Morgunblaðið - 20.05.1987, Page 34

Morgunblaðið - 20.05.1987, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987 Nýútskrifaðir einsöngrarar og söngkennarar úr Söngskólanum. Skólaslit o g tónleik- ar í Söngskólanum FJÓRTÁNDA starfsári skólans er Píanóleikarar úr starfsliði skólans nú að Ijúka, og hafa um 150 nem- endur stundað nám við skólann í vetur, 110 fullt nám, en um 40 sótt hlutanám i kvöldskóla. Próf- dómari i vor var Margaret Carthew. Um 100 nemendur luku stigprófum i söng og/eða píanó- leik. Skólinn útskrifar að þessu sinni þijá söngkennara: Dúfu S. Einars- dóttur, Friðrik S. Kristinsson og Theodóru Þorsteinsdóttur, og tvo einsöngvara, Ásdísi Kristmundsdótt- ur og Ingibjörgu Marteinsdóttur. Sex nemendur luku VIII stigi, sem er lokapróf úr almennri deild. Vortónleikar á vegum skólans verða sem hér segin VIII stigs tónleikar: Miðvikudag- inn 20. maí kl. 20.30 í Tónleikasal Söngskólans á Hverfisgötu 45, Guð- rún Jónsdóttir, Ásdís Benediktsdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir. Laug- ardaginn 23. maí kl. 16.00 í Tón- leikasal Söngskólans, Sigurbjörg Hv. Magnúsdóttir, Ingunn Ósk Sturlu- dóttir og Andrea Gylfadóttir. Út- skriftartónleikar söngkennara: Sunnudaginn 24. maí kl. 16.00 í Tónleikasal Söngskólans, Theodóra Þorsteinsdóttir, Friðrik S. Kristins- son og Dúfa S. Einarsdóttir. Útskriftartónleikar einsöngvara: Mánudaginn 25. _maí kl. 20.30 í Norræna húsinu, Ásdís Kristmunds- dóttir, og þriðjudaginn 26. maí kl. 20.30 í Norræna húsinu, Ingibjörg Marteinsdóttir. GENGIS- SKRANING Nr. 89 - 19. maí 1987 Kr. Kr. ToU- Eíd.KI. 09.15 Kaup Sala gengi Dollari 38,440 38,560 38,660 St.pund 64,570 64,771 64,176 Kan.dollari 28,664 28,754 29,905 Dönskkr. 5,7388 5,7567 5,7293 Norskkr. 5,8106 5,8287 5,8035 Sœnskkr. 6,1647 6,1839 6,1851 Fi.mark 8,8612 8,8889 8,7892 Fr.franki 6,4583 6,4785 6,4649 Belg. franki 1,0415 1,0447 1,0401 Sv.franki 26,2928 26,3748 26,4342 Holl. gyUini 19,1463 19,2061 19,1377 V-Þ. mark 21,5834 21,6508 21,5893 ÍLlíra 0,02977 0,02986 0,03018 Austurr.sch. 3,0687 3,0783 3,0713 Port. escudo 0,2774 0,2783 0,2771 Sp. peseti 0,3081 0,3091 0,3068 Jap.yen 0,27452 0,27538 0,27713 Irsktpund 57,750 57,931 57,702 SDR (Sérst.) 50,3073 50,4645 50,5947 ECU, Evrópum. 44,8210 44,9610 44,8282 sem fram koma með nemendunum á þessum tónleikum eru Catherine Williams, Guðrún A. Kristinsdóttir, Hólmfríður Sigurðardóttir, Jórunn Viðar, Kolbrún Sæmundsdóttir og Lára Rafnsdóttir. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis, nema á tónleikana í Norræna húsinu, þar er verð að- göngumiða kr. 200. Skólaslit og lokatónleikar Söng- skólans í Reykjavík verða í íslensku óperunni fimmtudaginn 28. maí, skólaslitin kl. 15 og lokatónleikamir kl. 16.00. Aðgöngumiðasala er við innganginn, en styrktarfélögum hafa þegar verið sendir miðar. Að tónleik- unum loknum er boðið upp á kaffí- veitingar í Söngskólanum í Reykjavík á Hverfísgötu 45. Daginn eftir, 29. maí, fara síðan fram inntökupróf í skólann fyrir næsta vetur. Skólastjóri Söngskólans í Reykjavík er Garðar Cortes. (Fréttatilkynning.) Hjólar ÁSTRALÍUBÚINN Paul McMan- us ætlar að hjóla í kringum hnöttinn og safna fé fyrir hungr- aða í heiminum. Hann hefur verið á ferðinni i 14 mánuði og hefur lagt að baki 26 þúsund kílómetra. Hann reiknar með að hafa lokið hringferðinni í nóvem- ber í haust og verður þá búinn að hjóla 40 þúsund kílórnetra. ísland er 21. landið, sem hann heimsækir og í vikunni lagði hann af stað hringinn í kringum landið. Hann ætlar að fara hringinn norður um og bjóst við að vera hálfan mánuði í ferðinni, en héðan heldur hann til Bandaríkjanna viku af júní. „Það fer allt eftir veðri og vegum, en ég býst við að verða um tvær vikur að fara hringinn. Hér eru erfíðir vegir og þess vegna ætla ég mér lengri tíma en annars," sagði hann í samtali við Morgunblaðið. McManus lagði upp frá Adelaide í Ástralíu 16. mars 1986. í för með honum var félagi hans, sem einnig er frá Ástralíu. Hann gafst upp fljótlega eftir að ferðin hófst, þar sem honum þótti hitinn óbærilegur. „Honum hefði líkað lofslagið hér,“ sagði hann og spurði hvort sólin skini aldrei hér á landi. Eftir að hafa hjólað þvert yfir Ástralíu lá leiðin til Indónesíu, þar Leiðrétting- í Morgunblaðinu í gær þar sem sagt var frá úrslitum á íþrótta- móti unglinga í íþróttadeild Fáks var rangt farið með úrslit í tölti í eldri flokki. Hið rétta er að í 4. sæti varð Eyjólfur Pálmason á Hörða. Eyjólfur var einnig í 1. sæti í fjórgangi I eldri flokki. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessu. INNLEN^T Svíar gera sjónvarps- mynd um íslenska hestinn Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson Þeir Moberg og Lehmann og aðstoðarstúlka þeirra í Víðidalnum ásamt Hróðmari Bjarnasyni t.v. en hann stundar nám í Sviþjóð og kom með þeim til landsins sem leiðsögumaður. Daginn áður en myndin var tekin höfðu þeir myndað sýningu stóðhestastöðvar- innar, en ræktunarstarfinu hérlendis verða gerð góð skil í myndinni. Fyrir skömmu voru staddir hér á landi tveir Svíar í þeim erindum að taka myndir af islenskum hestum en þeir vinna að gerð hálftima til þriggja kortera langrar sjónvarpskvik- myndar sem fjalla á um sögu íslenska hestsins, eiginleika hans og núverandi stöðu á ís- landi og utan þess. Ætlunin er að myndin verði með þeim hætti að hún höfði til almenn- ings en ekki eingöngu þeirra er áhuga hafa á hestum. Upphafíð að gerð myndarinnar var að þessir Svíar, þeir Hans Moberg og Anders Lehman, áttu það tvennt sameiginlegt að starfa við myndbandagerð og eiga íslenska hesta og gældu þeir báð- ir við þá hugmynd að gera mynd um íslenska hestinn hvor í sínu lagi. Það var svo seinna að sam- eiginlegur kunningi þeirra vissi að þeir gengu með sömu hug- myndina í maganum án þess að vita hvor af hinum og kom þeim saman. Tóku þeir höndum saman og var ákveðið að myndin skyldi heita „Hestur guðanna". Þeir Moberg og Lehman sögðu að þótt þeir væru komnir á fullt við töku myndarinnar væri ekki búið að útvega allt það fjármagn sem þyrfti til framleiðslu myndar- innar en þeir hyggðust leita m.a. eftir fjárstuðningi íslenskra aðila. Töldu þeir að myndin yrði mjög góð landkynning fyrir ísland og íslenska hestinn. Þá sögðu þeir að þijú fyrirtæki hefðu nú þegar ákveðið að styrkja þá en þau eru Flugleiðir hf., Veltir hf. og Sony- umboðið. Þá munu þeir leita eftir aðstoð íslendinga við samningu texta við myndina og e.t.v. fá aðstoð hjá íslenskum myndbanda- gerðarfyrirtækjum. Þegar blaðamaður hitti þá fé- laga að máli í Víðidalnum voru þeir í þann mund að hefja tökur á tamningu trippis sem síðan átti að mynda seinna í sumar þegar tamning verður vel á veg komin en þeir eru væntanlegir í sumar og síðan aftur í haust. Fara þeir væntanlega í ferð yfír hálendið með einhveijum ferðahópi í sum- ar. Þá verða teknar myndir af öll- um gangtegundum og verða til þess fengnir þekktir hestar. Aðspurðir um það hvort myndin yrði sett á myndbönd til sölu á almennum markaði sögðu þeir Moberg og Lehmann að það gæti komið til greina eftir sýningu hjá þeim sjónvarpsstöðvum, sem væntanlega myndu kaupa mynd- ina, en þeir hyggjast selja hana sjónvarpsstöðvum á Norðurlönd- um og annarsstaðar í Evrópu, en hinsvegar ætluðu þeir að leyfa sýningu myndarinnar hérlendis án þess að greiðsla kæmi fyrir og bæri að skoða það sem þakk- lætisvott frá þeim til íslendinga fyrir veitta aðstoð við gerð mynd- arinnar, sem á að verða tilbúin í desember á þessu ári. Að endingu vildu þeir koma á framfæri þakk- læti fyrir góðar móttökur þau tvö skipti sem þeir hefðu komið hing- að til lands og sögðu þeir að þeim hefði opnast nýr heimur þegar þeir hefðu komið hingað og einnig hefðu þeir kynnst mörgu góðu fólki. v.K. í kríngum hnöttínn Morgunblaðið/Bjami Paul McManus með fararskjótann í Fógetagarðinum í Reykjavík áður en hann lagði upp í ferðina hring- inn í kringum landið. sem félagi hans gafst upp. Hann fékk ekki að fara um Thailand vegna ótryggs ástands við landa- mæri landsins og varð því að taka þann kost að fljúga til Bangla Desh. Þetta er eini hluti leiðarinnar, sem hann hefur ekki hjólað um. Frá Bangla Desh fór hann þvert yfír Indland og um Punjab, Pakistan, íran, Tyrkland og til Grikklands. Síðan sem leið liggur um Evrópu til Englands, en hingað kom hann fljúgandi frá London. „Erfíðasti hluti ferðarinnai var um Pakistan og Iran. Þar eru veg- imir mjög erfiðir, hitinn mikill, eyðimerkurnar víðfemar og ein- mannaleikinn þrúgandi. Það fylgir því mikið öryggisleysi að vera einn í þessum löndum, því það er á eng- an að treysta og enginn til þess að leysa vandamálin, nema maður sjálfur," sagði hann. í Pakistan létu stjómvöld honum í té sex lífverði til þess að tryggja að hann yrði ekki fómarlamb mannræningja. Eins og iýrr segir er tilgangur ferðarinnar meðfram sá að safna fé handa hungruðum heimi. Til þessa hefur McManus tekist að safna um einni milljón íslenskra króna og rennur það fé til Austral- ian Freedom From Hunger Campaign, en þau samtök einbeita sér að langtíma þróunarhjálp í Þriðja heiminum. Flugleiðir styrkja ferð hans hingað og áfram til Bandaríkjanna. McManus á eftir að fara þvert yfír Bandaríkin til Los Angeles. Þaðan flýgur hann til Ástralíu og lýkur ferðinni með því að hjóla í kringum hálfa Ástralíu til Adelaide, þar sem ferðin hóft fyrir 14 mánuð- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.