Morgunblaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987 37 Ríkisstjórnin: Á ríkisstjórnarfundi í gaer- morgun kom fram almenn óánægja með það hvernig Þjóð- verjar hafa afgreitt hvalamálið svokallaða. Að sögn Steingrims Hermannssonar forsætisráð- herra var ákveðið að mótmæla þessari niðurstöðu við Þjóðverja og mun Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra bera mótmæl- in fram við utanrikisráðuneyti Vestur-Þýskalands. „Satt að segja finnst mér þessi afgreiðsla Þjóðverjanna á þessu máli vera hörmung, og ég tel það einkennilegt, ef ekki má flytja þess- ar afurðir um svokallaða fríhöfn í Þýskalandi,“ sagði forsætisráð- herra í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það var ákveðið að mótmæla þessu harðlega," sagði Steingrímur og kvaðst telja að á þessu stigi væri lítið annað hægt að gera, þar sem ella hefði þessi afurð líklega eyðilagst í Þýskalandi. „Ég held að íslenskir útflytjendur ættu að fara að varast þessar fríhafnir í Þýska- landi. Ég tel þetta vera algjöra neyðarlausn og ég fæ ekki séð á hvaða forsendum Þjóðvetjar byggja þessa niðurstöðu, þar sem hér er um afurð að 'ræða, sem samkvæmt íslensku vottorði frá opinberu yfir- valdi og samkvæmt samþykktum alþjóðahvalveiðiráðsins er ekki af hvölum sem eru í útrýmingar- hættu.“ Forsætisráðherra sagðist telja að Matthías Á. Mathiesen utanríkis- ráðherra myndi í framhaldi af þessu bera fram harðorð mótmæli við utanríkisráðuneyti Vestur-Þýska- lands. Island mun mótmæla afgreiðslu hvalamálsins Fréttatilkynning vestur-þýska umhverfismálaráðuneytisins: Undanþága veitt frá náttúruvemdarlögum Skilyrði að hvalkjötið fari til íslands aftur MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá vest- ur-þýska umhverfis-, náttúru- verndar- og kjarnorkuöryggis- ráðuneytinu: í morgun voru sjö frystigámar með hvalkjöti frá íslandi sendir þangað aftur, en gámarnir voru kyrrsettir í fríhöfninni í Hamborg 20. mars síðastliðinn. Vestur-þýsk stjórnvöld heimiluðu ekki umskipun íslenska hvalkjötsins, sem átti að fara frá Hamborg til Japans. Kyrr- setningu hvalkjötsins var aflétt rneð því skilyrði að það yrði flutt til baka til íslands. Rökstuðningur vestur-þýskra stjórnvalda fyrir þessum aðgerðum er sá, að flutningur hvalkjöts um Sambandslýðveldið Þýskaland sé óheimill samkvæmt náttúruvernd- arlögum. Breyting á þessum lögum tók gildi 1. janúar 1987, en sam- kvæmt henni skal eftirlit haft með flutningi dýrategunda sem njóta verndar í tilteknu landi eða á al- þjóðavettvangi, og sá flutningur háður viðhlítandi fylgiskjölum. í grundvallaratriðum er bannaður flutningur á dýrum og jurtum sem talin eru í útrýmingarhættu, eða hlutum úr slíkum dýrum eða jurt- um. Þetta á við um inn- og útflutn- ing sem og verslun í Sambandslýð- veldinu Þýskalandi. Vörur af þessu tagi skal að öllu óbreyttu kyrrsetja og gera þær upptækar. I þessu tilfelli var hins- vegar notuð heimild til undanþágu frá náttúnivemdarlögunum, vegna þess að nýja lagaákvæðið hafði ekki verið kynnt á alþjóðavettvangi þegar kyrrsetningin var gerð og kom hún íslenskum stjórnvöldum og viðkomandi íslensku fyrirtæki í opna skjöldu. í framtíðinni verða ekki veittar frekari undanþágur af þessu tagi. Hvalkjötið er af langreyðum og sandreyðum sem veiddar voru af íslenskum aðilum árið 1986 í sam- ræmi við íslensku áætlunina um hvalveiðar í vísindaskyni. Sú áætlun skyldi fjármögnuð með sölu á afurð- um þessara veiða. Hvalveiðar í vísindaskyni og útflutningur á hluta af afurðum þeirra eru heimil sam- kvæmt ákvörðunum Alþjóða hval- veiðiráðsins. Árið 1981 voru langreyður og sandreyður að ósk Sambandslýð- veldisins Þýskalands flokkaðar sem dýrategundir í útrýmingarhættu, í samræmi við Washington-sam- komulagið um náttúruvernd. Milliríkjaverslun með þessar afurðir í atvinnuskyni er bönnuð sam- kvæmt því samkomulagi. Þessi ákvæði gilda ekki um lsland, sem er ekki aðili að samningnum. Hvalkjötið aftur til íslands Grænfriðungar mótmæla hástöfum Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaðsins i Bandaríkjunum. I GÆRMORGUN voru sjö frystigámar með hvalkjöti lestaðir í leigu- skip Eimskipafélagsins í Hamborg og endursendir til Islands. Gámarnir áttu að fara til Japans og stóð upphaflega til að umskipa þeim i fríhöfninni í Hamborg. En fríhafnarstjórinn lét kyrrsetja þá 20. mars síðastliðinn. Vestur-þýsk stjórnvöld hugleiddu um tíma að gera hvalkjötið upptækt, en ákváðu að fallast á kröfur íslenskra stjórnvalda. „Þetta er pólitisk ákvörðun og ekkert annað. Við getum ekki sætt okkur við svona málamiðlun," sagði Gerhard Wallmeyer, talsmaður Grænfriðunga, í Hamborg í gær. Vestur-þýsk stjórnvöld heimiluðu ekki umskipun íslenska hvalkjöts- ins, sem átti að fara frá Hamborg til Japans og vísuðu til þess, að samkvæmt náttúruverndarlögum sé óheimilt að flytja hvalkjöt um Sam- bandslýðveldið Þýskaland. Að sögn talsmanna umhverfismálaráðuneyt- isins í Bonn hefði að öllu óbreyttu átt að kyrrsetja hvalkjötið og gera það upptækt. I þessu tilfelli var hinsvegar not- uð heimild til undanþágu frá náttúruverndarlögunum, vegna þess að nýja lagaákvæðið hafði ekki verið kynnt á alþjóðavettvangi þegar kyrrsetningin var gerð og kom hún íslenskum stjórnvöldum og viðkomandi íslensku fyrirtæki í opna skjöldu. Kyrrsetningu hval- kjötsins var aflétt með því_ skilyrði að það væri flutt til baka til íslands. Gerhard Wallmeyer, talsmaður Grænfriðunga, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að hann liti svo á að það hefði átt að gera hvalkjöt- ið upptækt og eyðileggja það. „Með þessum málalyktum er traðkað á Washington-samkomulaginu um náttúruvernd," sagði Gerhard Wall- meyer. „Það er hrein blekking að vísa í vestur-þýsku náttúruverndar- lögin, stjórnvöld geta ekki vikið sér undan Washington-samkomulaginu sem hefur lagagildi alveg til jafns við náttúruverndarlögin. Það er skammarlegt að málinu skyldi ljúka rneð þessum hætti,“ sagði Gerhard Wallmeyer. „Á morgun munu full- trúar Vestur-Þýskalands í Alþjóða hvalveiðiráðinu, talsmenn Alþjóða dýraverndunarsjóðsins og fulltrúar Grænfriðunga ganga á fund Töpfe umhverfismálaráðherra og mót- mæla harðlega þessum málalykt- um.“ Unnið hefur verið af fullum krafti í þessu máli af hálfu utanrík- isráðuneytisins frá því í maíbyijun. Tilhlýðileg fylgiskjöl sem staðfestu innihald frystigámanna voru lögð fyrir vestur-þýsk stjórnvöld, en deil- ur milli ráðuneyta í Bonn ollu talsverðum töfum. Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra krafð- ist þess við vestur-þýska sendiherr- ann í Reykjavík að lausn yrði fundin fyrir ráðherrafund NATO í Reykjavík 11.-12. júní næstkom- andi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.