Morgunblaðið - 20.05.1987, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 20.05.1987, Qupperneq 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987 ÍÞRÓTTIR UIMGLIIMGA Fjölmennt í Landsbanka- hlaupinu Á LAUGARDAGINN fór Lands- bankahlaupið fram í annað sinn. Rótt til þátttöku í hlaupinu áttu börn fsedd milli 1974 og 1977, þ.e. 10—13 ára. Mjög góð þátt- taka var um land allt og tóku 1300 krakkar þátt í hlaupinu. í Reykjavík var hlaupið í Laugar- dalnum og voru þátttakendur 335 talsins. Þrátt fyrir kalsaveður létu hinir ungu hlauparar það ekki á sig fá og mættu vel klædd með húfu og vettlinga. Þó nokkuð af foreldrum og öðrum aðstandendum barn- anna fylgdist með hlaupinu og voru það helst þau sem kvörtuðu undan kuldanum. Keppt var í fveimur flokkum stráka og stelpna og fengu allir viðurkenningu frá Landsbankanum fyrir þátttöku sína. Frjálsíþróttasamband íslands sá um framkvæmd mótsins fyrir hönd Landsbankans en bankinn hafði séð um að auglýsa mótið vel um land allt. Einnig gaf Lands- bankinn öll verðlaun sem veittvoru í mótinu. Spennandi keppni var í öllum flokkum og var gaman að fylgjast með keppnishörku krakkanna. Einnig var ánægjulegt að sjá hve margir foreldrar fylgdust með keppninni, enda er fátt jafn mikil- vægt fyrir krakkana og að finna að stutt er við bakið á þeim í slíkri keppni. I allt var hlaupið á 27 stöðum á landinu og hlutu þrír efstu í hverj- um flokki verðlaunapening. Þar að auki var dregin út ein kjörbók með 2500 kr. innstæðu á hverjum stað. • Allt lagt í endasprettinn. . . • ... og síðan er að láta skrá sig í markinu. Ekki slettist upp á vinskapinn Á Laugardalsvellinum biðu þær stöliur Eva Guðmundsdóttir og Guðmunda Ósk Kristinsdóttir eftir að vera kallaður að rásmark- inu. Þær eru úr Seljaskóla og báðar 10 ára gamlar. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þær báðar keppt í nokkrum hlaupum, m.a. maraþonhlaupinu og nokkr- um skólahlaupum, en þetta var í fyrsta skipti sem þær tóku þátt i Landsbankahlaupinu. Þeim finnst báðum mjög gaman að hlaupa og sögðust stefna að því að sigra í hlaupinu. Ekki voru þær hræddar um að slettist upp á vinskapinn þó að önnur þeirra yrðu á undan enda væru þær góðar vinkonur. Þeim fannst þetta mjög góð hug- mynd hjá Landsbankanum að styðja og standa fyrir svona hlaupi því það væri gaman að hlaupa í öðrum hlaupum en bara skóla- hlaupum. UMSJÓN/Andrés Pétursson Æfir með KR-ingum, Víkingum og hjá TBR • Keppni hefst í stúlknaflokki. Morgunblaðið/Einar Falur SIGURVEGARI f flokkistúlkna fæddra 1974 og 1975 var Anna Guðrún Steinsen. Mikil keppni var í þessum flokki en Anna sigr- aði á góðum endaspretti. Hún var því ansi móð þegar hún kom í mark og þurfti blaðamaðurinn að gefa henni nokkrar mínútur til að ná andanum aftur áður en hún gat svarað nokkrum spurningum. Aðspurð kvað hún hlaupið hafa verið nokkuð erfitt en hún hafði náð forystu snemma og haldið henni alla leið. Þetta er hennar fyrsta Landsbankahlaup en hún hefur tekið þátt í skólahlaupum og svo er hún mikil íþróttamanneskja. Hún æfir knattspyrnu með KR, harjdknattleik með Víking og bad- minton með TBR. Ekki vildi hún gera upp á milli þessara greina en ef hún ætti að velja eina uppá- haldsgrein væri það líklegast badminton. Anna Steinsen æfir ekki hlaup enda er líklegast nóg að stunda þrjár greinar samtímis. • Anna Guðrún Steinsen Hins vegar sagðist hún ætla að I meðan hún gæti og hefði gaman halda áfram að keppa í hlaupum | af því. Jóhann R. Ottósson: Ekki fyrsti sigurinn EFTIR að keppni f flokki stráka fæddra 1974 og 1975 var nýlokið, gripum við glóðvolgan sigurveg- arann, Jóhann Ottósson, og spurðum hann spjörunum úr. Hann kvað hlaupið ekki hafa verið mjög erfitt og kuldinn ekkert vandamái. Hann sagðist hafa náð forystu um miðbik hlaupsins og haldið því allt til enda. Þetta er ekki fyrsta hlaupið sem Jóhann sigrar í því hann var sigurvegari í skólahlaupi Langholtsskóla í sínum aldursflokki. Uppáhaldsfé- lag hans í þróttum er ÍR en hann sagðist þó ekki æfa neinar íþrótt- ir. En Jóhann taldi það þó líklegt eftir þennan árangur að hann myndi byrja að æfa hlaup og þá að sjálfsögðu með ÍR. Gerum okkar besta VIÐ rásmarkið hittum við fyrir þau Margeir Steinar Ingólfsson, Fjölni Guðmundsson og Örnu Þóreyju Sveinbjörnsdóttur. Þau voru að bíða eftir því að þeirra aldursflokkur yrði kallaður að rásmarkinu og gáfu sór því tíma til að rabba örlítið við okkur. Þau eru úr Breiðholtinu og voru að taka þátt í sinu fyrsta Lands- bankahlaupi. Þau hafa hins vegar tekið þátt [ skólahlaupi sfns skóla sem er Ölduselsskóli og gekk það ágætlega. Fjölnir kvaðst einnig spila körfubolta en hin láta sér nægja að taka þátt í hlaupum. Ekki vildu þau spá um sæti sitt í keppninni en sögðust ætla að gera sitt besta. • Margeir S. Ingólfsson, Fjölnir Guðmundsson og Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.