Morgunblaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAI 1987 Lind hf.: Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat Morgunblaðið/Sverrir Erlendur Einarsson, stjórnarformaður Lindar, afhendir Cecile Jacquillat stofnskrá minningarsjóðsins að viðstöddum forseta ís- lands, frú Vigdísi Finnbog-adóttur. MINNINGARSJÓÐUR um franska hljómsveitarstjórann og Islandsvininn Jean Pierre Jacquillat var formlega stofn- aður í gær að viðstöddum ekkju hans, Cecile Jacquillat, frú Vigdísi Finnbogadóttur forseta og sendiherra Frakka á Islandi, Yves Mas. Það er fjármögnunarfélagið Lind, sem gengst fyrir stofnun sjóðsins. Erlendur Einarsson formaður stjórnar Lindar ávarpaði gesti, sem viðstaddir voru stofnun sjóðsins. Gat hann þess, að stofnfé sjóðsins væri 2.500.000 kr. og greiddist það í áföngum á 5 árum. Einnig tæki sjóðurinn við framlögum og gjöfum. Að sögn Erlends er það hlut- verk sjóðsins að styrkja tónlist- arfólk til að afla sér aukinnar menntunar og reynslu á sviði tónlistar. „Markmiðið með stofn- un sjóðsins er fyrst og fremst að halda nafni Jean Pierre Jacquillat á lofti og því merka framlagi, sem hann lagði til íslenskra tónlistarmála sem að- alstjórnandi Sinfóníuhljómsveit- ar íslands um árabil. Þá vill stjórn Lindar ekki síður heiðra minningu mikils íslandsvinar, sem með störfum sínum ávann sér virðingu og vináttu fjöl- margra íslendinga." Jean Pierre Jacquillat fæddist í Versölum 13. júlí 1935. Að loknu tónlistamámi í Conser- vatoire National Superieur de Musique í París var hann ráðinn aðstoðarhljómsveitarstjóri Sin- fóníuhljómsveitarinnar í París. Árið 1970 var hann ráðinn að- stoðarhljómsveitarstjóri Sin- fóníuhljómsveitannnar í Anger og ári síðar við Ópemna í Lyon og hjá Rhone-Alphes-hljóm- sveitinni. í kjölfar þessa var hann fenginn til þess að stjóma óperuuppfærslum víða um heim. Arið 1975 fluttist Jean Pierre Jacquillat aftur til Parísar 'og gegndi um tveggja ára skeið starfí tónlistarráðgjafa hinnar frægu Lamoureux-hljómsveitar. Síðustu árin var Jean Pierre eft- irsóttur sem gestastjórnandi víða um heim. Jean Pierre Jacquillat kom fyrst til starfa hjá Sinfóníu- hljómsveit íslands 1972, en var ráðinn þar aðalstjómandi 1980 og gegndi því til loka starfsárs- ins 1985-86. Þá stjórnaði hann tónleikum og gerði upptökur fyrir útvarp og sjónvarp og hljómplötur. Fyrir tilstilli hans fór hljómsveitin í tónleikaferð til Frakklands. Jean Pierre Jacquillat lést af slysfömm í Frakklandi hinn 11. ágúst 1986. Fjármögnunarfyrirtækið Lind er í eigu Samvinnubanka ís- lands, Samvinnusjóðs Islands og Banque Indosuez. í lok ávarps síns sagði Erlend- ur Einarsson: „Sú staðreynd varð m.a. þess valdandi, að stjórn Lindar hf. ákvað að stofna Minningarsjóðinn og vildi með því sýna hug sinn til eflingar tónlistar á Islandi, en það var einmitt eitt af áhugamálum Jean Pierre Jacquillat. Stjórn Lindar vildi líka með þessari ákvörðun leggja áherslu á góð menningar- samskipti milli Frakklands og íslands." I stjóm Minningarsjóðsins eiga sæti Cecile Jacquillat, Er- lendur Einarsson, Þorsteinn Ólafsson, Philippe Wauquiez. Að loknu ávarpi Erlends Ein- arssonar undirritaði stjórn Lindar stofnsamning Minning- arsjóðsins og afhenti Erlendur að því búnu ekkju hljómsveitar- stjórans, Cecile Jacquillat, eintak stofnsamningsins. Hún flutti stutt ávarp og fer það hér í þýðingu Þorsteins Ólafssonar: „Forseti íslands, ráðherra, sendiherra, kæm vinir! Þessi atburður hér í dag er fyrir mér annað og meira en opinber tilkynning um stofnun Minningarsjóðs Lindar hf. um Jean Pierre Jacquillat. Þessi at- burður hefur merkingu, sem á sér enga hliðstæðu. Hann er til marks um hinar miklu vinsældir Jean Pierre Jacquillat í þessu landi, landi, sem var honum sem annað föðurland, landi, sem hann unni og það ekki að ástæðulausu, landi, sem ég mun nú tileinka mér. Á íslandi var honum búin aðstaða til að vinna gott verk með Sinfóníuhljómsveitinni, sem hann batt svo miklar vonir við og framtíðaráform og þar sem hann átti svo marga og góða vini. Þessir góðu vinir vom við- staddir 22. maí 1986, — og þeir em hér í dag. Þeir voru fyrst og fremst vinir hans, síðan urðu þeir vinir okkar beggja og nú og framvegis verða þeir vinii’ mínir. Jean Pierre svarar ekki lengur í síma 29900 á Hótel Sögu sem í svo mörg ár var honum sem annað heimili. En ég veit að hann er hér með okkur í dag. Ég veit að hann mun hjálpa okkur að gera undursamlega hluti, og ég veit að með stuðn- ingi frá sjóðnum verður íslensk- um tónlistarmönnum gert kleift að ná enn lengra í list sinni. Því vil ég þakka þeim Erlendi Ein- arssyni, Þorsteini Ólafssyni og Philippe Wauquie, sem við Jean Pierre erum búin að þekkja svo lengi og höfum átt svo margar kvöldstundir með í Chambon sur Lignon. Okkur er það bæði ljúft og skylt að að þakka þeim og öðmm stjórnarmönnum Lindar fyrir fmmkvæði þeirra, sem varð til þess að þessi hugmynd er að verða að vemleika — nú í dag, 26. maí 1987. Ykkur öllum sem hér em við- staddir: Yður, forseti íslands, sem sæmt hafið Jean Pierre Jacquillat íslensku Fálkaorð- unni, ykkur, vinum hans, sem hér em fulltrúar Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, ykkur öllum, tryggu vinir, vil ég færa þær einu og sönnu þakkir sem ég þekki: — þakkir frá hjartanu. Því þakka ég ykkur af öllu hjarta og segi: Þakka ykkur fyrir. Morgunblaðið/Börkur Bamabókarverðlaun skólamálaráðs Reykjavíkur voru afhent í gær. Á myndinni em Dav-'ð Oddsson, borgarstjóri, sem afhenti verðlaunin, Kristín R. Thorlacius, sem fékk verðlaun fyrir þýðingu sína á bók- inni Sigling Dagfara, frú Halldóra Eldjárn, sem tók við verðlaunum dóttur sinnar, Sigrúnar, fyrir bókina Bé Tveir og Bragi Jósepsson, formaður bókasafnsnefndar skólamálaráðs, en nefndin valdi bækumar. Barnabókaverðlaun skólamálaráðs: Bé Tveir og Sigling Da g- fara bestu bækurnar SIGRÚN Eldjám og Kristín R. Thorlacius hiutu í gær verðlaun skólamálaráðs Reykjavíkur fyrir bestu fmmsömdu og bestu þýddu barnabókina sem út kom á síðasta ári. Þessar bækur era Bé Tveir og Sigling Dagfara. Verðlaunin vom afhent í Höfða í gær. Davíð Oddsson, borgarstjóri flutti stutta tölu áður en verðlaunin vom afhent og sagði meðal annars, að þessi verðlaun væm nú afhent í 15. skipti. Hanr. kvaðst vera hreykinn af því að afhenda þessi verðlaun og sagði að hin síðari ár hefðu fleiri aðilar en Reykjavíkurborg tekið upp á því að veita verðlaun fyrir bestu barnabækumar og væri það vel. Að máli borgarstjóra loknu tilkynnti Bragi Jósepsson, formaður bóka- safnsnefndar skólamálaráðs, hverjir hefðu hlotið verðlaunin, en bóka- safnsnefnd valdi bækumar. Auk Braga eiga sæti í nefndinni þær Ásdís Guðmundsdóttir og Kristín Amalds. Bragi sagði að verðlaunin hefðu öivandi áhrif á höfunda og þýðendur og blésu lífi í útgáfu bama- bóka. Þá afhenti borgarstjóri verð- launin. Sigrún Eldjárn hlaut verðlaun fyr- ir bestu fmmsömdu barnabókina, Bé Tveir, sem Qallar um samskipti mennskra barna og geimvem, sem lendir farartæki sínu í bakgarðinum heima hjá bömunum. Sigrún mynd- skreytti bókina sjálf, en Forlagið sá um útgáfu hennar. Sigiún Eldjárn hefur skrifað og myndskreytt fjórar aðrar barnabækur, auk þess sem hún hefur myndskreytt bækur ann- arra höfunda. Móðir hennar, frú Halldóra Eldjárn, veitti verðlaunum viðtöku fyrir hönd dóttur sinnar, sem dvelst erlendis. Verðlaun fyrir bestu þýðingu á barnabók hiaut Kristín R. Thorla- cius, sem þýddi bókina Sigling Dagfara, eftir C.S. Lewis. Þessi bók er sú þriðja í röð bóka þessa höfund- ar sem Kristín þýðir og lét Bragi Jósepsson í Ijósi óskir um að hún þýddi þær ijórar bækur höfundarins sem enn væm óþýddar á íslensku. Kjörorð landsþings JC á Selfossi: „Islensk framleiðsla - öflugt byggðarlag“ 26. LANDSÞING JC-hreyfingar- innar á Islandi verður haldið á Hótel Selfossi dagana 28.—30. maí nk. JC-Selfoss sér um fram- kvæmd á þinghaidinu að þessu sinni og er dagskrá þingsins óvenju fjölbreytt. Þetta er í 3ja sinn sem JC-Selfoss sér um fram- kvæmdir en áður hefur JC-Sel- foss haldið þing 1982 og 1977. Mikill fjöldi JC-fólks úr öllum landshlutum skráði sig til þings og verða þátttakendur hátt í 300. Þingið hefst með setningarathöfn í aðalsal Hótels Selfoss fimmtudag- inn 28. maí en lýkur með lokahófi og verðlaunaafhendingu laugardag- inn 30. maí. Auk venjulegra þingstarfa, þar sem stefna hreyfingarinnar er mörkuð og ný stjórn kjörin, eru á dagskránni 6. námskeið þar sem hin ýmsu verkefni em tekin fyrir. Hæfustu leiðbeincndur landsins leggja þar JC-fólki lið og má þar nefna námskeið í tímastjómun, mannlegum samskiptum o.fl. Þá fara fram á þinginu úrslitakeppnir í ræðumennsku en undankeppnir hafa staðið yfir frá því í haust. Þar keppa til úrslita annarsvegar tveir einstaklingar í rökræðueinvígi og hins vegar tvö lið skipuð 4 ræðu- mönnum sem keppa í mælsku og rökræðulist. Kjörorð þingsins em „Islensk framleiðsla — öflugt byggðarlag" og mun það hafa áhrif á ýmsa dag- skrárliði þingsins. Markmiðið með því er að vekja athygli á fram- Ieiðslu byggðalagsins, og að búa JC-fólk undir verkefni næsta starfs- árs sem tengd verða kjörorðinu. Eins og áður sagði er dagskrá þingsins fjölbreytt og stendur frá kl. 8.00 á morgnana og fram á kvöld alla þingdagana. Segja má að þingdagana setjist JC-fóIk á skólabekk og afli sér aukinnar þekkingar til stærri átaka fyrir sig og byggðarlag sitt. JC-hreyfingin á íslandi er nú 26 ára og eru í henni um 900 manns á aldrinum 18—40 ára. Starfsemin fer fram í 25 félögum vítt og breitt um landið en einu sinni á ári kemur JC-fólk saman til landsþings sem segja má að sé uppskeruhátíð, skóli og skipulag næsta starfsárs. I ljósi reynslunnar og stórbættrar aðstöðu á Selfossi sést að þar er kjörinn vettvangur fyrir ráðstefnu- hald og fundi ýmiskonar. • • Okumenn gálausir í blíðunni LÖGREGLAN í Reykjavík hafði í nógu að snúast í gær, því marg- ir árekstrar urðu í umferðinni og óvenju harðir. Meiðsii fólks voru þó ekki mikil. Um kvöldmatarleitið í gær höfðu orðið tæplega þrjátíu árekstrar í Reykjavík einni frá því klukkan sjö um morguninn. Flestir voru árekstrarnir óvenju harðir og eigna- tjón því mikið. Samkvæmt upplýs- ingum lögreglu virðist sem gáleysi ökumanna fari vaxandi í góðu veðri og þeim sé gjarnt á að hafa hugann við allt annað en aksturinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.