Morgunblaðið - 20.05.1987, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987
61
FORMULA 1 OKUMAÐURINN NIGEL MANSELLSKRIFAR
Mátti ekki hnerra þá var
sægur f réttamanna mættur
Imola-kappaksturinn var ekki
sem verstur .. . Keppnin minnti
mig á hve gott Williams-liðið er.
Það setti okkur ekki útaf laginu
að Nelson Piquet lenti í alvarlegu
óhappi á æfingu og það sýnir vel
sterkan karakter liðsins. Skyndi-
lega var helmingur margra
mánaða undirbúnings farinn til
spillis með óhappi Piquets.
Læknar bönnuðu honum að
keppa. Viðgerðarmenn höfðu
smíðað nýjan bíl um nóttina eftir
óhappið, en hann kom ekki að
gagni. Andrúmsloftið í viðgerðar-
skýlinu minnti á veislu, sem
enginn mætir í, þegar fjarvera
Piquets var tilkynnt.
Að sjálfsögðu var nóg eftir
enn, við höfðum enn minn bíl.
Liðið vildi líka að ég gerði vara-
bflinn nothæfan í keppni, ef
aðalbíllinn skyldi bila af einhverj-
um orsökum rétt fyrir keppnina
á sunnudag. Það þurfti líka að
prófa ólíkar stillingar fyrir
Honda-vélina. Á meðan tókst
Senna að slá við tíma mínum frá
föstudegi, sem ákvarðar rásröð
í keppninni. Frank Williams
minnti mig hinsvegar á það að
keppnin var mikiivægari en að
eltast við að ná betri tíma en
Senna.
„ítalir eru brjálaðir
íkappakstur“
Á morgni keppnisdags hafa
andstæðingar okkar örugglega
talið að jólin væru í nánd! Annar
Williams-bíllinn úr leik og ég lenti
í gírkassavandræðum í upphitun-
inni. Prost og Senna voru báðir
fljótir í upphituninni, sömuleiðis
Teo Fabi. Þegar aðeins sjö mín-
útur voru eftir af upphitunartím-
anum komst ég loks af stað. Ég
náði að aka þrjá hringi og náði
besta tíma dagsins. Allir í liðinu
önduðu léttar.
l'talir eru brjálaðir í kappakst-
ur. Það er sama andrúmsloft og
á knattspyrnuleikjum á Imala,
fólk lifir sig inn í hlutina. Maður
mátti ekki hnerra þá var sægur
fréttamanna með myndavélar og
hljóðnema mættur á svæðið.
Rétt fyrir ræsingu þurfti ég að
halda fréttamannafund, en það
var talsverður spotti á staðinn
sem hann átti að vera. Lögreglu-
bílar vísuðu leiðina gegnum
mannfjöldann sem fyllti hvern
krók og kima. Á bakaleiðinni var
ég farinn að svitna því ég bjóst
ekki við að ná í tæka tíð til keppn-
isliðsins. En lögreglumaðurinn
sem ók mér var greinilega mikill
kappaksturskappi eða hélt það
a.m.k. Hann kom okkur í gegnum
þvöguna með tilheyrandi dekkja-
ýlfri og látum. Mér var þó ekkert
um sel. . .
„Hafði mestar
áhyggjur af
Alain Prost“
Á ráslínu beið ég spenntur,
hugsaði um hvernig ég myndi
haga akstrinum. Græna Ijósið
birtist og ég náði góðu starti, en
líka Senna sem var fyrir framan.
Ég náði upp að hlið hans, en
ákvað að láta hann leiða keppn-
ina. Þegar ég leit í baksýnisspeg-
ilinn í lok fyrsta hrings, var ég
ánægður að sjá að Prost var
hvergi nærri. Senna ók hægar
en ég á mörgum stöðum í braut-
inni, þannig að ég skaust framúr
honum á beinasta kaflanum, rétt
fyrir hægri beygju. Prost var sá
sem ég hafði mestar áhyggjur
af og ég vildi auka forskot mitt
á hahn. Þegar ég var kominn
framúr Senna, ákvað ég að ein-
beita mér að því að auka forskot-
ið.
Það gekk allt vel. Bensíneyðsl-
an var hæfileg, tölvan um borð
sagði mér það, en mjög margir
hafa orðið bensínlausir á Imola-
brautinni. Þyngdarhlutföll bílsins
og vélin voru í góðu standi. í
baksýnisspeglinum sá ég Prost
nálgast meir í hverjum hring. Ég
ákvað að hafa ekki áhyggjur,
ætlaði að sjá hvað Prost reyndi.
Það var langt eftir enn og ég
ætlaði sannarlega ekki að fara
að kollkeyra mig svo fljótt í
keppninni, aðeins 17 hringir bún-
ir af 59.
En ég fékk aldrei tækifæri til
að reyna mig gegn Prost. Vélin
bilaði hjá honum. Þegar slíkt
skeður er hætta á að maður tapi
einbeitingunni, telji sig öruggan
um sigur. En það var engin hætta
á því hjá mér, því titringur í fram-
hjólunum á bíl mínum héldu mér
vel vakandi. Eftir nokkra hringi
ákvað ég að fara inn á viðgerðar-
svæðið og láta skipta um dekk
til að losna við titringinn. Það tók
ekki nema 8,3 sekúndur að
skipta um dekkin fjögur. Auk
þess þrifu viðgerðarmennirnir
skyggnið á hjálminum og hreins-
uðu hlífarnar á vatnskassanum.
Ég þaut af stað og titringurinn
var horfinn.
Þrátt fyrir að hafa tekið við-
gerðarhlé var ég 18 sekúndum á
undan þeim Alboreto og Senna,
sem reyndust einnig hafa látið
skipta um dekk. Riccardo Patr-
ese var hins vegar ekki langt fyrir
aftan, en hann hafði ekki enn
skipt um dekk. Ég varð því að
taka framúr mörgum bílum sem
voru orðnir aftarlega til að missa
ekki Patrese framúr. Það var
enginn leikur auk þess sem vind-
hviður feyktu bílnum stundum
þvert yfir brautina, á 150—300
km hraða er slíkt ekkert gaman-
mál! En það slapp. Þegar leið að
lokum keppninnar höfðu brems-
urnar versnað, í einum hringnum
fór ég aðeins útaf í krappri
beygju. Ég náði þó inn á brautina
aftur, en stillti bremsuátakið bet-
ur milli fram- og afturhjóla með
takka í ökumannsklefanum.
Að aka á Imola-brautinni var
eins og að spila á píanó. Á með-
an tölva í ökumannsklefanum
sýndi bensíneyðsluna, stillti ég
hina og þessa takka, sem breyttu
vinnslu vélarinnar og túrbó bún-
aðarins. Á milli þess spjallaði ég
við viðgerðarmennina gegnum
talkerfið sem er tengt í hjálminn.
Þegar flaggið loks féll í síðasta
hring var ég himinlifandi. Það
hefur gengið á ýmsu frá því ég
vann síðustu keppni í fyrra. Sig-
urinn hjálpar mér að ná réttu
formi þetta ár. Það besta er að
þetta eina stig sem ég náði í í
Brasilíu fyrir nokkrum vikum þýð-
ir að nú er ég efstur til heims-
meistara, rétt á undan „erkióvin-
inum Prost“.
Síðustu dagar fyrir keppni
Hvemig eyðir Formula 1-öku-
maður síðustu dögum fyrir
keppni? Mörgum leikur forvitni á
að vita slíkt. Peter Windsor hjá
Williams-liðinu skipuleggur upp á
mínútu hvernig Mansell hagartíma
sínum í kringum keppnir. Við báð-
um Windsor að segja okkur í
grófum dráttum frá því hvernig
Mansell hagaði tímanum í San
Marino, öllu heldur hvernig tíminn
var skipulagður fyrir hann . . .
Fimmtudagur.
Mansell rétt komst frá heima-
slóðum, eyjunni Isle of Man, fyrir
utan England. Hann ætlaði á
einkaflugvélinni en þoka hindraði
það og henn rétt náði síðasta
áætlunarfluginu. Hann var kominn
á Imola-brautina um fimmleytið.
Þar spjallaði hann við viðgerðar-
menn sína og keppnisstjórann, fór
yfir dagskrá helgarinar og spáði í
dekkjafjöldann sem máta þurfti.
Hann var kominn á hótelið um sjö-
leytið, boðaði stóra máltíð klukku-
stund síðar og var sofnaður
klukkan 8.45. (Þetta vissi Peter
Windsor upp á mínútu . . .)
Föstudagur.
Á fætur fór kappinn kl. 6.30 og
var kominn í morgunverð klukkan
8.00. Klukkustundu síðar var hann
kominn á fund með keppnisliðinu
og Nelson Piquet, hinn ökumaður
liðsins, einnig. Rétt um hádegiö
fékk hann smátíma til að leika
golf, en eftir hádegið óku báðir
ökumennirnir um Imola-brautina á
keppnisbílunum. Síðan var fundur
og aftur var haldið af stað. Klukkan
fimm var Mansell kominn aftur á
hótelið, borðaði kvöldverð og fór
snemma að sofa, eða um níu.
Laugardagur.
Vaknaði rúmlega sex. Var hepp-
inn að sleppa úr klóm lögreglu fyrir
hraðakstur. Fékk sér morgunverð,
samkvæmt ráðleggingum læknis
liðsins, léttan morgunverð. Allan
daginn drakk hann mikinn vökva.
Æfði í keppnisbílnum fyrir og eftir
hádegi. Að öðru leyti átti hann „ró-
legan" dag, einbeitti sér að hugsa
um keppnina. Liðið hélt fund
síðdegis um keppnina og skipulag
hennar. Mansell varð Ijóst að hann
æki eina Williams-bílnum, Piquet
mátti ekki keppa samkvæmt lækn-
isráði. Á hótelið fór Mansell um
kvöldmatarleytið og fór snemma í
háttinn.
Sunnudagur (keppnisdagur).
Vaknaði rúmlega sex. Fékk létt-
an morgunverð, drakk vökva af
krafti. Var kominn á brautina um
níu og á fund með keppnisliðinu.
Um ellefu ók hann nokkra upphit-
unarhringi og náði góðum akst-
urstímum. Borðaði léttan
hádegisverð og drakk mikinn
vökva, hafði flösku af vatni í far-
teskinu. Rúmlega tólf fór hann í
blaðaviðtal. Klukkustund síðar fór
hann í lögreglufylgd á gestafund
auglýsenda. (Hélt stuttan pistil um
hvernig aka á Imola-brautina
ásamt bröndurum (halda styrkj-
endum góðum . . .). Kl. 13.00 í
lögreglufylgd aftur til keppnisliðs-
ins. Kl. 13.45 fór hann í keppnis-
bílinn. Fór á ráslínu, startið tafðist
dálítið, en rúmlega tvö þeysti hann
af stað og vann. Klukkan fjögur
fagnaði hann sigri. Klukkustund
síðar var blaðamannafundur.
Hálftíma seinha var hann kominn
um borð í þyrlu, sem flutti hann
heim á leið. Tveim dögum síðar
átti hann að fara til Frakklands að
prófa bílinn á braut fyrir kappakst-
ur, sem er seinna á árinu. Ekki er
ráð nema í tíma sé tekið.
Einu dekki frá
heimsmeistara-
titli í fyrra
Bretinn Nigel Mansell var einu
dekki frá því að verða heims-
meistari ökumanna í Formula
1-kappakstri i fyrra. I' siðustu
keppni ársins sprakk afturdekk á
bíl hans og hann varð að hætta
keppni. Missti hann þar með af
titlinum til Frakkans Alain Prost.
Mansell er einn besti ökumáður
heimsmeistarakeppninnar. og
hefur þegar unnið í einni keppni
á árinu. Mansell mun skrifa
greinar fyrir Morgunblaðið um
þátttöku sína á árinu og lýsa því
sem fyrir augu hans ber í hverri
keppni. Fyrsta greinin birtist hér
að ofan.
Fyrsta grein Mansells er um
Imola-kappaksturinn í San Mar-
ino, en í þeirri keppni vann hann.
Hann ekur Williams Honda-
keppnisbíl ásamt Brasilíumann-
inum Nelson Piquet, en Frank
Williams er eigandi liðsins og eru
höfuðstöðvar þess í Englandi.
• Viðgerðarmennirnir höfðu í nógu að snúast fyrir keppnina, en eru hér í lokasprettingum með varabfl
Mansells. Hann þurfti þó ekkiað grípa til hans núna.
• Frank Williams keppnisstjóri
lamaðist f slysi í fyrra en mætir
á hverja keppni.