Morgunblaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 52
Tötn Hu w fftmínn-iii'miw mtnmmíu MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987 félk f fréttum Hér fara fremstir þeir Jón Stefánsson organisti Langholtssóknar og Garðar Cortes, söngvari. Hópreið til kirkju Asunnudaginn var efndu hesta- menn í Langholtssókn tii árlegrar hópreiðar sinnar til kirkju. Þessi siður hefur verið ræktur um nokkurt skeið, en það er nú fyrst á síðustu árum að farið er að aug- lýsa ferðina með þeim árangri að hópreiðin er hin glæsilegasta. Þegar stigið var af baki við kirkjuna þurfti ekki að hefta þennan klár, hann sætti sig við það að tekið var i tauminn. Meðal leikara eru margir hestamenn og hér er einn þeirra, Gunnar Eyjólfsson, ásamt Garðari Cortes. Gorbachev í góðra vina hópi. Reutor Gorbachev dansar á götum Rúmeníu Mikhail Gorbachev, aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkjanna kom í heimsókn til kollega síns í Rúmeníu, Nicolaes Ceaucescu. A meðan bílferð um Búkarest, höfuðborg landsins, stóð gaf Gorbaehev sér tíma til þess að taka þátt í rúmenskum þjóðdansi, gestgjöfum sínum gersamlega að óvörum. Þótti þeim nóg um frjálslyndi foringjans. Rúmenía hefur sýnt ákveðið sjálfstæði frá Moskvu á sumum sviðum og má nefna að það, eitt ríkja Varsjárbandalagsins, tók þátt í Olympíuleikunum í Bandaríkjunum 1984. Hins vegar hafa Rúmenar yfirleitt verið þjóða hallast- ir undir Rússa, þannig að sjaldan hefur reynt á þetta „sjálfstæði". Ceaucescu rekur iandið nánast á eigin reikning og er talið að á fáum stöðum í heimin- um sé jafnrakið ættarveldi. Af því leiðir hins vegar að landið er ijúkandi rúst kommúnísk hagkerfis. Hafa sumir erlendir fréttaskýrendur haft á orði að landið sé nánast á miðaldastigi. Talið er að Mikhail eigi ýmislegt vanrætt við Ceaucescu, aðallega vegna þess að hann hefur opinberlega andæft öllum hugmyndum um aukið svigrúm í efnahagsmálum svo ekki sé minnst á aukna umræðu um vankanta kerfis- ins og mistök möppudýra. Af Gorbachev er það að segja að í mánaðarlok tekur hann hús á Hon- eeker vini sínum í Austur-Berlín, en þar mun fara fram leiðtogafundur aðildarríkja Varsjárbandalagsins. Glasnost í Ulan Bator Undanfarna mánuði hefur mikið verið rætt um að í Sovétríkjunum og leppríkjum þeirra beri nú í auknum mæli á opinni umræðu og fijálsræði á ýmsum sviðum. Ekki skal fjölyrt um sannleiksgildi þessara kenn- inga, en meðfylgjandi mynd frá Ulan Bator, höfuðborg Mongólíu, sýnir að ögn ferskari vindar næða nú um fólk í austurvegi. Parið á myndinni er í býsna vestrænum klæðum, pilturinn í blazer og með litskrúðugt bindi, en stúlkan í knésíðu pilsi og með hálsklút. Að baki er Lenín með slagorð á vör. Sé grannt skoðað má einnig sjá glitta í gamla tímann í klæðaburði, en bak við unga manninn er annar mongóli í hefðbundnari fatnaði Ulan Bat- or-búa — dökkbláum vinnufötum og með pottlok á höfði. Mongólía hefur löngum verið e.k. nýlenda Sovétríkjanna, en að undanförnu hefur borið á því að þarlendir ráðamenn þreifi fyrir sér erlendis á sviði verslunar og iðn- aðar. Þeir eiga þó óhægt um vik því að allt þarf að fara um hend- ur Sovétmanna og skipti við grannann í suðri, Kína, eru enn um sinn óhugsandi. Er glasnostið að verki í tískuheimi Ulan Bator? Rcuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.