Morgunblaðið - 20.05.1987, Síða 51

Morgunblaðið - 20.05.1987, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAI 1987 51 kófsveittan. Ég hjólaði og hjólaði en alltaf nálguðust þessar svörtu leðurblökur. I þetta eina skipti hef ég hjólað á 70 kílómetra hraða. En froskurinn minn, hann Babú með löngu afturfætuma, er vinur minn. Hann hefur 5 langar tær og reisir sig upp við glerið og horfír út, minnir á mannveru. Andar ótt og títt svo stór undirhakan þenst út. Hann hefur ekki étið flugumar sem ég veiði handa honum. Og nú er Babú búinn að klifra upp úr búrinu sínu og situr alveg grafkyrr á skrifborðinu og starir á skólabækumar. Svo skríður hann inn á milli skólabókanna. Hann er stöðugt að leita að leiðinni út og klifrar upp á allt. Stekkur ef maður snertir hann. Honum fínnst óþægilegt að spássera á hvítum pappír, því hann festist við klístmga fætur hans. Stekkur niður af skólabókunum og skellur á skrifborðinu. Hélt hann væri búinn að stökkva út í skóginn. Skemmtilega bjartsýnn. Nú þrammar hann fram og aftur eins og asni. Svo kemur hann fram á borðbrúnina, næstum dottinn fram af. Hann horfír lengi niður, deplar svörtu augunum sínum. Loks stekk- ur hann, lendir beint á hausnum. Hann er lengi að jafna sig. Skríður svo af stað og heldur að nú sé hann kominn út í skóginn. Hann er nátt- úmbam eins og ég. Babú er vinur minn. Eitt sunnudagskvöld ráfaði ég um íbúðina eins og ljón í búri. Leiddist ískyggilega. Stökk út og hjólaði út í myrkrið. Rigning hafði verið um daginn og malbikið var blautt. Ég dróst í áttina að fjallinu. Það var sfjömubjart með ólíkindum. Stjömur um allan alheiminn. Ljósið á hjólinu lýsti upp pínulítinn blett á malbikinu. Ég nam staðar, og horfði upp í himininn. Það var stór- kostleg sjón. Milljón stjömur lýstu upp himinhvolfið. Ég hafði óslökkvandi löngun til að fljúga út í geiminn. Það var algjör þögn. Ég hafði aldrei séð svo skýran himin- inn. Nú gat ég séð hve órastór heimurinn er. Lagði frá mér hjólið til að búa mig undir flugið. Þá kom allt í einu stjömuhrap. Mér dauð- brá. Þá kom rauður logi á himininn; löng ræma og stór hvítur steinn fremst. Hélt allt ætlaði að springa í loft upp, hnötturinn brotna í þús- und mola. En loks brann steinninn upp. Þá gat ég óskað mér. Og ég hvíslaði að stjömunum: „Ég óska að ég breytist í frosk. Já, alvöru grænan frosk sem getur skriðið út í skóginn og þarf ekki að hafa neinar fjárhagslegar áhyggjur.“ fæm þar yfír á tilsettum tíma. Frá rásmarkinu lá keppnisleiðin að Hafravatni, þaðan að Þingvalla- kirkju og að gatnamótum Bláfjalla- vegar og Suðurlandsvegar við Sandskeið. FVá Sandskeiði var flogið að Keili og þaðan að Strand- arkirkju en þaðan var flogið að endamarki við Kotströnd i Olfusi. A leiðinni áttu keppendur að þekkja ýmis kennileiti og tilbúin merki á jörðu niðri. Víða vom le^milegar tímastöðvar þar sem dómarar og tímaverðir skráðu nið- ur tíma keppenda á leiðunum. Að loknum flugleiðsöguhluta keppninnar vom flugmennimir látnir taka marklendingu yfir hindmn og fór sá hluti mótsins fram á Selfossflugvelli. Keppnin um Haraldarbikarinn fór fram samkvæmt alþjóðlegum keppnisreglum FAI, alþjóðasam- bands flugmálafélaga. Sigurvegari í keppninni varð Orri Eiríksson frá Akureyri á Piper PA-22-108 Colt, TF-KAI og hlaut hann alls 676 refsistig. Orri er jafnframt íslands- meistari í vélflugi fyrir íslands hönd en sú keppni fer fram í Finn- landi i júnímánuði nk. í öðm sæti varð Gunnar Þór Ólafsson, Reykjavík, á Cessna 172 Skyhawk TF-FRI með 858 refsi- stig og í þriðja sæti varð Steingrímur Friðriksson, Reykjavík, á Piper PA-28-161 Warrior TF-IJPS (885 refsistig). Grænlensk rækja geymd í Njarðvík GRÆNLEN SKUR rækjutogari hefur legið í höfninni i Njarðvík alla síðustu viku. Togarinn Rámiut frá Nuuk kom hingað með um 2000 lestir af pill- aðri, frosinni rækju sem var komið í geymslu hjá frystihúsinu Sjö- stjömunni. Hingað er svo væntan- legt skip sem tekur rækjuna og flytur hana á markað erlendis. Einhveijar lagfæringar hafa ver- ið gerðar á rækjuvinnslubúnaði skipsins og hafa heimamenn annast þær viðgerðir. - BB Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Unnið við að landa rækjunni úr grænlenska togaranum Rámiut i Njarðvík. HeimiHstaeW M

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.