Morgunblaðið - 20.05.1987, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 20.05.1987, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIICUDAGUR 20. MAÍ 1987 27 Morgunblaðið/Einar Faiur Ólafur Ragnarsson formaður sjóðsstjómar, Armann Kr. Einarsson rithöfundur og Kristin Steinsdóttir við afhendingu íslensku bama- bókaverðlaunanna í Þingholti í gærdag. í slensku barnabókaverðlaunin veitt í annað sinn: Handrit Kristínar Steinsdóttur hlaut verðlaunin í ár HANDRIT Kristínar Steinsdótt- ur að sögunni „Franskbrauð með sultu“ varð hlutskarpast í sam- keppni Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka, en á þriðja tug hand- rita bámst í samkeppni sjóðsins að þessu sinni. Þetta er í annað sinn sem islensku barnabóka- verðlaunin em veitt, en í fyrra hlaut Guðmundur Ólafsson verð- launin fyrir bók sína „Emil og Skundi", sem Vaka-Helgafell gaf út. Verðlaunin voru afhent í Þing- holti í gærdag. Ólafur Ragnarsson, formaður sjóðsstjómar, skýrði frá úrslitum samkeppninnar og afhenti Kristínu Steinsdóttur skrautritað verðlaunaskjal til staðfestingar sigri hennar og Ármann Kr. Einars- son, rithöfundur, færði henni síðan verðlaunaféð 50 þúsund krónur. Þá fékk Kristín einnig við þessa athöfn fyrsta eintak verðlaunabókarinnar, sem kom út hjá Vöku-Helgafelli í gær. Verðlaunasjóður íslenskra bama- bóka var stofnaður 1985 í tilefni af 70 ára afmæli Ármanns Kr. Ein- arssonar rithöfundar. Lögðu fjöl- skylda Ármanns og Bókaútgáfan Vaka fram stofnfé sjóðsins. Til- gangur hans er að örva fólk til að skrifa bækur fyrir böm og unglinga og stuðla jafnframt að auknu fram- boði íslensks lesefnis fyrir áður- nefnda aldurshópa á öðmm tíma árs en fyrir jól. Verðlaunasagan „Franskbrauð með sultu" er fyrsta sjálfstæða bamabók Kristínar Steinsdóttur, sem er húsmóðir og kennir í Fjöl- brautarskólanum á Akranesi. Hún fékk viðurkenningu í smásagnas- amkeppni móðurmálskennara 1983 fyrir sögu sína „Donkey Kong“ og birtist hún í síðara bindi smásagna- safns móðurmálskennara, „Gúmmí- skór með gati“. Þá hefur Kristín í samvinnu við systur sína, Iðunni Steinsdóttur, samið leikritin „Síldin kemur og síldin fer“ og „19. júní“ sem fékk fyrstu verðlaun í leikritas: amkeppni Ríkisútvarpsins 1986. Verðlaunasagna „Franskbrauð með sultu" fjallar um líf, starf og ævintýri bama í kaupstað á Aust- fjörðum árið 1955. Söguhetjan, Lilla, fer þangað frá höfuðborginni til að heimsækja ömmu sína og afa. Þar lendir hún í margvíslegum ævintýrum _ og öðlast nýja lífsreynslu. í umsögn dómnefndar segir meðal annars að sagan sé skrifuð á einkar fallegu, ijörlegu máli og bregði upp trúverðugri mynd af lífi íslenskra bama á tímum sfldarævintýrisins fyrir 30 áram. Krafa bandarískra sljórnvalda: Veruleg takmörk- un vísindaveiða Tillaga verður lögð fram í Alþjóðahvalveiðiráðinu Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttantara Morgimblaösins í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hyggjast leggja fram tillögu um verulega takmörkun vísindaveiða á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Bour- nemouth i júnílok. Tillagan hefur hlotið blessun samtaka hvalfriðunarsinna i Banda- ríkjunum, en stjórnvöld hval- veiðiþjóða telja að hún gæti brotið í bága við stofnsáttmála hvalveiðiráðsins. Tillaga Bandarfkjanna verður lögð fram í Alþjóðahvalveiðiráðinu á næstunni. Nefndafundir til undir- búnings aðalfundi ráðsins hefjast 1. júní næstkomandi í Boume- mouth í Englandi, og þar verður aðalfundurinn haldinn í síðustu viku júní. í bandarísku tillögunni er gert ráð fyrir að ákvæði um vísindaveiðar verði þrengt vera- lega, þannig að ríki sem hyggja á slíkar hvalveiðar þurfí að leggja ítarlegan rökstuðning fyrir vísindanefndina og ráðið sjálft. Talsmenn bandarískra friðunar- samtaka skýrðu fréttaritara Morgunblaðsins frá því að samtök- in hafí á samráðsfundum með bandaríska viðskiptaráðuneytinu og öðram stjómarstofnunum lýst stuðningi við ályktunartillöguna. Bandaríkjamenn leggja ekki til að algjörlega verði tekið fyrir hval- veiðar í vísindaskyni, en vilja að þær verði takmarkaðar mjög stranglega. Ákvæði um vísinda- veiðar var samþykkt samhljóða á aðalfundi hvalveiðiráðsins í Malmö á síðasta ári, en orðalag um innan- landsneyslu hvalkjöts varð ásteyt- ingarsteinn í viðræðum íslenskra og bandarískra stjómvalda og hót- uðu Bandaríkjamenn viðskipta- þvingunum. Fallist Alþjóðahvalveiðiráðið á tillögu Bandaríkjamanna, reikna friðunarsamtökin með því að af hálfu Bandaríkjanna verði hart tekið á brotum gegn slíkri sam- þykkt. Ef hvalveiðiþjóðir víkja frá þessari fyrirhuguðu samþykkt, jrrði umsvifalaust gripið til Pelly og Magnuson-ákvæðanna í banda- rískum lögum, en þau lagaákvæði kalla á viðskiptaþvinganir Banda- ríkjanna gegn ríkjum, þar sem stundaðar era hvalveiðar sem þykja brjóta gegn alþjóðasam- þykktum. í stofnsáttmála Alþjóðahval- veiðiráðsins er einstökum ríkjum selt sjálfdæmi um úthlutun leyfa til hvalveiða í vísindaskyni. En jafnframt þurfa stjómvöld að greina Alþjóðahvalveiðiráðinu frá fyrirhuguðum leyfísveitingum með nægum fyrirvara, til að vísinda- nefndin geti fjallað um þau og gert sínar athugasemdir. Hörður Bjamason hjá sendiráði íslands í Washington telur að vegna and- stöðu hvalveiðiþjóðanna við tillögu Bandaríkjamanna, geti svo farið í Boumemouth, að ólíkt fyrri sam- þykktum hvalveiðiráðsins verði ekki gerð einróma samþykkt um hvalveiðar í vísindaskyni. Hvalkjötið í Hamborg: Menntamálaráðuneytið vottar lögmæti veiðanna - segir tilteknar hvalategnndir ekki í útrýmingarhættu MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur gefið út vottorð vegna út- flutnings havalafurða héðan til að skýra mál það, sem snýst um kyrrsetningu frystigáma með hvalkjöti í Hamborg. I vottorðinu er tekið fram, að hvalirnir hafi verið veiddir í vísindaskyni og veiðamar stofni ekki tilteknum hvalastofnum í hættu. Hvalkjötið hefur verið í Hamborg vikum saman, en þaðan átti það að fara til Japan. í frétt frá menntamálaráðuneyt- inu segir, að vottorð þetta hafí verið gefíð út hinn 24. apríl síðastliðinn að höfðu samráði við sjávarútvegs- ráðuneytið og yfírdýralækni. Samkvæmt alþjóðareglum gefí ráðuneytið út slík vottorð vegna útflutnings ýmissa dýraafurða, að höfðu samráði við sérfræðilega að- ila, í samræmi við við ákvæði svonefnds CITES-samnings (Samn- ingur um milliríkjaverzlun með dýra- og jurtategundir í útrýming- arhættu). „í vottorði menntamálaráðuneyt- isins er staðfest að afurðirnar séu af hvölum sem hafí verið veiddir í vísindaskyni í íslenzkri lögsögu samkvæmt sérstöku leyfí íslenzku ríkisstjómarinnar og að veiði þessi stofni ekki hinum tilteknu hvala- stofnum í hættu. Þá er ennfremur staðfest að veiði og meðferð á dýr- unum hafí verið í samræmi við íslenzk lög,“ segir í frétt ráðuneytis- ins. Já, verðlaunabíllinn MAZDA 626 1.6L 4 dyra SEDAN með 5 gíra kassa og ríkulegum búnaði kostar nú aðeins 498.000. Þetta eru án efa bestu bílakaupin í dag! Síðustu bílamir af árgerð 1987 voru að koma til landsins og eru til afgreiðslu STRAX. Hafið því hrað- ar hendur, því aðeins örfáum bíl- um eróráðstafað. MAZDA626 auto moior SDOit MAGAZIN „Helmsins besti bíll“ 4áríröð. Betri meðmæli fást ekki!! Opið laugardaga frá kl. 1 - 5. BÍLABORG HF. FOSSHÁLSI 1.SÍMI68 12 99 genglsskr. 11.5. ’87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.