Morgunblaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAI 1987 25 Friðrik Vignir Stefánsson heldur burtfararprófstónleika fimmtudag- inn 28. maí. Orgeltónleikar í Hallgrímskirkju Hæstiréttur mildar dóma í Lagarf ossmáli FRIÐRIK Vignir Stefánsson held- ur burtfararprófstónleika á orgel Hallgrímskirkju á morgun, upp- stigningardag, 28. maí, kl.17. Friðrik hefur stundað nám við Tónskóla þjóðkirkjunnar og hef- ur Hörður Askelsson verið kennari hans síðustu þrjú árin. Áður var Friðrik í námi hjá Hauki GuðlaugSsyni við Tónlistarskól- ann á Akranesi. Friðrik Vignir er fæddur á Akra- nesi 18. janúar 1962. Undanfarin ár hefur hann starfað sem organisti við Innra-Hólmskirkju. Hann er nú að ljúka kantorsprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar. Á efnisskrá tónleikanna eru eftir- taiin verk: J.S. Bach: Tríó í c-moll, F. Couperin: Offertoire sur les Grands jeux, C. Franek: Prelúdía, fúga og variation, Jón Þórarinsson: Prelúdía, kórall og fúga, J.S. Baoh: Prelúdía og fúga í a-moll. Aðgangur á tónleikana er ókeypis og öllum heimill. HÆSTIRÉTTUR hefur kveðið upp dóm í máli sem varðar innflutning á fíkni- efnum með Lagarfossi í nóvember 1983. Þrír menn voru dæmdir í 3ja, 2ja og 1 ‘/2 árs fangelsi og er í öllum tilfellum um mildari dóma að ræða en í undirrétti. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík og tollverðir fundu fíkni- efnin um borð í Lagarfossi í Straumsvíkurhöfn í nóvember 1983. Voru það rúm 5 kíló af hassi, um 250 grömm af amfet- amíni og 17 grömm af kókaíni. Tveir menn höfðu annast innkaup- in erlendis og fengið þann þriðja til að smygla efnunum til landsins, með það í huga að selja þau hér. Mennirnir þrír voru Sigurður Haukur Engilbertsson, 29 ára, Kristján Aðalsteinsson, 30 ára, og Árni Árnason, 29 ára, en hann var skipvetji á Lagarfossi. Sakadómur í ávana- og fíkniefnamálum dæmdi Sigurð Hauk og Kristján til 3ja ára fangelsisvistar, en Árna í 2ja ára fangelsi í mars á síðasta ári. Kristján var í Hæstarétti dæmdur til 3ja ára fangelsisvistar, Sigurður Haukur var dæmdur í 2ja ára fang- elsi og Árni í 1 '/2 árs fangelsi. Þeim var einnig gert að greiða 50 þúsund króna sekt hver. í tilviki Kristjáns var ekki aðeins dæmt í máli hans varðandi innflutninginn á fíkniefnunum, heldur einnig um það brot hans er hann stal spari- sjóðsbókum frá borgarfógetaemb- ættinu í Reykjavík og sveik út rúmar 1,2 milljónir króna. Hann hlaut 6 mánaða dóm fyrir það brot í sakadómi Reykjavíkur og hefur Hæstiréttur nú mildað dóminn yfir honum sem þeim tíma nemur. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Magnús Thoroddsen, Magnús Torfason, Guðmundur Skaftason og Þór Vilhjálmsson og Einar Ingimundarson, bæjarfógeti í Hafnarfirði. Gjábakkaland; Gróðurskemmdir af völdum bruna ELDUR kom upp í Gjábakka- landi, innan þjóðgarðsins, um klukkan 15.20 á mánudag. Tals- verðar skemmdir urðu á gróðri á um hálfum hektara lands í brunanum. Eldurinn mun hafa breiðst út er verið var að brenna rusli í tunnu, sem ofhitnaði. Þrír slökkvibílar frá Brunavörnum Ámessýslu voru kvaddir á vettvang og gekk greið- lega að ráða niðurlögum eldsins. í dag Snvrtihöllin Garöabæ ÞVOTTEKTA GÆÐI í heimilistœkjunum frá AEG fara saman afköst, ending og gœði. Þvottavélar, þurrkarar og uppþvottavélar frá AEG bera því glöggt vitni. Vestur-þýsk gœði á þessu verði, engin spurning! A E G heimilistœki - því þú hleypir ekki hverju sem er í húsverkin! Þvottavél: Lavamat 575 • Allt að 1100 snúninga vinduhraði pr. mín. • Sparnaðarkerfi • Ullarþvottakerfi • Jafnar þvott fyrir vindingu • Hœgt er að ráða vatnsmagni í vélina • Stiglaust hitaval • „ÖKÖ kerfi“ sparar20% þvottaefni Verð kr. 46.413,- stgr. Þurrkari: Lavatherm 500R • Tímarofi upp að 150 mín. • Tvö stillanleg hitastig (40° og 60°) • Þvottamagn 5 kg. • Belgur úr ryðfríu stáli • Stöðvast sjálfkrafa þegar hurð er opnuð • Krumpuvörn • Tromla snýst á tvenna vegu Verð kr. 31.877,- stgr. Uppþvottavél: Favorit 525 • 5 kerfi • 2 sparnaðarkerfi • Hljóðlát og sparneytin • „ÖKÖ kerfi" sparar 20% þvottaefni Verð kr. 38.395,- stgr. AEG ALVEG TT EINSTOK GÆDI BRÆÐURNIR ÖRMSSONHF Lágmúla 9, sími: 38820
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.