Morgunblaðið - 20.05.1987, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987
53
Kveðjuorð:
Jón Elís Árna-
son, Reyðarfirði
Fæddur 20. mars 1902
Dáinn 29. april 1987
Hugljúfur vinur er til moldar
hniginn. Elli á Gimli, en svo var
hann gjarnan nefndur hér heima,
var einstakt ljúfmenni.
Hann var maður hæglátur og
prúður í dagfari, vingjamlegur og
vinfastur. í dagsins önn hrannast
upp minningar liðins tíma, koma
og fara líkt og myndir á tjaldi. Á
hraðfleygri stund verður aðeins
stiklað á stóru í lífshlaupi þessa
látna vinar míns.
Jón Elís Ámason var fæddur 20.
mars 1902 á Eyrarstekk í Fáskrúðs-
fírði.
Hann var því nýorðinn 85 ára
þegar hann lést. Foreldrar hans
vom Ingibjörg Jónsdóttir og Ámi
Jónsson. Alls urðu börnin 11 og
komust öll upp að undanskildu einu,
Ásdísi, er lést aðeins 5 ára gömul.
Fjölskyldan var stór og munnam-
ir margir, sem metta þurfti. Þeim
mun þyngra varð áfallið mikla þeg-
ar fjölskyldufaðirinn dmkknaði út
af bænum Eyri 8. febrúar 1909 á
leiðinni heim frá því að sækja með-
al handa einu bama sinna.
Þegar þessi hörmulegi atburður
gerðist var Elís aðeins tæplega 7
ára gamall. Lífsreynslan lét ekki á
sér standa. Eigi kann ég að rekja
sögu fjölskyldunnar á Eyrarstekk
eftir þetta áfall, en Elís fór að Bem-
nesi í sömu sveit. Þar var systir
hans, Þórstína, vinnukona. Það
skiptast á skin og skúrir í lífí
manna. Dvölin á Bemnesi varð litla
drengnum til mikillar gæfu.
Þar vom í kaupavinnu hjónin
Þóra Schou frá Reyðará í Lóni og
Páll Pálsson, kennari á Fáskrúðs-
fírði. Hann var sonur séra Páls
Pálssonar í Þingmúla, sem þjóð-
kunnur varð fyrir brautryðjenda-
starf í kennslu heymarlausra. Hélt
hann skóla fyrir þá síðustu 23 ár
ævi sinnar eða frá 1867 til 1890.
Þau Páll og Þóra tóku nú Elís
að sér og gengu honum i foreldra-
stað. Dvaldi hann hjá þeim á
Fáskrúðsfírði fram til 1918. Þaðan
lá leið þeirra í Möðmdal og eftir
um það bil 3ja ára dvöl þar dvöldu
þau um eins árs skeið suður á
Vatnsleysuströnd hjá Sveini, bróður
Páls.
Árið 1922 flyst svo Elís með fóst-
urforeldmm sínum til Reyðarfjarð-
ar og þar gerist saga hans upp frá
því.
Ekki er það álitamál, að langt
hefði Elís náð á braut mennta ef
leið hans hefði legið í þá átt. Hann
var vel gefínn maður og vel gerð-
ur. En sönn menntun felst í fleim
en skólagöngu og er Elís lifandi
sönnun þess. Hæfíleikar hans birt-
ust með ýmsu móti. Hann var
völundur, hagleiksmaður hinn mesti
og gerði við nánast hvað sem var.
Þjóðlegum fróðleik unni hann og
hafði yndi af að rabba um liðna
tíð. Það fann ég vel er við um tíma
sátum saman í sögunefnd staðarins
hér. Dagbók hélt hann, m.a. á
stríðsámnum. Þar hefur hann fest
á blað atburði, sem hvergi em
skráðir svo mér sé kunnugt.
Fljótt eftir komuna til Reyðar-
fjarðar var hafíst handa við bygg-
ingu íbúðarhúss, sem nefnt var
Gimli. Inn í það flutti fjölskyldan
strax árið 1923.
Nú liðu tvö ár. Öld vélbátanna
var gengin í garð og leysti af hólmi
segl og árar. Þetta nálgaðist bylt-
ingu í fískveiðum og sjósókn. Þótt
bátar þessir væri litlir, nánast eins
og skeljar í samanburði við nútíma-
fley, sóttu hugprúðir menn sjóinn
fast á þeim og færðu björg í bú.
En þrátt fyrir vélar og nýja tækni
tókhafíð miskunnarlaust sinn toll.
Árið 1925 fórst vélbáturinn Odd-
ur frá Reyðarfírði með allri áhöfn,
sjö manns, á leið til Homafjarðar
á vertíð. Þar vora um borð bróðir
Elísar, Jón, og mágur hans, Sigurð-
ur Magnússon, kvæntur Guðrúnu
Ámadóttur. Eftir þetta hörmulega
slys fluttist Guðrún til Elísar bróður
síns að Gimli ásamt fóstursyni
sínum, Erlingi Amfínnssyni. Einnig
tóku þau systkinin að sér Sigrúnu,
dóttur Jóns bróður þeirra og Ragn-
heiðar Sölvadóttur. Sigrún og
tvíburabróðir hennar, Guðjón, vom
ekki fædd er vélbáturinn Oddur
fórst.
Allt sýnir þetta vel, hvaða mann
Elís hafði að geyma. Drengskapur
hans var ósvikinn.
Árið 1930 kvæntist Elís Guðrúnu
Bjameyju Valdórsdóttur frá Hrút-
eyri í Reyðarfírði. Foreldrar hennar
vom Valdór Bóasson frá Stuðlum
og Herborg Jónasdóttir ættuð frá
Hlíðarenda í Breiðdal.
Var þetta báðum og heimilinu
öllu til mikillar gæfu. Bjamey eða
Badda á Gimli eins og við kölluðum
hana hér heima var mikil öndvegis-
kona. Hún var einkar bamgóð,
glaðlynd og gamansöm. Þau hjón
vom að ýmsu leyti ólík, en í per-
sónugerð þeirra beggja kristallaðist
á fagurlegan hátt sami eiginleikinn,
sömu eðliskostimir: Glaðlyndi,
mannleg hlýja, hjálpsemi og tröll-
trygg vinátta. Bjamey lést langt
um aidur fram árið 1961.
Þeim varð þriggja bama auðið,
en þau em: Erla, búsett á Akur-
eyri, gift Leifi Tómassyni; Páll Þór,
búsettur á Reyðarfirði, kvæntur
Þóm G. Valdimarsdóttur; og Ámi
Valdór, einnig til heimilis á Reyðar-
fírði, kvæntur Maríu Ingibergs-
dóttur. Um þau öll má segja með
sanni, að „sjaldan fellur eplið langt
frá eikinni".
Systurdóttir Elísar, Jóna S. Jó-
hannesdóttir frá Fáskrúðsfírði, ólst
upp hjá þeim hjónum frá 6 ára
aldri. Hún er búsett í Reykjavík,
gift Gunnari Wedholm.
Eigi verður getið fjölmargra, sem
um lengri eða skemmri tíma dvöldu
á heimili þeirra hjóna. Það var allt-
af nóg pláss á Gimli. Þangað var
gott að koma á glaðlegt og gestris-
ið heimili. Elís Árnason lagði gjörva
hönd á margt. í samfellt 27 ár
(1930—1957) var hann vélgæslu-
maður í frystihúsi KHB. Hann var
annálaður viðgerðarmaður. Mátti
einu gilda hvort það vom bílar, hjól,
úr, klukkur eða eitthvað annað.
Allt lék í höndum hans. Ámm sam-
an klippti hann okkur strákana og
minntist ég margra slíkra stunda í
frystihúsinu hjá honum undir klið-
mjúkum nið vélanna.
Hann starfaði um tíma hjá Pósti
og síma, vann við byggingu bama-
skólans, við höfnina og margt fleira.
Alltaf sami tryggi og ömggi starfs-
maðurinn.
Frá 1967 og til dauðadags starf-
aði hann hjá Rafveitu Reyðarfjarð-
ar. Elís var heilsuhraustur allt sitt
líf og ók t.d. bíl fram á síðustu
stund. Áhugamál átti hann mörg
og unni sem áður er sagt sögu og
þjóðlegum fróðleik. Hann hafði sér-
stakan áhuga á sögu báta og skipa
og var fróður í þeim efnum. Þá
átti knattspyman hug hans óskipt-
an, enda liðtækur vel i þeirri íþrótt
á yngri ámm.
Góður drengur er genginn. Um
leið og ég þakka honum hlýtt við-
mót og einlæga vináttu alla tíð sendi
ég aðstandendum öllum innilegar
samúðarkveðjur.
Stundum er eins og tíminn nemi
staðar, jafnvel eins og hjól tímans
snúist eilítið til baka. Suint fólk er
eins og fastur punktur í tilvemnni
sakir eðliskosta sinna og hjarta-
hlýju. Þannig man ég Böddu og
Ella á Gimli. Blessuð sé minning
þeirra beggja.
Guðmundur Magnússon
t
Móðursystir okkar,
SIGLINN GRÍMSDÓTTIR
frá Nykhól,
Bjarmalandi 19,
andaöist í Borgarspítalanum 13. maí
og móðir okkar,
STEINÞÓRA GRÍMSDÓTTIR
frá Nykhól,
Bjarmalandi 19,
andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 17. maí.
Steingrímur Guðjónsson,
Eyjólfur Guðjónsson,
Guðjón Guðjónsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR,
Grettisgötu 6,
Reykjavfk,
lést í Borgarspítalanum aöfaranótt mánudagsins 18. maí.
Jón Geir Árnason, Sigrfður Einarsdóttir,
Sigurður ísfeld Árnason, Sólrún Elnarsdóttir,
Lóa Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faðir okkar og tengdafaöir,
DANÍEL KRISTINSSON,
Einarsnesi 54,
lóst í Landakotsspítala 13. maí. Jarðarförin fer fram f Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 20. maí kl. 15.00.
Sveinn Magni Daníelsson, Fanney Dóra Kristmannsdóttir,
Halla Daníelsdóttir, Jón Ásbjörnsson,
Auður Daníelsdóttir, Jakob Ágúst Hjálmarsson.
t
Móðir mín og amma okkar,
EMILÍA SIGURÐARDÓTTIR,
Grettisgötu 27,
Reykjavfk,
verður jarösungin frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 21. maí kl.
15.00.
Amalfa Sverrisdóttir,
Gréta Gunnarsdóttir,
Steinn Sigurðsson.
t
Móðir mfn, tengdamóðir og amma,
SIGRfÐUR BRYNDÍS JÓNSDÓTTIR
áðurtil heimilis á Leifsgötu 23,
verður jarðsungin frá Áskirkju þann 21. maí kl. 10.30.
Fyrir hönd aðstandenda.
Dóra Guðjónsdóttir,
Einar Bjarnason,
Lovfsa Guðbjörg Sigurjónsdóttir.
t
Útför móðursystur minnar,
ÞÓRUNNAR ÞORVALDSDÓTTUR,
fyrrum saumakonu á Siglufirði,
verður gerð frá kapellunni i Fossvogi miövikudaginn 20. maí kl.
13.30.
Fyrir hönd aöstandenda,
Helga Þ. Asgeirsdóttir.
t
Utför móður okkar, tengdamóður, systur og ömmu,
ÞURÍÐAR TRYGGVADÓTTUR MÖLLER,
Austurbergi 38,
er lést þann 11. maí sl. í Borgarspítalanum, veröur gerð frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 21. maí kl. 13.00.
Gunnlaugur Birgir Danfelsson, BirnaSigríður Ólafsdóttir,
Steinunn Þorsteinsdóttir,
Kristjana Halldóra Möller,
Björn Möller,
Kristján Ásgeir Möller,
Aðalsteinn Tryggvason,
Geir Ragnar Gfslason,
Guðfrfður Guðmundsdóttir,
Steinunn Hjartardóttir,
Geir T ryggvason,
barnabörn og aðstandendur.
t
Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
BALDURPÉTURSSON
frá Hjalteyri,
Hátúni 10 a, Reykjavfk,
lést 7. maí sl.
Bálför hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sveinbjörg H. Wfum,
Petra Baldursdóttir, Jón R. Ragnarsson,
Pétur H. Baldursson, Hulda Haraldsdóttir,
Rannveig Baldursdóttir, Guðni Jónsson,
Hafsteinn Baldursson, Hafdfs Hákonardóttir,
Heimir Baldursson, Ingibjörg D. Gylfadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför
GUÐLAUGS PÉTURSSONAR,
Bogahlfð 15,
sem lést 11. maí sl. fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
21. maí kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem
vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir.
Katrfn Þorvarðardóttlr,
Guðmundur Guðlaugsson, Marfa Sigurbjörnsdóttir,
Gunnar Guðlaugsson,
Pótur Guðlaugsson,
Ásólfur Guðlaugsson, Erla T ryggvadóttir,
Margrót Guðlaugsdóttir,
Sigrún Guðlaugsdóttir, Gunnar Kristjánsson,
Þorvarður Guðlaugsson, Guðrún Gfsladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR JÓNSSON
frá Efra-Lóni á Langanesi,
sfðar búsettur á Lokastfg 4 f Reykjavík,
lést í Landakotsspítala aðfaranótt 15. maí sl.
Jarðarförin fer fram frá Hallgrímskirkju 26. mai nk. klukkan 13.30.
Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er
bent á að láta líknarstofnanir njóta þess.
Guðrún Ólafsdóttir,
Sigrfður Sigurðardóttir, Skjöldur Vatnar,
Þóra G. Sigurðardóttir, Gunnar Jóhannesson,
Jónfna S. Sigurðardóttir, Rúnar Sigurðsson,
Unnur Sigurðardóttlr, Bernhard Svavarsson,
Anna Björk Sigurðardóttfr, Erllngur Sigtryggsson
og bamabörn.
i