Morgunblaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987
Lítið niiðar í viðræðum
um stjómarmyndmi
Kjaramál og efnahagsmál til umræðu í gær
LÍTIÐ sem ekkert miðaði í stjómarmyndunarviðræðum Sjálfstæðis-
flokks, Alþýðuflokks og Kvennalista í gær. Komist ekki hreyfing á
þessar viðræður í dag má búast við, að Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sem tók að sér stjórnarmyndun fyrir tæpum
tveimur vikum, taki til athugunar, hvort ástæða sé til að halda þess-
um viðræðum áfram. Á fundi viðræðuaðila í gær vom kjaramál til
umræðu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun Þorsteinn Páls-
son hafa lagt fram ákveðnar hugmyndir um meðferð þeirra en lítil
svör fengið frá fulltrúum Alþýðuflokks og Kvennalista. Búast má
við að þessar hugmyndir formanns Sjálfstæðisflokksins komi til
umræðu á ný í dag. Af hálfu Alþýðuflokksins var samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins lögð áherzla á umræður um stöðu efnahagsmála
og aðgerðir í þeim, þ. á m. ríkisfjármálum, áður en afstaða væri
tekin til kjaramála.
Timburhúsið er gerónýtt.
Skagaströnd:
Morgunblaðið/ÓB
Gatnalt tímburhús
eyðilagðist í eldi
Kristín Halldórsdóttir, þingmað-
ur Kvennalista, kvað „nei“ við,
þegar hún kom af viðræðufundinum
og blaðamaður Morgunblaðsins
spurði hana hvort fulltrúar Kvenna-
lista hefðu fengið fullnægjandi svör
við kröfu sinni um að ákveðin lág-
markslaun væru tryggð í landinu,
þannig að þær gætu farið að ræða
önnur atriði hugsanlegs stjómar-
sáttmála.
Þorsteinn Pálsson var í gær
spurður hversvegna fulltrúar
Kvennalista hefðu ekki fengið skýr
svör við lágmarkslaunakröfu sinni:
„Það er alveg ljóst að samningar
um myndun nýrrar ríkisstjómar
geta aldrei snúist um einhveija eina
kröfu eins samningsaðila. Ef ein-
hver er þeirrar skoðunar, þá fer
hann villur vegar, hvort sem það
eru einhveijir innan þeirra flokka
sem eiga aðild að viðræðunum eða
utan. Við höfum haft hug á því að
greiða fyrir því að bæta stöðu þeirra
lakast settu í þjóðfélaginu. Við vilj-
um hins vegar ekki gera það eftir
hefðbundnum verðbólguleiðum og
við viljum ekki gera það með því
að afnema samningsréttinn. Og það
liggur í hlutarins eðli að við förum
varlega í skattamálum. Auk þess
er grundvallarafstaða Sjálfstæðis-
flokksins í utanríkis- og vamarmál-
um skýr,“ sagði Þorsteinn.
Þá hefur Morgunblaðið heimildir
fyrir því úr röðum alþýðuflokks-
manna, að þeir séu síður en svo
bjartsýnir á að þetta stjómarmynst-
ur geti orðið að vemleika. Telja
þeir allt eins líklegt að þreifíngum
í þá vem ljúki í dag. Samkvæmt
sömu heimildum mun vera ágrein-
ingur um það á milli fulltrúa
Alþýðuflokks annars vegar og full-
trúa Sjálfstæðisflokks hins vegar
hversu fljótt, á kjörtímabilinu eigi
að hrinda ákveðnum aðgerðum í
framkvæmd og með hvaða hætti.
Viðræðum þessara aðila verður
framhaldið kl. 10.30 í dag og er
búist við að þær standi fram eftir
degi. Ætlunin er að ræða skatta-
mál, efnahagsmál og utanríkismál
í dag.
SÆBÓL, sem er gamalt timbur-
hús á Skagaströnd, eyðilagðist í
eldi f fyrrinótt. í húsinu var einn
ungur maður sofandi er eldurinn
kom upp. Slapp hann naumlega
út með því að bijóta glugga og
henda sér þar út á nærklæðun-
um, blóðugur og sviðinn. Hann
brenndist illa á höndum og and-
Uti og skarst nokkuð. Fékk hann
aðhlynningu á héraðshælinu á
Blönduósi og var síðan fluttur í
sjúkrahús i Reykjavík með þyrlu
Landhelgisgæslunnar.
Eldurinn kom upp um klukkan
5.30 í fyrrinótt og kom slökkviliðið
á Skagaströnd fljótlega á staðinn.
Þá logaði glatt í húsinu. Slökkvi-
starfínu lauk á níunda tímanum.
Allt innbú í húsinu brann en það
var ótryggt og húsið sjálft lágt
tryggt _ qB
Reynt að ná sam-
komulagí við Breta
Skreiðarskuldir Nígeríumanna:
Óvíst
á775
GREIÐSLUR á skreið og hausum, sem undanfarin misseri hafa ver-
ið flutt til Nigeríu, að verðmæti um 775 milljónir króna, hafa enn
ekki borizt hingað heim og algjör óvissa er talin á þvi, hvort féð
berst eða ekki. Skreið þessi er flutt utan af íslenzku umboðssölunni
og Samlagi skreiðarframleiðenda. Sambandið hefur flutt út, selt og
fengið greidda alla skreið félagsmanna sinna.
um greiðslur
milljóniim kr.
ÍSLENDINGAR munu, í samráði
við Dani, senda Bretum orðsend-
Tillögur sam-
þykktarvegna
burðarþols
BORGARRÁÐ hefur samþykkt til-
lögur Daviðs Oddssonar og að
hluta tillögur minnihlutans um
meðferð byggingarmála í
Reykjavík.
Tillaga borgarstjóra var samþykkt
óbreytt en hún gerir ráð fyrir að
burðarþolsreikningar verði undan-
tekningarlaust lagðir fram með
uppdráttum af burðarvirkjum og að
með byggingarleyfísumsókn til
byggingamefndar fylgi áritun burð-
arþolshönnuðar. Burðarþolshönnun
einingahúsa, allra opinberra bygg-
inga og veitumannvirkja, ásamt
iðnaðar-, verslunar- og þjónustuhúsa
og íbúðarhúsa hærri en fjórar hæðir,
fái sérstaka umsögn.
Tillögur minnihlutans um sama
mál voru samþykktar með nokkrum
orðalagsbreytingum en samþykkt
fjórða liðs var frestað. f þeim lið er
lagt til að embætti byggingarfulltrúa
verði tekið til gagngerrar endur-
skipulagningar.
ingu þess efnis að þeir leggi
áherslu á að samkomulag náist
um vísindarannsóknir Breta ann-
arsvegar og íslendinga og Dana
hinsvegar á Hatton-Rockall-svæð-
inu og þeir séu tilbúnir til við-
ræðna nú þegar. Bretar hafa
tilkynnt íslendingum að þeir sam-
þykki ekki fyrirhugaðan leiðang-
ur íslendinga og Dana i sumar þar
sem hann geti truflað þeirra eigin
rannsóknir en írar hafa hinsvegar
samþykkt slíkan leiðangur.
Matthías Á. Mathiesen utanríkis-
ráðherra gerði ríkisstjóminni og
utanríkismálanefnd Alþingis í gær
grein fyrir þeirri orðsendingu sem
Bretar og írar hafa sent íslendingum
vegna rannsóknanna á Hatton Roc-
kall-svæðinu og voru næstu viðbrögð
íslendinga rædd. „Við munum að
sjálfsögðu senda þeim í samráði við
Dani orðsendingu þess efnis að við
höldum fram okkar rétti, samkvæmt
reglugerð sem hér var gefin út 9.
maí 1985 um landgrunn Islands. Við
leggjum samt áherslu á að samkomu-
lag náist um vísindarannsóknir á
vegum Breta og fslendinga og
Dana,“ sagði Matthías Á. Mathiesen
í samtali við Morgunblaðið í gær.
Matthías sagði að unnið yrði að
samhljóða yfírlýsingu frá fslending-
um og Dönum til Breta vegna þessa
máls á næstunni.
í gær var aðalfundur Samlags
skreiðarframleiðenda og var
framtíð samlagsins meðal annars
rædd þar í Ijósi núverandi að-
stæðna. Skreiðardeild Sambandsins
fundaði einnig í gær og loks fund-
uðu hagsmunasamtök skreiðar-
framleiðenda um stöðuna í
gærkvöldi.
Björgvin Jónsson í Glettingi er
formaður hagsmunasamtaka
skreiðarframleiðenda. Hann sagði í
samtali við Morgunblaðið, að algjör
óvissa ríkti með greiðslur fyrir
27.000 pakka af skreið og 12.000
pakka af hausum, sem selt hefði
verið manni að nafni Naidoo af
Skreiðarsamlaginu og íslenzku
umboðssölunni. Skilaverðmæti
þessa væri um 200 milljónir króna.
„Ennfremur ríkir algjör óvissa með
greiðslur fyrir 48.000 pakka af
hausum, skilaverðmæti 57 milljónir,
sem fóru utan á vegum íslenzku
umboðssölunnar og 61.000 pökkum
af skreið að verðmæti 380 milljónir
króna, en sá farmur fór utan með
skipinu Horsham, einnig á vegum
íslenzku umboðssölunnar. Þá er
óvíst að 120 milljónir af þeim 160,
sem Nígeríumenn skulda okkur frá
árunum 1981 til 1983, skili sér.
31.000 pakkar af skreið fóru fyrir
nokkru utan með flutningaskipinu
Hvalvík á vegum Skreiðarsamlags-
ins. Líklegt er talið, að eitthvað
fáist fyrir þá skreið. Skreiðardeild
Sambandsins hefur hins vegar selt
og fengið greidda alla skreið félags-
manna sinna.
Staðan er ljót, útistandandi
skuldir miklar og auk þess er
skreiðin öll seld með 45% afslætti
frá því verði, sem áður gilti,“ sagði
Björgvin Jónsson.
Snarpur skjálfti
vaktí Húsvíkinga
ALLSNARPUR jarðskjálftakippur fannst á Húsavík um kl.
2.45 aðfaranótt þriðjudags og var hann það snarpur að meiri-
hluti bæjarbúa mun hafa vaknað við hann, að sögn Sigurðar
P. Björnssonar, fréttaritara á Húsavík. Annar minni skjálfti
fylgdi fast á eftir. í gærmorgun varð einnig skjálfti í Vatna-
fjöllum og mældist hann um 3,2 á Richter.
Samkvæmt mælingum komu
samtals tuttugu kippir fyrir
norðan. Sá stærsti sem kom
fyrst mun hafa verið um 4,2
stig á Richter. Upptökin eru
talin hafa verið vestur af
Húsavík í stefnu á Flatey á
Skjálfandaflóa. Skjálftans mun
hafa orðið meira vart í suðvest-
urátt og suður en austur. Hans
var vart í Aðaldal og allt til
Eyjaijarðar og Akureyrar en
þeir sem haft var samband við
á Kópaskeri og á Raufarhöfn
höfðu ekki orðið varir við hann.
Að sögn Ragnars Stefánsson-
ar jarðskjálftafræðings á
Veðurstofu Islands virðast vera
tengsl á milli þessa skjálfta og
hinna snörpu skjálfta, sem urðu
á mánudag. „Þegar jarðskjálfti
verður, aukast líkurnar á því að
hreyfíng verði annars staðar í
kjölfar þess að spenna fer yfír
mörkin. Fyrir norðan hefur
spennan farið upp fyrir brota-
mark og er því spurning, hvort
það gerist annars staðar á belt-
inu; það ætti að koma í ljós á
næstu sólarhringum."
Um skjálftann í VatnaQöllum
sagði Ragnar, að þarna væri
líklega um eftirhreytur af stóra
skjálftanum að ræða, sem or-
sökuðust af kvikuhreyfingum í
kjölfar skjálftans.