Morgunblaðið - 27.05.1987, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAI 1987
25
Friðrik Vignir Stefánsson heldur burtfararprófstónleika fimmtudag-
inn 28. maí.
Orgeltónleikar í
Hallgrímskirkju
Hæstiréttur mildar
dóma í Lagarf ossmáli
FRIÐRIK Vignir Stefánsson held-
ur burtfararprófstónleika á orgel
Hallgrímskirkju á morgun, upp-
stigningardag, 28. maí, kl.17.
Friðrik hefur stundað nám við
Tónskóla þjóðkirkjunnar og hef-
ur Hörður Askelsson verið
kennari hans síðustu þrjú árin.
Áður var Friðrik í námi hjá Hauki
GuðlaugSsyni við Tónlistarskól-
ann á Akranesi.
Friðrik Vignir er fæddur á Akra-
nesi 18. janúar 1962. Undanfarin
ár hefur hann starfað sem organisti
við Innra-Hólmskirkju. Hann er nú
að ljúka kantorsprófi frá Tónskóla
þjóðkirkjunnar.
Á efnisskrá tónleikanna eru eftir-
taiin verk: J.S. Bach: Tríó í c-moll,
F. Couperin: Offertoire sur les
Grands jeux, C. Franek: Prelúdía,
fúga og variation, Jón Þórarinsson:
Prelúdía, kórall og fúga, J.S. Baoh:
Prelúdía og fúga í a-moll.
Aðgangur á tónleikana er ókeypis
og öllum heimill.
HÆSTIRÉTTUR hefur
kveðið upp dóm í máli sem
varðar innflutning á fíkni-
efnum með Lagarfossi í
nóvember 1983. Þrír menn
voru dæmdir í 3ja, 2ja og 1
‘/2 árs fangelsi og er í öllum
tilfellum um mildari dóma
að ræða en í undirrétti.
Fíkniefnadeild lögreglunnar í
Reykjavík og tollverðir fundu fíkni-
efnin um borð í Lagarfossi í
Straumsvíkurhöfn í nóvember
1983. Voru það rúm 5 kíló af
hassi, um 250 grömm af amfet-
amíni og 17 grömm af kókaíni.
Tveir menn höfðu annast innkaup-
in erlendis og fengið þann þriðja
til að smygla efnunum til landsins,
með það í huga að selja þau hér.
Mennirnir þrír voru Sigurður
Haukur Engilbertsson, 29 ára,
Kristján Aðalsteinsson, 30 ára, og
Árni Árnason, 29 ára, en hann var
skipvetji á Lagarfossi. Sakadómur
í ávana- og fíkniefnamálum dæmdi
Sigurð Hauk og Kristján til 3ja
ára fangelsisvistar, en Árna í 2ja
ára fangelsi í mars á síðasta ári.
Kristján var í Hæstarétti dæmdur
til 3ja ára fangelsisvistar, Sigurður
Haukur var dæmdur í 2ja ára fang-
elsi og Árni í 1 '/2 árs fangelsi.
Þeim var einnig gert að greiða 50
þúsund króna sekt hver. í tilviki
Kristjáns var ekki aðeins dæmt í
máli hans varðandi innflutninginn
á fíkniefnunum, heldur einnig um
það brot hans er hann stal spari-
sjóðsbókum frá borgarfógetaemb-
ættinu í Reykjavík og sveik út
rúmar 1,2 milljónir króna. Hann
hlaut 6 mánaða dóm fyrir það brot
í sakadómi Reykjavíkur og hefur
Hæstiréttur nú mildað dóminn yfir
honum sem þeim tíma nemur.
Dóminn kváðu upp hæstaréttar-
dómararnir Magnús Thoroddsen,
Magnús Torfason, Guðmundur
Skaftason og Þór Vilhjálmsson og
Einar Ingimundarson, bæjarfógeti
í Hafnarfirði.
Gjábakkaland;
Gróðurskemmdir
af völdum bruna
ELDUR kom upp í Gjábakka-
landi, innan þjóðgarðsins, um
klukkan 15.20 á mánudag. Tals-
verðar skemmdir urðu á gróðri
á um hálfum hektara lands í
brunanum.
Eldurinn mun hafa breiðst út er
verið var að brenna rusli í tunnu,
sem ofhitnaði. Þrír slökkvibílar frá
Brunavörnum Ámessýslu voru
kvaddir á vettvang og gekk greið-
lega að ráða niðurlögum eldsins.
í dag
Snvrtihöllin
Garöabæ
ÞVOTTEKTA GÆÐI
í heimilistœkjunum
frá AEG fara saman afköst,
ending og gœði.
Þvottavélar, þurrkarar
og uppþvottavélar frá AEG
bera því glöggt vitni.
Vestur-þýsk gœði
á þessu verði,
engin spurning!
A E G heimilistœki
- því þú hleypir ekki
hverju sem er í húsverkin!
Þvottavél: Lavamat 575
• Allt að 1100 snúninga vinduhraði
pr. mín.
• Sparnaðarkerfi
• Ullarþvottakerfi
• Jafnar þvott fyrir vindingu
• Hœgt er að ráða vatnsmagni í
vélina
• Stiglaust hitaval
• „ÖKÖ kerfi“ sparar20% þvottaefni
Verð kr. 46.413,- stgr.
Þurrkari: Lavatherm 500R
• Tímarofi upp að 150 mín.
• Tvö stillanleg hitastig (40° og 60°)
• Þvottamagn 5 kg.
• Belgur úr ryðfríu stáli
• Stöðvast sjálfkrafa þegar hurð er
opnuð
• Krumpuvörn
• Tromla snýst á tvenna vegu
Verð kr. 31.877,- stgr.
Uppþvottavél: Favorit 525
• 5 kerfi
• 2 sparnaðarkerfi
• Hljóðlát og sparneytin
• „ÖKÖ kerfi" sparar 20% þvottaefni
Verð kr. 38.395,- stgr.
AEG
ALVEG
TT
EINSTOK
GÆDI
BRÆÐURNIR
ÖRMSSONHF
Lágmúla 9, sími: 38820