Morgunblaðið - 27.05.1987, Page 39

Morgunblaðið - 27.05.1987, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987 39 Tívolí í Laugardal? eftir ÖlafB. * Olafsson Háttvirti borgarstjóri hr. Davíð Oddsson. Nokkrar blaðagreinar hafa birst um fyrirhugað tívolí í Laugardal. Hugmyndin hefur ýmsa ókosti í för með sér að mati undirritaðs, og er það tilefni eftirfarandi greinar. Hvers vegna ekki tívolí í Laugardal? Vegna þess, að fleira mælir gegn því en með því. Vil ég leyfa mér að nefna eftirfarandi dæmi sem rök: 1. Það myndi stórspilla þeim anda sem í dalnum ríkir, þ.e. anda nátt- úrufriðsældar, íþróttaiðkana og fegurðar. Einnig yrði lítill svefnfrið- ur á tjaldsvæðinu þar og minni friður almennt. 2. Ibúarnir í hverfunum í kring eiga einnig sinn rétt engu síður en tjald- ferðalangar. Hvað um það, þegar aukin umferð, glamurhávaði sem fylgir svona skemmtigörðum og bréfaruslið fer að ráða ríkjum í dal friðsældarinnar? 3. Er samkeppni við Hveragerði nauðsynleg. Öll samkeppni er nauð- synleg segja margir. Það eru mikil sannindi en eiga ekki við um þenn- an skemmtigarð. Fólk er fljótt að átta sig, ef miðaverð á skemmti- görðum er orðið óeðlilega hátt og hættir þá einfaldlega að koma. Er fólkið sjálft nógu mikið aðhald gagnvart miðaverði að mínu viti. Einnig er þetta spurning um heiðar- lega samkeppni, ef Laugardalstívo- líið ætlar aðeins að hafa opið þá mánuði, er mest gefa af sér. Skemmtigarðurinn í Hveragerði er líka það nálægt Reykjavík, að hann nýtist Reykvíkingum mjög vel,ef rétt er á haldið og nánar verður vikið að hér á eftir. Gæti ég trúað því, að margir Reykvíkingar og aðrir landsmenn myndu sakna þess, ef Hveragerði þyrfti að loka sínum- skemmtigarði vegna minnkandi aðsóknar, sem óhjákvæmilega yrði, ef tívolí yrði opnað í Reykjavík. Ber Reykjavík að vernda „litla“ Hveragerði? Já að mati undirritaðs hofur höf- uðborg Iandsins nokkrar skyldur gagnvart landsbyggðinni allri. Það er ekki eðlilegt, að skemmtigarður rísi í Reykjavík og sé rekinn þar þá mánuði, sem mest gefa af sér í svona starfsemi, og taka spón úr aski Hveragerðis, er nú þegar hefur lagt í ærinn kostnað við að gera sii ' skemmtigai'i sem hestan. Skemmtigarðurinn austur þar er heldur ekki hugsaður sem stundar- fyrirbrigði að sumri til eins og Laugardalstívolíið. Reykjavíkur- borg ætti að mínu viti frekar að stuðla að því með ýmsu móti, að borgarbörnin komist í skemmti- garðinn í Hveragerði, heldur en að vera uppi með hugmyndir um- skemmtigarð í Laugardal. Vaxandi atvinnugrein Ekki má líta framhjá því er þetta mál er skoðað, að myndarleg upp- bygging hefur átt sér stað í ferða- þjónustu austanfjalls, bæði í Hveragerði og víðar. Margir þekkja dýrðarstaðinn Eden og myndarlegt hótel er nú risið í Hveragerði. Einn- ig er vaxandi þjónusta á Selfossi og Hvolsvelli og víða um sveitirnar ekki síst á Laugarvatni, í Hauka- dal, á Flúðum og ýmsum fleiri stöðum, sem ekki verða nefndir hér. Benda má einnig á, að einn helgasti staður þjóðarinnar Þing- vellir, er ekki langt undan og tengist „hringnum“ austur fyrir fjall. Er rétt að nefna ferða- þjónustu austan fjalls er tívolí í Laugardal er til umfjöllunar? Já hárrétt að mati höfundar. Öll umferð austur fyrir fjall helst í hendur, ef svo má segja. Bæði fjöl- skyldur og ferðalangar sækja þangað og njóta þess að sækja hina ýmsu ferðaþjónustustaði heim. Hvort sem það er skemmtigarður- inn í Hveragerði, íshestar nálægt Laugarvatni, sem hvorutveggja eru góð dæmi um myndarskap í þessum efnum, eða eitthvað annað, þá er ekkert réttlæti í því að bjóða uppá samskonar þjónustu inní miðri Reykjavík, eins og höfundur telur að gert yrði með tívolíi í Laugardal. Á þá Reykjavík engan rétt í ferðaþjónustunni? Jú tvímælalaust. Reykjavík verð- ur alltaf nafli þjóðarinnar og hefur Ólafur B. Ólafsson „Já, að mati undirritaðs hefur höfuðborg' lands- ins nokkrar skyldur gagnvart landsbyggð- inni allri. Það er ekki eðlilegt, að skemmti- garður rísi í Reykjavík og sé rekinn þar þá mánuði, sem mest gefa af sér í svona starf- semi, og taka spón úr aski Hveragerðis.“ það forskot, sem höfuðborg, að þangað koma flestallir ferðamenn hvort sem er. Sem betur fer er þar líka margt nú þegar, sem ferða- menn sækja í og ekkert nema gott eitt um það að segja. Með því að sperrast í ýmsu því, sem boðið er uppá í nálægum byggðarlögum, er hætta á ferðinni eins og áður var vikið að. Ferðaþjónustan og tóm- stundagamanið fyrir börnin yrði ekki eins skemmtilega uppbyggt að mati höfundar ef flest allir þættirn- ir söfnuðust saman á einn stað, þ.e. Reykjavík. Höfuðborgin hefur líka sem betur fer svo margþætta starfsemi uppá að bjóða, að ekki er nokkuð sem kallar á það að draga til sín fleiri störf í ferðaþjón- ustunni, nema í g'oðu hófi. Lands- ^yggðin þarf hins vegar frekar á þessum ferðaþjónustustörfum að halda, því t.d. landbúnaðarstörfin taka ekki við svo mörgu fólki, og því þarf að skapa landsbyggðarfólk- inu ný störf á sínum heimaslóðum. Vil ég þá draum Jörundar feigan? Ekki vil ég Jörundi Guðmunds- syni neitt illt með þessum skrifum, enda á hann allt gott skilið t.d. fyrir framlag sitt sem skemmti- kraftur. í aðra röndina held ég, að ég skilji draum hans um skemmti- garð fyrir reykvíska æsku o.fl. Hugsanlega geri ég honum þó stór- greiða með þessari grein. Tívolí í Laugardal getur verið mjög tvírætt fjármálaævintýri. Draumur Jörund- ar um skemmtigarð þarna gæti breyst í verstu martröð. Og þó svo þetta gæti staðið undir sér verður þetta tívolímál alltaf svo umdeilt, að hætta er á því, að Jörundur fái meiri ama en ánægju af þessu máli. Sem betur fer er Jöruundur svo fjölhæfur maður,að hann getur látið drauma sína rætast í öðrum hugmyndum en tívolíi í Laugardal. Einhveiju sem ekki er til í „næsta nágrenni", eins og Hveragerði verð- ur að teljast í þessu máli.Einhveiju nýju er komið gæti, sem gott inn- legg til viðbótar því sem fyrir er. Ekki tel ég þó heppilegt að stefna húllumhæinu inn í Laugardal eins og áður var vikið að. Ágæti borgarstjóri. Þó ég nefni Jörund Guðmundsson hér, veit ég vel að hugmyndin umskemmtigarð í Laugardal er upphaflega ekki frá honum komin, og því stíla ég þessi skrif til yðar. Hugmyndin um Laug- ardalsskemmtigarðinn var sett fram í góðum tilgangi en forsendur aðrar þá en í dag. Borgin hefur staðið sig prýðilega gagnvart æsku- fólkinu t.d. með skeleggri fram- göngu í íþróttauppbyggingu, stuðningi viðbyggingu reiðhallar o.fl. Með því að stefna tívolíferðum ungdómsins til Hveragerðis bætir^ borgin enn einni skrautfjöður í hatt sinn án þess að taka áhættuna á að spilla Laugardalnum. Að lokum þetta Gera má ráð fyrir að einhveijir séu ósammála þessum skrifum. Vænti ég þess að þeir, sem hugsan- lega koma með mótskrif, svari eftirfarandi meginatriðum: 1) Spillingu umhverfis og ónæði í Laugardal. b) Samkeppni við skemmtigarðinn í Hveragerði. e) Ferðaþjónustan og uppbygging ferðamála í ljósi þjóðarheillar. Eru þessi þijú atriði meginrök undirritaðs gegn skemmtigarði í Laugardal eins og hér hefur komið fram. Friðarkveðjur. Höfundur er kennari og stundar framhaldsnám í Danmörku. Enginn fer skólaus frá okkur $kóvíd við Óðinstorg. Innan þeirra fyrirtækja er nota einkatölvur er nauðsyn að hafa starfsmenn með þekkingu á innviðum og búnaði tölvukerfisins. Tilgangur Ms Dos námskeiðanna er að gera starfsmenn sem hafa umsjón með einkatölvum sjálfstæða í meðferð búnað- arins. Þátttakendum er veitt innsýn í uppbyggingu stýri- kerfa og hvernig þau starfa. Farið er yfir allar skipanir stýri- kerfisins og hjálparforrit þess. Kennd verður tenging jaðar- tækja við stýrikerfi og vél og rætt um öryggisatriði og daglegan rekstur. Leiðbeinandi: Björn H. Guðmundsson kerfisfræðingur. Tími og staður: 1.-4. júní 1987 kl. 13.30-17.30. SciórnunarfélaQ islands Ananaustum 15 Sími: 6210 66 ^CORSA OPEL BiLVANGUR Sf= HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300 Það er ekki að ástæðulausu að OPEL CORSA er nú einn söluhæsti og vinsælasti bíll Evrópu jafnt meðal einstaklinga sem bílaleiga. Þeirvita að það má treysta á OPEL CORSA þótt hann vökni, þótt hann snjói, þótt hann frysti. Pú ættir að slást í hóp þeirra öruggu og vera viss um aö komast á leiðarenda. mmur{ Vertu viss! Veldu CORSA! ■©■ GM DPEL m^"m

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.