Morgunblaðið - 20.05.1987, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 20.05.1987, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987 Kosningar í Hinu íslenska kennarafélagi: Wincie Jóhannsdótt- ir kjörin formaður Bjarg- langar \ Lagt upp frá , tPATREKSFIRÐI ASVIFDREKA YFIR BREIBAFJORÐ WINCIE Jóhannsdóttir hefur verið kjörin formaður Hins íslenska kennarafélags í at- kvæðagreiðslu, sem nýverið fór fram. Tekur hún við störfum á þingi félagsins, sem haldið verð- ur í nóvember í haust, en Kristján Thorlacius, núverandi formaður félagsins, sem gegnt hefur stöð- unni í fimm ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Þrír voru í framboði tii form- anns. Wincie Jóhannsdóttir hlaut 213 atkvæði, Gunnlaugur Ástgeirs- son 97 atkvæði og Gísli Olafur Pétursson 87 atkvæði. Á lqörskrá voru 1163, atkvæði greiddu 432 eða 37,1%. Einnig var kosið í sjö manna stjóm félagsins og fímm manna varastjóm. Þessir voru kjörnir í stjóm: Wincie Jóhannsdóttir, MH, 309 atkvæði; Ómar Ámason, MS, 274 atkvæði; María Gunnlaugs- dóttir, Flensborg, 271 atkvæði; Auður Haraldsdóttir, Flensborg, 229 atkvæði; Elna_ K. Jónsdóttir, ME, 209 atkvæði; Ásmundur Páls- son, Fjölbrautarskóla Suðurlands, 190 atkvæði og Gunnlaugur Ást- geirsson, MH, 184 atkvæði. I varastjóm voru þessir kjömir: Gísli Ólafur Pétursson, MK, 174 atkvæði; Bjöm Búi Jónsson, MR, Wincie Jóhannsdóttir 162 atkvæði; Gísli Þór Sigurþórs- son, Æfíngaskóla KHI, 158 atkvæði; Stefán G. Jónsson, MA, 141 atkvæði og Ingi Bogi Bogason, Fjölbrautarskóla Breiðholts, 137 atkvæði. Fjármálaráðuneytið: Ekkí við íslenzk lög að sakast ef fatainnkaupa- ferðir þykja borga sig MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá fjármálaráðu- neytinu: „í frétt í Morgunblaðinu þann 7. þ.m. um hugsanlegar aðgerðir til lækkunar vöruverðs hér á landi kemur fram það álit Félags íslenskra stórkaupmanna að spoma negi við verslunarferðum til Glas- gow með því m.a. að lækka að- flutningsgjöld. í leiðara blaðsins oann 8. þ.m. eru hugmyndir Félags íslenskra stórkaupmanna í þessum efnum reifaðar og tekið undir þau sjónarmið að háir tollar og vöru- gjöld („hafnarbakkaverðbólga" eins og það er nefnt) séu helstu ástæð- umar fyrir umræddum verslunar- ferðum til Glasgow og fleiri borga. Af þessu tilefni þykir fjármála- ráðuneytinu rétt að taka eftirfar- andi fram: Ef marka má þær fréttir sem fluttar hafa verið af umrædd- um verslunarferðum, þá mun fatnaður vera sú vara, sem einkum heillar landann í verslunum erlend- is. Þar sem skilja má umrædd skrif þannig að háir tollar og vörugjöld hvíli á þessari vöm við innflutning verður ekki hjá því komist að geta þess að á innfluttan fatnað frá að- ildarríkjum EFTA og EBE er hvorki lagður tollur né vörugjald. Á þenn- an innflutning er aðeins lagt 3% jöfnunargjald. Hvað svo sem um löggjöf okkar um aðflutningsgjöld má segja, er Ijóst að við hana er ekki að sakast, ef hagkvæmt þykir að kaupa farmiða til Glasgow eða annarra borga til þess að gera þar góð fatainnkaup. Skýringanna á hagkvæmni þessara verslunarferða er því að leita annars staðar. Þá vill ráðuneytið vekja athygli á að í ályktun Félags íslenskra stór- kaupmanna, sem frá er greint í umræddri frétt, er því m.a. haldið fram að aðföng til samkeppnisiðn- aðar séu tollftjáls svo fremi að þau séu ekki keypt af lager íslenskrar innflutningsverslunar. Þetta er rangt. í reglum þeim sem gilda um toll- og söluskattsfríðindi sam- keppnisiðnaðar er beinlínis kveðið á um endurgreiðslu umræddra gjalda séu aðföngin keypt af inn- lendum birgðum, þ.e. af lager innflutningsverslunar. Ráðuneytið hefur lýst sig reiðu- búið til viðræðna um framkvæmd þessa atriðis ef hún skyldi mega betur fara.“ Hér nauðlenti svifdrekinn vegna vélarbilunar •EUióaeyjf' Cí Höskukkcy. / • jtykkTshólmur H I Afangastaðurinn^** ÓLAFSVÍK^* Grundarfjörðui SNÆFELLSNES V „Fékk afgreidda vit- lausa olíu á mótorinn“ - segir Jóhann Valur Jóhannsson, sem nauðlenti á svifdreka á Stagley „ASTÆÐAN fyrir því að það drapst á mótornum var sú að ég fékk afgreidda vitlausa olíu á Patreksfirði," sagði Jóhann Valur Jóhannsson, sem nauð- lenti á svifdreka á Stagley á Breiðafirði um síðustu helgi. „Mér var sagt að olían sem ég fékk væri samskonar og sú sem ég er vanur að nota, en svo reyndist ekki vera,“ sagði hann ennfremur. Jóhann Valur sagði að umfjöll- un sumra fjölmiðla um málið á mánudag hefði verið mjög vill- andi. „Það var ekki um neina brotlendingu að ræða. Ég lenti með eðlilegum hætti þama á eyj- unni þótt þar hafí ekki verið neinn sléttur flötur. Svona farartæki dettur heldur ekki niður eins og múrsteinn og mönnum gefst næg- ur tími til að undirbúa lendingu þegar svona kemur upp, enda urðu engar skemdir á svifdrekan- um í þessari lendingu. Eins vil ég árétta það að í svona flugi yfír sjó fer ég ávallt eftir ákveðnum reglum og fer aldrei svo langt frá landi að ekki sé unnt að lenda á þurru ef eitthvað kemur upp á. Þá hafði ðg talstöð meðferðis og var í stöðugu sambandi við frænda minn Hans Óla Hansson, þannig að það var í raun aldrei nein hætta á ferðum,“ sagði Jó- hann Valur. „Ég skal þó viðurkenna að ég átti alls ekki von á þessari mótor- bilun á leiðinni. Ég reyndi að gangsetja hann aftur, en þegar það tókst ekki bjó ég mig undir lendingu á eyjunni. Ég lét Hans Óla vita af mér og þeir voru komn- ir út í eyjuna eftir rúma klukku- stund frá því ég lenti. Þetta var því alls ekki sú glæfraför sem sumir vildu vera !áta,“ sagði hann ennfremur. Aðspurður um hvers vegna hann hefði ekki verið með björgunarvesti sagði Jóhann Val- ur að þess gerðist ekki þörf þegar fylgt væri þeirri reglu að fara aldrei of langt frá landi enda kæmi þá ekki til þess að menn lentu í sjónum undir svona kring- umstæðum. Úrtakskönnun Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins í Reykjavík: Algengt að byggingar stand- ist ekki jarðskjálftaálag Eftirliti byggingaryfirvalda áfátt NIÐURSTÖÐUR könnunar, sem Rannsóknarstofnun bygginga- riðnaðarins gekkst fyrir nýlega, benda til þess að burðarþoli margra bygginga á höfuðborgar- svæðinu sé verulega ábótavant. Af tíu byggingum sem voru at- hugaðar, reyndist burðarþoli sex þeirra vera áfátt, þijár voru ekki athugaðar vegna þess að burðar- þolsteikningar vantaði en burð- arþol einnar var fullnægjandi. I júlí 1985 skipaði félagsmálaráð- herra nefnd til þess að kanna ástand þolhönnunar bygginga og koma með tillögur til úrbóta. í áliti sem nefndin skilaði í mars 1986 og gerð var grein fyrir á sínum tíma, var m. a. lagt til að gerð yrði könnun á burðarþoli húsa og fól félagsmála- ráðherra Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins að gera könn- un á nokkrum nýlegum byggingum í þessu tilliti. Tilhögun könnunarinnar var þannig, að óskað var eftir teikning- um af tíu byggingum hjá viðkom- andi byggingarfulltrúa, en að sögn Hafsteins Pálssonar hjá Rannsókn- arstofnun byggingariðnaðarins, voru mikil brögð að því að ekki lægju fyrir fullnægjandi gögn hjá viðkomandi byggingaryfírvöldum, sem þó ætti að vera nauðsynlegt, til að ganga úr skugga um burðar- þol bygginga. Valin voru hús, sem við fyrstu sýn virtust vafasöm hvað burðarþol varðar, en að auki voru valin hús, sem vonast var til að virtust í lagi án frekari athugunar. Sannprófunin fólst í því að kanna stöðugleika bygginganna gegn jarðskjálftaálagi samkvæmt lögformlegum stöðlum byggingarreglugerða. Af þessum sjö byggingum, þar sem fyrir lágu teikningar og athug- anir framkvæmdar, var ein skóla- bygging, tvær iðnaðarhúsnæði og aðrar skrifstofu- og verslunarhús- næði. Viðkomandi skólabygging reyndist standast jarðskjálftaálag samkvæmt hinum opinbera staðli (ÍST 13), en á það var hins vegar bent í skýrslunni, að sérstakar kröf- ur séu gerðar til skólabygginga að þola aukaálag, þar eð Almanna- vamir ríkisins beini fólki í -skóla- byggingar ef það neyðist til að yfirgefa hús sín í náttúruhamförum. Af því iðnaðar- og verslunarhús- næði, sem var kannað, reyndist það ýmist ekki standast þá láréttu jarð- skjálftakrafta, sem gerðar eru kröfur um eða að burðargeta súlna væri að öðru leyti of lítil. í einu tilviki reyndist þak yfír opnanlegu rými ekki standast vindálag. Um þessar niðurstöður segir í skýrslunni: „Athugun úrtaksins staðfestir á ótvíræðan hátt að burð- arþoli margra húsa er áfátt. Hitt vekur þó sérstaka athygli, að ekk- ert húsanna stenst að öllu leyti settar kröfur, þótt nokkur húsanna hafi verið valin í þeirri von að þau stæðust kröfur. Áuk þess er und- runarefni sá skortur á gögnum hjá byggingarfulltrúanum í Reykjavík, sem fram kom við þessa athugun." Síðan segir: „Könnunin undirstrikar að frekari athuganir þurfa að fara fram. Tilhögun frekari athugana gæti verið á þann veg, að byija á öllum stærri húsum, sem eru í bygg- ingu, til að unnt verði að leiðrétta (lagfæra) burðarþol þeirra á bygg- ingarstigi ef nauðsyn krefur. Síðan þarf á kerfisbundinn hátt að kanna ástand húsa, sem þegar hafa verið tekin í notkun. Til þess að bæta núverandi ástand I þessum málum, er þörf á að bæta til muna þær reglur sem gilda um löggildingu hönnuða og auka verulega eftirlit bæði með hönnuðum og fram- kvæmdum. Jafnframt er brýnt að gera verulegt átak í staðlamálum á sviði þolhönnunar, þ. e. endurskoða núgildandi staðla og gefa út þol- hönnunarstaðla, sem ekki eru til.“ Aukið eftirlit við Hvassa- leitisskóla Á FUNDI Borgarráðs Reykjavíkurborgar í gær var tekið fyrir bréf frá foreldrum barna I Hvassleitisskóla. Á fundinum var samþykkt að beina þeim tilmælum til lög- reglu að hafa eftirlit með svæðinu umhverfis skólann, vegna mannsins sem verið hefur að angra böm þar að undanförnu og að kannaðar verði leiðir til þess að koma til móts við óskir foreldra um umbætur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.