Morgunblaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAI 1987 rv 51 Þórarinn Jóns- son — Minning Fæddur 25. október 1917 Dáinn 15. maí 1987 Kvöldið er fagurt, só! er sest og sefur fugl á gi'ein við skulum koma vina mín og vera saman ein. Eg þekki fagran lítinn lund hjá læknum undir foss þar sem að gróa gullin blóm þú gefur hcitan koss. Þeir sem eldri eru tengja þetta ljóð eflaust æsku sinni, gömlum félögum og ástinni. Líklega hafa hugsanir þessu tengdar runnið um hug og hjarta afa þegar hann söng þennan uppáhalds söng sinn á gleði- stundum lífs síns. í hugum okkar mun þetta ljóð hins vegar lifa sem minnisvarði um þá ást og um- hyggju sem hann sýndi okkur alla tíð. Afi var fæddur í Reykjavík þann 25. október 1917, einn af tólf börn- um hjónanna Ingibjargar Gilsdóttur og Jóns Odds Jónssonar. Hann ólst upp í Austurbænum og þar kynnt- ist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Kristínu Siguijónsdóttur. Þau gengu í hjónaband þann 25. október 1941 og réttum níu mánuð- um síðar, hinn 26. júlí 1942, eignuðust þau sitt fyrsta barn, Hólmfríði. Alls urðu börnin fjögur, Ingibergur Jón Oddur fæddur 4. október 1945, dáinn 28. janúar 1947, Valdimar Ingibergur, fæddur 19. október 1950, og Elísabet Guð- rún, fædd 21. febrúar 1957. Allan starfsferil sinn, sem náði yfir rúma hálfa öld, vann afi hjá Reykjavíkurborg, fyrst við hafnar- framkvæmdir og síðar sem bílstjóri. í frístundum sínum var hann virkur meðlimur í Kirkju óháða safnaðar- ins ásamt eiginkonu sinni, en þau voru þar í hópi stofnenda. Önnur áhugamál voru t.d. ferðalög en þau ferðuðust mikið bæði innanlands sem utan í sumarleyfum sínum. Sundlaugarnar áttu sinn fasta sess í hinu daglega lífi afa og þær stund- aðj hann reglulega áratugum saman. Afi var gæddur einstökum skap- gerðareiginleikum. Samviskusemi, hógværð og fullkomin prúð- mennska voru honum í blóð borin. Hann var sáttur við lífið og tilver- una og missti aldrei stjórn á skapi sínu. Þessir eiginleikar nutu sín vel í samskiptum við annað fólk og þó sérstaklega við börn og aðra þá sem minna mega sín. Við viljum þakka fyrir þá ást og hlýju og það traust sem hann veitti okkur í sínu lífi. Við vitum að dauð- inn er ekki endir heldur upphaf og trúum því sem Kristur sagði: „Eg er upprisan og lífið, sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja.“ (Jóh. 11. 25-26.) Afabörnin í dag, 27. maí, fer fram frá Óháðu kirkjunni útför Þórarins Jónssonar. Þórarinn var fæddur í Reykjavík 25. október 1917 og bjó hér í borg alla sína ævi. Hann lést 15. maí 1987. Foreldrar hans voru Jón Oddur Jónsson og Ingibjörg Gilsdóttir. Hann starfaði alla tíð hjá Reykjavíkurborg, fyrst hjá Reykja- víkurhöfn og síðan hjá Borgarverk- fræðingi. Þórarinn kvæntist eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Símonardóttur 25. október 1941. Eignuðust þau fjögur börn, en misstu eitt á unga aldri. Þórarinn var okkur í Óháða söfnuðinum að góðu kunnur. Hann var í Bræðra- félagi safnaðarins á meðan það starfaði. Hann sat lengi í stjórn safnaðarins og dyravörður var hann í kirkjunni okkar um árabil, þar stóð hann traustur sem steinn. Ávallt reiðubúinn með sitt þétta handtak. Hávaðinn eða fyrirferðin var ekki mikil, en trúr og traustur, ávallt á sínum stað. Það var ekki ætlun mín að rekja ættir hans eða störf í gegnum tíðina, en örfá þakkarorð eiga þetta að vera fyrir allt það sem hann hefur unnið fyrir okkur i Óháða söfnuðinum. Það eru ófá handtökin sem liggja eftir Þórarin og ávallt hefur Guðrún eiginkona hans staðið honum við hlið, þar er söknuðurinn mestur. Það eru einmitt slíkir menn sem fámenn félög eins og okkar þurfa á að halda. Hafðu hann þökk fyrir allt og allt. Guðrúnu og fjöl- skyldunni sendum við innilegar samúðarkveðjur. Fari hann í friði, friður Guðs hann blessi. F.h. Óháða safnaðarins, Hólmfríður Guðjónsdóttir. Vinur minn og svili, Þórarinn Jónsson, er látinn. Við kynntumst hjá sameiginlegum tengdaforeldr- um á Laugavegi 158, er ég trúlofað- ist Sigurði syni þeirra 1945, þar sem fjölskyldutengsl voru þau bestu sem þekkjast. Alla tíð síðan, meðan Siggi minn lifði og eftir að ég varð ein var vinátta Tóta og Dídíar söm og innileg. Ekkjufólk og einhleypt er ekki alltaf vinsælt í hópi hjónafólks en mér buðu þau sæti við sína hlið, hvenær sem svo bar undir. Það eru nokkuð mörg árin frá dögum saumaklúbbsins á Njarðar- götunni og víðar, þegar Tóti og Jóna „frænka“ sáu svo vel fyrir skemmtiatriðunum að hlátrasköllin glumdu um nágrennið og þurfti ekki sterkara en kaffi og með því til þess. Eg man líka þá tíma frá fyrstu búskaparárum mínum, fyrir daga hitaveitunnar, að Tóti ók okk- ur tengdamóður okkar í þvottalaug- arnar. Hann leiddi hana í hálku á vetrum, en hálka var eitt af fáu sem hún óttaðist. Milli þeirra var gagn- kvæm ást og virðing. Árin liðu. I mörg ár unnum við þijár mágkonur saman. Vinnutím- inn var oft langt fram á nótt. Væri frídagur að morgni hjá Tóta, bað hann konuna sína alltaf að hringja til sín og sótti hann okkur þá í vinn- una hversu seint og í hvaða veðri sem var. Árið 1973 tengdumst við Tóti enn er ég kynntist Ingiberg Stefáns- syni, en þeir voru bræðrasynir. Föðurafi þeirra var Jón bóndi í Galtarholti í Borgárfirði. Þórarinn var maður hæglátur, þéttur á velli og þéttur í lund, þraut- góður á raunastund í fyllstu merkingu þeirra orða. Hann þurfti oft á því að halda, því hann hafði horft á bak tengdaforeldrum sínum, foreldrum, ungum syni og sex bræðrum. En minnumst þess að hann átti trúan og sterkan lífsföru- naut. Dídí mín á eina þá heilbrigð- ustu og bestu sál sem ég hef kynnst. En þau voru ekki síður samhent í gleði. Það var oft gaman að lyfta glasi á góðri stund. Þá söng Tóti gjarnan í einlægri gleði svo sem hann átti ættir til og hafði ánægju af græskulausu gamni. Man ég margar slíkar stundir frá Húsafelli, hafnarballi og víðar. Og fleira kom til, svo sem kirkju- rækni þeirra hjóna. Þau gerðust meðlimir óháða safnaðarins við stofnun hans og hafa starfað þar síðan af ósérhlífni og greiðvikni sem auðkennt hefur öll þeirra störf. Að hausti komanda, um sjötugsafmæli hans, átti að halda til heimsborgar- innar London en þangað hafði hann oft óskað sér að koma. Förinni var flýtt. Hann lést. Við sem eftir lifum, vitum að hann trúði orðum meistar- ans sem sagðist „fara á undan til að búa okkur stað“, sem sagði: „Eg lifi og þér munuð lifa.“ Við biðjum líka fyrir lítilmagnan- um, blessuðum Leifa, sem sér nú á eftir síðasta bróðurnum sem aðstoð- aði hann ef á lá. Elsku Dídí mín. Harmur þinn er sár. En sólargeislar á bak við sorg- arský munu skína á þig í börnum ykkar sem þið óluð upp í kærleika og trú á hið goða. Börn þín, tengda- synir og aðrir niðjar finnst mér mynda um þig traustan frændgarð og fagran. Fyrir sál Tóta, fyrir Dídí og aðstandendum iillum bið ég kærleikans föður: „Láttu kærleik- ans Ijósið þitt skína." Svanhildur Sigurjónsdóttir t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Noröur-Götum i Mýrdal, til heimilis á Þrastargötu 7, andaðist í Borgarspítalanum 25. maí. Jarðarförin ákveðin síðar. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÓLMGRÍMUR SIGURÐSSON frá Ystu-vík, verður jarðsunginn frá Svalbaröskirkju laugardaginn 30. maí kl. 14.00. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna. Sigurður Hólmgrímsson, Guörún Eiríksdóttir, Kristín Hólmgrimsdóttir, Magnús Vilhjólmsson, Bjarni Hólmgrimsson, Sigríður Guömundsdóttir, Bergljót Hólmgrfmsdóttir, Einar Sigfússon, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, RÓBERT G. JENSEN, Háengi 15, Selfossi, sem andaðist 21. maí sl. verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laug- ardaginn 30. maí kl. 13.00. Jóna Gissurardóttir, Björn Jensen, Guðrún Á. Halldórsdóttir, Gissur Jensen, Hansína Á. Stefánsdóttir, Jóhanna Jensen, Svavar Bjarnhóðinsson og barnabörn. t Föðursystir okkar, RAGNHEIÐUR O. BJÖRNSSON kaupmaður, Akureyri, sem andaðist á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, fimmtudaginn 21. maí si., verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 29. mai kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hennar eru vinsamlega beðnir að láta dvalarheimilið Hlið, Akureyri, njóta þess. Minningarkort fást í bókabúð Jónasar, Akureyri. Fyrir hönd ættingja, Geir S. Björnsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLDÓRA HALLDÓRSDÓTTIR verður jarðsungin föstudaginn 29. mai kl. 11.30. Þeir sem vildu minnast hennar er bent á sjúkrahús Akraness. Halldór Árnason, Halldóra Árnadóttir, Svava Árnadóttir, Vigdís Shook, Einar Árnason, Halldóra Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR VILHJÁLMÍNA ÓLAFSDÓTTIR, Jökulgrunni 1, viö Hrafnistu, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 29. maí kl. 10.30. Þeir sem vilja minnast hennar vinsamlega láti líknarstofnanir njóta þess. Sigurjón Kristjánsson, Steinar Sigurjónsson, , Oddný Ólaffa Sigurjónsdóttir, Benedikt Hermannsson, Heiðar Hafberg Sigurjónsson, Kristján Stefán Sigurjónsson, Helga Kristjánsdóttir, Sigurjón Guömundsson, Ólöf Hafdís Guðmundsdóttir, Sigriður Steinarsdóttir, Einar Þórhallsson. t Móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, SIGRÚN ÞORKELSDÓTTIR, Sólheimum 56, lést 24. maí. Minningarathöfn verður í Langholtskirkju, Reykjavík, föstudaginn 29 maí kl. 10.30, en hún verður jarðsungin frá Prests- bakkakirkju laugardaginn kl. 14.00. Fyrir hönd ættingja, Laufey og Pálína Bjarnadætur. t Sonur og tengdadóttir boða til jarðarfarar ÞÓRÐAR STURLAUGSSONAR fyrrverandi stórkaupmanns, föstudaginn 29. mai nk. frá Dómkirkjunni kl. 13.30. Ólafur Sturla, Margrét Gísladóttir og börn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐLAUGS G. PÉTURSSONAR, Bogahlíð 15 Katrín Þorvarðardóttir. Guðmundur Guðlaugsson, María Sigurbjörnsdóttir, Gunnar Guðlaugsson, Pétur Guðlaugsson, Ásólfur Guðlaugsson, Erla T ryggvadóttir, Margrét Guðlaugsdóttir, Sigrún Guðlaugsdóttir, Gunnar Kristjánsson, Þorvarður Guðlaugsson, Guðrún Gfsladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, INGÓLFS JÓNSSONAR, Löngufit 11, Garöabæ, Erla Sveinbjörnsdóttir, Þorgeir Ingólfsson, Sigriður Ingólfsdóttir, Anna Ingólfsdóttir, Árni Margeirsson og barnabörn. t Innilegustu þakkir færum við öllum þeim er auðsýndu okkur sam- úð og vinarhug við andlát og jaröarför sonar okkar JÓNSGEIRS. Guð veri með ykkur. Sigrún Eyrbekk, Stefán Stefánsson, börn, tengdabörn og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.