Morgunblaðið - 20.05.1987, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 20.05.1987, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987 ASGEIR HVÍTASKÁLD Tveir froskar í Noregi Babú og ég erum vinir. Ég meina ekta vinir. Við skiljum hvom ann- an. Hann er algjört náttúrubam eins og ég. Þetta er fyrsti vinurinn sem ég kynntist hér í Noregi. Hann hjálpaði mér í gegnum erfiðleikana sem fylgja því að flytjast í nýtt land. Hann er hjá mér núna, er að bard- úsa eitthvað á skrifborðinu mínu. Þið ættuð að sjá hvemig hann depl- ar augum letilega og andar ótt og títt. Hann veit ekkert um fjármál, kannski er það þess vegna sem hann er alltaf sæll og ánægður. Babú er nú bara gælunafn sem ég bjó til sjálfur, hann heitir sjálf- sagt eitthvað annað en mig langar ekkert til að vita það. Nafnið fékk hann vegna þess hvemig hann and- ar. Sagan um Babú byijaði eiginlega strax og ég kom til Noregs. Eg þvældist í jámbrautarlest 5 átta tíma þar til ég kom loks í stúd- entabæinn. Ykkur finnst það sennilega skrítið að ég, rithöfundur- inn, sé að fara að læra viðskipta- fræði. En mér fínnst það líka skrítið. Er ég sat í leigubíl frá braut- arstöðinni kom í ljós að ég mundi búa langt inni í skóginum. A litlum stúdentagarði; tvær tveggja hæða blokkir. Daginn eftir ætlaði ég að skoða mig um. En það var ekkert hægt að sjá fyrir tijám, stórum furutijám út um allt. Og það tók mig klukku- tíma að labba niður í þorpið sem hét Bo. Norðmenn bmnuðu hjá, einangraðir í bílum sínum, með stór hjólhýsi í eftirdragi. Og á hveiju hjólhýsi var minnst eitt sjónvarps- loftnet. Af veginum sá maður ekki einu sinni fjöllin. Þorpið Bo fannst aldrei. Þar var bara ein gata. Það var eitt lítið bíóhús, vídeóleiga, bak- arí og banki. En tvær stórar kirkjur. Engin bjórkrá og ekkert Ieikhús. Ég settist á stall við styttu og fékk sjokk. Með bakpokann fullan af bjór streðaði ég upp eftir á hveijum degi. Ég hafði enga ritvél, ekki einu sinni pott eða gaffal. En verk- færalaus borðar þú ekkert. Mér fannst öll trén fyrir utan gluggann eins og skakkir útilegumenn. Tunglið skein inn og hélt vöku fyr- ir mér. Og í þokkabót dó Tarkofskí úr sígarettukrabbameini. Ég var hræddur, hræddur við skóginn, hræddur við þykkar skólabækur og þurr Qármál. Skammt frá stúdentagarðinum voru stór einbýlishús með ljós í gluggum sem loguðu alla nóttina. Eitt kvöld var ég á gangi í dimmri rigningu. Maður kallaði á hundinn sinn. Eg gekk fram á frosk á blautu malbikinu. Hann virtist vera á leið yfír götuna og small í er hann stökk. Ég beygði mig niður og snerti hann. Kvikindið var kalt og slímugt. Ég varð alveg heillaður. Maðurinn gaf mér auga; hvað ég væri að gera, beygja mig niður að malbikinu í rigningu seint um kvöld. Mig langaði að taka froskinn og fara með hann heim. En maðurinn horfði svo strangt á mig að ég þorði ekki, hélt það væri bannað eða eitt- hvað. I Noregi er það ekki til siðs fyrir fullorðna menn að taka upp froska. En ég horfði á eftir froskin- um hoppa upp eftir malbikinu. Ég kom aftur, er maðurinn var farinn og leitaði að froskinum, en hann var farinn. Daginn eftir lagði ég af stað í göngutúr upp til fjalla. Ætlaði upp á bæjarfjallið í von um að geta séð yfír; sjá hvar ég væri. í sjóðhita með nesti í bakpoka þrammaði ég malbikaðan veginn upp í móti. Alls staðar var furuskógur. Trébolirnir voru eins og hermenn. Ég kom að trérunu sem minnti mig á senu úr Tarkofskí-mynd. Þar sem naktir tréstofnar voru eins langt og augað eygði. Ég gekk um í skóginum al- veg heillaður, og klæddi mig úr flestum fötunum. Týndi bláber, bringber og rauð tittuber beint í munninn. Gekk upp í móti fallegan skógarstíg, heyrði nið í lækjar- sprænu. Sá svartan héra, sem stökk undan fótum mínum og hvarf á harðahlaupum. En óvænt endaði stígurinn. Áður en ég vissi var ég inn í miðjum skóginum rammvilltur. Og því lengra sem ég fór varð skógurinn þéttari og þéttari. Loks festist ég í þymirunna. Þá kom rigning. Eng- in smá rigning. Það var eins og hellt væri úr tíu fötum yfír mig. Ég varð gegnblautur á augabragði. Svo í þokkabót var mér mál að fara á klósett út af öllum beijunum. Rifínn og tættur, blautur og villt- ur stökk ég á milli furutijánna og reyndi að skýla mér undir breiðum greinunum. Loks gekk ég fram á sumarbú- stað þar sem allt var útflúrað og útskorið. Ég var hálf smeykur, því húsið minnti mig á hús galdranom- arinnar í Hans og Grétu. En ég settist undir foröndina og beið af mér rigninguna. Eftir tveggja tíma bið stytti loks upp og þá kom fuglasöngur og sætur skógarilmur. Ég hélt för minni áfram og fylgdi nýjum skóg- arstíg. Kom að yfírgefnum sveitabæ. En efst á öðmm gaflinum voru spætur búnar að höggva stór- ar holur í vegginn. Þegar sól var tekin að síga kom ég að litlu húsi í brattri brekku. Það virtist ekki vera sumarbústað- ur. Því úti við var gamall maður að dunda. „Góðan daginn," sagði ég á bjag- aðri norsku. „Góðan daginn," sagði gamli maðurinn. „Ekki ert þú norskur.“ „Nei, ég er íslendingur," sagði ég stoltur. „Já,“ sagði maðurinn og virti mig fyrir sér, eins og þetta væri síðasti séns. „Ég sá það í sjón- varpinu að þið fenguð mikð eldgos.“ Ég velti því fyrir mér hvort það hefði komið nýtt eldgos á Islandi. Eða hvort þetta væm eldgamlar fréttir. Þær vom gamlar. Hann var með svört gleraugu og bjó greini- lega einn þama í húsinu. En út um glugga sló bjarma frá litsjónvarpi. Þama bjó hann hátt uppi í fjallinu langt inni í skóginum. Og ég sem kveinkaði mér. Hvemig slefaði hann matnum sínum. Allt í einu kom ég út úr skóginum og við mér blasti stórt hótel. Þar var sundlaug og fólk sat úti og drakk kaffí. Ég tyllti mér í stól og pantaði mér kaffí, fætur mínir vom heitir og aumir. Lagleg ung stúlka færði mér sterkt kaffí og sykur- mola og sagði að ég þyrfti ekkert að borga. „Hva, af hveiju ekki?“ sagði ég. „Af því að þessi þjónusta er bara fyrir hótelgesti. Og af því að þú ert íslendingur," sagði hún og hvít svuntan sveif í loftinu er hún sneri sér. Þama sat ég, leyfði kvöldsólinni að baka andlit mitt og hvíldi auraa fætuma. Við blasti stór og opinn dalur; mjög blómleg byggð; akrar, bæir, tré. Með golunni barst angan af eplatijám. Lengst niðri í dalbotn- inum var lítð þorp sem hét Bo. Þama ætlaði ég sem sagt að vera í tvö ár. Myndi mér takast að hegða mér eins og fullorðinn maður, allan þann tíma? Á heimleiðinni kom aftur rigning og ég blotnaði inn að beini. Hékk við skúr, sem ég komst ekki inn í, og vatnið lak af hári mínu. Mér var kalt og ég var einmana og ráðvillt- ur. Mér fannst eins og Tarkofskí væri einhvers staðar í nálægðinni að kvikmjmda mig. Á hveijum degi fór ég í göngutúr inn í skóginn til að fínna frosk. En fann engan. Heyrði bara undarlegt kurr við vegkantinn. Það vom engi- sprettur, grænar og risastórar. Sá hrafna og dýr inni í skóginum. Æðislega falleg dádýr, létt og fím og tignarleg. Hljóðlaus. Þeim var ekki hægt að ná. Loks leigði ég hjól í Be til að komast á milli með bjór og matvæli. Svo byijaði skólinn og fólk fór að flytjast í stúdentablokkimar tvær inni í skóginum. En aldrei talaði neinn við mig, fólkið talaði ekki einu hvort við annað. En það vom 700 nemendur sem komu til bæjarins. Og allir vora í gallabuxum og strákamir með sítt hár. Mér fannst eins og ég væri kominn 10 ár aftur í tímann. Ég kynntist strák sem ætlaði að stúdera útivist og náttúm. Með honum og þýskri konu hans fór ég í hjólreiðatúr og fjall- göngu. Á leiðinni upp fjallið týndum við bláber og ég varð votur í mýmn- um, því ég neitaði að ganga í stígvélum. Á einum stað þurfti að vaða upp á móti ánni sem rann yfír bera klöpp. Þar sáum við svart- an snák. Ég varð frá mér af hræðslu. Samt vildi ég veiða orm- inn. Snákurinn hvarf inn á milli steina. Ég hrærði í holunni með priki en hann var horfínn. Ég sá íkoma klifra í tré og klifr- aði á eftir honum. „Hei, komdu niður," sagði strák- urinn og var strangur. „Þú getur ekki náð íkomanum. Hann bítur ofsa fast,“ sagði stúlk- an. Við komum upp á háan þver- hníptan hamar og sáum hafíð og ég sá fjallstinda eins langt og aug- að eygði. Það var gott uppstreymi og ég fann mjúkan vind leika um andlit mitt. Mig langaði að fljúga. Ég vildi breiða út vængi mína og fljúga fram af hamrinum. „Ekki standa svona framarlega á brúninni," sagði þýska stúlkan og var hrædd. Það hefði lítið þýtt að útskýra fyrir þeim að ég gat í raun og vem flogið. Á leiðinni niður, reyndi ég að sneiða hjá öllum mýmm. Allt í einu sá ég eitthvað hreyfast við fætur mína. Ég stökk upp, því ég hélt að þetta væri höggormur. Ætlaði að taka til fótanna en sá þá Babú. Grænn, og pínulítill, stráin vom í vegi fyrir honum. Hann reyndi að komast yfír blábeijalyng. Ég tók kauða og setti hann inn í tóma djús- flöskuna. Kampakátur gekk ég niður fjallið. Héðan í frá yrði ég ekki einmana. En þetta fannst hjónakomunum mjög undarleg hegðun að veiða frosk í flösku. En þau skildu mig ekki. Er heim kom smíðaði ég plastbúr úr kassettuhylkjum. Setti vatn í botninn. Hann var ekki stór en hann var grænn. Ég bætti nafninu Babú á hurðina. Og það vakti at- hygli í blokkinni. Litlu guttamir spurðu mig hver væri Babú og ég hleypti þeim inn til að skoða. Eftir það sendu stúdentamir mér þurrt augnaráð og skúringakellingin hætti að heilsa mér. En eftir nokkum tíma komu þó mæður guttanna til að skoða mig. Og brátt var mér boðið í mat til að kenna mér að borða með hníf og gaffli. A daginn þegar ég átti að vera að lesa fór ég í göngutúra út í skóg- inn og sá fljúgandi maura, gul fíðrildi, grænar engisprettur. Eitt sinn heyrði ég undarlegan andar- drátt í þykku kjarri. Er ég dró greinamar til sá ég stóran elg. Hann stóð grafkyrr og starði á mig. Hjartað í mér hætti að slá. Hann var svo stór, með hom, hefði getað étið mig í einum munnbita. Mér fannst augu hans segja: „Mig langaði bara að sjá þig, íslendingur. Ekki láta þá kæfa þig.“ Svo labbaði hann sína leið. í annað sinn var ég í hjólatúr seint um kvöld og uppgötvaði að heill hópur af leðurblökum elti mig. Þá varð ég óttasleginn. Tístandi, eins og fljúgandi mýs, eltu þær mig Vélflugmenn keppa um Haraldarbikarinn Texti og myndir: Pétur P. Johnson FYRSTA keppnismót vélflug- manna á þessu ári fór fram 9. maí, en þá var haldin öðru sinni keppni Flugklúbbs Reykjavíkur um Haraldarbikarinn, sem gef- inn var til minningar um Harald Ásgeirsson, prentara. Haraldur var ritari i fyrstu stjórn Flug- klúbbs Reykjavíkur en hann fórst í flugslysi i janúar 1986. Átta flugmenn tóku þátt í keppninni þessu sinni. Keppnin byggðist upp af fjórum þáttum sem reyndu á hæfni þátttakenda. Fyrsta þrautin sem þeir urðu að leysa var gerð nákvæmrar flug- áætlunar fyrir fyrirfram ákveðna flugleið sem þeir áttu síðan að fljúga eftir. Flugmennirnir vom síðan ræstir af stað frá Reykjavík- urflugvelli með 5 mínútna millibili og vom hraðfleygari vélar látnar fara á undan þeim hægfleygari. Orri Eiríkson, íslandsmeistari í vélflugi 1986, fyrir miðju, varð sigur- vegari i keppni Flugkiúbbs Reykjavíkur um Haraldarbikarinnar fyrir árið 1987. I öðru sæti varð Gunnar Þór Ólafsson, til vinstri, og þriðja sætið skipaði Steingrímur Friðriksson. Keppnisleiðin hófst yfir flugvell- rásmarkið og fylgdust tímaverðir inum í Mosfellssveit en þar var með því á jörðu niðri að keppendur Hér rekur einn keppandinn hjólin í hindrunarlínuna, en það er ein- mitt það sem á ekki að gera heldur á að fljúga yfir hindrun. Morgunblaðið/Pétur P. Johnson Jón E.B. Guðmundsson, Reykjavík, átti bestu lendinguna í keppninni um Haraldarbikarinn, en hann lenti nákvæmlega á línunni. Jón keppti á Piper PA-18-108 TF-ALK.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.