekki til að nokkur fróðleikur verði
til af sjálfu sér, en kannski heldur
fólkið á skólarannsoknadeildinni,
að menn geti skilið hluti án þess
að læra þá fyrst.
Erla Kristjánsdóttir segir, að að-
altilgangur sögunnar, sé að hjálpa
fólki til þess að skilja nútímann
betur. Ég veit ekki, hvaða tímabil
sögunnar ég verð að læra betur til
þess að skilja frú Erlu. En hitt veit
ég, að sú gamla sögukennsla, sem
íslendingar hafa alizt upp við, hefur
ekki orðið mönnum til tjóns heldur
til þess, að íslendingar vita meira
um uppmna sinn en aðrar þjóðir.
Og þeirri stefnu verður að halda