Morgunblaðið - 20.05.1987, Síða 40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987
40
Ráðstefna um stuðning
Islands við Nicaragua
STUÐNINGUR íslands við
Nicaragua er nafnið á ráð-
stefnu, sem um 20 samtök efna
til n.k. laugardag, 23. maí í
Sóknarsalnum, í nýja Sóknar-
húsinu, Skipholti 50A. Á
ráðstefnunni er ætlunin að
veita upplýsingar og fræðslu
um ástand mála I Nicaragua,
og um það uppbyggingarstarf
sem þar á sér stað við erfiðar
aðstæður. Mikilvægasta verk-
efni ráðstefnunnar er að ræða
og móta hugmyndir um stuðn-
ing íslands við þjóð Nicaragua.
Frá Norðurlöndunum, öðrum
en íslandi, hefur komið gífurlega
mikil hjálp, frá einstaklingum,
fjöldasamtökum og frá opinber-
um aðilum. Frá íslandi hefur
sáralítill stuðningur komið, og er
það von þeirra, sem að þessari
ráðstefnu standa að á því verði
nú mikil breyting.
Að undirbúningi ráð-
stefnunnar standa
Verkalýðssamtök: Alþýðusam-
band íslands, Kennarasamband
íslands.
Stjómmálaflokkar og samtök:
Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur,
Kvennalistinn, Samband ungra
framsóknarmanna, Baráttusam-
tök sósíalista, Vinstri sósíalistar,
Æskulýðsfylkingin.
N ámsmannasamtök:
Samband íslenskra náms-
manna erlendis, Bandalag
íslenskra sérskólanema, Félag
framhaldsskólanema, Félag
vinstri manna v. HI.
Og ýmis fleiri samtök:
Mið-Ameríkunefndin, Alþjóð-
leg ungmennaskipti, Vináttufé-
lag íslands og Kúbu, Menningar-
og friðarsamtök íslenskra
kvenna, íslenska friðamefndin,
Samtök herstöðvaandstæðinga.
Fleiri flokkum og fjöldasam-
tökum var boðin full aðild að
undirbúningi ráðstefnunnar og á
eftir að taka ákvörðun um þátt-
töku í nokkmm þeirrra. Em líkur
til að þeim aðilum fjölgi enn
næstu daga sem að þessari ráð-
stefnu standa.
Dagskrá ráðstefnunn-
ar, laugard. 23. maí
Kl. 10 og til hádegis: Setning
ráðstefnunnar: Guðríður Elías-
dóttir 2. varaf. ASÍ.
Samfelld fræðsludagskrá í
umsjón Einars Ólafssonar og
Torfa Hjartarsonar. Milli þátta í
fræðsludagskránni verður fyrir-
spurnum svarað.
Kl. 13—16.30. Sýnd kvik-
myndin Hotet (Ógnunin) eftir
Peter Torbjömsen. Bjöm Lindh
frá Svíþjóð segir frá fjölbreyti-
legu stuðningsstarfi í Svíþjóð og
annars staðar á Norðurlöndunum
við Nicaragua. Fyrirspumir og
almennar umræður. Kaffi og
umræðuhópar.
Kl. 16.30—18. Pallborðsum-
ræða með þátttöku forystumanna
stórra verkalýðs- og námsmanna-
sambanda, Mið-Ameríkunefndar-
innar sem og fulltrúum þeirra
stjómmálaflokka, sem fulltrúa
eiga á Alþingi. í þessari umræðu
verður reynt að kryfja til mergjar
hugmyndir um stuðningsaðgerðir
og hvemig megi hrinda þeim í
framkvæmd.
(Úr fréttatilkynningu.)
, radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
....................___'__
Tilkynning um reiðhjóla-
skoðun í Reykjavík 1987
Lögreglan mun framkvæma hjólaskoðun
daganna 25., 26., 27., og 29. maí nk., við
skóla borgarinnar.
Allt hjólreiðafólk er hvatt til að mæta með
hjól sín til skoðunar.
Skoðun verður framkvæmd sem hér segir:
25. maí
Fellaskóli — Vogaskóli
Hlíðarskóli — Seljaskóli
Austurbæjarskóli
— Hvassaleitisskóli
26. maí
Álftamýrarskóli
— Vesturbæjarskóli
Breiðagerðisskóli
— Hólabrekkuskóli
Árbæjarskóli
— Laugarnesskóli
27. maí
Breiðholtsskóli
— Fossvogsskóli
Melaskóli — Foldaskóli
Langholtsskóli
— Ölduselsskóli
29. maí
Selásskóli
Grandaskóli
kl. 10.30-11.30.
kl. 13.30-14.30.
kl. 15.00-16.00.
kl. 10.30-11.30.
kl. 13.30-14.30.
kl. 15.00-16.00.
kl. 10.30-11.30.
kl. 13.30-14.30.
kl. 15.00-16.00.
kl. 10.30-11.30.
kl. 13.30-14.30.
Munið að reiðhjól eru ökutæki og því nauð-
synlegt að þau séu í góðu ástandi. Öryggi
þitt er undir því komið.
Bætum reiðhjólamenninguna — höfum hjólin
í lagi.
Söluskattur
Viðurlög falla á söluskatt fyrir aprílmánuð
1987, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta
lagi 25. þ.m.
Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti
fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga
uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast
dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan
mánuð, talið frá og með 16. júní.
Fjármálaráðuneytið.
15. maí 1987.
Háþrýstiþvottur
fyrir viðgerðir og utanhússmálun.
Sílanhúðun húseigna
Verktak sf., sími 78822
íbúð
3ja-4ra herbergja íbúð óskast til leigu frá 1.
júlí nk.
Upplýsingar í símum 681211 og 34941.
Vilhjálmur Árnason hrl.
Skrifstofuhúsnæði
33 fm skrifstofuherbergi til leigu í Mjölnis-
holti 14 nú þegar.
Upplýsingar á staðnum eða í síma 16016
milli kl. 10.00 og 17.00.
UMSK
Skrifstofuhúsnæði
Á besta stað í Austurborginni er til leigu 72
fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð. Húsnæðið
er fullinnréttað, bjart og gott og er laust nú
þegar.
Ennfremur er til leigu eitt herbergi á 3. hæð.
Upplýsingar í síma 22104.
Útboð
Knattspymufélagið Valur við Hlíðarenda
óskar eftir tilboðum í eftirfarandi:
a) Hita-, vatns- og frárennslislagnir.
b) Loftræstikerfi fyrir íþrótta- og vallarhús.
Útboðsgögn verða afgreidd á skrifstofu fé-
lagsins Hlíðarenda frá miðvikudeginum 20.
þ.m. gegn 5000,- kr skilatryggingu.
f ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir
hönd byggingadeildar óskar eftir tilboðum í
framkvæmdir við byggingu 1. hæðar og þaks
heilsugæslustöðvar við Hraunberg 6 í
Reykjavík. Um er að ræða uppsteypt eining-
arhús.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri
Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000
skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama
stað miðvikudaginn 10. júní nk. kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sirni 25800
Selfoss — Selfoss
Fólagsfundur hjá sjálfstæóisfélaginu Óðni verður haldinn fimmtudag-
inn 21. maí í Tryggvagötu 8 og hefst kl. 20.30.
Umræðuefni: Bæjarmál. Stutt framsöguerindi flytja:
Brynleifur H. Steingrimsson,
Bryndís Brynjólfsdóttir,
Haukur Gíslason,
Valdimar Þorsteinsson
og Erlendur Hálfdánarson.
Stjórnin.
Hádegisverðarfundur
Hvöt félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík
og Landssamband sjálfstæðiskvenna efna
til hádegisverðarfundar í Valhöll, 1. hæð,
fimmtudaginn 21. maí kl. 12.00. Þorsteinn
Pálsson formaður Sjálfstæöisflokksins
verður gestur fundarins og ræðir stjórn-
málaviöhorfin.
Stjórnirnar.
Garðabær
— Bessastaðahreppur
Kosningaúrslitin og staðan í dag
Fulltrúaráð sjálf-
stæðisfélaganna í
Garðabæ og Bessa-
staðahreppi halda
fund um kosnin-
gaúrslitin og stöð-
una í dag
fimmtudaginn 21.
maí kl. 20.30 í Sjálf-
stæðishúsinu,
Lyngási 12, Garða-
bæ.
Frummælendur Eyjólfur K. Jónsson, alþingismaöur og Ólafur G. Ein-
arsson, alþingismaður.
Frjálsar umræður.
Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna i
Garðabæ og Bessastaðahreppi.