Morgunblaðið - 20.05.1987, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 20.05.1987, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987 Bændur mótmæla niðurskurði Reuter UM 15 þúsund bændur fóru í gær um götur Bríissel til að mótmæla róttækum áætlunum um að skera niður fjárframlög Evrópubandalagsins niðurgreiðslna á landbúnaðarafurðum. Mótmæl- in fóru fram á meðan landbúnaðarráðherrar aðildarríkja bandalagsins ræddu tillögur um að binda enda á offramleiðslu í landbúnaði. Mót- mælendurnir báru áletruð spjöld og sprengdu púðurkerlingar. Lögregla hafði mikinn viðbúnað vegna þessa, en ekki kom til átaka. Á myndinni sést hvar bóndi einn setur púðurkerlingu ofan í tóman mjólkurbrúsa. Mótmælunum lauk með því að leiðtogar bænda héldu ræður fyrir utan fundarstað ráðherranna. Nakasone kveður nið- ur andóf í stjórninni Vestur-Þjóðveijum stafar nú aukin hætta af njósnurum frá austantjaldsrikjum og öfga- mönnum bæði til hægri og vinstri, að því er Friedrich Zim- mermann innanríkisráðherra sagði í gær. Zimmermann sagði í árlegri skýrslu um störf gagnnjósnastofn- Marchais tilnefnir eftirmann París, Reuter. GEORGES Marchais, aðalritari franska kommúnistaflokksins, lagði í gær til að Andre Lajoinie yrði útnefndur eftirmaður sinn á þingi flokksins í næsta mánuði. Lajoinie er 57 ára og hefur verið formaður þingflokks Kommúnista- flokksins um skeið. Er hann af bændafólki og þykir alúðlegur og blíðmáll. Hann er sagður líklegastur núverandi leiðtoga flokksins til að geta snúið kjósendum til fylgis við flokkinn, sem hefur skroppið saman síðustu árin undirforystu Marchais. Marchais stakk upp á Lajoinie á þriggja daga miðstjómarfundi flokksins, sem lýkur í dga í París. Miðstjómin verður að samþykkja tillögu Marchais áður en hægt verð- ur að bera hana upp á landsfundi. unarinnar að 43 menn hefðu verið handteknir fyrir njósnir í þágu Var- sjárbandalagsríkja á síðasta ári. Arið 1985 voru 18 menn hand- teknir. Sagði ráðherrann að þetta væri mikill missir fýrir Austur-Þjóðveija. Að sögn Zimmermanns hefur leyniþjónustu Vestur-Þýskalands tekist að koma í veg fyrir að kom- múnistar gætu komið sínum mönnum að í kjölfarið á því að Hans-Joachim Tiedge, einn af helstu starfsmönnum gagnnjósna- stofnunarinnar, flúði til Austur- Þýskalands árið 1985. Zimmermann sagði að öfgahópar til vinstri hefðu framið fleiri hryðju- verk á síðasta ári en árið áður. Árásimar hefðu aðallega beinst gegn herstöðvum Vestur-Þjóðveija og Atlantshafsbandalagsins. í skýrslunni kemur fram að helst séu það Austur-Þjóðveijar, sem sendi njósnara til Vestur-Þýska- lands, en Pólveijar, Tékkar og Sovétmenn stundi einnig njósnir. Félagar í hægri öfgasamtökum em um 22 þúsund og hefur lítið fjölgað. Þar af er talið að fimmtán hundmð manns taki þátt í starfi samtaka nýnasista, sem vilji koma á sams konar stjómarháttum og vom við lýði í valdatíð Adolfs Hitl- er, að því er segir í skýrslunni. Yfirvöld hafa komist að því að sam- vinna er milli slíkra fasistahópa í Austurríki, Frakklandi og Belgíu. Innanríkisráðheirann sagði að uppreisnarsamtök írana, Palestínu- manna og fólks frá Sri Lanka legðu enn á ráðin um hryðjuverk innan landamæra Vestur-Þýskalands. Tókýó, Reuter. YASUHIRO Nakasone, forsætis- ráðherra, kvað niður andóf gegn efnahagsstefnu sinni á ríkis- stjórnarfundi í gær, að sögn áreiðanlegra heimiida. Vegna deilna um tillögur forsætisráð- herrans stóð fundurinn hálfri stundu lengur en venja er. Hermt er að nokkrir af valda- mestu ráðhermnum í stjóm Nakasone hafi haft í frammi efa- Cannes, Reuter. FRANSKI leikstjórinn Maurice Pialat vann í gærkvöldi Gullpál- mann, helstu verðlaunin, sem veitt eru á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi, fyrir mynd sína „Sous le Soleil de Satan“ (Undir sólu Satans). Ákvörðun þessi er umdeUd og gerðu áhorf- endur hróp að dómnefndinni. Gagnrýnendur rökkuðu niður mynd Pialats, sem byggð er á skáld- sögu Georges Bemanos um prest, sem lætur kölska freista sín, þegar hún var fmmsýnd og var ekki gert ráð fyrir að hún ynni til verðlauna. TÉKKA tókst að flýja til Vestur- Þýzkalands í fyrrakvöld á heimasmíðaðri svifflugu. Komst hann undan tveimur orrustuþot- um, sem sendar voru á loft á eftir honum. Tékkinn hafði undirbúið flóttann í tvö ár, að sögn vestur-þýzku lög- reglunnar. Smíðaði hann svifflug- una heima hjá sér. Setti hann á hana mótor og lagði á flótta frá bænum Domazlice um sólsetur í semdir um ágæti tillagna forsætis- ráðherrans og ekki talið þær koma nógu mikið til móts við kröfur Bandaríkjastjómar, sem gripið hef- ur tii ráðstafana vegna gífurlegs halla á viðskiptum við Japan. Naka- sone vill m. a. auka útgjöid hins opinbera og leggja á söluskatt. Hyggst hann hins vegar lækka tekjuskatt. Ágreiningur er í stjóm- inni og flokk hans um þessar Dómnefndin, sem Yves Montand veitir forstöðu, útnefndi Italann Marcello Maistroiani og Banda- ríkjamanninn Barböru Hershey fyrir bestan leik. Leikstjórinn Tenguiz Abouladze frá Grúsíu fékk sérstök verðlaun gagnrýnenda fyrir myndina Pokay- aniye (Iðrun). Vestur-Þjóðveijinn Wim Wend- ers fékk verðlaun fyrir leikstjóm á mynd sinni Der Himmel iiber Berl- in, en hann vann einnig til verð- launa fyrir myndina Paris, Texas fyrir þremur ámm. fyrradag. Lenti hann klukkustund síðar á akri 50 kílómetra handan tékknesku landamæranna, skammt frá bænum Roding í Vestur-Þýzka- landi. Flóttamaðurinn flaug eins lágt og kostur var til að sjást ekki á ratsjám tékkneska flughersins. Hans varð þó fljótlega vart og voru sendar tvær orrustuþotur á eftir honum, en þær náðu ekki svifflug- unni. aðgerðir. Nakasone hélt því fram að Ron- ald Reagan, Bandaríkjaforseti, hefði lagt blessun sína yfír tillögur hans er þeir hittust fyrir skömmu í Washington. Ráðstöfunum Naka- sone er ætlað að blása þrótti í efnahagsh'f Japana og opna landið meira fyrir innflutningi. Andófið í stjóminni em til marks um að staða Nakasone sé að veikj- ast, en hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir stuðning sinn við umdeildan söluskatt. Hefur pólitísk- ur orðstýr hans beðið hnekki af þeim sökum. Nakasone lætur af starfí forsæt- isráðherra og formennsku í Frjáls- lynda lýðræðisflokknum í október. Eftir því sem nær dregur mæta hugmyndir hans og tillögur öflugri mótspymu. Á sama tíma harðnar keppni þeirra, sem sækjast eftir því að leysa hann af hólmi. Susumu Nikaido, sem er einn af áhrifamestu mönnum flokksins, lýsti því yfir í síðustu viku að hann mundi sækjast eftir formennsku í flokknum og starfi forsætisráð- herra. Framkvæmdastjóri flokks- ins, Nobom Takeshita, vill einnig leysa Nakasone af hólmi. gjaldmiðla Gengi London, Reuter. Sterlingspundið kostaði 1,6785 dollara á hádegi í London í gær. Staða dollarans hafði styrkst nokkuð einkum vegna frétta um að vaxtahækkun kynni að vera í vændum í Bandaríkjunum. Gengi annarra helstu gjaldmiðla var með þeim hætti að dollarinn kost- aði: 1,3390 kanadíska dollara, 1,7820 vestur-þýsk mörk, 2,0087 hollensk gyllini, 1,4620 svissneska franka, 36,91 belgíska franka, 5,9525 franska franka, 1291,00 ítalskar lírur, 140,15 jen, 6,2350 sænskar krónur, 6,6150 norskar krónur, 6,6975 danskar krónur. Gullúnsan kostaði 470,70 doll- ara. V estur-Þýskaland: Aukin hætta af njósn- urum og öfgahópum Bonn, Reuter. Frakki fékk Gull- pálmann í Cannes Tékkóslóvakía: Flýði land á heima- smíðaðri svifflugu MUnchen, Reuter.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.