Morgunblaðið - 27.05.1987, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAI 1987
43
Dómkirkjan;
Dagur aldraðra á inorgnn
Á MORGUN, uppstigiiing'ardag',
er dagur aldraðra í kirkjunni.
Af því tilefni verður messan í
Dómkirkjunni á breyttum tíma
og hefst kl. 2 e.h. Þar prédikar
Hans Jörgensson, formaður
Samtaka aldraðra, en sr. Þórir
Stephensen þjónar fyrir altari.
Dómkórinn syngur og Marteinn
H. Friðriksson, dómorganisti
leikur á orgelið.
Eftir messu er svo sóknarfólki í
Dómkirkjusöfnuðinum 67 ára og
eldri boðið til kaffidrykkju á Hótel
Borg. Þar mun Halla Margrét Árna-
dóttir syngja við undirleik Marteins
H. Friðrikssonar. Halla Margrét er
öllum kunn fyrir sinn fallega söng
á ágætu lagi Valgeirs Guðjónsson-
ar, Hægt og hljótt, í söngvakeppni
sjónvarpsstöðva Evrópu fyrr í þess-
um mánuði. Þess má einnig geta
að Halla Margrét er eitt af sóknar-
börnum Dómkirkjunnar og fermdist
þar.
Þess er vænst að eldri borgarar
í Dómkirkjusöfnuðinum Qölmenni
til messunnar og kaffidrykkjunnar
á Hótel Borg á eftir.
Frá Dómkirkjunni.
Reykholtsskóli í Borgarfirði.
Reykholtsskóli:
50 ára nemendamót
NEMENDUR sem útskrifuðust
árið 1937 frá Reykholtsskóla i
Borgarfirði gangast fyrir nem-
endamóti i Reykholti dagana
30.-31. maí nk.
Einnig eru þeir nemendur sem
útskrifuðust 1936 og 1938 vel-
komnir sem þátttakendur. Þeir sem
ekki hafa náðst til og vilja mæta
hafi samband við Bjarna Bach-
mann, Höskuld Skagfjörð eða
Halldór E. Sigurðsson.
(Fréttatilkynning)
Haf narfjarðarkirkja:
Öldruðum boðið til kirkju
LÍKT OG undanfarin ár er öldr-
uðum boðið sérstaklega til
guðsþjónustu i Hafnarfjarðar-
kirkju á uppstigningardag, sem
ber nú upp á fimmtudaginn 28.
mai.
Guðsþjónustan á þessum degi er
mörgum tilhlökkunarefni og því
fjölsótt. Við guðsþjónustuna að
þessu sinni, sem hefst kl. 14, mun
Jóhanna Linnet syngja einsöng og
einnig í kaffisamsæti í Fjarðarseli,
Iþróttahúsinu við Strandgötu, sem
safnaðarstjórn og kvenfélag býður
til eftir guðsþjónustuna.
Rúta verður í fcrðum ásamt öðr-
um bílakosti til að flytja fólk til og
frá kirkju. Þeir sem óska eftir slíkri
þjónustu hafi samband við Eggert
ísaksson safnaðarfulltrúa eða sókn-
arprest.
Gunnþór Ingason
sóknarprestur.
Tolli ásamt einu verka sinna.
Vestmannaeyjar:
MorKunblaðið/Sigurgeir
Tolli opnar málverka-
sýningu í Akóges
Vcstmannaeyjum.
„ÞAÐ ER búið að vera á dag
skránni hjá mér allt frá því ég
fór að mála að koma hingað til
Eyja og sýna. Eg var hér tals-
vert við vinnu á sex ára
tímabili, ýmist á bátum eða í
frystihúsunum," sagði Þorlák-
ur Kristinsson, ToIIi, í samtali
við Morgunblaðið. Tolli mun
opna málverkasýningu í Akóg-
es-húsinu í Vestmannaeyjum í
dag, miðvikudaginn 27. maí
klukkan 20. Hann sýnir þarr.a
um 30 myndir og verður sýn-
ingin opin fram á sunnudag
milli klukkan 14 og 22.
Þorlákur sagði að þetta væri
mikilvæg sýning fyrir sig og hann
vildi bjóða alla Vestmanneyinga
velkomna á sýninguna. Hann hef-
ur ákveðið að gefa Alþýðuhúsinu
í Eyjum eina af stærri myndum
- sýningarinnar sem ber nafnið
Lagó.
„Myndirnar sem ég sýni hérna
eru málaðar á síðustu fjórum
árum en þó flestar síðustu tvö
árin. Myndefnið er mest landslag
sem ég nota á táknrænan hátt til
að sjá það sem er handan við hið
sjáanlega landslag, kíkja undir
steina og sjá hvað er undir gijót-
inu. Eg er og með myndir sem
eru einskonar helgisagnir úr
hversdagsleikanum. Við það tel
ég að mér takist að vinna mig inn
i há’fgert timaleysi sem er
skírskotun til nútíðar, fortiðar og
framtíðar.
Allt er þetta myndmál innan
íslensks veruleika og óveruleika
því ég vinn út frá þeim rótum sem
ég stend í,“ sagði Þorlákur Krist-
insson. — hkj.
Fasteignasalinn í farbanni
STARFSMANNI fasteignasölu,
sem handtekinn var fyrir hálfum
mánuði, hefur nú verið sleppt
úr haldi. Hann hefur verið úr-
skurðaður í farbann að kröfu
rannsóknarlögreglu ríkisins.
Maðurinn var handtekinn fyrir
hálfum mánuði og úrskurðaður í
gæsluvarðhald, grunaður um ijár-
drátt og fjársvik. Gæsluvarðhalds-
tíminn átti að renna út í dag, en á
föstudag var manninum sleppt úr
haldi, þar sem ekki þótti þörf á að
halda honum í einangrun lengur.
Hann hefur þó verið úrskurðaður
í farbann til haustsins að kröfu
rannsóknarlögreglunnar.
Þau mál sem rannsökuð hafa
verið varðandi manninn eru mörg
og flókin. Samkvæmt upplýsingum
rannsóknarlögreglu er erfitt að
nefna upphæðir í því sambandi, en
ljóst er að um verulegar fjárhæðir
er að ræða og skipta þær milljónum
króna.
Kvartett-
inná
Hótel Borg
SÖNGFLOKKURINN Kvartett-
inn ásamt hljómsveit efnir til
tónleika á Hótel Borg á morg-
un, fimmtudagskvöld, og hefj-
ast þeir klukkan 21.30.
Kvartettinn Iiefur starfað í 4
ár undir nafninu Kvartett MK
og hefur komið víða fram, svo
sem á árshátíðum, í sjónvarpi
og úrvarpi og hvarvetna fengið
góðar viðtökur. Tónleikarnir á
Borginni eru hins vegar fyrstu
opinberu tónleikar söngflokks-
ins.
Á efnisskrá Kvartettsins eru lög
úr öllum áttum, bæði ný og göm-
ul, þar sem sveiflan og jassinn
ráða ríkjum. Þessi lög hafa verið
klædd í nýjan búning þar sem
raddir söngflokksins fá að njóta
sín. Kvaitettinn skipa Skarphéð-
inn Hjartarson, Þuríður Jónsdóttir,
Guðrún Gunnarsdóttir og Þór Ás-
geirsson.
Hljómsveitin sem leikur undir
er skipuð valinkunnum hljóðfæra-
leikurum, en þeir eru Friðrik
Karlsson gítar, Ari Einarsson
gítar, Birgir Bragason bassa og
Matthías Hemstok trommúr. A
tónleikunum munu þeir félagar
einnig taka nokkur lög einir sér.
(Fréttatilkynning)
Söngflokkurinn Kvartettinn, frá
vinstri Þór Ásgeirsson, Skarp-
héðinn Hjartarson, Þuríður
Jónsdóttir og Guðrún Gunnars-
dóttir.
Dagur aldraðra
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guðs-
þjónusta í Árbæjarkirkju kl.
14.00. Organleikari Jón Mýrdal.
Allt eldra fólk í söfnuðinum sér-
staklega boðið velkomið til
guðsþjónustunnar. Kaffiveitingar
í boði Kvenfélags Árbæjarsóknar
eftir messu. Sr. Guðmundur Þor-
steinsson.
ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14.
Ólafur Magnússon frá Mosfelli
syngur einsöng í messunni og í
kaffisamsæti í safnaðarheimili
Áskirkju eftir messu sem öldruð-
um er boðið til í tilefni af degi
aldraðra. Sr. Árni Bergur Sigur-
björnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 14. Lesari Áslaug Gísla-
dóttir. Sr. Magnús Guðjónsson
biskupsritari prédikar. Organisti
og söngstjóri Guðni Þ. Guð-
mundsson. Sýning á vinnu
aldraðra eftir messu. Kaffisala til
ágóða fyrir starfið. Sr. Ólafur
Skúlason.
DIGRANESPRESTAKALL:
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju
kl. 14. Sr. Þorbergur Kristjánsson
prédikar. Sr. Árni Pálsson þjónar
fyrir altari.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 14.
Hans Jörgensen fyrrver^hdi
skólastjóri formaður Samtaka
aldraðra prédikar. Sr. Þórir Step-
hensen þjónar fyrir altari. Eftir
messuna er eldri borgurum í
söfnuðinum boðið til kaffidrykkju
á Hótel Borg. Þar syngur Halla
Margrét Árnadóttir nokkur lög
við undirleik Marteins H. Friðriks-
sonar. Sr. Þórir Stephensen.
ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðs-
þjónusta kl. 11. Sr. Gylfi Jónsson.
GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 14.
Kaffi og kökur eftir messu. Eldri
borgurum er sérstaklega boðið í
þessa messu og að þiggja veit-
ingar að henni lokinni. Kvöld-
messa kl. 20.30. Altarisganga.
UFMH tekur þátt í messunni.
Þorvaldur Halldórsson stjórnar
söng og tónlist. Kaffisopi á eftir.
Sr. Halldór Gröndal.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.
Sr. Tómas Sveinsson. Aðalsafn-
aðarfundur fimmtudagskvöld kl.
20.30.
KÁRSNESPRESTAKALL: Guðs-
þjónusta í Kópavogskirkju kl. 14.
Sr. Þorbergur Kristjánsson pró-
dikar. Sr. Árni Pálsson þjónar
fyrir altari. Samverustund fyrir
aldraða í safnaðarheimilinu Borg-
um að lokinni guðsþjónustu.
LANGHOLTSKIRKJA: Helgi-
stund kl. 14. Stólræðu flytur frú
Sigríður Jóhannsdóttir, lestra
annast starfsmenn Bæjarleiða.
Prestur Sig. Haukur. Organisti:
Ólafur Finnsson. Öldruðum og
fjölskyldum þeirra er boðið
ásamt vinum okkar, Bifreiða-
stjórum Bæjarleiða og fjölskyld-
um þeirra, til kaffidrykkju eftir
athöfnina i kirkjunni. Þá hefst
sýning á munum sem hinir öldr-
uðu hafa unnið í vetur. Sóknar-
nefnd.
LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 14 á degi aldraðra.
Biskup íslands, herra Pétur Sig-
urgeirsson, prédikar. Boðið upp
á kaffi í safnaðarheimilinu eftir
messu. Sunnudaginn 31. maí er
engin messa í Laugarneskirkju.
Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Orgel- og kórstjórn Reynir
Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar
Ólafsson.
SELJASÓKN: Guðsþjónusta er í
Seljahlíð kl. 11 f.h. Sóknarprest-
ur.
SELTJARNARNESKIRKJA:
Guðsþjónusta kl. 14. (Ath.
breyttan messutíma). Kristín
Markúsdóttir prédikar. Allt eldra
fólk í söfnuðinum sérstaklega
boðið velkomið til guðsþjón-
ustunnar og kaffidrykkju á eftir.
Organisti Sighvatur Jónasson.
Prestur sr. Solveig Lára Guð-
mundsdóttir. Aðalsafnaðarfund-
ur í kirkjunni miðvikudagskvöld
27. maíkl. 20.30. Sóknarnefndin.
DÓMKIRKJA Krists konungs
Landakoti: Lágmessa kl. 8.30.
Hámessa kl. 10.30. Lágmessa
kl. 14.
MARÍUKIRKJA Breiðholti: Há-
messa kl. 11.
KAPELLA St. Jósefssystra í
Garðabæ: Hámessa kl. 14.
KAPELLAN St. Jósefsspítala:
Hámessa kl. 10.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa
kl. 8.30.
AKRANESKIRKJA: Messa á
dvalarheimilinu Höfða kl. 14.
Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.
Sr. Björn Jónsson.
MOSFELLSPRESTAKALL:
Messað í Lágafellskirkju kl. 4.
Kaffiveitingar að lokinni messu.
Sóknarnefndin.
DIGRANESPRESTAKALL: Sam-
eiginleg guðsþjónusta safnað-
anna í Kópavogi í Kópavogskirkju
kl. 14. Kirkjukaffi í Borgum að
lokinni messu. Sr. Þorbergur
Kristjánsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Guðsþjónusta sem öldruðum er
sérstaklega boðið til kl. 14. Jó-
hanna Linnet syngur. Kirkjukaffi
í Fjarðarseli eftir guðsþjón-
ustuna. Sr. Gunnþór Ingason.
NJARÐVÍKURPRESTAKALL:
Sameiginleg messa verður í
Innri-Njarðvíkurkirkju kl. 14.
Sóknarnefnd og Systrafélag
bjóða öllum öldruðum Njarðvík-
ingum í kaffi í safnaðarheimili
Innri-Njarðvíkur að messu lok-
inni. Sr. Þorvaldur Helgason
HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn
samkoma kl. 20.30.